Eintak - 01.12.1993, Síða 74

Eintak - 01.12.1993, Síða 74
- þær þekkja allir. Það er kannski athyglisverðara að beina sjónum að „gáfukonu" hvíta tjaldsins. Hún er oft bókavörður (eða kona sem afgreiðir í bókabúð); Kona sem gætir bóka - eða þekkingar- innar í yfirfærðri merkingu. Hún er yfirleitt í lit- lausum og sniðlausum fötum (pilsið nær alltaf nið- ur fyrir hné). Hún er oft með hárið tekið í hnút í hnakkanum. Hún er alltaf með gleraugu. Og hér er kannski komin skýringin á því hvers vegna þessi kona er gersneydd kynþokka og fegurð: Það eru gleraugun sem gera útslagið. Kvikmyndin er gerð fyrir augað. Við sitjum í kvikmyndahúsi og beinum augun- um upp á breiðtjaldið þar sem í sjónmáli er spenn- andi kona sem sýnd er í yfirnáttúrlegri stærð, um- fram allt fögur, kynþokkafull, eftirsóknarverð. Þessi kona er í margföldu sjónmáli. Hún er í sjón- máli áhorfenda og aðalkarlhetjunnar og hún er í sjónmáli kvikmyndatökuvélarinnar á þann hátt sem enginn annar er; linsu er rennt hægt eftir lík- ama konunnar, frá toppi til táar og til baka, dvalið er við boga og bungur, konan sýnd öll og frá öllum hliðum - í heilu lagi og í smá hlutum. Andliti hennar er varpað upp á tjaldið í nærmynd þannig að það nær yfir það allt algjörlega nakið, viðkvæmt og varnarlaust. Náttúrleg fegurð þess gjarnan auk- in með litum og púðri og með því að bregða þunnri grisju yfir linsuna þannig að allar misfellur afmá- ist. Og þessi kona nýtur þess að vera fögur í sjón- máli. Hún er. Hún er bara. Hún er bara fögur. Og hún horfir ekki til baka (lygnir oft augunum). Gáfaða konan horfir. Það er augljóst af gleraugun- um. Þau eru sönnun fyrir því að hún horfir og sér. Hvað ætli hún sjái? Sér hún eitthvað sem veldur þvi Frændur okkar Danir tala einhver ósköp um „den lille forskel“, þann litla mun sem er á körl- um og konum. Og af því þeim er ákaflega hug- leikið allt fýrir neðan beltisstað, hvort sem það er kviðurinn eða kynfærin, eiga þeir að sjálfsögðu við það síðarnefnda. Við íslendingar erum afturámóti afskaplega andlega þenkjandi, og kemur því að sjálfsögðu einkum í hug andlega sviðið þegar við leiðum hugann að því sem aðgreinir kynin. Þess vegna nefnum við auðvitað fyrst og firemst grömm- in sjötíu, sem ku vera þyngdarmunurinn á heila karla og kvenna. Þetta finnst mörgum borðleggj- að karlmenn missa til hennar náttúru? Tökurn dæmi: I myndinni New Voyager frá 1942 leikur Bette Davis greinda, bælda og óaðlað- andi konu með gleraugu. Kvikmyndahandbók Halliwells lýsir söguþræði myndarinnar þannig: „Kauðaleg og vonsvikin piparmey gengst undir geðlæknismeðferð og dembir sér út í vonlaust ást- arævintýri.“ Læknismeðferðin ber nokkurn árang- ur þar sem lækninum tekst að fríkka konuna nokkuð. Hluti af meðferðinni er að taka af gleraug- un af konunni. Læknirinn hreinlega fjarlægir gleraugun í einu atriði myndarinnar og það er ekki að sökum að spyrja, skömmu síðar umbreytist kon- an úr „kauðalegri og vonsvikinni piparmey“ í geislandi, gleraugnalausa konu með blik í (sjón- lausum) augum og slegið hárið. Hefur þetta kannski breyst með breyttum tím- um, nýrri myndum? Vitanlega - en klisjan liftr þó enn. I nýlegum kvikmyndum eru konur sem geta verið bæði greindar og fallegar - það versta er að þær eru flestar einnig geðveikar. Allavega ef þær eru einhleypar. 1 íslenskum auglýsingum leika greindar leikkonur flissandi heimskar ljóskur án þess að láta sér bregða. 1 klisjum býr sannleikur. Ekki sannleikur klisj- unnar, heldur sannindi um þann sem „trúir“ klisjunni og heldur henni á lofti; lætur sem hún sé náttúrleg en ekki sköpuð af menningu. En hvaðan kemur þessi tiltekna Hisja? Er hún kannski til orð- in af réttlætiskennd okkar, þeirri trú að enginn eigi skilið að vera bæði greindur og fagur (og kannski einnig ríkur!)? Ef svo væri ætti klisjan að ná yfir karlmenn líka - gerir hún það? andi sönnun fýrir yfirburðargreind karla, þeas. sjötíu gramma yfirburðum þeirra í hugsun af öllu tagi. Margir snillingar hafa hallast að þessari skoð- un og mætti nefna fjölmörg dæmi úr heimsbók- menntunum, til dæmis segir T rófímoff Tsékovs í Kirsuberjagarðinum: „Hún (þeas. Varja, dæmi- gerð „Marta sem mæðist í mörgu“) skilur það ekki með sitt þrönga heilabú, að við erum ofar ástinni. Það er okkar lífstakmark og tilgangur að sniðganga allt það lítilfjörlega og hégómlega, sem hindrar frelsi mannsins og hamingju.“ Aðrir og varla ómerkari aðilar hafa líkt rökhugsun konunnar við víravirki, en karlmannsins við beina línu. (Það er víst best að ég játi það strax að mér hefur ævinlega fundist víravirki fallegra en þráðbein strik og þá einkanlega strik senr enda ef til vill hvergi, heldur halda áfram beint inn í óendanleik- ann, án þess að snerta eða skera nokkrar aðrar lín- ur. Eflaust stafar þetta af einhverju Mörtueðli og mætti sjálfsagt flokka til perversjóna.) Þegar heilaþyngdarumræðan er í algleymingi er auðvitað nærtækt fýrir okkur sem gengum á rauðum sokkurn áður en það varð hallærislegt að benda á gamla máltækið „heimskur er jafnan höf- uðstór“, en það er náttúrlega högg fýrir neðan belt- isstað og ekki fallega gert við karlkynið, sem er víst viðkvæmt á þeim stöðum. ÖIlu heldur ættum við að leiða hugann að því til hvers þessi sjötíu grömm nýtast karlkyninu. Ekki er það til heimilisstarfa, því það er á flestra vitorði að þau eru eðlislæg og genabundin, þótt ekki hafi enn tekist að einangra heimilisgenið til fullnustu. Ef borin eru saman hugðarefni karla og kvenna, til dæmis vísindi, listir, hernaður og ann- að tilfallandi, h'tur í fljótu bragði út fýrir að þau falli saman að mörgu leyti og séu fjarri því að vera bein- ar, samhliða línur sem aldrei skerast. Það sem eink- um ber á milli er sú orka og hugvitssemi sem flest- ir karlar verja til að komast yfir sem flestar konur. (Nú tala ég auðvitað almennt og ætlunin er ekki að móðga neinn, hvaða kynhneigð og áhugamálum í þeim efnum sem fólk kann að vera haldið.) Það liggur því beint við að álykta sem svo, að grömmin góðu nýtist helst til þeirra hluta. Svo vitnað sé í orð Billy Joels um aðra poppara: „Strákar gera hvað sem er til að ná sér í kvenmann.“ I þeirra tilviki er sjötíu grömmunum augljóslega var- ið til að læra á hljóðfæri og ota sínum tota á poppsenum heimsins í þeirn tilgangi einum að geta „vaðið í kven- fólki, það get ég svarið", svo vitnað sé í enn annan snillinginn. Að vísu er galli á gjöf Njarðar. Kvenfólkið sem vantar algjörlega sjö- tíu grömm upp á hina fuUkomnu heilastærð á oft bágt með að skilja þetta tiltekna tómstundagaman þeirra karla sem það eignar sér. Ein- hverra hluta vegna hafa konur sjaldnast séð þá göfúgu fegurð sem fólgin er í kvennabúrum og væntan- lega hefúr það verið kvenmaður sem fullyrti að gæði væru betri en magn. Sem betur fer nýtist körlunum enn sinn yfirburðarstóri heili til þess sem Tsékov benti á, að komast framhjá og í mörgum tilvikum alveg hjá lítil- fjörlegum hégóma á borð við hjóna- band og sambúð, sem að sjálfsögðu hindrar frelsi karla og þá hamingju sem fólgin er í margvíslegum val- möguleikum. Hugvitssemin á sér engin takmörk hvorki á undan né eftir - það væri þá helst rétt á meðan - og væri ekki nema brot af þeirri snilld notað til að leysa heilbrigðis- vandamál mannkynsins, gætu ef- laust ennþá fleiri unnt sér þessarar gleði þeim mun oftar. Ef heilinn í mér væri sjötíu grömmum þyngri yrði þessi pistill eflaust ritröð í átján bindum. En nú er ég ekki annað en fávís kona og hugsunin al- gjört víravirki, svo ég er komin aftur nálægt upp- hafsstað. Það skiptir engu máli hvað “den lille for- skel“ er mörg grömm og hvort þau sitja fyrir ofan mitti eða neðan. Þau eru ætluð til eins og hins sama, svo Danir hafa líkast til hitt naglann á höfúðið að byrja strax fýrir neðan beltisstað. Enda auðvitað miklu skemmtilegra...© EINTAK MYND BONNI Magnea J. Matthíasdóttir Magnea er rithöfundur en það er orðið æði iangt síðan hún sendi frá sér bók. Hún býr í Danmörku, þýðir fyrir Stöð-2 og skrifar söguþræði handa Andrési Önd. Magnea er líka goðsögn i blaðaheiminum. Hún er eina manneskjan sem hefur tekist að lesa prófarkir, ieggja kapal og lesa tvo reyfara - allt samtímis og án nokkurs sýnilegs erfiðis. Magnea J. Matthíasdóttir Konur hafa minni heila en karlar 74 EINTAK DESEMBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.