Eintak - 01.12.1993, Side 69

Eintak - 01.12.1993, Side 69
Ragnhildur Vigfúsdóttir Konur ráða öllu sem þær vilja Kristín Jóhannesdóttir p®fín er kvikmyndagerðarmaður. Hún býr til öðruvísi nyndir en kollegar hennar ístenskir - sem þeir gera kannski al/ir, hver um sig. Myndir Kristínar eru bara ^aira öðruvísi - kannski vegna þess að Kristín er það. Þetta er tvímælalaust einn af uppáhaldsfrös- unum mínum. Svo djúp speki í honum og mikill sannleikur. Enda trúa margar konur þessu stað- fastlega og lifa samkvæmt því. Sumir kalla þetta „að leika leikinn“ og segja frægðarsögur af sjálfum sér til að sýna hvernig þeim tekst að hafa allt eftir sínu höíði af því að „konur ráða öllu sem þær vilja“. Ég kannast við eina sem telur sig ráða öllu sem hún vill. Hún ræður til dæmis hverju maðurinn hennar klæðist, því hún kaupir á hann fötin eða sendir hann með skýr fýrirmæli í herrafataversl- unina. I blábyrjun sambandsins setti hún öll fötin hans sem henni gast ekki að á suðu, algerlega óvart, enda fékk hann allt greitt úr tryggingunum og hún gat klætt hann eftir sínu höfði. Hún er alsæl með lífið og tilveruna. Þegar þau fara út að borða notar hún trixið sent hún lærði af annálaðri fegurð- ardís: Ef hann vill frekar fara á MacDonald's en hún á Grillhús Guðmundar segist hún endilega vilja fara á þann fyrrnefnda, þótt hún hafi reynd- ar heyrt því fleygt að þar séu tóm smábörn og hamborgararnir komist ekki tærnar þar sem gummaborgarar hafa hælana, og bætir því við um leið og hún setur á sig hanskana að það sé svo gasa- þegar Hallgerður neitaði manni sínum um hár- lokkinn í bogann. Sumar konur láta ekki lemja sig, ekki einu sinni þótt eiginmennirnir geti stokkið hæð sína. „Sumar tilfinningar búa í körlum og konum. Sá er aðeins munurinn að þau eru misgeðrík. Því munu karl og kona jafnan misskilja hvort annað.“ Þetta eru orð heimspekingsins Nietzsche. Ljóð skáldkonunnar Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum er staðfesting á því að það er skammt á milli ástar og haturs í sálarlífinu: Sé konu hefndin hrœðileg þið hljótið að skilja það, að raun sé óumrœðileg, sem ruddi henni af stað. Þið œttuð að heyra urg í þjöl, sem yddir konu hefnd. Þið œttuð að takast á við kvöl, sem ást ífyrstu er nefnd. Betur verður þetta vart sagt. kökunni? Þá sór ég að ég skyldi vinna fyrir mér, ekki fyrir peningana heldur vegna þess að ég gæti þá hugsað og sagt það sem mér sýndist hér í kaffi- stofunni minni.“ Lykkjufallið hafði alveg farið með sigur af hólmi. Fyrir tveimur árum var ég á ferð í París og ákvað að líta við hjá Pauline. Þegar ég kom í Blondelgötu var hvergi að finna neina kaffistofu; Chez Pauline, né heldur neinar konur með innrömmuð brjóst. Allt horfið. Þá fyrst áttaði ég mig á að hjá Pauline hafði ég aldrei verið spurð neins, aldrei spurð að nafni né þjóðerni og þaðan af síður hvað ég gerði. Hjá Pauline í Blondelgötu mátti ég vera nákvæm- lega sú eða öllu heldur þær sem ég vildi - með klikkuðum konum. Ragnhildur Vigfúsdóttir Ragnhildur hefur ritstýrt Veru, kvennablaðinu. Á Ragnhildi lenti sú raun að stjórna blaðinu þegar snyrtivöruauglýsingar og myndir afberum körlum birtust þar fyrst og fleiri vígi orþódox-femínisma féllu. Hún er eins konar Willy Brandt í détente-hlutverki sínu. Kristin Jóhannesdóttir Konur eru hysterískar, paró og klikkaðar Þetta er staður fyrir mig, hugsaði ég þegar ég gekk inn í kaffistofu við Blondelgötu í Paris. Það fyrsta sem ég hafði rekið augun í var skiltið „Chez Pauline" með neonskrifstöfum fýrir ofan dyrnar. Innan við móðuna á rúðunum sá ég svartan ka- byssuofn. Það var enginn kúnni inni. Ég settist við borð hjá ofninum og tók þá eftir konu sem sat á stól við endann á barborðinu. Hún var fjörgömul með silfrað hár sem hún tók saman í hnút í hnakkanum. Nei, hún minnti mig alls ekki á Virginíu Woolf, heldur ekki á Beauvoir og ör- ugglega ekki á ísak Dinesen Blixen, en ég sé það núna að allar voru þær með sams konar hnút í hnakkanum og sama augnaráðið. Hún hallar undir flatt og horfir lengi á mig. „Ma fille, stúlka mín“, sagði hún svo, „þú ert svo svöng, ég ætla að ná í eitthvað að borða.“ Svo fikraði hún sig upp þröngan hringstigann, þrátt fýrir mótmæli mín og hvarf upp á efri hæðina. Ég ætlaði að fara að læðast út, þegar dyrnar opnuðust og inn rann safh af konum. Og ég meina konum. Það hefði ekki farið fram hjá neinum að þetta voru kon- ur. Það átti heldur ekki að fara ffarn hjá neinum. Það fýrsta sem blasti við voru brjóstin, innrömmuð í svartar blúndur og rautt satín eða tígrisskinn eða alveg óinnrömmuð undir pelsunt. Þessi brjóst, dreifð og svo ótrúlega sjálfstæð og sögðu margt. Þær vildu kaffi calvados, þeim var kalt, enda voru þær ekki klæddar til að standa úti á götu í nóv- emberkulda, það verður að segjast eins og er. Sú gamla kom til baka með Lorraineböku og vínber og þá fyrst tók ég eftir höndunum á henni. Nánast fjólubláar og svo stórar að það var nær óhugsandi að þær tilheyrðu þessum fínlega líkama og fágaða andliti. „Ma fille, borðaðu og vertu hörð. Það eru aðeins harðir málmar sem senda ffá sér hljóma. Ég gerði bökuna sjálf,“ sagði hún og tíndi upp í mig vínber og hélt áffam að hjala við mig eins og hún gerði í mörg næstu ár, því ég hélt áfrant að korna þarna og sitja stundum heilu næturnar, sérstaklega þeg- ar ég gat tekið undir með Bessie Smith: „Nobody knows you when you are down and out.“ Allan þennan tíma flysjaði ég af mér ímyndir sem allar höfðu sín teikn. Gallabuxur. Leðurstígvél. Karlmennska. Flipper. Svart. Beauvoirklútur. Sex. Tangó. Stríðsáradragtir. Whiskí. Leður. Kínagalli. Kjaftur. En þarna inni hjá Pauline við Blondelgötu í París breyttist ekkert. Aldrei. Hvorki staðurinn né konurnar. Og alltaf vildi Pauline gefa mér að borða. „Ef tnenn væru ekki svona takmarkaðir, alltaf að reyna að vera ein persóna, ef menn leyfðu sér að vera rnargir, þá væri svo miklu léttara yfir öllu, svo miklu meira fjör,“ sagði Pauline og verrndi calvadosglasið mitt í fjólubláum höndunum. „Er ostakakan ekki góð?“ Kvöldið sem Pauline sagði mér frá hjónabandi sínu hafði ég lengi vel drepið tímann við að fýlgjast með konunum sem stóðu eins og ævinlega við bar- inn. Það hafði lykkjufall farið af stað á svörtum sokk. Það skreið alltaf lengra og lengra upp og mig var farið að kitla. Eiginmaðurinn hafði oft lokað hana inni - ég man ekki lengur af hverju - bundið hana niður í rúm og spilað barnsgrát af segulbandi sem hann hafði undir rúminu. „Viltu aðra sneið af osta- desember eintak 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.