Eintak - 01.12.1993, Síða 57

Eintak - 01.12.1993, Síða 57
Kristína Haraldsdóttir Kristína var aðeins 13 ára þegar hún komst í úrslit Elite-keppninnar 1983. Hún á rússneska móður og íslenskan föður og útlit hennar er því sérstök blanda af slavneskum og norrænum eigin- leikum. Kristína starfar sem topp- fyrirsæta erlendis, en hún hefur lítið látið á sér kræla hér heima. Melkorka Mýrkjartansdóttir Melkorka, dóttir Mýrkjartans konungs á írlandi, er ein þeirra mörgu kvenna sem Laxdæla greinir frá. Melkorka er frilla Höskuldar. Hún er sveipuð dulúð, hún er óáþreifanleg og exótísk, en jafnframt heillandi eins og oft er um slíkar konur. Hún er konan sem keypt var í útlöndum, hún er beitt ranglæti, en hún er líka útundir sig og séð. Þykist vera mállaus framan af og siglir þannig lengi vel undir fölsku flaggi. En þótt Melkorka sé fyrst og fremst kona dulúðar er hún líka kona andstæðnanna - þræll án þess að vera þrælborin, tiginborin án tignar, prinsessa sem varð ambátt. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Jóna Ingibjörg kom til (slands með nýtt starfsheiti sem í fyrstu vakti kátínu, helst þó hjá körlum af kyn- slóð Flosa Ólafssonar. Síð- an hefur þjóðin verið að átta sig á að fliss er ekki endilega eðlilegustu við- brögðin við umræðu um kynlíf. Þar á Jóna Ingibjörg ekki lítinn þátt; hún hefur á sinn elskulega og einlæga hátt reynt að kenna land- anum víðsýni og umburð- arlyndi í kynferðismálum í bland við aðgát á háska- tímum. Katrín Eiðsdóttir „Mig hefur alltaf langað að vera bílasali, lengst af voru þeir bara svo vitlausir að þeir vildu ekki ráða mig. Þetta er algjört karladjobb." Katrín hefur starfað við bílaviðskipti í þrjú ár, en síðan í april hefur hún rekið sína eigin bílasölu sem heitir einfaldlega Hjá Kötu. En bíla- salar, hafa þeir ekki orð á sér fyrir að vera ekki ýkja ráðvandir? „Það er fullt af krimmum í þessum bransa og auðvelt að vera óheiðarlegur. Ég held samt að það sé betra að sjá sömu andlitin aftur ár eftir ár en að stinga undan 20 til 30 þúsund kalli og tapa kúnna út á það.“ Katrín segist vera hæstánægð með starfið. „Þótt þetta sé stundum eins og á spánskum flóamarkaði, mikil læti og stress, eru það forréttindi í dag að hafa vinnu sem maður hefur gaman af.“ SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR Sólveig hefur líklega leiklistina í genunum, hún er dóttir Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra. Það vafðist heldur ekki mikið fyrir henni að sanna leikkonuhæfileikana; í bíó- myndinni Inguló lék hún titilhlut- verkið, þessa einþykku og vilja- sterku stelpu, af fádæma öryggi og þokka. Um jólin bíður hennar svo önnur prófraun, síst veigaminni; þá er hún á fjölum Borgarleikhússins í hlutverki Evu Lunu í leikgerð þess- arar vinsælu sögu Isabel Allende. Herdís Þorvaldsdóttir Herdís lék Snæfríði (slandssól, hið Ijósa man, hinn mikla íslenska kvenkost sem brotnar ekki heldur bognar eins og reyrinn, á fyrsta árui Þjóðleikhússins. Þá hafði Halldór Laxness nýlokið að skrifa þessa miklu örlagasögu íslands og í hugum margra varð myndin af Snæfríði og myndin af Herdísi ein og hin sama. Þá var Herdís kornung leikkona: „Ég held að forvitni um lífið og tilveruna og þörfin fyrir að tjá þá reynslu hafi orðið til þess að ég valdi leiklistina sem ævistarf." EINTAKMYND: JÓI DUNGAL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.