Eintak - 01.12.1993, Side 72

Eintak - 01.12.1993, Side 72
þeir í faðma við gömlu kirkjufeðurna, þó í örlítið breyttri mynd væri - og það var að konur hefðu ekki sköpunargáfu! Þá heyrðust gjarnan upphróp- anir á borð við „engin kona hefur samið ódauðlega sinfóníu" eða „því skrifa konur ekki ódauðlegar bókmenntir?“ (Nema auðvitað einstaka, sem var þá eitthvað óeðlileg, til dæmis lesbía eða svo ljót að hún gekk ekki út.) Svarið var augljóst. Konur hafa ekki sköpunargáfu! Maður hafði svosem engin önnur svör við þessu, þetta voru svosem alveg réttar staðhæfmgar (hélt maður þá), og þótt maður hefði haft þau hefði maður ekkert verið að æða upp á dekk með þau. Eitthvað helv... kvenréttindakjaftæði var sko helm- ingi hallærislegra þá en nú og er þá langt til jafnað. En einhver lítil óróleg rödd innst inni í brjóstinu hvíslaði einhver mótmæli. Fullkomlega órökstudd — en vildi samt ekki alveg þagna. Það hlutu að vera einhverjar aðrar skýringar en sú „að konur hefðu ekki sköpunargáfu“. Seinna fundust svo svörin. Þau leyndust víða - í bókum, í ýmis konar fræðum - ekki síst „kvenna eitthvað" - um mannlega hegðun og atferli, en ekki síst í lífinu sjálfu, aldri og reynslu. Svarið var að lokum alveg morgunljóst. Það var ekki skortur á sköpunargáfu sem hafði komið í veg fýrir að konur sköpuðu ódauðlegu listaverkin - það var einfald- lega skortur á öllu því sem þarf til að geta skapað. Aðstöðu, menntun og síðast en ekki síst tíma. Nú falla vígin hvert af öðru. Konur skrifa, semja, mála og móta, búa til kvikmyndir og áfram má telja, eru með öðrum orðum í óða önn að afs- anna „kenninguna um skortinn" og víst er um það að ungar stúlkur í dag mun ekki vanta rökin og dæmin ef hana ber á góma, sem hana örugglega gerir - því hún er ótrúlega lífseig, þótt hún hafi tekið örlitlum breytingum. Nú segir kenningin að sköpunargáfa kvenna sé „öðruvísi" og mjög oft minni (öðruvísi og minni en hvað?). En það gerir kannski ekki svo mikið til. Hún mun falla á tíma eins og aðrar kenningar. Hitt skiftir miklu meira máli að þangað til hún er endanlega fallin hafi hirðmeyjar nútímans svör fýrir sig sjálfar. En ég er ekkert viss um að þær séu alltaf tilbúnar til að hafa hátt um þau, frekar en ég var í Naustinu forðum - hefði ég haft þau. Sérstak- lega ekki meðan fengitíminn stendur sem hæst! En koma tímar, koma ráð. En þótt ég persónulega - og ótalmargir aðrir - hafi ekki lengur áhyggjur af því að það kunni að leynast sannleiksbroddur í því að konur geti ekki skapað, tekur ekki betra við. Þá fer maður nefnilega að hafa áhyggjur af karlmönnunum og hvort þeir muni í framtíðinni geta skapað eins mörg og merkileg ódauðleg listaverk og hingað til. Því það hvarflar ekki annað að mér en að viðurkenna - og það fúslega — að þeir hafa margir hverjir, meira að segja sumir sem voru í Naustinu í gamla daga, auðgað líf okkar allra, karla og kvenna, ómælt og ómetanlega. En hvað verður um snillinga ffamtíð- arinnar af karlkyni, ef konur fara í æ ríkara mæli að hlú að og sinna eigin, að því sagt er nýuppgötv- uðu (sem er auðvitað ekkert annað en enn ein firr- an, ef ekki hreinlega lygin um konur), sköpunar- gáfú í stað þess að skapa karlmönnum aðstöðu til að skapa! Af konum hef ég ekki áhyggjur - þær bjarga sér. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Súsanna er ekki allra - allavega ekki allra leikhús- manna. Það er orðin þjóðaríþrótt að fylgjast með harmkvælum þeirra undan skrífum Súsönnu. Þannig & Súsanna orðin stór persóna í lífi allra. Og er þar af leiðandi allra - ekki síst þessara leikhúsmanna. En Súsanna er ekki við eina fjölina felld. Hún er trúboði í áfengismálum, semur sögur, leikrit og Ijóð. Súsanna Svavarsdóttir Konur eru trygglyndari en karlar Ég hef alla tíð verið tortryggin gagnvart alhæf- ingum, hvort sem um konur eða karla er að ræða. Konur og karlar hafa valist í ólík hlutverk í gegnum aldirnar og í mínum huga er engum um að kenna. Karlmenn hafa valist til starfa utan veggja heimilis - konur innan þessara sömu veggja, en í dag eru engar forsendur fýrir þessari skiptingu lengur. Hins vegar er erfitt að losna við aldagamlar klisjur hvað varðar kynin, og er trygglyndi kvenna ein af þeim. Trygglyndi hefur löngum verið álitið dyggð og þá oftast talað um hana sem aðalatriði í ástarsam- bandi karls og konu; og kona sem er ekki dyggðug og trygglynd er ekki merkilegur pappír í augum samfélagsins. Hins vegar er alrangt að álíta að trygglyndi sé einn af eðlisþáttum kvenna, heldur er hér um að ræða skilyrðingu; hegðun sem samfélagið krefst af konum, og þar sem þessi „hegðunarkrafa" stríðir jafh mikið gegn „eðli“ kvenna og karla - eða jafh lít- ið ef einhverjum finnst það betra - hefur það varn- að konum að láta sína raunverulegu rödd hljóma og kennt þeim að óheiðarleiki borgar sig, ef svo óheppilega vill til að þær bregða trúnaði við eigin- mann sinn eða elskhuga. f þessu sambandi er oft nefnt að ef konur „lendi í“ framhjáhaldi, sé það ekki svona „kæru- leysislegt flipp“ í eina nótt eins og hjá körlum; framhjáhald kvenna þýði að þær séu „tilfinninga- lega“ í sambandinu utan hjónabands. Þetta finnst mér vera reginfirra og vil meina að konur eigi jafh auðvelt með að stunda einnar nætur framhjáhald og karlar - það er nákvæmlega ekkert dyggðugara eða upphafnara við framhjáhald kvenna en karla; konur eru nákvæmlega ekkert heiðarlegri, hreinskiptnari, trygglyndari eða dyggð- ugari en karlar í eðli sínu. Það gleymist líka oft þegar talað er um trygg- lyndi að til er öðruvísi trygglyndi en í ástarsam- bandi; til dæmis í vinátta í starfi eða í félagsstörf- um. Mín reynsla er sú að karlar séu ekkert síður trygglyndir vinir en konur. Karlar eru trygglynd- ari vinnuveitendur og ég hef séð karlmenn sem eru mjög trygglyndir gagnvart sínum vinnuveit- endum; karla sem eru trygglyndir gagnvart þeim félagsskap sem þeir starfa í. Ekki síður en konur. Trygglyndi er í mínum huga ekki eðlisþáttur, heldur hegðun. Hvort sem við erum konur eða karlar veljum við hverjum við sýnum trúnað og hverjum trygglyndi. EINTAK MYND BONNI Soffía Auöur Birgisdóttir Ekki fara saman fegurð og gáfur Þrennt þykir einna eftir- sóknarverðast í þessum heimi, að vera ríkur, fallegur og gáfað- ur. Það ríkidæmi sem í krónum er talið er yfirleitt auðvelt að skil- greina (nema maður sé þeim SOFFÍA AUÐUR Birgisdóttir Soffía er bókmenntafræðingur - kvenna- bókmenntafræðingur. Undanfarið hefur hún fundið, uppgötvað og haldið á lofti ýmsum skáidkonum sem flestum vorum gleymdar og fyllt þannig upp I hina hálftýndu kvennabókmenntasögu. mun ríkari), en tvennt hið síðarnefnda er erfiðara viðfangs. Fegurð og greind eru fyrirbæri sem forð- ast skilgreiningar; merking þessara hugtaka er óljós, fljótandi og breytileg eftir því hver skil- greinir hvern og hvenær. En þótt slík merkingar- óvissa sé kannski spennandi viðfangsefni heim- spekinga og annarra „gáfaðra manna“, þá er henni umsvifalaust útrýmt í dægurmenningu okkar þar sem kli- sjurnar ráða ríkjum. Klisjan að fegurð og kynþokki hjá konu geti ekki verið í sambýli við gáfur er kannski einna augljósust í kvik- myndum. Þar liggur hún bókstaflega í augum uppi. Óþarft er að fjölyrða um allar „heimsku ljóskur" bíómyndanna EINTAK DESEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.