Eintak - 01.12.1993, Page 81
1 lækurinn
2 fossinn
3 stuðlaberg
4 inngangur
5 „hið veraldlega líf"
6 „hið andlega líf“
7 vatn
8 eldur
9 ofanljós
10 „altari“
vistarvemr fýrír „fjallkonu“ nútímans
(fjölmiðlafjallkonan)
teikning: Guðmundur Jónsson, FAI/MNAL
Sneiðing. Birta frá ofanljósi gefur henni fegurð hennar, sem enginn maður fær
nokkurn tíma að líta augum. Birtan seytlar í gegnum lækinn sem rennur yfir Samruni kyntákna konunnar og mannsins.
ofanljósið og baðar fjallkonuna í vatnsgáraðri bylgjandi birtu.
Ég valdi sjálfa móður jörð sem heimkynni „fjölmiðla-
fjallkonunnar". Vistarverunum er komið fyrir í stuðlabergs-
vegg Svartafoss, þar sem ég túlka stuðlaberg náttúrunnar
með stuðla-glerjuðum inngangsvegg. Grunnmynd hússins
byggir beint á samruna kyntáknanna fyrir manninn og kon-
una. i grunnmyndinni táknar samruni kyntáknanna ímynd
„fjölmiðlafjallkonunnar" sem kynveru í samfélagi nútímans,
þ.e. andstæða við ímynd okkar eiginlegu fjallkonu sem
goðsagnakenndrar veru. Samskeyting kyntáknanna í
grunnmyndinni gefur möguleika á að túlka andstæðurnar
milli þess innhverfa og þess úthverfa.
Eini glerflötur hússins og tenging við umhverfið er í píl-
unni (tákni mannsins). Þar er fjallkonan úthverf og mætir
manninum. Þar birtist hún manninum í daglegu lífi. Innst í
fjallinu (í tákni konunnar) er hið innhverfa líf fjallkonunnar.
Þar er hennar altari og þar er sá heimur hennar sem
enginn maður nær til, sem enginn maður skynjar. Birta frá
ofanljósi gefur henni hina sönnu fegurð hennar, sem
enginn maður fær nokkurn tíma að líta augum. Birtan
seytlar í gegnum lækinn yfir ofanljósinu og baðarfjallkon-
una í vatnsgáraðri bylgjandi birtu. Tveir speglar kasta
ímynd hennar upp á yfirborð jarðar og spegilmynd hennar
er skráð með rennandi vatni náttúrunnar í speglinum ofan
jarðar. Vatnshjúpurinn hylur hennar raunverulegu ímynd og
eiginleika, í líkindum við að persónuleiki þulunnar nær
aldrei út fyrir sjónvarpsskjáinn. Vatnshjúpuð spegilmyndin
er því slör almenningstengslanna.
( krossinum í miðjum gangi hússins er áttaviti í góifi. Val
fjallkonunnar á áttum í húsinu fer eftir stemmingu og þörf-
um og er óháð náttúrulögmálum áttavitans. Armar kross-
ins eru annars vegar „vistarverur hins veraldlega lífs“ til
vinstri og hins vegar „vistarverur hins andlega lífs“ til
hægri. í vistarverum hins andlega lífs finnast náttúrufyrir-
bærin - jörðin-eldurinn-vatnið. í vistarverum hins verald-
lega lífs er mótvægið. Á skrifandi stundu getur þú séð fjall-
konuna vatnshjúpaða yfir Svartafossi á skjám spegil-
flatarins.....vissir þú það?
Grunnmynd. Samruni kyntákna konunnar og mannsins.
Sneiðing.