Eintak - 01.12.1993, Síða 39

Eintak - 01.12.1993, Síða 39
úti, vinur ii hljóta að vera einhverjir góðir brandarar sem eru ekki dónalegir þótt ég muni engan svona rétt í svipinn." Þá kemur gott atriði í myndinni í tækinu og við horfum þegjandi um stund. Þegar þau eru farin að tala saman aftur segir Davíð: „Annars veit ég ekki hvað þú ert að blammera mig. Þú sem ert miklu dónalegri en ég. Er ekki svolítið mótsagnakennt að vera leikari sem lifir á dónaskap?" Það kemur á mig. „Nei,“ segi ég, „þú ert að læra til prests, for crying out loud! Heldurðu ekki að þetta komi þér í koll?“ „En þú?“ segir hann. „Þú sem lifir á dónaskap lest inn á auglýsingu fyrir íslenskt lambakjöt: „Lambakjöt - náttúrulega gott“. Engum sem hef- ur farið á Radíuskvöld dettur eitt augnablik í hug að leikarinn með lambakjötsröddina sé að tala um mat en ekki sextán ára stelpur." „Þú ert hér í viðtali, en ekki ég,“ segi ég. „Bara af því að ég er að læra guðffæði má ég þá ekki hafa venjulegan, íslenskan vinnustaðahúmor? Er það viðhorfið? „Þú ert í guðffæði, þá mátt þú ekki reykja og drekka og sofa hjá eins og venjulegt fólk. Venjulegt fólk er svo vont, guðfræðingar eru svo góðir.“ Verð ég að vera heilagur Frans frá Assísí?" „Slappaðu af, maður,“ segi ég. „Ég bara spurði.“ „Fyrirgefðu," segir Davíð. „Ég er bara orðinn svo leiður á þessu uppfokkaða liði sem skammast sín svo fyrir hneigðir sínar, anatómíu og félagslegt atferli dýrategundarinnar sem það tilheyrir að það verður að gera sig eitthvað heilagara en pöbulinn. Þetta er allt partur af lífinu. Ég veit að lífið fékk ég til að geta lifað því.“ „Er þetta ekki úr einhverjum dægurlagatexta?" „Nei, bara síðasta setningin,“ segir hann og sýgur gáfulega upp í nefið. „Já, ég meinti það. Mér fannst ég kannast við þetta.“ „Það er nefnilega heilmikil viska í þessu. Þetta er það eina sem maður veit, allt annað eru bara spekúlasjónir," og hnyklar brúnirnar yfir kvik- myndinni. „Maður getur nú varla látið hafa það eftir sér í tímaritsviðtali að maður finni einhverja djúpa merkingu í dægurlagatextum, eða hvað? „Láttu þér líða vel, þetta líf er til þess gert“?“ „Nei, því er ég hins vegar ósammála," segir Davíð. „Því að maður geti látið hafa það eftir sér?“ „Nei, því að þetta líf sé til þess gert að láta sér líða vel. Þjáningin er nauðsynlegur hluti af hinu mannlega hlutskipti, það er að segja því að lifa lífinu." Hann er kominn aðeins fram úr mér þarna. „Ertu að tala um að hlæja að óförum annarra þá, eða...?“ „Ha?“ segir Davíð þannig að ég sé að það var ekki það sem hann var að meina. „Hvað sagðirðu?" segir „Ekkert.“ Aftur kemur atriði í myndinni sem þaggar niður í samræðum okkar um stundarsakir. Að því loknu segir Davíð: „Varstu að segja eitthvað um að hlæja að óförum annarra?" „Ja. „Ég held að sá brandari sem í grund- vallaratriðum gengur ekki út á ófarir annarra sé ekki til,“ segir Davíð. „Málið er að geta hlegið að eigin óför- um, sá sem ekki hefur húmor fyrir sjálfum sér hefur ekki rétt á að hafa húmor. Við gerum nú óspart grín að okkur sjálfum og okkar eigin óförum.“ „Er það þá allt í lagi sem við erum að gera?“ „Lúther sagði víst ein- hvern tímann að ef Guð hefði ekki húmor væri hann ekkert viss um að hann langaði til Himnaríkis." „Lúther er náttúru- lega bölvaður dóni líka,“ segi ég. „Var,“ segir Davíð. „Hvað meinarðu?" spyr ég- „Lúther var dóni líka Davíð. „Er hann hættur að vera dóni?“ spyr ég eðlilega. „Hefurðu hitt hann nýlega? Var hann ekki orðinn læknir einhvers staðar fýrir norðan?" Davíð lítur á mig ísköldu augnaráði. „Steinn,“ segir hann svo ofurhægt og með ísnálar í röddinni. „Ekki segja mér að þú haldir að ég hafi verið að meina Lúther... Lúlla Sig sem var með okkur í Flensborg í gamla daga.“ „Hvaða Lúther varst þú að tala um?“ spyr ég. Hann hylur andlitið í höndum sér. „Steinn,“ segir hann svo. „Vertu úti.“ „Ha?“ „Vertu úti, vinur.“ „Já en...“ stama ég. „Ég ætlaði að taka við þig viðtal.“ „Já, það er ekki hægt,“ segir Davíð. „0,“ segi ég. Á leið minni heim í Hafnarfjörð velti ég því fýrir mér hvort mér takist nokkurn tímann að sjóða eitt- hvað viðtal upp úr þessari kvöldstund okkar félag- anna. Fljótlega fer ég einnig að velta því fyrir mér hvort nokkur ástæða sé fýrir okkur Davíð að halda þessu samstarfi áfram. „Jæja,“ hugsa ég með mér. „Kvöldinu var þó ekki eytt til einskis. Nú hef ég séð Debbie does Dallas 4“ © Steinn Ármann Magnússon ogDavíð Þór Jónsson hafa verið dónalegir; bœði á sviði og í útvarpi. Þeir eru úr Hafnarfirði. DESEMBER EINTAK 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.