Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 61

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 61
JÓHANNA SlGURÐARDÓTTIR Það er dálítið kyndugt til þess að hugsa, og kannski ekki fyndið, að Jóhanna er aðeins þriðja kona sem gegnir ráðherraembætti á íslandi. Til samanburðar má nefna að meira en helmingur rikisstjórnar Noregs eru konur. Og Jóhanna hefur setið langlengst kvennanna þriggja í ráðherraembætti; allar götur síðan vorið 1987. Hún er semsagt á sjöunda ári í ríkisstjórn. En þótt ríkisstjórnirnar séu kannski óvinsælar virðist lítið lát á vinsældum Jóhönnu sem um þessar mundir nýtur mestrar hylli íslenskra stjórnmálamanna - og kannski ekki síst meðal andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Guðmunda Helgadóttir „Ég er móðir, amma og langamma. Ég er ákveðin og hugrökk - sumir kalla mig freka. Það eru þó aðallega karlar sem segja þetta, en ef það ætti við um karlmann væri hann sagður ákveðinn og áræðinn. Ég er forvitin og óhrædd við að takast á við nýja hluti.“ Guðmunda sem er fangavörður segir það ef til vill ástæðuna fyrir því að hún er nú sest á skólabekk á ný eftir fjórtán ára starf. Til að læra hvað? Jú, að læra enn betur að vera fangavörður! EINTAKMYND: JÓI DUNGAL Dóra Hlín Ingólfsdóttir „Ég er þrautfúl kven- réttindakona, það eru ýmsir leiðir á mér sem vinna með mér.“ Dóra hefur unnið í rann- sóknarlögreglunni í sautján ár, og valdi sér þetta starf af því hana vantaði vinnu, en áður hafði hún verið í al- mennu lögreglunni. Til skamms tíma var hún eina konan þar á bæ, en nú eru þær tvær. Dóra telur mikla þörf á að fá konur til lögreglu- starfa, enda séu mál kvenna sem brotið er á oft viðkvæm og vandmeðfarin. EINTAK MYND: JÓI DUNGAL DÍDÍ „Við trúum ekki á tilviljanir og fyrst ég er hér er mér ætlað að vera hér.“ Dídí kom hingað fyrir 13 árum, hún er frá Filippseyjum og nunna í Ananda Marga-hreyfingunni. Hún gaf allt upp á bátinn fyrir málstaðinn, fjölskyldu, vini, ættland og fyrst var vissulega erfitt að aðlagast þessu kalda landi: „Þetta er menning þar sem fólk brosir ekki mikið og heldur þannig fjarlægð sinni. Ennþá fæ ég það stundum á tilfinninguna að ég tilheyri ekki neinum; við yfirgefum ættingja okkar og reynum í staðinn að gera alla að fjölskyldu okkar - það getur verið erfitt." Dídí er yfirfóstra á barnaheimilinu Sælukoti, þar gætir hún barna í appelsínugula búningnum sem hún íklæðist öllum stundum. „Stundum gera krakkarnir grín að mér, en þá brosi ég bara á móti. Það er fallegt að sjá þegar þau eru ánægð og þá er ég ánægð - það er ekki of mikið af brosandi fólki í heiminum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.