Eintak - 01.12.1993, Side 105

Eintak - 01.12.1993, Side 105
„Steinar og Hreiðar bróðir hans voru um skeið með danshljómsveit á Akranesi og spiluðu vinsæl- ustu lögin á böllunum án þess að vera nema slark- færir á hljóðfærin í byrjun,“ segir Gylfi Gíslason, góður vinur Steinars. „Hreiðar var þá orðinn knattspyrnuhetja, hafði byrjað kornungur að spila fótbolta á Skag- anum og komist í Iandsliðið löngu áður en eitthvað kvað að Skagamönnum á þeim vettvangi. En Steinar, hann var skáldið, fyrirleit knatt- spyrnu af öllu hjarta og lýsingar hans á þorpinu, drykkju- svolum og knatt- spyrnuhetjum áttu síðar eftir að fara svo fyrir brjóstið á Skaga- mönnum að hann var hálfvegis gerður út- lægur af Skaganum." Skömmu eftir stríð, þegar Steinar er ung- lingur, fer hann í fyrsta skipti til út- landa á stóru olíu- flutningaskipi. Ferða- lög áttu síðar eftir að skipa stóran sess í lífi hans. Skipið kemur ekki í höfn fyrr en eft- ir langa og stranga siglingu og þá í araba- landi. Steinar segir himinglaður við skips- félaga sína að um kvöldið ætli hann að skemmta sér ærlega og að lokum láta drepa sig í landi. Þegar rnyrkur er skollið á heldur hann svo ótrauður á vit ævin- týranna og kemur ekki heim fyrr en undir morgun og þá á harðahlaupum undan hnífamönnum, hann hafði prófað að reykja hass, dottið út og komið sér heldur betur í klandur; litlu munaði að hann stæði við Ioforð sitt, en þá hefðu íslenskar bókmenntir orðið sýnu fátækari. Mesti stælgæinn á skaganum „Steinar var sem unglingur mesti stælgæinn á Akranesi og allur í djamminu,“ segir Kristján Sig- urjónsson. „Hreiðar og hann stofnuðu hljómsveit og léku á böllum og ég fékk stundum að sitja í herberginu hans Steinars og hlusta á djass. Steinar átti kær- ustu, Jónu, geysilega fallega stúlku, og þau byrj- uðu að búa kornung í herberginu hans Steinars. Þau eignuðust stelpu, Elísabetu Hörpu. Þetta sambýli í foreldrahúsum gekk þó ekki alltaf vel, því samkomulagið milli feðganna var slæmt.“ DESEMBER EINTAK „Núna eftir dauða hans er von til þess að fóik fari að meta verk hans út frá ótvíræðu gildi þeirra, en ekki því hvort höfundurinn hafi verið fátæk fyllibytta." GUÐBERGUR BERGSSON „Hann stendur mér enn Ijós- lifandi fyrir hugskotssjónum þar sem hann lá í guldrapp- lituðu bítlafötunum sínum, aðskornum jakka og útvíðum buxum. Þau klæddu hann svo ótrúlega vel að það var eins og hann væri nýkominn af tískuhúsi, þó var þetta ölm- usa sem einhver hafði gauk- að að honum. Ég vissi það þá að hann væri feigur.“ GYLFI GÍSLASON „Steinar talaði stundum um pabba sinn, en með honum hafði hann farið nokkra túra á sjóinn. Hann lýsti honum sem geysilega hörðunt náunga, aflakló, og það skein í gegn að þeir höfðu ekki átt skap saman feðgarnir," segir Sverrir Agnarsson sem kynntist Steinari vel hin síðari ár. „Pabbi vildi að hann ynni meira,“ segir Kristján Sigur- jónsson. „Hann hafði prófað að fara í radíó- virkjun í Reykjavík, en gefist upp á því og úr varð að hann lærði prentverk á Akra- nesi.“ Steinar og kærasta hans fluttu úr for- eldrahúsum að námi loknu og leigðu hús á Akranesi þar sem þau bjuggu um skeið. Djassinn hélt áfram að duna á grammófón- inum þannig að tón- listin fýllti nágrennið og Hljómsveit Stein- ars Sigurjónssonar lék á böllum enn um skeið. Hinir bræðurnir héldu uppteknum hætti I fótboltanum, Hreiðar fór í landsliðið en Kristján í gullald- arlið Skagamanna sem byrjaði að sópa til sín titlum í kringum 1951. Bræðurnir lögðu svo fótboltaskóna á hill- una. Hreiðar var orðin sjómaður með bama- hóp heirna og kvaðst ekki hafa efni á fót- boltaskóm. Lífsbar- áttan tók við hjá þeim báðum. Steinar og eig- inkona hans fluttust til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu um skeið. Þar fæddist þeim önnur dóttir, Sigríður. Þannig lýsir Stein- ar sjálfum sér á innan- broti skáldsögunnar Kjallarinn: „Fæddur á Sandi undir Jökli. Fluttist ungur til Akraness. Um tvítugt gafst ég upp á að verða tón- listarmaður, sem betur fór, og hafði ekki hugmynd um hvað ég vildi verða. Það var reynt að fá mig til að læra vélsmíði, bátasmíði, hvað sem verða vildi. Var um síðir látinn byrja á útvarpsvirkjun í Reykjavík. Var við það starf í nokkrar vikur, en þá gáfust þeir upp á mér; ég er þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Stundaði um tíma algeran þrældóm á sjó, síð- an langtum meiri þrældóm í prentsmiðjum, en var illa séður í starfi og rekinn sem betur fór. Gift- ist, eignaðist tvær dætur, fluttist alfarið til Reykja- víkur 1952, en þykir hentugra að lifa utan borgar. Hef lengi lifað við fátækt en á eftir að verða ríkur, ef ég nenni, og nenni." 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.