Morgunblaðið - 13.12.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.12.2004, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ AFVOPNA þá sem smíða eða framleiða vopn yrði áreið- anlega enginn hægðarleikur og trúlega næstum því vonlaust verk. Það er vitanlega víðsfjarri verka- hring vopnaframleiðenda að boða frið, enda ekki ofmælt að viðskipti þeirra þrífist best á ófriði, sem þeir kappkosta. Sú ónáttúra að leggja undir sig annarra þjóða lönd og eignir og „drepa mann og annan“ hefur fylgt mannskepnunni frá alda öðli, allar götur frá Alexander mikla til dátans djarfa, mér liggur við að segja fífldjarfa, sem situr nú að völdum í stærsta herveldi heimsins. Víkjum nú að öðru. Það hefur óspart verið látið í veðri vaka í Vesturheimi að bandarísk stjórn- völd séu alveg sérstakt eftirlæti al- mættisins og allar þeirra athafnir á ólíkustu sviðum séu jafnan í styrkum og öruggum höndum þess, enda eru Bandaríkin oft á tíðum nefnd heimaland sjálfs himnaföðurins (God’s own country). Það hefur valdið ýmsum nokkrum heilabrotum hvernig ákaflega strangar trúarskoðanir geti með nokkru móti samrýmst skefjalausum og blóðugum stríðs- rekstri eins og nú er raunin. Ef mig misminnir ekki standa eft- irfarandi orð í heilagri bók: „þú skalt ekki mann deyða“. Eins og alþjóð veit eru George W. Bush, John Ascroft ásamt mörgum fleiri repúblíkönum áköfustu bókstafs- trúarmenn. Margt hefur núverandi Bandaríkjaforseti látið út úr sér, sem stenst ekki hógværustu kröfur um rökhugsun og raunsæi eins og t.a.m. þegar greint var frá því í fréttum fyrir alllöngu að hann hefði stórar áhyggjur út af hval- veiðum okkar Íslendinga, en hins vegar virðist daglegt og skipulagt dráp á óbreyttum og saklausum borgurum í Írak ekki raska ró hans hið minnsta. Á meðan forseti Bandaríkjanna hagar sér nú eins og hann gerir ferst honum naum- ast að kalla önnur þjóðríki „öx- ulveldi hins illa“. Maður líttu þér nær. Það virðist hreinlega vera al- veg undir hælinn lagt á hvaða ein- ræðisherrum Bandaríkjastjórn hef- ur velþóknun. Hún var t.a.m. ekkert að tvínóna við það að veita Pinochet rækilegan stuðning við að steypa Allende Chileforseta af stóli. G.W. Bush, Tony Blair ásamt öllum „staðföstum“ stuðn- ingsmönnum hafa réttlætt innrásina í Írak á ýmsa lund, m.a. var því haldið stíft fram að illmennið alræmda, Saddam Hussein byggi yfir svo kröftugum gereyðing- arvopnum að næstum gjörvallt mannkynið væri í bráðri lífshættu þeirra vegna, en enda þótt að leitað væri í dyrum og dyngjum mánuðum sam- an fannst ekkert. Mörgum hugs- andi mönnum hafði reyndar lengi boðið í grun að hér væri ekki allt sem sýndist. Stríðsherrarnir hefðu aðeins notað þessi voðavopn sem handhæga átyllu fyrir innrásinni. Aðalmarkmið þeirra hefði verði að sölsa undir sig auðlindir landsins, svo og að útvega vopnasmiðum og ýmsum verktökum næg verkefni. Ef mönnum er enn spurn hvað hékk eiginlega á spýtunni, þá er því fljótsvarað. Það var vitanlega olía, hvað annað. Ólyginn sagði mér að dátinn djarfi frá Texas hefði ekki með nokkrum orðum geta lýst fögnuði sínum er hann frétti að tveir íslenskir tindátar í Prag hefðu heitið honum liðveislu í þessu heilaga stríði hans í Írak og ekki kvað það hafa dregið úr gleði hans er hann heyrði ennfremur að þeir væru báðir með víkingablóð í æðum. Þessa dagana eru skriftir á opinberum vettvangi að komast mjög í tísku. Það var ekki ofsagt að játningum og afsökunarbeiðnum háttsettra manna, sem fengist hafa við sölu á eldsneyti til landsmanna rigni yfir okkur. Ættu tindátar okkar tveir ekki að taka þessi við- brögð borgarstjóra og fyrrverandi forstjóranna sér til fyrirmyndar og játa það opinberlega fyrir íslensku þjóðinni að það hafi verið hin herfilegustu mistök af þeirra hálfu að gerast óbeinir þátttakendur í innrásinni í Írak, þá yrðu þeir menn að meiri eins og nú er títt að segja. Því miður er ég vonlítill um að þessir háu herrar muni nokkurn tíma viðurkenna mistök sín og hvers vegna ekki. Meðfæddur og ólæknandi hroki beggja leyfir það hreinlega ekki. Nú finnst mér tími til þess kominn að leiðrétta um- mæli Kristjáns Kristjánssonar í spjalli hans við forsetaframbjóð- andann þrautseiga Ástþór Magn- ússon í Kastljósi Ríkisstjórnarsjón- varpsins, en þar hélt hann því fram fullum fetum að það hefði verið sameiginleg ákvörðun rík- isstjórnar Íslands að ganga til liðs við þá „staðföstu og viljugu“. Veit maðurinn ekki að ráðherranir eru tólf talsins en ekki bara tveir og með réttu ættu þeir að vera helm- ingi færri, en hins vegar með helmingi meira vit, þannig myndi það áreiðanlega jafnast út. Að lok- um þetta. Það er ef til vill fánýtt og tilgangslaust að ala þá von í brjósti að nokkurn tíma verði unnt að afvopna vopnasmiði, en hvað væri lífið án fagurra drauma, jafn- vel þeirra sem aldrei geta ræst. Fjandinn sjálfur var laus hér á jörðu löngu áður en Kínverjar fundu upp púðrið og leikur hann nú enn lausari hala en nokkurn tíma fyrr. Getum við ekki öll tekið undir orð breska blaðamannsins, Robert Fisk, sem sagði „að stríð væri gjaldþrot mannsandans“. Gjaldþrot sem verður stærra og geigvænlegra með hverju ári sem líður. Að afvopna vopnasmiði Halldór Þorsteinsson fjallar um stríðið í Írak ’Á meðan forsetiBandaríkjanna hagar sér nú eins og hann ger- ir ferst honum naumast að kalla önnur þjóðríki „öxulveldi hins illa“. ‘ Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. UNDIRRITAÐUR undrast þann sofandahátt sem fiski- og sjávarlíf- fræðingar viðhafa. Þessir menn vita um lífsnauðsyn þess að lífríki land- grunnsins hafi frið fyrir ágangi stórvirkra veiðarfæra. Því ber þessum mönn- um sem nefndir eru hér að leita eftir að- stoð og samvinnu við náttúruverndarsinna og þrýstihópa sem vinna að verndun nátt- úrunnar. Þökk sé Hafró fyrir hugrekkið sl. sumar að þora að hefja myndatökur á skemmdum þeim sem LÍÚ hefur stundað áratugum saman. Er afrek. Því ber að halda á lofti til hvatningar áframhaldandi rannsókna á landgrunninu. Annað ber að líta á sem vanþakklæti og sinnuleysi almennings á eigin vel- ferð til framtíðar litið. Gleðitíðindi Undirritaður hefir rætt við okkar ágæta og greinargóða útvarpsmann Pál Benediktsson um myndatökur Hafró á landgrunninu og vakið at- hygli hans á því að almenningur í landinu fékk aðeins að sjá 15 sek- úndna myndbrot af skemmdunum sem við blasa á Öræfagrunninu sem allt er orðið eitt allsherjar moldar- flag sem er gjörsamlega lífvana eyðimörk eftir þung trollvirki LÍÚ. Athugið að Ísland er ekki á öðrum hnetti. Við höfum ekki leyfi til þess að haga okkur eins og svín í kál- garði. Svangur heimur krefst þess að þessi mál, þ.e. vinnubrögð Íslendinga við svo- nefndar fiskveiðar, verði rannsökuð. Framtíð Íslands mun standa fyrir því. Fyr- irgefið, gleðitíðindin eru takið eftir: Páll Benediktsson lofaði Framtíð Íslands því að hið myndarlega fram- tak Hafró sl. sumar verði sýnt í byrjun febrúar 2005 með til- heyrandi útskýringum út í hörgul. Þjóðin á ríkisútvarpið og rík- issjónvarpið og fiskimiðin. Þjóðin vill fá að sjá hvernig útgerðarmenn ganga um eign hennar. Það er lífs- spursmál fyrir þjóðarheildina að halda dauðahaldi í fjölmiðil sinn rétt eins og það er þjóðarlífsspurs- mál að þjóðin styðji við bakið á þeim öflum sem leggja allt sitt þrek og þor í það að reyna að halda utan um rétt hennar til nýtingar fiski- miðanna í náinni framtíð. Það eru blikur á lofti. Mammon er alls stað- ar að verki. Erlendar matvælaiðn- aðarkeðjur bíða færis að kaupa upp Íslandsmið. Menn halda að allt sé falt fyrir peninga. En valið er okk- ar. Viljum við í raun stóriðju í hvern flóa og fjörð eða viljum við halda í fiskimiðin okkar? Ef við viljum halda í fiskimiðin verðum við að breyta um vinnuaðferð. Breyta fisk- veiðistefnunni með þjóðarhag að leiðarljósi hvað sem það kostar í fyrstu. Hefja friðun landgrunnsins innan 50 sjómílna gegn dregnum veiðarfærum. Þá fyrst er kominn ramminn að því að Ísland geti kom- ist á kortið sem matvælaiðn- aðarstórveldi á heimsmælikvarða. Vilji er allt sem þarf. Hver er sinn- ar gæfu smiður. Landgrunn Íslands: Hið viðkvæma lífríki þess Garðar H. Björgvinsson fjallar um friðun landgrunnsins ’Þökk sé Hafró fyrirhugrekkið sl. sumar að þora að hefja myndatök- ur á skemmdum þeim sem LÍÚ hefur stundað áratugum saman.‘ Garðar H. Björgvinsson Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður, forsvarsmaður félagsins Framtíðar Íslands. „VIÐ ÍSLENDINGAR“ er upp- haf heilsíðuauglýsingar sem birt- ist í Morgunblaðinu 2. desember. Hvað er ég nú að auglýsa? hugs- aði ég og las síðan textann sem á eftir fylgdi. Þegar lestri lauk var ég enn hugsi. Hvað er ég? Er ég ekki Íslendingur? Hvaða umboð hefur þessi svokallaða Þjóðarhreyfing til að tala í nafni allra Ís- lendinga? Hver kaus hana, hvaðan fær hún umboð sitt? En þetta vakti mig til umhugsunar um fleira. Ég hef frá upphafi talið illa nauðsyn að afvopna Saddam Hussein. En hvers vegna? Sú af- staða byggist á at- burðum frá því Er- lendur Haraldsson dvaldist meðal Kúrda og skrifaði eftir heimkomuna bók eða bækur um reynslu sína. Frá þeim tíma hef ég fylgst með fréttum af þessari þjóð og ber enn þá von í brjósti að hún fái frelsi frá ómanneskjulegri kúgun sem hún hefur verið beitt af Írök- um og Tyrkjum með fullum vilja m.a. Bandaríkjamanna og Rússa. Þar gerði her Íraks tilraunir með vopn sem a.m.k. sum kunna að falla undir gereyðingarvopn. Sömu örlög hlutu Sjítar í Suður- Írak sem hófu uppreisn gegn Saddam meðan á Flóabardaga stóð en voru skildir eftir til að mæta örlögum sínum hjálparvana í klóm Saddams. Ég man ekki eft- ir sérstöku ákalli frá glaðbeittum íslenskum atvinnumótmælendum þegar verið var að fylla fjölda- grafirnar í kringum Basra. Það hefði kannski verið tilefni til að auglýsa í New York Times á þeim tíma sem Bandaríkjamenn sviku þetta fólk og gerðu það að varn- arlausum fórnarlömbum glæpa- sveita Saddams. Meðal þess sem fundist hefur eftir að Bandaríkja- menn og Bretar ráku af sér slyðruorðið og komu Saddam Hussein frá völdum eru fjölda- grafir í byggðum Kúrda og í Suð- ur-Írak nærri borginni Basra þar sem Sjítar eru fjölmennir. Það að Bandaríkjamenn sviku þetta fólk eftir Flóabardaga var ekki rétt- læting á að dæma það til eilífrar glötunar undir ógnarstjórn Sadd- ams Hussein. Til er fólk sem heldur því fram fullum fetum að helförin hafi aldrei verið farin, allar sögur um grimmdarverk nasista séu lygar. Ég hef séð tilhneigingu til hins sama þegar rætt er um stjórn Saddams Hussein. Þrátt fyrir að ég viti að þeir sem ekki vilja sjá veruleikann eins og hann er muni reka upp ramakvein og hrópa Moggalygi, Moggalygi þá ætla ég að vitna til greinar sem birtist í Mbl. sunnu- daginn 30. mars 2003. Greinin heitir „Stjórnarfar óttans“. Þar er vitnað í skýrslu frá breska utan- ríkisráðuneytinu um mannrétt- indabrot í Írak. Skýrslan byggist m.a. á gögnum frá Amnesty Int- ernational og Human Rights Watch og viðtölum við vitni. Svo einkennilega brá við að samtök á borð við Amnesty International mótmæltu notkun þessara upplýs- inga, ekki vegna þess að þær væru rangar, heldur vegna þess að þær væru notaðar til að rétt- læta innrásina í Írak. Rök Amn- esty voru m.a. að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu ekki brugðist við þegar samtökin sendu frá sér skýrslur um mann- réttindabrot í Írak fyrir Persa- flóastríðið. Meðal þess sem kom fram var að í; „skýrslu Amnesty International frá ágúst 2001 segir að pólitískir fangar séu pyntaðir kerfisbundið og umfang pyntinga og miskunnarlausar aðferðir beri því vitni að beiting þeirra hafi verið samþykkt í æðstu valda- stöðum. Aðferðirnar eru margar. Þess eru dæmi að augu hafi verið potuð úr mönnum. Í einu tilfelli var kaupsýslumaður úr röðum Kúrda handtekinn í Bagdad og tekinn af lífi. Þegar fjölskyldan sótti líkið höfðu aug- un verið stungin úr því og pappír troðið í tómar augntóftirnar. Borað hefur verið í gegnum hendur póli- tískra fanga með raf- magnsbor, fórnarlömb eru hengd upp í loft, raflost eru veitt, með- al annars á kynfæri, eyru, tungu og fingur, og einnig hafa fórn- arlömb pynt- ingameistaranna orðið fyrir kynferðislegu of- beldi. David Scheffer, stjórnarerindreki Bandaríkjastjórnar í stríðsglæpamálum, hefur greint frá því að myndir sýni að Írakar hafi notað sýruböð þegar þeir réðust inn í Kúveit. Fórnarlömbin hafi verið hengd upp á höndunum og hægt og sígandi lækkuð niður í sýruna.“ (Morgunblaðið 30. mars 2003.) Ennfremur kemur fram í grein- inni án þess að getið sé nánari heimilda: „Konur hafa sætt grimmilegum ofsóknum í Írak. Í hernum eru þess dæmi að menn hafi sérstaklega það hlutverk „að brjóta gegn heiðri kvenna“ – þeir eru nauðgarar að atvinnu. Mann- réttindasamtök fregna reglulega af konum, sem hafa orðið fyrir sálrænu áfalli eftir að hafa verið nauðgað í fangelsi. Nauðgun kvenna, sem eru í haldi vegna pólitískra skoðana, er hluti af stefnu stjórnarinnar.“ (Morg- unblaðið 30. mars 2003.) En það voru engin gereyðing- arvopn í Írak er fullyrt. Er það staðreynd? Það er vitað að Írakar beittu efnavopnum bæði á Kúrda og Sjíta. Viljann vantaði því ekki. Eftir 11. september 2001 gekk yf- ir Bandaríkin faraldur þar sem dreift var miltisbrandi. Það var gert í venjulegum umslögum. Fyrirferð sýklavopna er því ekki mikil. Árið 1995 dóu tólf manns af afleiðingum þess að saríngasi var hleypt út á neðanjarðarlestarstöð í Tókýó. Gasið var framleitt af trúarreglu sem boðar heimsendi og ætlaði að sjá til að spáin rætt- ist. Sarín er banvænt taugagas sem var fyrst framleitt í Þýskalandi eftir að nasistar komust þar til valda á fjórða áratug aldarinnar sem leið. Illræmdasta sarínárásin var hins vegar gerð í mars 1998 þegar allt að 5.000 Kúrdar biðu bana í bænum Halabja í Norður- Írak. Her Saddams Hussein, fyrr- verandi forseta Íraks, beitti þá blöndu af saríni, sinnepsgasi og hugsanlega VX, hættulegasta efnavopni sem vitað er um. Mér þykir eðlilegt að áður en landsmenn gera sig að viðundri með auglýsingum í erlendum stórblöðum þá taki þeir heið- arlega afstöðu til þess ástands sem ríkti í Írak undir stjórn Saddams Hussein. Þeir sem telja heiminn öruggari eins og hann var á meðan Saddams naut við, þeir eiga auðvitað að auglýsa. Þeir geta þá samhliða glaðst yfir glæsilegum myndböndum af af- tökum á varnarlausum gíslum sem samherjar þeirra þar syðra senda reglulega frá sér til að styrkja málstaðinn. „Við Íslendingar“ Hrafnkell A. Jónsson fjallar um Íraksstríðið Hrafnkell A. Jónsson ’Það er vitað aðÍrakar beittu efnavopnum bæði á Kúrda og Sjíta. Viljann vantaði því ekki.‘ Höfundur er héraðsskjalavörður á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.