Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR ÓLAFSDÓTTUR, Skriðustekk 1. Ólafur Rúnar Árnason, Ása Ásgrímsdóttir, Guðmundur Árnason, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Sigurður Árnason, Guðbjörg Skjaldardóttir, Þráinn Árnason, Unnur Vilhjálmsdóttir, Már Árnason, Valdís Axfjörð, ömmubörn og fjölskyldur þeirra. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, TAKAKO INABA JÓNSSON, Brekkutúni 9, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 19. september, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. september kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kjartan Jónsson, Árni Rúnar Inaba Kjartansson, Ólöf Júlía Kjartansdóttir, tengdabörn og barnabörn. Lokað Lokað verður í dag, fimmtudaginn 23. september milli kl. 13 og 15, vegna jarðarfarar UNNAR ALDÍSAR SVAVARSDÓTTUR. Sjúkravörur ehf., Verslunin Remedía, Suðurlandsbraut 52. Hún Svana, vinkona mín og vinnufélagi til margra, ára er dáin, langt fyrir aldur fram. Það eru örfáir dag- ar síðan ég fór og heimsótti hana á deildina þar sem hún lá. Þá sannaðist það hve kjarkmikil kona hún var, þar sem hún útskýrði fyrir mér að nú væri komið að endalokunum, nú væri bara spurning um hvernig þau yrðu. Hún greindi mér einnig frá því að hún væri hvorki hrædd né kvíð- in. Hún væri sátt þegar hún liti yf- ir farinn veg, auðvitað hefði hún viljað fá meiri tíma til þess að fylgjast með börnum sínum og barnbörnum sem henni voru svo kær, en sér væri ekki ætlaður meiri tími. Svana var einstaklega glaðlynd, myndarleg og ljúf persóna, alltaf líf og fjör í kringum hana. Stutt í brosið og grallaraskapinn. Starfið á skurðstofum Landspít- alans hefði áreiðanlega verið til- breytingarlausara hefði Svönu ÞÓRA SVANA SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Þóra SvanaSveinbjörnsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 2. júní 1933. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni 31. ágúst. ekki notið við. Á þeim árum ríkti eindrægni og samhugur í verki þar sem vinátta og starfsgleði voru þær systur sem réðu ríkj- um. Starfsfólk mætti til vinnu með tilhlökkun fyrir komandi degi, enda um margt að spjalla þar sem allir störfuðu saman sem ein fjölskylda. Hver og einn tók þátt í sorgum jafnt og gleði samstarfsfélaganna. Ef til stóð að haldin væru deilda- partí stóð ekki á Svönu að taka þátt í þeim undirbúningi, enda Svana gleðimanneskja, sem hafði gaman af að syngja, hlæja og segja gamansögur. Ekki er langt um liðið frá því að við fylgdum til grafar einni vin- konu okkar, Guðrúnu Jónsdóttur, sem einnig starfaði á skurðstof- unum. Ekki óraði mann fyrir því að Svana yrði sú næsta úr hópnum. En svona er lífið, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Ég votta fjölskyldu Svönu mína dýpstu samúð, börnum og barna- börnum sem nú kveðja kæra móð- ur og ömmu. Elsku Svana hafðu þökk fyrir samfylgdina, hvíl í friði. Þín vinkona, Kristín Á. Guðmundsdóttir. Móðir okkar, GUÐBJÖRG ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR, frá Þórshamri, Lindarbraut 13 A, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 22. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Geirsson, Þorsteinn Geirsson, Sigurður Grétar Geirsson. Elsku pabbi minn. Mér finnst eins og þú eigir eftir að koma í eldhúsið til mín og setjast í stólinn þinn og spyrja hvað er í matinn. En innst inni veit ég að svo verður ekki. Það má segja, pabbi minn, að við höfum oft stigið dansinn saman í 40 ár, kannski ekki alltaf í takt, en náðum oft góðum snúningi. Sporin okkar ætla ég ekki að rifja upp núna en ég sé núna hvað þú hefur haft mikil og góð áhrif á börnin mín. Svona sambúð gengur aldrei alveg hljóðlaust fyrir sig en oftast fannst mér ganga bara vel hjá okkur. Ég hef aldrei þurft að EIRÍKUR ÓLI ÓLAFSSON ✝ Eiríkur ÓliÓlafsson fæddist á Eskifirði 30. júní 1924. Hann lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Huldu- hlíð á Eskifirði 12. sept. síðastliðinn og var jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju 19. september. biðja þig að gæta barnanna minna því þú varst alltaf til stað- ar fyrir þau. Þú gast setið og spjallað við þau, minnt Ómar á fótboltaæfingarnar og tónlistartímana og skutlast með þau út og suður ef ég var ekki við. Mig langar að þakka þér hvað þú varst alltaf þolinmóð- ur og notalegur við þau. Og líka langar mig að þakka þér allt það góða og fallega sem þú kenndir þeim. Kærar þakkir, pabbi minn. Og guð geymi þig, gæskur. Þín Lára Elísabet. Elsku afi. Elsku afi minn. Sár er söknuður minn eftir þér. En margar eru þær góðu minningar sem ylja mér um hjartarætur. Ég man þegar ég var yngri og þú varst að horfa á fótboltann á næturnar og ég gat ekki sofnað og kom niður til þín með sængina mína og koddann og þú leyfðir mér að sofa á sófanum þínum. Svo þegar þú bauðst mér með þér á rúntinn á rauða Hyundai Pony-kagganum þínum, þú varst vanur að leyfa mér að stýra og skipta um gíra fyrir þig. Þú varst líka vanur að vera vaknaður fyrstur af okkur á morgnana og sast niðri með kaffið þitt annaðhvort í jólatrésbollanum þínum eða bollanum mínum sem var með mynd af bangsa með jóla- sveinahúfu á og lagðir kapalinn þinn. Sagðir alltaf Good morning og leyfðir okkur aldrei að vaska upp könnurnar þínar, því þú vildir bara láta skola aðeins af þeim. Ég sakna þess mjög að vakna ekkert á næturnar við þetta næt- urbrölt í þér og að heyra ekkert í útvarpinu þínu á næturnar. Það er allt miklu tómlegra án þín. Svo þegar ég var að hafa mig til á föstudögum til að fara í fé- lagsmiðstöðina hrósaðirðu mér alltaf fyrir að vera svo sæt og fín og spurðir alltaf hvort ég væri að fara á ball. Svo varstu svo ánægður með rúmið sem þú fékkst í áttræðisaf- mælisgjöf og þú sagðist aldrei hafa fengið jafnfallega gjöf og þegar ég keypti handa þér verndarengilinn í afmælisgjöf tókst þú hann, kysstir mig á kinnina og þakkaðir mér fyr- ir. Settir hann svo upp á sjónvarpið og sagðir að hann myndi passa þig alltaf. Ég hef samt reynt að leggja kap- alinn sem þú varst vanur að leggja og sagðir alltaf það er allt í lagi að svindla einu sinni í hverjum kapli. Hann gengur aldrei upp lengur, ég sat niðri í eldhúsi um daginn og hugsaði með mér kannski ég leggi einn kapal sem afi lagði alltaf og ég gat ekki sett út eitt einasta spil, kapallinn gekk ekkert upp án þín. En ég á líka fleiri minningar um þig sem ég ætla bara að geyma með sjálfri mér til að rifja upp þeg- ar við hittumst á ný við himins hlið. Megi guð geyma þig Vilborg Konný. Elsku afi. Núna ertu kominn til Oddnýjar ömmu, Bögga frænda og Búddu frænku, vonandi líður þér betur núna. Þetta er mikill missir og þín er sárt saknað, ég hef aldrei saknað neins jafnmikið. Ég veit að ég get hlýjað mér við margar góðar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mér. Eins og þegar mér leið sem verst og nánast enginn náði að tala við mig, þá komst þú oft upp í her- bergi til mín og við töluðum saman um allt milli himins og jarðar eða þessi skemmtilegi tími sem við átt- um saman við eldhúsborðið heima að leggja kapal í minnsta lagi klukkutíma á dag áður en ég fór í vinnuna, þetta var orðin venja hjá okkur. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig ekki blístra til Ómars litla framar þegar hann var að koma heim úr skólanum eða heyra Good morning! í hverju hádegi þegar ég kom heim í hádegismat. Það er rosalega skrítin tilfinning að hugsa um að þú sért fallinn frá og að ég fæ ekki að sjá þig í aftur, ég sem var vön að sjá þig á hverj- um degi, oft á dag, þú sem ert bú- inn að búa í sama húsi og ég síðan ég fæddist. Ég á aldrei eftir að gleyma þeg- ar ég var ekki með bílprófið þá skutlaðir þú mér næstum alltaf í vinnuna á morgnana og ef ég var ekki komin niður kl. 6:35 þá komst þú alltaf upp til að athuga hvort ég væri ekki alveg örugglega vöknuð. Og öll „töfrabrögðin“ sem þú varst alltaf að sýna okkur krökk- unum, það fannst okkur alltaf jafn- gaman og hlógum alltaf að því. Næsta sumar klippi ég af „fal- lega blóminu“ eins og þú kallaðir það, sem mamma á útí garði og fer með til þín eins og ég og þú gerð- um hjá Oddnýju ömmu. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með þér en restina af minningunum ætla ég að geyma fyrir mig, þær eru margar. Nú kveð ég þig, elsku afi minn, með þessum orðum: Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku afi, megi Guð geyma þig og vera með þér. Þín Oddný Erla. Elsku afi minn. Alltaf þegar ég vakna á morgn- ana og kem niður finnst mér eins og þú heilsir mér og segir Good morning, og lyftir upp annarri hendi, eins og þú gerðir alltaf þeg- ar ég kom á fætur. Þegar ég fletti BT-blöðum sast þú oft hjá mér og sagðir, ég panta þetta. Mér fannst svo gott að vita að þú varst alltaf heima ef mamma og pabbi þurftu að skreppa eitthvað. Ég sakna þess svo mikið að geta ekki lagt kapal með þér lengur. Ég sakna þín svo mikið, elsku afi minn. Guð geymi þig, afi minn. Þinn Ómar Unnþór. Elsku Eiki afi. Ég man alltaf þegar þú sast inni í eldhúsi og lagðir kapal, þú kall- aðir stundum á mig og baðst mig um að hjálpa þér því nú gengi hann ekki upp. Oft baðst þú okkur krakkana um að sendast fyrir þig í búð eða banka og gafst okkur aura fyrir. Á sumrin sast þú úti á palli og fylgdist með mannlífinu, oft með gulu Shell-húfuna hans Ómars svo sólin færi ekki í augun á þér. Ég gleymi ekki hve þú varst ánægður þegar þú fékkst rúm í áttræðis afmælisgjöf í sumar og gast fært höfðalagið og til fóta upp og niður með fjarstýringunni þinni. Þú keyrðir alltaf um Eskifjörð á rauða bílnum þínum í rólegheit- unum, stundum skrappstu út í sveit með bein handa hundinum hans Manga. Ég veit að núna ertu kominn til ömmu, Búddu, Björgvins og for- eldra þinna og ég vona að ég hitti þig aftur. Þegar við fórum í frí og þú varst einn heima sagðir þú alltaf að við ættum ekki að hafa áhyggjur af þér, þú ætlaðir að halda partí á meðan. Eftir að þú fórst frá okkur hefur kapallinn aldrei gengið upp hjá mér, en þegar hann gengur upp næst veit ég að þú hefur örugglega hjálpað mér smá. Elsku afi minn, ég á bara góðar minningar um góðan afa. Guð geymi þig, vinur minn. Þín Dísa Björg. KRISTJÁN EINARSSON ✝ Kristján Einarsson fæddist íHveragerði 14. janúar 1940. Hann lést á Landakotsspítala 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. september. Í skuggahúmi sálin döpur syrgir harmi slegin. Ofin gleðibliki gæskumynda göngusporanna liðnu. Í sorgarbirtu í störnuljóma sólargeisla hryggðar er hamingjutár í hjartatrega í hvarfaflóru fortíðar. Í englaveröld hnípinn gengur umvafinn elskuríkum yl. Í föðurarmi finnur þrautalíkn frjáls af æviviðjum. Jóna Rúna Kvaran. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.