Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 112

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 112
„Steinar var utangarðsmaður í samfélaginu, en langt í frá utangarðsmaður í listrænu tilliti," segir Guðbergur Bergsson. „Bókmenntafólk leyfði sér að krækja hjá Steinari því hann var yfirleitt fullur og bækur hans týndust í umræðunni; fólk fjallaði í mesta lagi um hann af vorkunn, og hann var óheppinn með stuðningsmenn því þeir vildu öðru fremur gera úr honum utangarðsskáld. Þjóðin ger- ir ekki greinarmun á skáldskap og raunveruleika og það er leiðinlegur þáttur í þjóðlífinu. Steinar sjálfur átti líka erfitt með að skilja milli bók- mennta og veruleika og gat því orðið líkur því fólki sem hafði ímugust á honum. En það er skortur á æðri menningu að hafa ekki getað séð kostina í bókum Steinars og verk hans verða sjálfsagt aldrei lifandi innan íslenskra bók- mennta af þeim sökum. Það eru aðeins vand- látir fagurkerar sem leita til hans. En núna eft- ir dauða hans er von til þess að fólk fari að meta verk hans út frá ótvíræðu gildi þeirra, en ekki því hvort höfundurinn hafi verið fátæk fylli- bytta.“ „Hann var mjög sérstakur höfundur,“ seg- ir María Kristjánsdóttir. „Málfar hans var ekki lesið af bókum heldur vörum almennings. Stundum var eins og hann hefði tekið upp á band og skráð það síðan niður. Hann opnaði okkur líka sýn inn í heim utangarðsmanna." Brjóstumkennanlegur pabbi „Hann var ekki sá pabbi sem ég óskaði mér sem barn,“ segir Sigríður Steinarsdóttir. „En þegar maður elst ekki upp hjá foreldrum sín- um hefur maður háleitar hugmyndir um þá og ég bar mikla virðingu fyrir pabba mínum. Hann kom stundum í heimsókn til mín upp á Akranes og það urðu fagnaðarfundir. f önnur skipti kom hann drukkinn og þá máðist glansmyndin af honum ansi harkalega off og tíðum. Ég á eina slíka minningu frá útiskemmtun á Akranesi þegar ég var sjö ára. Þar hagaði hann sér ósæmilega og það særði mig mjög djúpt. En fjarlægðin gerir fjöllin blá og ég fyrirgaf honum alltaf. Það sem er kærast í minningunni um pabba er að hann vakti áhuga minn fyrir klassískri tónlist og sendi mér hljóm- plötur úr öllum heimsálfum. Þegar ég var lítil hlustaði ég jafnan á upphafsstefið úr morgunút- varpinu sem var menúett eftir Boccerini. Þegar það hljómaði stóð pabbi alltaf ljóslifandi fyrir mér. Sterkasta tilfinningin er sú að mér fannst hann oft vera brjóstumkennanlegur, hann bjó jafnan einn í litlum herbergiskytrum og á jólunum varð mér oft hugsað til hans. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur þegar ég var tíu ára keyrðum við amma einn að- fangadag og sóttum hann niður í eitt kjallaraher- bergið og tókum hann með okkur heim. Hann maldaði ekki í móinn, en yfrrleitt var hann lítið fyrir hátíðir og jólin voru fyrir honum sem hver annar dagur. En eftir á að hyggja held ég að hann hafi verið sáttur við þetta val, hann vildi frekar sýsla við skriftir en vera innan um fólk.“ „Hann leið fyrir að hafa gert lítið fyrir dætur sín- ar og fékk undir það síðasta bakslag og óra um hvernig hann gæti bætt fýrir það,“ segir Gylfi Gíslason. „Hann náði góðu sambandi við barna- barn sitt rétt áður en hann dó og það gaf honum mikið.“ „Það vardóttir Elísabetar og þeirra fundum bar saman fyrir tilviljun," segir Sigríður Steinarsdóttir. „1 síðasta bréfinu sem hann skrifaði mér lét hann í ljós þá ósk að hitta barnabörnin sín og kynnast þeim betur. Það varð ekkert úr því. Ég er ekki frá því að ég hafi fyrst fengið að kynnast honum af ein- hverri alvöru eftir að hann var dáinn. Þá fékk ég í hendurnar dagbækur og segulbandsspólur sem hann hafði talað inn á. Það var mjög átakanlegt og sérstakt að verða vitni að því öllu. Hann vann eins 112 „Ég hef hugsað um hvort hann hafi raunverulega verið alkóhólisti. Hann tók aldrei pillur, notaði ekki dóp og drykkjan var mikið til ásetn- ingur meðan hún varði, en að henni lokinni vann hann eins og berserkur í langan tíma.“ GYLFI GÍSLASON „Bókmenntafólk leyfði sér að krækja hjá Steinari því hann var yfirleitt fullur og bækur hans týndust í umræðunni, fólk fjallaði í mesta lagi um hann af vorkunn, og hann var óheppinn með stuðnings- menn því þeir vildu öðru fremur gera úr honum utan- garðsskáld.“ GUÐBERGUR BÉRGSSON „Hann vildi lýsa kvölinni og til að gera það á sannfær- andi hátt lagði hann á sig ótal píslir, hann svelti sig jafnvel viljandi til að upplifa hungurverkina, og þannig fórnaði hann líkama og sál í hátt í fjörutíu ár.“ SIGRÍÐUR STEINARSDÓTTIR og berserkur alla tíð og ekki nema brot af því sem hann skrifaði hefur komið fyrir sjónir fólks. Það var svo margt sem ég skildi ekki áður. Hann var flókin manneskja og mikill einfari, stórkostlega vel gef- inn, en hann átti erfitt með að vera innan um fólk. Það voru ákaflega fáir sem að skildu hvað hann var í rauninni mikið skáld, því hann hafði tjáningar- máta sem fáir gátu lesið. Það er því mikil opinber- un að heyra hann létta á hjarta sínu. Þrátt fyrir að hann hafi með drykkju valdið mér sárindum í gegnunt tíðina á ég auðvelt með að fyrirgefa honum, því þessar aðstæður hlutu að valda honum einmanaleika og þá greip hann til áfengis. Hann var svo trúr listinni að hann gerði allt til að sér mætti takast vel upp. Hann bjó einn og sá varla annað fólk mánuðum og jafnvel ár- um saman. Hann vildi lýsa kvölinni og til að gera það á sannfærandi hátt lagði hann á sig ótal píslir, hann svelti sig jafnvel viljandi til upplifa hungurverkina, og þannig fórnaði hann líkama og sál hátt í fjörutíu ár.“ „Ég verð að viðurkenna að ég fylgdist lítið með skrifum Steinars,“ segir Kristján Sigurjónsson. „Ég reyndi að lesa bækurnar hans, en gafst jafhharðan upp. Ég las þó allt sem skrifað var um bækurnar hans og gladdist þegar vel gekk. Rétt áður en pabbi okkar dó heimsóttum við Steinar upp í Víðines þar sem hann bjó. For- stöðumaðurinn hafði útvegað honum herbergi í kjallara lítils húss sem stóð skammt frá stofn- uninni sjálfri. Þar var Steinar með tölvuna sína og dótið sitt og þar vann hann að skriftum. Meðan við stóðum við hafði Steinar mjög lítinn tíma til að tala við okkur, hann var svo upptek- inn við tölvuna, en það var gaman engu að síð- ur. Pabbi hafði þá fyrir löngu gefist upp á að reyna að breyta Steinari og þetta var í alla staði ánægjuleg heimsókn." Loks örlar á viðurkenningu „Hann sagði mér skömmu áður en hann dó að ætlun hans hefði alltaf verið að búa til nýtt tungu- mál,“ segir Eyvindur Erlendsson. „Hann gat dundað sér endalaust við orð, ekki endilega til þess að skrifa nýjar sögur, heldur til að rannsaka tungu- málið. Stundum tók hann blaðagreinar og setti inn í tölvuna hjá sér og gat svo setið langtímum saman við að breyta þeim og umskrifa á víxl. I lifanda lífi varð hann aldrei fjölmiðlamatur, seldist lítið og var talinn sérvitur, klikkaður og fullur. Mér datt þá aldrei í hug að hann næði undir þykkt skinnið á þjóðinni. En ég er farinn að trúa því núna.“ „Djúpið sem er mín uppáhaldsbók er meira sónata en bókmenntaverk," segir Jón Proppé. „Hann leitar mikið í önnur listform í verkum sín- um, sérstaklega tónlist. Hann var hæfileikaríkur og vel menntaður á öllum sviðurn, en bláfátækur og byltingarmaður í skrifum og hlaut því aldrei náð fyrir augum þeirra sem úthluta rithöfunda- launum. I öllum bókum sínum gekk Steinar mjög nærrj sjálfum sér og hlífði sér ekki. Það eina sem hann gerði aldrei upp við var viðskilnaðurinn við fjölskylduna, en það var jafnframt sú reynsla sem honum var sárust.“ Steinar hlaut höfundastyrk Ríkisútvarpsins 1991 og var það eina opinbera viðurkenningin sem hann hlaut ef frá er talin úthlutun úr starfssjóði listamanna. Útvarpið tók einnig til flutnings tvö af verkum Steinars hin síðari ár, Strandferð og Torgið, og keypti önnur tvö verk sem ekki hafa verið flutt. „Hann var mjög glaður yfir áhuga útvarpsins á verkum sínum og hann batt ekki síst vonir við út- varpið í sambandi við kynningu á verkum sínum erlendis. En það verður að segjast eins og er að hon- um voru engan veginn gerð fullnægjandi skil,“ segir María Kristjánsdóttir. „Áður en hann dó af- EINTAK DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.