Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 68
SlGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
Sigríður er einn fárra íslendinga sem einhverjum tökum hefur náð á pistiaskrifum. Það
sannaði hún á Helgarpóstinum, Þjóðviljanum og í Ríkisútvarpinu fyrir fáum árum.
Sigríður er húsmóðir og kennari í Mosfellssveit, þeirri sveit sem maður á víst að kalla bæ.
fremur illkvittnar karlkyns kellingar sem ákveða að
þreklegar og fjallmyndarlegar konur skuli troða
sér í þröng örpils, breiðum fótum í yddaða skó og
skrúfa hárið upp í hársátur? Að sýningaffaukur
skálmi um í síðpilsum með byssu í hönd eða snoð-
klipptar í herrafötum? Stjórna konur því siðleysi að
ungar stúlkur skuli horfalla þetta árið í allsnægt-
unum sökum tísku meðan milljónirnar horfalla í
allsleysinu?
Skrifuðu konur trúarritin? Páfinn bannar
fimm hundruð milljón konum að nota getnaðar-
varnir svo örsnauðar konur í örsnauðum löndum
eru alltaf að eignast börn sem deyja úr hungri.
Múslímar láta konur ganga í svörtum tjöldum
með tveimur gægjugötum, hvernig sem viðrar.
Haft er fyrir satt að fyrir stríð hafi konur í þeim
löndum gengið á eftir úlföldunum sem karlarnir
sátu á en á undan eftir stríð. Út af jarðsprengjun-
um. Finna konur mörg rök fyrir jafhrétti kynja í
Biblíunni?
Eru það konur sem búa til svona málshætti:
Kauptu konu og léreft við ljós. Oft er karlmanns-
hugur í konu brjósti. Hlýðin kona hefur í staðinn
ást og eftirlæti. Aldrei er kvennastjórn affaragóð.
Fríður er fjáður svanni.
Er það sök kvenna að íslenskar konur hafa ekki
enn náð lengra í bönkum en vera gjaldkerar, þjón-
ustufulltrúar, deildarstjórar. Engin kona er
bankastjóri, aðeins ein situr í bankaráði. Stjórn-
málakarlar viðurkenna að bönkum sé frámunalega
illa stjórnað og kvaka mikið um hagræðingu. Eng-
um hefúr samt enn dottið í hug að bjóða konu
bankastjórastól. Á meðan konur hafa ekki áhrif og
völd í fjármálaheiminum eru raunveruleg völd
þeirra harla lítil.
Það er jafn rétt að segja: konur eru konum
verstar og: karlar fara sjaldan á fjörur við konur
með gleraugu. Eða: hugboð kvenna er miklu áreið-
anlegra en vissa karla. Eða: konan hefur þegið svo
mikið vald af náttúrunnar hendi að löggjafinn hef-
ur ekki efhi á að bæta þar neinu við.
Konur eru ekki minnihlutahópur í heiminum
þótt ótrúlegt sé. Þær eru helmingur mannkyns.
Ekki veit ég hve stór hópur þeirra er ánauðugar
ambáttir, húðarjálkar með þungbæran arf kvenna
allra alda á herðunum, byrðar formæðranna úr
grárri forneskju. Það verður forvitnilegt að lifa þeg-
ar allur þessi skari, allur þessi helmingur mann-
kynsins, hefúr verið leystur úr ánauð og bræðralag
karla og kvenna ríkir. Á næstu öld? Eða þarnæstu.
Konur eru konum verstar.
Nema hvað.
Menn eru mönnum verstir. Homo homini
lupus est.
Þennan sannleika lærðum við í MA hjá Þórarni
Björnssyni og aldrei líður sá dagur í upplýsinga-
þjóðfélagi nútímans að við fáum hann ekki stað-
festan.
Sigríður Halldórsdóttir
Köld eru kvennaráð
Sú besta handbók sem völ er á þegar konur eru
beðnar að skrifa dulitla tímaritsgrein er fyrir mitt
leyti bókin Sjafnarmál. Hún er væntanlega ófáan-
leg í bókaverslunum, enda gefin út 1945 af Ragn-
ari Jónssyni í Smára, Unuhúsi, Garðastræti 15-17,
úr flokknum bókasafn Helgarfells. Ekki man ég
eftir að hafa selt eintak af þessari bók, þótt ég hafi
verið þátttakandi í jólabókaflóði Helgafells á Veg-
húsastígnum lungað úr uppvaxtarárunum.
Það er eins og mig hálfminni að síðustu eintök-
in hafi lent í vatnsskaða á kamrinum hjá forlaginu.
Enda jafnótryggt að geyma þar bækur eins og að
nota snyrtinguna. Jæja, nóg um það. Þegar ég segi
að mér þyki þetta svona góð handbók, þá er það
vegna þess að konur eru oftast beðnar að skrifa um
konur. Og þar sem konur vita ekkert meira um
konur en karlar um karla, þá er þessi bók stútfull
af svoleiðis speki um kvenfólk að það er nú meira.
Þetta eru 174 blaðsíður af „orðskviðum“ um konur
sem hrotið hafa af vörum karlmanna í gegnum tíð-
ina, segir í formála.
Grein þessi á að fjalla um grimmd kvenna og
áreiðanlegt að hún er mikil og eftirminnileg þeim
orðskviðsmönnum sem fyrir henni hafa orðið. Eins
og þessum blessaða manni sem á þennan orðskvið:
„Þegar kona fær sér farmiða til helvítis, er hún
miklu fljótari í förum en karlmaður og ferðast allt-
af á þriðja farrými“ (Louis Wain bls. 145, Sjafnar-
mál, útg. 1945, Garðastræti 15-17 o.s.frv.) Einhverju
hefur hann lent í á kvennaförunum sem skilið hef-
ur eftir slíkt svekkelsi. Sjálfur myndi hann stoltur
maðurinn spyrja kurteislega um farmiða til Helvít-
is hjá stúlkunni í miðasölunni, biðja hana að faxa
áætlaðan komutíma sinn í neðra og vísa sér svo á
„Business Lounge“ (er með Priority Pass og Vild-
arkort Flugleiða.) Nú, það er þessi sami maður sem
heldur því fram að „konur séu miklu grimmlynd-
ari en karlmenn, því er það að þær þola meiri þján-
ingar en þeir“. Ég skil vel hvað maðurinn er að fara,
en myndi snúa þessu við og segja: Sú eða sá sem
þolað hefur þjáningar á frekar á hættu að verða
grimmlyndur.
Einhvern veginn finnst manni að þegar fjallað
er um grimmd kvenna sé undiraldan mikil og
ýmislegt liggi í loftinu, ósagt. Það er að minnsta
kosti ekki ein afgerandi skýr og skorinorð yfirlýs-
ing í handbókinni um það hvernig grimm kona
hagar sér. Þó svífur yfir vötnunum að grimmdin
tengist ástinni afar sterkt. „Vondar konur þjá
okkur. Góðar konur þreyta okkur. Það er eini
munurinn á þeim,“ segir Oscar Wilde. Hann
hittir naglann á höfuðið, þrátt fyrir meinta ógagn-
kynhneigð, sem kemur málinu ekkert við. Það
skiptir máli að hann var mikið skáld. Þegar svona í
hvelli er farið að spekúlera í því hvort til sé mjög
eftirminnilega góð kvenpersóna í bókmenntum
eða yfirleitt í rituðu máli, þá man ég eftir Florens
Nætingeil og mömmu hans Hjalta litla sem allir
vildu átt hafa fyrir móður (Mamma skilur allt, eft-
ir Stefán Jónsson), sérstaklega vegna þess að
Hjalti litli þurfti ekki að búa með henni. Hún kom
drengnum fyrir, niðursetningi hjá afar kaldlyndri
húsfreyju. Sú kona er mér líka eftirminnilegri en
mamman, því hún gætti þess að gefa Hjalta litla
aldrei annað að éta en „skófírnar innan úr grautar-
pottinum".
Tískukóngurinn Karl Lagerfeldt (sá sem
kenndur er við karlmannstögl) átti afar kaldlynda
móður eftir því sem hann segir sjálfur. Hún lét
aldrei út úr sér setningu við einkasoninn nema eft-
ir ískalda íhugun. Þegar svo Karl byrjaði að reykja
sextán ára lagði hún sig fram um að gefa honum
sígarettu ef hann sat nálægt fallegri stúlku í sam-
kvæmum. Svo var það einn góðan veðurdag að Karl
situr reykjandi umkringdur ungu og fallegu
æskufólki, að móðir hans treður sér í miðjuna og
þegar frú Lagerfeldt hefur náð athygli allra segir
hún hátt og hvellt: „Karl! Fólk með svona óskap-
lega ljótar hendur eins og þú ætti aldrei að reykja,
því sá sem reykir er alltaf með hendurnar á lofti.“
Köld eru kvennaráð, og ekki í fljótu bragði hægt
að sjá hvað fær þá þýskættuðu ffú Lagerfeldt til að
lítillækka ungan son sinn á svo þaulhugsaðan hátt.
En, - Svíinn, herra Lagerfeldt átti alla sína hjóna-
bandstíð vingott við fagrar og blíðlyndar konur...
þrátt fyrir einar þær ljótustu hendur sem sést
höfðu bæði í Stokldiólmi og Hamborg. Svo þarna
er skýringin komin. Við skuluni ekki gleyma því að
með hegðun sinni gerði ffú Lagerfeldt son sinn að
flottasta tískukóngi samtímans. Listamanni sem
ævinlega er hanskaklæddur og gengur með tagl.
Taglið er vísbending án orða. Ég ætla ekki að skýra
það út ffekar en tek ffam að
heimildir um Karl Lager-
feldt eru ekki úr Garðastræt-
inu, hvorki 15-17.
Það er varla hægt að finna
meiri forka í köldum
kvennaráðum eins og í ís-
lendingasögunum. Guðrún
Ósvífursdóttir atti eigin-
manni sínum til að drepa
þann sem hún unni mest.
Það sauð upp úr hjá minni
þegar Kjartan dreitti hana
inni með Bolla. Fátt er eins
niðurlægjandi og að vera
dreittur inni á söguöld.
Maður sem lærði íslenskar
bókmenntir í H.I. í nokkrar
vikur og fór síðan að vinna
hjá rafmagnsveitunum segir
að allir sem lesið hafi Lax-
dœlu þekki sögnina að
dreitta einhvern inni.
Og hvað kostaði ekki
kinnhesturinn Gunnar á
Hlíðarenda, blessuð sé
minning hans? Hann sló Hallgerði utanundir
þegar upp komst að hún hafði stolið ostinum ffá
Bergþóru. Hann gat sannað það, því ostur Hall-
gerðar passaði í ostamótin frá Bergþórshvoli. Það er
ein kaldasta og yfirvegaðasta hefnd sem um getur
68
EINTAK DESEMBER