Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 65

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 65
Erla Rafnsdóttir Erla segist vera í tveimur fullum störfum. Á daginn er hún markaðsstjóri hjá Össuri hf. sem selur stoð- tæki. Á kvöldin og um helgar er hún þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins í handbolta. Og þar dreg- ur hún varla af sér, því Erla hefur alltaf verið dugnaðarforkur; um dagana hefur hún æft handbolta, fótbolta, körfu- bolta og frjálsar íþróttir, þótt handboltinn hafi raunar alltaf verið í fyrir- rúmi. Hún stefnir líka hátt með landsliðinu, draum- urinn er að komast í úr- slitakeppni Evrópumóts- ins í Þýskalandi. Það út- heimtir auðvitað taum- laust erfiði, en Erla virðist ekki setja það fyrir sig: „Ég vil hafa nóg að gera, þannig líður mér lang- best.“ Andrea Gylfadóttir Það hafa ýmsir sagt að röddin hennar Andreu hafi aldrei hljómað betur en einmitt á nýjustu plötu Todmobile. Samt er hljómsveitin að hætta, eftir óslitnar vinsældir í ein sex ár; hún ætlar að kveðja með miklu skralli á nýársnótt. En þessi vinsæla poppdrottning fer ekkert að láta staðar numið, enda hefur hún allt til brunns að bera; hún er fjölmenntuð í músik, hefur volduga söngrödd sem hún beitir með leikrænum tilþrifum, og þar fyrir utan - var hún ekki valin álitlegasti kvenkostur á íslandi í einhverri skoðanakönnuninni? María Ágústsdóttir María er yngsti presturinn sem hefur tekið vígslu á Islandi, það var í janúar síðastliðnum og þá var hún aðeins 24 ára. Hún er líka síðasta konan sem vígðist til prests og fyrsta konan sem vígist til starfa í Dómkirkjunni, en þar er hún aðstoðarprestur og sér einkum um barna- og fjölskyldustarf. „Ég finn til mikillar ábyrgðar. Að mínu viti er fátt mikilvægara en að sinna börnunum. Ég horfi á öll börnin sem ég næ ekki til, en finn til þeim mun meiri gleði yfir börnunum sem ég fæ að starfa með.“ María, sem er komin af miklum prestaættum, segir að þótt hún hafi gaman af að lesa kvennaguðfræði aðhyllist hún hana ekkert sérstaklega. „Mérfinnst hún ganga of langt fyrir mig. Minn guð er faðir.“ Katrín Thoroddsen 1931 flutti Katrín Thoroddsen barnalæknir oþinberan fyrirlestur í Reykjavík. Erindið nefndist Frjálsar ástir og vakti bæði efnið og orðaval Katrínar athygli og hneykslun. Þar mælti hún fyrir því að til að koma í veg fyrir fæðingu óvelkominna barna yrðu getnaðarvarnir almennt viðurkenndar og notkun þeirra kynnt almenningi. Síðar sat Katrín á þingi og lét svokölluð mjúk mál mjög til sín taka, mál sem þá þóttu fremur lítilfjörleg, en hafa nú svo gott sem fullan þegnrétt í pólitík; uppeldisskilyrði barna, dagvistun og jafnvel impraði hún á því að kynferðisafbrot gagnvart börnum væru algengari en menn vildu vita. Birgitta Halldórsdóttir „Ég er lúmskt frek, þótt það beri ekki á því. Mér tekst að koma mínu fram, og ég nota mér það að karlmennirnir halda að þeir ráði þó svo að það séu í raun og veru við konurnar sem ráðum flestu. Annars er ég fædd í tvíburamerkinu og er ekta tvíburi." Birgitta sem er bóndi og rithöfundur telur starf sitt vera forréttindi, því landbúnaðarstörf og skriftir fari svo afskaplega vel saman. „Ég get ráðið mínum tíma sjálf, því það er hægt að færa til störfin eftir hendinni. Þetta er afskaþlega gott líf.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.