Eintak - 01.12.1993, Page 64

Eintak - 01.12.1993, Page 64
Guðrún ÓSVÍFURSDÓTTIR Guðrún ber höfuð og herðar yfir aðrar kven- persónur Laxdæla sögu og er sú saga þó mikil kvennasaga. Sagan snýst að miklu leyti um Guð- rúnu og dregur af henni skýra og Ijóslifandi mynd. Hún er kvenskörungur í þess orðs fyllstu merk- ingu, falleg og skarpgreind, vel klædd (jafnvel glysgjörn) og orðheppin, rausnarleg og ör í skapi. En hún er líka kaldhæðin, afbrýðissöm, hefnigjörn, öfugsnúin, ómerkileg og þjófótt, svo fátt eitt sé talið. í hugum manna er Guðrún þó sennilega fyrst og fremst ástkona - jafnvel ástargyðjan í dulargervi - enda er hún þriðji parturinn af frægasta ástarþríhyrningi íslandssögunnar, eða að minnsta kosti íslenskra bókmennta. María Ólafsdóttir Fatahönnun og búningagerð er harður bransi og margir um hituna. En María hefur átt óvenjulegri velgengni að fagna síðan hún lauk námi frá hinum virta Parson's hönnunarskóla I París fyrir tveimur árum. Hún hefur starfað fyrir leikhús og er nú komin með annan fótinn, ef ekki þá báða, inn I kvik- myndaiðnaðinn. Hún gerði búningana í bíómyndinni vinsælu Veggfóður, en síðasta misserið hefur hún unnið við kvikmyndir Friðriks ÞórsJFriðrikssonar Bíódaga og CoftlFever. María hefur semsagt kappnóg að gera - ástæðan? „Ég er bara heppin Hildur Jónsdóttir „Þegar ég kom heim frá námi í blaðamannaháskóla í Danmörku var mér boðið að setjast í ritnefnd Veru. Það var viss viðurkenning á femínískum rétttrúnaði mínum, þótt reyndar hafi ég verið einn fárra femínista sem and- mælti þegar Kvennalistinn var stofnaður." Hildur var ungherji í Rauðsokka- hreyfingunni 1974, nú ritstýrir hún Vikublaðinu sem túlkar stefnu Alþýðu- bandalagsins, þótt hún sé raunar ekki flokksbundin sjálf. „Pólitísk virkni mín hefur lengstum einskorðast við femínisma, en mig langaði ekki að fara að starfa á einhverjum pólitískum forsendum, heldur á grundvelli menntunar minnar.“ Margrét Blöndal „Mér finnst gaman að vera til, en samt vara ég mig á því að reyna ekki að vera hress þegar ég er ekki hress." Margrét Blöndal er búin að vera tíu ár á útvarpinu, í ýmsum gervum, og þar af viðloðandi Rás 2 í níu ár. En andlit bætist við kunnuglega og þægilega röddina þegar Margrét kynnir lottótölur í sjónvarpi á laugardagskvöldum. Kristín Sigurðardóttir Kristín er svo sannarlega kona í karl- heimum. Ekki einasta situr hún með eintómum körlum í bankaráði Lands- bankans, heldur er hún líka fram- kvæmdastjóri Félags vinnuvélaeigenda og varaformaður Samtaka landflutninga. Þar eru ekki margar konur. í bankaráð- inu hefur hún setið í fjögur ár á kreppu- tímum þegar bankinn hefur stundum virst hætt kominn. En Kristín segist ekki hafa skorast undan því að taka þátt í erfiðum ákvörðunum, þótt stundum hafi það verið sársaukafullt: „Ég hef alltaf verið mjög jarðbundin og hef tilhneig- ingu til að taka praktíska afstöðu. Til þess að draumar geti orðið að veruleika, hversu loftkenndir sem þeir eru, þarf að byggja á einhverjum grunni." Brynja Gunnarsdóttir Brynja er konan í Ijóði mannsins síns. Hann heitir Bubbi Morthens og yrkir heit og angurvær ástarkvæði til Brynju. Yfirleitt yrkja íslendingar ástarljóð til kvennanna sem þeir hafa glatað; Jónas um Þóru í dalnum fyrir norðan, Stefán Ólafsson um bjarta mey og nreina. Bubbi syngur um konuna sem hann hefur, fjölskyldulíf og barneignir. Það er góð tilbreyting.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.