Eintak - 01.12.1993, Page 38

Eintak - 01.12.1993, Page 38
„Verfy Það er með talsverðum vangaveltum um hvort ég sé að gera rétt sem ég kem að heimili fornvinar míns, Davíðs Þórs Jónssonar, eitt kyrrlátt sunnudagskvöld í miðjum nóvember til að gera portrett af honum. Taka viðtal sem ég fæ borgað fyrir en hann fær ekki krónu, þó að hann þurfi að sjá um öll sniðugheitin. Þessar vangaveltur mín- ar hverfa hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar mér verður hugsað til stöðunnar á tékkheftinu mínu um leið og Davið opnar dyrnar. Það bregður fyrir undrunarglampa í greindar- legum, grábláum augum Davíðs þegar hann sér mig og hann strýkur leifursnöggri hreyfingu sinu- ljóst hárið frá háu, gáfumannlegu enninu. „Hva, áttum við að skemmta í kvöld?“ spyr hann utangátta en samt án þess að vera á nokkurn hátt kjánalegur. „Varstu búinn að gleyma?“ spyr ég. „Nei, það er ekki það, ég er enga stund að klæða mig,“ segir hann í fáti og ég fæ það á tilfinninguna að hann vilji frekar vera einn á þessu myrka haust- kvöldi. Grunur minn fæst staðfestur þegar hann bætir við. "Ég var bara búinn að fá mér spólu og ætlaði að hafa það notalegt heima.“ Ofan á litlu sjónvarpstækinu liggur myndbandsspóla í glæru hylki. Á miðann er letrað „Debbie does Dallas 4“. „Davíð,“ segi ég. „Það er út af þessu viðtali sem ég var búinn að tala um við þig.“ „Já, alveg rétt,“ segir Davíð og býður mér kaffi semég þigg. Ég set spóluna í tækið og horfi á meðan Davíð lagar kaffið. Eftir skamma stund kemur hann með tvo bolla af rjúkandi, telitu kaffi. „Verður þetta svona „segir-Davíð-brosandi-og-það-bregður-fyr- ir-hæðnisglampa-í-greindarlegum-bláum-aug- um-hans“ viðtal?“ spyr hann. „Neinei,“ lýg ég. „Fyrirsögnin,“ spyr Davíð. „Verður hún eitthvað „Davíð Þór Jónsson glennir sig?“ „Opnar sig,“ segi ég. Steinn Ármann Magnússon radíusbróðir tekur viðtal við Davíð Þór Jónsson radíus- bróðir eða er það Davíð Þór sem allt í einu fer að taka viðtal við Stein Ármann? Fær Steinn Ármann Davíð Þór til að opna sig (glenna sig) eða opnar hann sig sjálfur? Getur þetta annað en farið út um þúfur? „Já, ég meinti það.“ „Neinei.“ Við sötrum kaffið um stund og horfúm áfram á myndina. Þegar kemur kafli í henni þar sem þau eru bara að tala saman stend ég upp og ráfa um stofuna. Mér verður litið á bókahilluna. Þar eru titlar eins og The Living World of the Old Testa- ment, Hebrew Grammar, En bok om Nya Testa- mente, Gustur - leitin ab Leiru-fjársjóðnum, Kirkju- saga Islands og svo mætti lengi telja. „Davíð,“ spyr ég, „er það ekki svolítið mót- sagnakennt að vera guðfræðinemi og hafa dóna- brandara og sóðalegan húmor að lifibrauði sínu?“ „Segir hver?“ spyr hann á móti. „Þykist þú vera alsaklaus? Ég veit ekki betur en að allur dónaskap- urinn komi beint frá þér.“ „Nei, ég meinti..." segi ég vandræðalega en Davíð, hnífskarpur að vanda, áttar sig fljótt. „Ó,“ segir hann, „ertu byrjaður að taka viðtalið?“ »Já.“ „Jájá,“ segir hann og hugsar sig um. Segir svo: „Nei.“ Þegir svo. „Er það svarið?“ spyr ég. „Nei? Hér er ég að varpa fram skemmtilegri og yfirgripsmikilli spurningu sem hægt er að fílósófera fram og til baka einar fjórar vélritaðar síður og þú svarar henni með einu orði. Hvernig viðtal heldur þú að þetta verði?“ „Hvað færðu borgað fyrir þetta?“ spyr hann eins og það komi málinu eitthvað við. „Ekkert. Nú?“ „Þú lýgur því,“ segir hann. „Ég þekki þig nú of vel til að trúa því að þú færir að gefa vinnu þína í svonalagað.“ „Ókei, ókei,“ segi ég pirraður. „Ég fæ eitthvað smotterí fyrir þetta. Svaraðu spurningunni." „Hver var aftur spurningin?“ Ég dæsi og endurtek spurninguna. „Mörgum kynni að finnast það,“ segir hann. „Fólk heldur oft að Guð sé voða lítið fýrir að fólk hlæi, en ég held að húmorinn sé náðargjöf sem okkur sé gefin til að nota hana en grafa ekki hæfi- leika okkar í jörð og skammast okkar fýrir þá.“ „Náðargjafir er hægt að nota til góðs og ills,“ svara ég og þykist gáfulegur. „Er ekki hægt að nota húmorinn í eitthvað annað en svona klám?“ „Meinarðu þá svona skólastofubrandara?“ spyr hann. „Kennarinn: Ef þú átt sex epli og ég bið þig að gefa mér eitt, hvað áttu þá mörg eftir? Óli: Sex.“ „Það þarf nú ekki endilega að vera eitthvað um kennarann og Óla þótt það sé ekki dónalegt,“ segi ég- „Segðu mér góðan brandara sem ekki er dóna- legur,“ svarar hann á móti. „Fullt af góðum bröndurum eru ekki dóna- legir,“ segi ég strax. „Nefndu einn.“ Ég hugsa mig um í smástund og segi svo: „Það 38 EINTAK DESEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.