Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 61
JÓHANNA SlGURÐARDÓTTIR
Það er dálítið kyndugt til þess að hugsa, og
kannski ekki fyndið, að Jóhanna er aðeins
þriðja kona sem gegnir ráðherraembætti á
íslandi. Til samanburðar má nefna að meira
en helmingur rikisstjórnar Noregs eru konur.
Og Jóhanna hefur setið langlengst kvennanna
þriggja í ráðherraembætti; allar götur síðan
vorið 1987. Hún er semsagt á sjöunda ári í
ríkisstjórn. En þótt ríkisstjórnirnar séu kannski
óvinsælar virðist lítið lát á vinsældum
Jóhönnu sem um þessar mundir nýtur
mestrar hylli íslenskra stjórnmálamanna - og
kannski ekki síst meðal andstæðinga
ríkisstjórnarinnar.
Guðmunda Helgadóttir
„Ég er móðir, amma og langamma.
Ég er ákveðin og hugrökk - sumir
kalla mig freka. Það eru þó aðallega
karlar sem segja þetta, en ef það
ætti við um karlmann væri hann
sagður ákveðinn og áræðinn. Ég er
forvitin og óhrædd við að takast á
við nýja hluti.“ Guðmunda sem er
fangavörður segir það ef til vill
ástæðuna fyrir því að hún er nú sest
á skólabekk á ný eftir fjórtán ára
starf. Til að læra hvað? Jú, að læra
enn betur að vera fangavörður!
EINTAKMYND: JÓI DUNGAL
Dóra Hlín
Ingólfsdóttir
„Ég er þrautfúl kven-
réttindakona, það eru
ýmsir leiðir á mér sem
vinna með mér.“ Dóra
hefur unnið í rann-
sóknarlögreglunni í
sautján ár, og valdi sér
þetta starf af því hana
vantaði vinnu, en áður
hafði hún verið í al-
mennu lögreglunni. Til
skamms tíma var hún
eina konan þar á bæ,
en nú eru þær tvær.
Dóra telur mikla þörf á
að fá konur til lögreglu-
starfa, enda séu mál
kvenna sem brotið er á
oft viðkvæm og
vandmeðfarin.
EINTAK MYND: JÓI DUNGAL
DÍDÍ
„Við trúum ekki á tilviljanir og fyrst ég er hér er mér ætlað að vera hér.“ Dídí
kom hingað fyrir 13 árum, hún er frá Filippseyjum og nunna í Ananda
Marga-hreyfingunni. Hún gaf allt upp á bátinn fyrir málstaðinn, fjölskyldu,
vini, ættland og fyrst var vissulega erfitt að aðlagast þessu kalda landi:
„Þetta er menning þar sem fólk brosir ekki mikið og heldur þannig fjarlægð
sinni. Ennþá fæ ég það stundum á tilfinninguna að ég tilheyri ekki neinum;
við yfirgefum ættingja okkar og reynum í staðinn að gera alla að fjölskyldu
okkar - það getur verið erfitt." Dídí er yfirfóstra á barnaheimilinu Sælukoti,
þar gætir hún barna í appelsínugula búningnum sem hún íklæðist öllum
stundum. „Stundum gera krakkarnir grín að mér, en þá brosi ég bara á móti.
Það er fallegt að sjá þegar þau eru ánægð og þá er ég ánægð - það er ekki
of mikið af brosandi fólki í heiminum."