Eintak - 01.12.1993, Page 49

Eintak - 01.12.1993, Page 49
an af öllu afli til að fá athygli einhvers þar inni. Það tókst að lokum og þegar ég steig upp í rútuna spurði ég bílstjórann, móður og másandi: „Hvert fer hin rútan?“ „Hin? Á Selfoss. Ertu á leiðinni á Selfoss?“ Nei, ég var ekki á leið- inni þangað og tilhugsunin um að það munaði ekki nema hálfri mínútu að ég væri á leiðinni þangað átti eftir að kvelja mig bæði og kæta næstu stundirnar. Einhvern tíma heyrði ég þeirri skáldlegu hug- mynd varpað ff arn að til þess að krydda tilveruna ætti maður af og til að stíga upp í næsta far- artæki við það sem bíður manns. Allt lífið er maður að fara á rétta staði og hitta rétt fólk, og þess vegna er alls ekk- ert svo vitlaust að gera undan- tekningar á því svona við og við. Bara til að kynnast einhverju nýju. En hvernig sem ég reyndi að koma þessari kenningu saman við Selfoss um kvöldmat- arleytið á föstudegi í hellidembu, fór kaldur hroll- ur um mig allan við tilhugsunina. Ekki það að ég hafi neitt á móti Selfossi, síður en svo, eins og svo oft áður fannst mér ég verða að hitta rétt fólk á rétt- uni stað þetta kvöld. Og ég held bara að það hafi tekist. Hin mannýga skjaldbaka Á þeim einum og hálfa sólarhring sem ég um- gekkst KK-Bandið þarna fyrir vestan, umgeng- umst við einnig ótal íslensk húsdýr. Kannski aðal- lega kindur og ketti hjá bóndanum í Efri-Gufu- dal, en þó einnig fleiri tegundir sem ég er að mestu búinn að geyma núna hvað heita. Enda svo ófor- betranlegt borgarbarn að mér er tamara að þylja upp bílategundir en nöfnin á íslensku dýrunum. Og fyrir utan rjúpurnar sem þeir skutu KK og Pétur Gísla, umsjónarmaður og bílstjóri hljóm- sveitarinnar, held ég að við höfum komið ágætlega fram við öll dýrin. Og þau við okkur. En þó var ein dýrategund sem reyndist tveimur meðlimum Bandsins erfið í við- kynningu. Það var skjaldbakan sem ég vík að á eft- ir. Ég held það eina sem ég hafi séð af Búðardal hafi verið sjoppan þar sem rútan stoppaði, pósthús- ið og Dalabúð. Veður var orðið með versta móti og ég átti í mestu brösum með að koma mér og far- angrinum þá fimmtíu metra sem skildu að sjoppuna og samkomu- húsið. Þegar ég skreið inn í Dalabúð, mætti mér Pétur Gíslason þar sem hann sat við skólastofu- borð með söluvarning hljómsveitarinnar fyrir framan sig. Það voru fagnaðarfundir, hann hafði búist við mér fyrr og var farinn að halda að ég hefði misst af rútunni. Ég að missa af rútu!? Þegar ég leit inn í samkomusalinn höfðu KK og félagar rétt nýlokið við að spila eitt af lögum sínum og Kristján var eitthvað að spjalla við tónleikagesti í míkrófóninn. Ég lagði við hlustir og átti svolítið bágt með að trúa því sem ég heyrði. Samkvæmt Kristjáni höfðu þeir verið að spila kvöldið áður á Sauðárkróki og eftir spileríið fóru þeir í hús hjá vinafólki á staðnum. Þar átti einnig heima skjald- baka, og Kommi trommu- leikari og Þorleifur bassa- leikari fengu einhvern áhuga á henni. Ekki neinn vafasaman áhuga, heldur langaði þá aðeins til að segja halló við hana, eins og maður segir halló við dýrin. En þá vildi ekki betur til en svo að skjaldbakan festi kjaftinn utan um nefið á Þorleifi! Þar hékk hún í einhverja stund og þegar Þorleifur hafði losað hana vildi Kommi fá að segja halló líka. En skjaldbakan kunni greinilega ekkert að meta kurteisi ryþmasveitarinnar og beit sig fasta rétt við annað munnvik Kormáks. Og skildi eftir sig stóran rauðan blett á átakasvæðinu. Ég veit ekki hvort tónleikagestir trúðu þessu, en ég get allavega staðfest hér að þetta er satt. Þeir rúmlega ________________________________ sextíu gestir sem voru samankomn- ir í Dalabúð voru greinilega ekki sviknir af hljóm- sveitinni. Þarna var fólk á öllum aldri, allt niður í sjö eða átta ára krakka, og allir virtust kannast við sig í þekktustu lögun- um. Sérstaklega var tekið vel undir í lögum eins og Besti vinur, Bein leið og Búmsjagga, en síðastnefnda lagið er af nýjustu plötunni og virðist, ásamt nokkrum öðrum lögum, ætla að verða eins konar húsgangur líkt og mörg lög af Beinni leið. Það var greinilegt að heimamenn höfðu ekki haft spurnir af hinu svakalega súluriti. Ég efast reyndar um að sú ánægja sem þarna ríkti myndi rúmast fyrir í útreikningum af nokkru tagi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá Björgvin Gíslason spila með hljómsveitinni, og það var einstaklega gaman að heyra og sjá hvað hann féll vel inn í þessa sterku heild. Hann gekk til liðs við hljóm- sveitina fyrir upptökuna á Hotel Föroyar og hefur að Bragi Ólafsson tekur rútu heim í Búðardal, hittir Kristján Kristjánsson og KK-Bandíð, fer með hópnum á rjúpnaskytterí og endar á Króksfjarðarnesi - á fallegustu samkomu sem hann getur hugsað sér DESEMBER EINTAK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.