Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2004 35 FRÉTTIR Bridsfélag Reykjavíkur Anton og Sigurbjörn Haraldssynir leiða enn eftir tvö kvöld af þremur í Cavendish – tvímenningi BR. Símon Símonarson og Hermann Friðriksson eru enn í öðru sæti, en nú munar ekki nema 39 impum á þeim. Í þriðja sæti, 17 impum frá öðru sæti eru þeir Kristján Blöndal og Rúnar Magnús- son. Hæsta skor í kvöld tóku Hall- grímur Hallgrímsson og Guðmundur Pálsson 940 impa. Staða efstu para er nú þannig: Anton Haraldss. – Sigurbjörn Haraldss. 1442 Hermann Friðrikss. – Símon Símonars. 1403 Kristján Blöndal – Rúnar Magnússon 1386 Sævar Þorbjss. – Karl Sigurhjartars. 1151 Gísli Steingrímss. – Sveinn S. Þorvaldss. 808 Bernódus Kristinss. – Hróðmar Sigurbjs. 633 Ágætis þátttaka hefur verið á mótum hjá BR í vetur. Árleg keppni um Einarsbik- arinn undir Eyjafjöllum Síðastliðið þriðudagskvöld fór fram árleg bridskeppni á milli Brids- félags Rangæinga og Bridsfélags Hreppamanna að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Keppt er um farandbik- ar sem gefin var árið 1998 til minn- ingar um Einar Inga Einarsson bónda í Varmahlíð undir Eyjafjöllum af þeim sem kepptu með honum í sveit. Keppendur hafa skipst á að sækja hver aðra heim, keppt er á Flúðum annað árið. Sigurvegarar hafa yfir- leitt verið þeir sem boðið hafa hinum heim, sem sagt, yfirleitt unnist á heimavelli. Spilað var á fimm borðum að þessu sinni. Leikar fóru svo að Rangæingar fóru með sigur af hólmi. Úrslit urðu: Á 1. borði jafnt, 15-15, á öðru borði einnig jafnt 15-15, á þriðja borði 12-18 Rangæingum í hag, á fjórða borði 17-13 fyrir Hreppamenn en á fimmta borði töp- uðu Hreppamenn stórt, 2-25. Þetta er góður félagsskapur og hafa skapast góð kunningjatengsl á milli manna í þessari árlegu keppni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ari Einarsson, formaður Bridsfélags Hreppamanna, afhendir Bergi Páls- syni, formanni Bridsfélags Rangæinga, Einarsbikarinn til varðveislu til næstu keppni að ári liðnu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 6. des. var haldin jólarúberta með glæsilegum konfektverðlaunum. Fyrirkomu- lagið mæltist misjafnlega fyrir, en það þýðir ekki að vera óheppinn í spilagjöfinni þegar rúbertan er ann- ars vegar. Lokastaðan Friðþjófur Einars. – Guðbr. Sigurbergss. 42 Hrund Einarsdóttir – Dröfn Guðmundsd. 29 Hafþór Kristjánss. – Stefán Garðarss. 20 pkt. Mánudaginn 13. des. verður síð- asta spilakvöldið fyrir jól, pörin verða dregin saman og spilaður tví- menningur á léttu nótunum. Spila- mennska byrjar klukkan 7:30. Reykjavíkurmót í sveitakeppni í janúar Reykjavíkurmótið í sveitakeppni verður spilað í janúar að venju og kvóti Reykjavíkur til þátttöku í Ís- landsmóti hefur stækkað frá síðasta ári, er nú 15 sveitir í stað 12 á síðasta keppnistímabili. Kvóti svæðasam- banda er reiknaður út frá 10 efstu sveitum í úrslitum síðasta Íslands- móts og hausagjöldum til Bridssam- bandsins. Reykjavík átti 9 sveitir af 10 efstu á síðasta Íslandsmóti. Spila- dagar í Reykjavíkurmótinu verða þessir: 11. janúar 2 umferðir 13. janúar 2 umferðir 15. janúar 4 umferðir 16. janúar 3 umferðir 18. janúar 2 umferðir 22. janúar 4 umferðir 23. janúar 3 umferðir 25. janúar til vara Spilaðir verða 16 spila leikir, allir við alla, og keppnisgjald verður krónur 26.000 á sveit. Á síðasta keppnistímabili tóku 18 sveitir þátt í Reykjavíkurmótinu og eins og sést á áðurnefndri upptalningu er gert ráð fyrir fjölgun. Ef sveitir verða færri fellur sunnudagurinn 23. janúar fyrst út en síðan fimmtudagurinn 13. janúar ef á þarf að halda. Keppn- isstjóri verður Björgvin Már Krist- insson og spiluð verða forgefin spil, sömu spil í öllum leikjum. Bridsfélag Kópavogs Annað kvöldið af þremur í Berg- plast-tvímenningnum var spilað sl. fimmtudag, Hæstu skor fengu: NS: Loftur Pétursson - Sigurjón Karlsson 248 Ármann J. Lárusson - Elín Jóhannsd. 238 Jens Jensson - Jón St. Ingólfsson 233 AV: Gunnl. Sævarss. - Hermann Friðriksson 262 Hrafnh. Skúlad. - Jörundur Þórðars. 232 Georg Sverriss. - Þröstur Ingimarsson 231 Staðan að loknum tveimur um- ferðum: Gunnl. Sævarsson - Hermann Friðrikss. 540 Hjálmar Pálss. - Sigurður Steingrímss. 479 Ólafur Lárusson - Skúli Sigurðsson 472 Jens Jensson - Jón St. Ingólfsson 458 JÓN Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, og Auður Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hafa undirritað samkomulag um for- könnun upplýsinga um meðferð mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir hefur und- anfarin misseri beitt sér fyrir því að komið yrði á fót gagnabanka sem yrði eins konar þekkingarbrunnur í sambandi við rannsóknir og með- ferð mænuskaðaðra og er sam- komulagið sem gert var liður í þeirri viðleitni. Það er gert í framhaldi af niðurstöðu nefndar sem heilbrigð- isráðherra skipaði um gagnabanka um mænuskaða í september 2003. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að kostnaðurinn við for- könnunina verði 4,2 milljónir króna. Ljósmynd/Ingi R. Ingason Jón Kristjánsson og Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur handsala samkomulag um forkönnun upplýsinga um meðferð mænuskaða. Samið um forkönnun upplýsinga um meðferð mænuskaða DOKTORSVÖRN fer fram við raunvísindadeild Háskóla Íslands þriðjudaginn 14. desember. Þá ver Þórarinn Blöndal líffræðingur dokt- orsritgerð sína „Hitaþolin ensím í sameindalíffræði og erfðagreining- um: RNA lígasar og fjölkirna kínasi úr hitakærum veirum og nýjar að- ferðir við arfgerðagreiningar eink- irnabreytinga“. Andmælendur verða dr. Francine Perler frá New England Biolabs Inc. og dr. Ólafur S. Andrésson prófessor við Háskóla Íslands. At- höfnin hefst kl. 14 í hátíðarsal HÍ, aðalbyggingu og er öllum opin. Dr. Hörður Filippusson, forseti raun- vísindadeildar, stjórnar athöfn- inni. Í doktors- nefnd sitja dr. Jakob K. Krist- jánsson, for- stjóri Prokaria, dr. Albert Ver- non Smith, GenThor ehf., og Guðmundur Eggertsson, pró- fessor emeritus frá Háskóla Ís- lands. Verkefnið var samstarfsverk- efni Íslenskrar erfðagreiningar og Prokaria og unnið á rannsóknastof- um fyrirtækjanna. Doktorsvörn í líffræði Í STAÐ þess að senda við- skiptavinum SORPU jólakort er góðu málefni lagt lið með fjárstyrk. Í ár var það Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur, sem hlaut styrk að upphæð 200.000 kr. Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís- lands rekur athvarfið en Fé- lagsþjónustan í Reykjavík útvegaði deildinni húsnæði til rekstursins. Í Konukot geta heimilislausar konur leitað að kvöldlagi og fengið létta máltíð og næturgistingu. Einnig er þar hreinlætis- og þvottaaðstaða. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á hreinlætis– og snyrtipökkum sem konunum verða afhentir við komur sínar í Konukot. Myndin er tekin við afhendingu styrksins. Á henni eru þeir Ög- mundur Einarsson framkvæmda- stjóri SORPU og Ómar H. Krist- mundsson formaður Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands. SORPA styrkir Konukot JÓLASTEMNINGIN verður í fyr- irrúmi á Mangógrilli á aðfangadags- kvöld. Eigendur þessa matsölu- staðar í Brekkuhúsum í Grafarvogi, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Magn- ús Garðarsson, ætla að efna til jóla- veislu þar sem ekkert verður til sparað og öllum er boðið. Magnús segir að þau fjölskyldan, hann, Ingibjörg og 19 ára gamall sonur þeirra, hafi viljað gera eitt- hvað óvanalegt þessi jól. „Við ætlum að hafa opið á aðfangadagskvöld milli fimm og ellefu. Konan mín stakk upp á þessu og okkur þótti til- valið að bjóða öllum sem minna mega sín, eiga um sárt að binda eða eiga hvergi höfði sínu að að halla að koma til okkar og eiga góð jól.“ Magnús og Ingibjörg höfðu sam- band við aðila sem þau eru í við- skiptum við og allir voru tilbúnir að leggja eitthvað af mörkum til veisl- unnar. „Við ætlum að vera með hangikjöt og uppstúf og bayonne- skinku. Allt meðlætið er heimalagað og svo verðum við með kaffi og kök- ur og eftirrétti. Auk þess verðum við með jólagjafir fyrir alla. Þetta verð- ur eins og stórt jólaboð,“ segir Magnús. Fjöldi fólks hefur haft samband við Magnús og Ingibjörgu og boðið fram krafta sína. Einar Már Guð- mundsson ætlar að lesa upp úr bók- inni sinni og Þorvaldur Geirsson trúbador lítur inn og tekur lagið. „Við erum tilbúin í slaginn, hvort sem það koma fimmtíu, hundrað eða þrjú hundruð manns,“ segir Magnús og bætir við að ef fólk vilji nánari upplýsingar geti það haft samband við Mangógrill eða við sr. Vigfús Þór Árnason. Jólagleði í Mangógrilli á að- fangadagskvöld FUNDUR í Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er útkom- inni skýrslu nefndar um réttarstöðu samkynhneigðra, sem birt var á haustdögum, en forsætisráðherra skipaði nefndina 8. september 2003. Fundurinn fagnar jafnframt áunn- um skrefum samkynhneigðra í átt til jafnréttis við aðra þegna landsins. „Fundurinn hvetur til þess að þjóðkirkjan stígi það skref sem þarf til að samkynhneigðir þegnar henn- ar sitji við sama borð og aðrir og geti fengið hjónavígslu. Fundurinn hvetur til þess að sam- kynhneigðum verði sem öðrum heimilað að frumættleiða íslensk börn og jafnframt að samkyn- hneigðum verði til jafns við aðra þegna leyft að ættleiða erlend börn.“ Fundurinn hvetur enn fremur til þess að samkynhneigðum verði heimil tæknifrjóvgun. Réttarstaða samkynhneigðra verði bætt ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja skilafrest í samkeppni um námsefni til kennslu í neytenda- fræðslu í grunn- eða framhalds- skólum til 20. febrúar 2005. Samkeppnin er haldin að frum- kvæði norrænu ráðherranefnd- arinnar. Námsefnið á að henta til kennslu á öllum Norðurlöndunum og samsvara að lágmarki um 30 kennslustundum; kennsluáætlun þarf að fylgja með tillögu. Allir Norðurlandabúar geta tekið þátt í samkeppninni, einstaklingar, hópar, stofnanir, samtök, félög, út- gáfufyrirtæki o.fl. Verðlaunafé nemur 100.000 dönskum krónum. Skilafrestur framlengdur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.