Eintak - 01.12.1993, Page 108

Eintak - 01.12.1993, Page 108
Gylfi Gíslason VINUR STEINARS „Sem dæmi var ég eitt sinn með vinnustofu í greni þar sem varla var líft, engin upphitun né rennandi vatn og hvergi stóð steinn yfir steini. Steinar fórnaði höndum er hann kom þar inn, hér htyti andinn að koma yfir menn sem aldrei fyrr. Að drekka sig i hel er aðgerð sem má alls ekki mislukkast og hún krefst þess að öll skilningarvit séu í lagi. Megas orðaði þetta kostulega ígamla daga: „Maður má ekki eyðileggja sig, bara skemma sig pínulítið. “ og olíulampa. „Eitt sinn er við félagarnir vorum nokkrir sam- an í Flatey vorum við að undrast um hvað orðið hefði af Steinari Sigurjónssyni. Hans hafði ekki orðið vart um nokkurt skeið,“ segir Gylfi Gíslason. „Um líkt leyti barst okkur í hendur fréttabréf sunnan úr Reykjavík þar sem hin ýmsu dægurmál voru reif- uð og sagðar sögur af náunganum. Þar gat að líta eftirfarandi klausu: „Steinar Sigurjónsson er ný- komin frá Indlandi þar sem hann Ienti í hungurs- neyð og flóðum.“ Svo mörg voru þau orð, en Stein- ar komst alltaf lifandi heim, þó að stundum mætti litlu muna." Forsaga ferðalagsins er þó enn ótrúlegri en það sjálft. „Einn dag þegar ég mætti Steinari í bænum var hann óvenju glæsilega til fara,“ segir Jón Óskar. „Ég spurði hvað það væri sem hefði valdið þessu ríkidæmi og hann sagði mér ótrúlega sögu af vell- auðugum ameríkana sem hefði í hyggju að senda hann til Indlands og gera úr honum Gúrú. Hann var komin með farseðilinn í hendurnar og beið þess eins að leggja í hann ásamt velgjörðarmanni sín- um.“ Sigling kom út 1978 og hefur að geyma ferðasög- una, þó að á milli línanna megi lesa um aðra siglingu sem er öllu lengri og tekur til mannsævinnar. í upphafi bókarinnar segir af blönku og þunglyndu skáldi sem sest inn á kaffihúsið Uppsali á horni Aðalstrætis og Tún- götu, kaffihús sem var í uppáhaldi hjá Steinari meðan það var og hét. Hugarástandið er heldur bágborið: „Ég átti fyrir kaffi og ætlaði mér að setjast við hljótt borð til að hugsa eitthvað af viti um leiðir út úr volæði mínu sem var farið að bera svip af grát- kenndri ljóðrænu,“ skrifar Steinar. Þar sem hvert borð er setið inni á kaffihúsinu leiða örlögin skáldið að borði þar sem einungis er einn maður fyrir. Hann hafði Steinar aldr- ei augum litið áður. Þar er kominn velgjörðarmaðurinn William James og þeir taka tal saman. Fundir þeirra eiga eftir að verða fleiri og þrátt fyrir að andlegt ásigkomulag Steinars taki engum stórum stakkaskiptum skipta stórir dollaraseðlar um eigendur. „Þessar gjafir hans voru mjög samkvæmar sjálfum honum og guðdóminum, og hann sagði að af peningum stæði gjarna lukka ef hóf væri haft um gang þeirra. Og síðar sagði hann á þá leið að mér mundi líða betur í nýjum fötum, aukast sjálfstraust, og ég mundi líta veröldina hýrari augum. Og víst gerði ég það þegar til kom.“ Velgjörðar- maðurinn James fór en kom aftur, og tók þá skáldið með sér en það var áður búið að ráð- stafa sér í vitavörslu. Af „Sigl- ingu“ þeirri segir frekar í samnefndri bók, hvort sem menn vilja lesa hana sem skáldsögu eða ferðasögu um ómælisvíddir hugans einhvers staðar á ferðalagi. Skilnaður sem dróst á langinn I upphafí sjöunda áratugarins átti Steinar í ást- arsambandi við þýska myndlistarkonu, Barböru Stasch. Henni tileinkar hann bókina Farðu burt skuggi, en hún myndskreytir kápu þeirrar bókar. „Ég hugðist færa honum árit- að eihtak að gamni mínu og hélt á því í hendinni þegar ég gekk inn á skrifstofuna. Þeg- ar hann heyrði að ég væri rit- höfundur brást hann mjög reiður við og sagði að ég fengi enga peninga hjá hon- um - Steinar Sigurjónsson væri búinn að tæma alla sjóði.“ 108 GUÐBERGUR BERGSSON Leiðir þeirra lágu saman í tvö ár og bjuggu þau um skamma hríð í Þýskalandi. „Barbara vann hér um tíma og þannig kynntist hún Steinari og það varð kært með þeim,“ segir Jón Óskar. „Hún fór með hann til Þýskalands þar sem hann gerðist burðar- maður á hóteli um tíma, svo einhverju hefúr verið kostað til. En þetta tók enda um síðir. Það hefur verið erfitt að deila kjörum með Steinari til lengd- ar.“ „Sagan segir að eitt sinn hafi Steinar setið á slopp inni á ónafngreindri stofnun undir því yfir- skyni að vinna bug á drykkjuvandamáli sínu,“ seg- ir Gylfi Gíslason. „Hann tók hlutverk sitt víst ekki mjög alvarlega og þegar hann var spurður um hvað hann teldi vera ástæður vandamálsins, svaraði hann: „Það er hvað ég er helvíti klaufskur og óheppinn, það snýst allt í höndunum mér.“ Síðan tiltók hann dæmi því til stuðnings: „Þegar ég var búsettur í Þýskalandi þurfti ég að skilja við konu. Ég hafði undirbúið skilnaðinn vandlega og yfirfarið hvert smáatriði í huganum. Um nóttina þegar hún var sofnuð ætlaði ég að pakka öllum eigum mínum í litla tösku og læðast út og sá hluti áætlunarinnar heppnaðist. En þegar ég var kominn út á götu vildi svo illa til að það fór að hellirigna, og þó að ég þrjóskaðist við og héldi áfram göngu minni varð ég fljótlega rennandi blautur, enda hafði ég misreikn- að mig hrapalega hvað eitt atriði varðaði. Helvftis regnhlífin var ennþá í skápnum í svefnherbergi konunnar. Þessi óheppni varð til þess að ég þurfti að ganga til baka og fresta áætlun minni, en það varð til þess að skilnaðurinn dróst alltof mikið á langinn.“ Eftir þennan stutta fyrirlestur var hann álitinn vera hinn versti bjáni og eftir skamma dvöl skilaði hann sloppnum og hélt uppteknum hætti. Ég hef stundum hugsað umhvort hann hafi raunveru- lega verið alkóhólisti. Hann tók aldrei pillur, not- aði ekki dóp og drykkjan var mikið til ásetningur meðan hún varði, en að henni lokinni vann hann eins og berserkur í langan tíma. Fyrir honum staf- aði líka ljómi af áfenginu og það tilheyrði þessari utangarðstilveru, en hann gat verið mjög róman- tískur maður. Allt að því barnalegur. Sem dæmi um það var ég eitt sinn með vinnu- stofu í greni þar sem varla var líft, engin upphitun né rennandi vatn og hvergi stóð steinn yfir steini. Steinar fórnaði höndum er hann kom þar inn, hér hlyti andinn að koma yfir menn sem aldrei fyrr. Að drekka sig í hel er aðgerð sem má alls ekki mislukk- ast og hún krefst þess að öll skilningarvit séu í lagi. Megas orðaði þetta kostulega í gamla daga: „Maður má ekki eyðileggja sig, bara skemma sig pínulítið." Óþarflega mikil KURTEISI VIÐ KONUR Meðfædd kurteisi Steinars nýttist honum ekki sem skyldi í samskiptum hans við konur. „Ég man að hann var mjög hrifinn af konu í Flatey á þeim árum sem hann var langdvölum þar,“ segir Sverr- ir Agnarsson. „Þessi hrifning var endurgoldin, en þau voru bæði tillitssöm urn of og þar sem hvor- ugt vildi troða hinu um tær varð aldrei neitt úr neinu. Þetta tildragelsi varð í mesta lagi kostulegt. Steinar hafði að eigin sögn hvorki getu né nennu til kvenna síðustu árin. En þó sá ég hann einu sinni ástsjúkan og það var árið áður en hann dó. Þannig var að við sambýliskona mín slitum samvistum, en Steinar hafði teldð miklu ástfóstri við hana meðan hann var gestur okkar. Hún var heilög í hans aug- um og ástin kom í köstum yfir hann og hann var viðloðandi heimili hennar þegar svo bar undir. Ég held hún hafi verið honum mjög góð, þó að ástin væri ekki endurgoldin.“ „Steinar átti sín næturævintýri eins og aðrir einhleypir menn,“ segir Gylfi Gíslason. „Eftir eitt slíkt kom hann til mín og var leiður yfir atburðum EINTAK DESEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.