Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 32

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 32
Pétur Björnsson stjórnarformaður, forstjóri og aðaleigandi Vífilfells: Stjór oKka ómunarstfll r Lýðs ólíkur Það þekkja allir Coca-Cola, en fólk veit lítið um fyrirtækið Vífilfell. Hvers vegna er það? „Við höfum ekki verið að trana okkur fram, öðruvísi en að auglýsa. Það er ákveðin steíha sem við höfum haldið okkur við. Við höfum til dæmis aug- lýst í öllum blöðum. Að sama skapi höfum við ekki viljað marka okkur pólitískan bás, að öðru leyti en því að vilja frjálsræði. Frjáls markaður er okkar vín- arbrauð, eins og sagt var. Það er ekki hægt að brennimerkja okkur ákveðnum flokki.“ Ég spyr: Hvað er Vífilfell? „Vífilfell er fyrirtæki sem stofnað var til að semja um umboð fyrir Coca-Cola á íslandi. Þetta er útvörður Coca-Cola á íslandi. Og þetta er hreint út sagt eitthvert besta kókfýrirtæki heims- ins. Það koma menn hingað reglulega sem skoða allan ferilinn og gefa einkunn. Þær eru gefnar í prósentvís og við höfum fengið þetta 88 eða 89 pró- sent. Ég hef ekki á takteinum hvort einhverjir eru ofar okkur, hygg reyndar að það sé líklegt í hinum stóra heimi. En útkoma okkar er mjög góð, ég veit ekki um neinn betri. Og fáir komast í þennan klassa. Við erum mjög uppteknir af því að viðhalda háum gæðastimpli.“ Þið eruð með yfirburðastöðu á markaðinum, ekki satt? Það er varla hægt að tala um sam- keppni? „Markaðsstaða okkar er alltaf metin af þriðja að- ila og við sjáum ekki endilega heildarstöðuna. En samkeppnin er einkum við pepsi og í minna rnæli við afurðir Sól, ískóla og bónuskóla. Við erum kannski með 50 til 60 prósent í því sem við erum að framleiða, en þótt staðan sé sterk má ekki gleyma því að það er ntikið verðstríð í gangi; það er hart bar- ist í þjónustu og menn mega aldrei gleyma sér þegar þróun á markaðinum er annars vegar, það þarf að halda uppi stífum gæðakröfum.“ Kók er fjölskyldufyrirtæki. Hver á kók? Hvernig er skiptingin? „Það er engin launung í því að ég er með meiri- hluta. Líklega nálægt 60 prósent. Að öðru leyti er ég ekki með skiptinguna á hraðbergi.“ En kók í samfélagi fyrirtækjanna á íslandi. Kolkrabbinn? „Okkar tengsl eru aðallega við kaupendurna, sem sumir eru ansi stórir. Að öðru leyti erum við hvergi stórir í öðrum fyrirtækjum. Við tókum þátt í Stöð 2, en í dag er það lítið. Ég get nefnt Skeljung og Flugleiðir og fyrirtæki eins og Þórsbrunn, en þá er það nánast upptalið sem nefnandi er.“ Vífilfell er forríkt félag með myljandi góða eig- infjárstöðu, annað er varla hægt að segja? „Já, við stöndum vel, en ekki má gleyma því að það er erfitt að halda uppi góðri eiginfjárstöðu og lausafé. Það verður alltaf að spara og hver mistök eru dýr. Það verður að halda stjórnunarkostnaði í lágmarki. Nú er mikil kreppa, sú dýpsta og erfið- asta síðan 1930, og er þá kreppan 1968 til 1969 ekki undanskilin. En ég er sannfærður um að brátt muni hjólin fara að snúast aftur; ég hef sérstaklega í huga NAFTA og EES. Við íslendingar komum til með að njóta slíkra santninga." Þú ert alvaldur í þessu fyrirtæki, ekki satt? Hvernig stjórnar þú batteríinu? „Ég er forstjóri og stjórnarformaður, hef heild- aryfirsýn og eftirlit. Páll Kr. Pálsson er fram- kvæmdastjóri. En síðan eru deildir ntjög sjálfstæð- ar; við gerum áætlanir, en erum ekki með dagskip- anir. Við setjum ramma, en eftir það leysa yfir- menn deilda sín mál. Ég vil halda býrókratíi í lág- marki. Við störfum að mestu leyti eftir formúlu Coca-Cola í Bandaríkjunum, en fylgjumst vel með alþjóðlegum breytingum. Mynstrið í dag er sjálf- stæðar deildir. Fólk á að finna fyrir ábyrgð.“ Páll tók við af tengdasyni þínum, Lýð. Þvi hef- ur verið hvíslað að samstarf ykkar Lýðs hafi verið orðið stirt? „Nei. En ef til vill rná þó tala um ólíkan stjórn- unarstíl hjá okkur. Ég gerði óverulegar breytingar þegar hann fór frá, en vildi hafa aðra menn á toppnum en ráðnir höfðu verið. Lýður sinnti mark- aðnum fullkomlega, en ég vildi meira back-up í ffamleiðslu og þá með mannaskiptum.“ Það hafa komið upp erfiðleikar í kók-fjölskyld- unni, málaferlin 1983 til 1989 vegna erfðaskrár systur þinnar. Voru þau ekki erfið fyrir fjöl- skylduna og fyrirtækið? „Málaferli eru alltaf erfið og þegar svona kem- ur upp innan fjölskyldu er reynt að láta það ekki skilja eftir sig sár og bletti. Arfleiðsla eftir systur mína var véfengd, ekki annað. Það fór fýrir dóm og það var dæmt í málinu. Það voru ekki allir sáttir, en ég rnyndi segja að þetta sé að falla í gleymsku. Það er ekki imprað á þvi í dag.“ Ekki heyrist mér að fjölskyldusamgangurinn sé mikill? „Hann hefur aldrei verið mikill. Það eru ekki endilega leifar af málinu.“ Það vakti athygli þegar íslenska brennivínið var boðið út að það var fjölskylda systur þinnar sem fékk framleiðsluréttinn. Er þá ekki hægt að tala um tengsl við Vífilfell? „Þetta er algjörlega aðskilið, Vífilfell mun aldrei fara að blanda þessu tvennu saman. Það er stefna félagsins reyndar. Þarna á rnilli eru engin tengsl." Það hefur verið staðfest að ísland sé mesta gos- drykkjaland heimsins. Burtséð frá vangaveltum um góða 'stjórnendur - hvers vegna er þetta stað- reynd? „Það má velta fyrir sér ýmsum skýringum. Til dæmis má nefna að á sínum tíma, urn og upp úr heimstyrjöldinni síðari, var hér engin kaffihúsa- menning; hún var í lágmarki og sömuleiðis vín- menning. Menn hittust á séríslenskan hátt í versl- unum á horninu. Og menn fengu sér kók. Ég hugsa að að þetta hafi sett söluna af stað. í dag er varla hægt að nefna stað sem ekki er með kók. Þeir sem versla við okkur passa mjög upp á þau við- skipti. Það er undantekning að okkar viðskiptavinir standi ekki í skilum.“ Og hvernig er þá andinn í fyrirtækinu? „Andinn hér er sérstaklega góður. Þegar fólki er treyst til að axla ábyrgð verður það ánægðara og finnur fyrir meira öryggi. Og við leggjum einnig áherslu á félagslífið; árshátíðir, ferðalög, barnaböll og slíkt.“ 32 EINTAK DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.