Eintak - 01.12.1993, Page 96

Eintak - 01.12.1993, Page 96
.. . iá, ég málaði fjörutíu myridir í qær... Listmálarinn Tollitekur hús á kollega sínum, Stefáni frá Möðrudal og ræðir við hann um hesta, menn sunnanlands. TOLLI: Það er maður sem gefur út blað hérna í Reykjavík til að fræða fólkið um það sem gott er, hann bað mig um að athuga hvort þú værir tilleið- anlegur til að segja fáein orð um sjálfan þig fyrir þetta blað. STEFÁN: Aha, nei. Nei, karlinn. Þetta er maður sem er ekki til neins í þjóðfélaginu. TOLLI: Það sagði ég líka við hann. STEFÁN: Nei, nei. TOLLI: Ég sagði við hann að það væru fáir forkar eins og Stefán Jónsson frá Möðrudal í mannlífmu í dag. STEFÁN: Ég held að það sé lítið gagnlegt sem mað- urinn er að gera. TOLLI: Það sem er svo gaman að rilja upp þegar maður horfir á þessar myndir þínar, Herðubreiðina og þetta... STEFÁN: Ég bý til mest af Herðubreið af því nú er kominn svo voðalega mikill kúfur á Herðubreið. Hún var svona í laginu fyrir mörgum árum. TOLLI: Af hverju er kúfurinn kominn. STEFÁN: Það hrapar alltaf ofan í Herðubreið því hún er hol að innan. TOLLI: Hvað er inni í Herðubreiðinni? STEFÁN: Það er bara holrúm fyrir helvítis hálf- vitanna í Reykjavík. Það er hægt að koma þeim öll- um saman í klessu ofan í gjánna í Herðubreið. TOLLI: Voru engir útilegumenn þarna fyrir aust- an? STEFÁN: Jú, Herðubreið hefúr verið lífæð útilegu- manna. Hún hefur verið með hitann, og þeir hafa getað verið í hita af Herðubreið og lifað góðu lífi. Hún hefur verið akkeri útilegumanna, Herðubreið. Þeir voru svo grimmlyndir hérna sunnanlands að þeir álitu allt það versta um útilegumenn og voru svo vondir við þá. TOLLI: Þeir voru það, helvítis kvikindin. STEFÁN: Alveg rótarhelvítis hafa þeir verið alveg dýrhunda djöfulsins dauðansdjöflar í þjóðfélag- inu. TOLLI: Rakstu þig nokkurn tíma á útilegumenn á ferðum þínum með póstinn? STEFÁN: Ja, það fara ekki sögur af nema tveimur mönnum sem hafa verið útilegumenn. Það voru útilegumenn í tíð Sigurðar sem var fyrstur bóndi í Möðrudal. Sigurður var stórbóndi og keypti allt af prestunum. Þeir vildu lenda í prestskap hérna áð- ur fyrr, því það var svo gott að læra að vera prestur. TOLLI: Það hefur verið mikið upp úr því að hafa. STEFÁN: Já. Ég á eftir að segja þér söguna af son- um Sigurðar. Annar þótti heljarmenni að burðum, því það var alltaf níðst á einum manni. Hann var svo mikið heljarmenni að burðum að hann gat lifað fjöll, heljarmenni og allt af sér þó hann væri alltaf í lífsháska. Hann gat lifað allt það versta, því hann var svo vondu vanur. Það fór svoleiðis að þeir voru tveir bræður og hann þurfti að fara í allar ferðir og allar kaupstaðaferðir, annar þeirra. Með ntarga hesta. Þeir áttu marga hesta náttúrlega. Milli tíu og tuttugu hesta sem þurfti að fara með í kaupstað. Ég þurfti að fara með tuttugu hesta þegar ég var átján ára gamall. TOLLI: Fóru þið þá niður á Hérað? STEFÁN: Út á Vopnafjörð. Það voru á einum hest- inum olíudunkar og hann var látinn elta til þess að hann væri ekki að nudda sig upp við klyfjahestana. Hann var alltaf látinn elta, klárinn. Svo var þetta svona að það var alltaf höfð olían á sömu reiðingun- grimmlynda um, alveg sörnu reiðingarnir, hvort það voru ekki alltaf sömu ldifberarnir á sömu reiðingunum. Hann var alltaf látinn elta. Þetta voru tveir hestar sem hétu Svipur hver ffam af öðrum. TOLLI: Af hverju voru þeir látnir elta? STEFÁN: Til þess að þeir færu ekki innan um og það kæmi ekki bragð að. Það hefði orðið ankanalegt ef það hefði komið bragð að rúgmjölinu sem var sett í slátrið og lifrað. Þeir voru því látnir elta. Og fyrsti maðurinn sem fann upp á því, hann var nú an- skoti góður hestamaður. Og hann var maður sem hét, við skulum nú sjá. Það voru níu menn sem voru að læra tungumál af afa mínum í Möðrudal. I>ví afi minn þurfti að kenna tungumál, hann var svo vel gefinn, gáfaður, og hann las læknisfræði og hann þurfti að kenna þarna í Möðrudal. Og Ásgeir Ásgeirsson var voðalega duglegur að skrifa upp það sem átti að kenna þann og þann daginn. Ásgeir Ásgeirsson. Og hann var duglegur lestarferðamað- ur. Hann var í þrjú ár lestarferðamaður. TOLLI: Það hefur verið hann sem fann þetta upp nteð olíuklárana. STEFÁN: Já, það var hann sem fann upp á að láta Svip elta. Því Svipur lagðist aldrei undir olíudunk- unum. Voðalega duglegur hestur. En hann var lát- inn vera beislislaus. Þeir létu beislið upp í annan hest. Það þurfti ekki beisli upp í hann, því hann labbaði sjálfur milli olíudunkanna. TOLLI: Áttirðu hunda? STEFÁN: Já, ég átti góða hunda og vandi þá. Af því ég átti góðan hest og góða rödd, þá gat ég látið hundana heyra til mín og hlýða og smala langt út. TOLLI: Þetta hafa verið góðir fjárhundar. STEFÁN: Já, þeir gátu farið á rjúpnaveiðar, strák- arnir. Ég gat látið hundana smala fyrir mig. TOLLI: Varstu eitthvað að veiða rjúpu þarna í gamla daga. STEFÁN: Það var bara alveg hvítt í beltunum í öllu Einistaðafjallinu. Bara hvítar rákir í öllu fjallinu. TOLLI: Af rjúpu? STEFÁN: Af fugli. Það voru nú engin ósköp að skjóta rjúpur á einu kortéri, eða stundum var það klukkutími sem fór í það, svona þrjátíu rjúpur. Það var ekkert þrekvirki. Þegar fóru sjö rjúpur í skoti, eins og hjá ntér. En maður passaði að röðin væri svo á klettanesinu að það færu þá ekki aðrar rjúpur en þessar sjö. Þær duttu allar niður. TOLLI: Þú hefur verið ágæt skytta. STEFÁN: Já, ég var góð skytta. Það voru tófur þarna og þurfti að drepa tófurnar. Einu sinni híf- aði ein tófan sig upp, helvítis kvikindið hífaði sig upp rétt þcgar ég var að miða á hausinn á henni. Annað lærið skaust alveg undan henni og kviður- 96 eintakdesember
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.