Eintak - 01.12.1993, Page 132
JÓLAPLÖTUR
KK BAND
Stuðmenn
STUÐMENN
Skifan
Lauslegt yfirlit yfir feril Stuðmanna eftir að hljómsveitin tók
aftur upp þráðinn 1982. Hver er niðurstaðan? Jú, þeirfélag-
arnir sömdu helling af skemmtilegum lögum og fluttu þau
með sæmd. En það er líka áberandi að lögin versna og verða
einhvern veginn tómlegri eftir því sem líður nær nútímanum;
lögin frá árunum 1982-84 eru brilljant, en jsað ber að þakka
að hljómsveitin hætti áður en hún gerði fleiri lög eins og
Leysum vind og Staldraðu við.
Páll Óskar Hjálmtýsson
STUÐ
Smekkleysa
Diskótíminn var auðvitað ofsalega púkalegur; í raun algjört
tilræði við allt sem getur talist góður og vandaður smekkur,
enda hafa fáir orðið fyrir öðru eins aðkasti gáfufólks og diskó-
flónin. En Páil Óskar er fyrir löngu búinn að uppgötva að það
er ekki nema hálf sagan; diskótíminn var nefnilega skemmti-
lega púkalegur, hann hafði sinn glaða og hæfilega hálfvita-
lega sjarma. Það hentar Páli Óskari prýðilega. Og í anda
diskósins leyfir hann sér að vera óforskammað ósmekklegur
á plötu sem er fyrst og fremst ansi fyndin, alls ekki gallalaus,
en fullkomlega ósnortin af allri yfirborðsfágun og merkikertis-
látum. Lögin eru mjög upp og ofan, sum meira að segja afar
vond, en Páll Óskar kemst upp með það af því hann hefur
giaðan, óbeislaðan og græskulausan húmor, fyrir sjálfum sér
- og diskóinu.
Todmobile
SPILLT
Spor
Þetta er ofboðslega vitmunalegt, svo framúrskarandi kunn-
áttusamlegt. Hér er fólk sem kann allt, getur allt, veit allt, að
minnsta kosti hérumbil, að leika sér af glæsilegu áreynslu- og
fyrirhafnarleysi. Allt sem þau kæra sig um að nota verður
þeim að góðum efniviði, Andreu, Eyþóri og Þorvaldi; hér er
stolið og stælt af mikilli íþrótt, - úr rokki, danstónlist,
sinfóníupoppi, og útkoman verður þessi margrétta máltíð
sem hefur gert Todmobile að stórhljómsveit þessa áratugar.
Ef ekki besta plata hljómsveitarinnar, þá sú næstbesta. Fínt
að enda á svona lokaspretti.
KK-Band
HOTELFÖROYAR
Bein leið/Japis
Máski er þessi plata svolítið eins og millispil, enda varla von
til þess að neinn geti skapað verk eins og Lucky One og
Beina leið hvert ár, ekki einu sinni KK. Hún er ekki eins heilleg
þessi plata, en samt eru þarna eiginleikar sem ollu því að KK
söng sig svo fyrirhafnarlítið inn í hjörtu þjóðarinnar; einhver
spontan tjáning, milliliðalaus, og þakksamlega snauð af
komplexum, tilgerð og fordild. Þannig er KK enn í eðli sínu
sami gamli götuspilarinn sem hann var áður en tímabil frægð-
arinnar rann upp. Meðan hann týnir því ekki er örugglega
þess virði að leggja við hlustir.
Nýdönsk
HUNANG
Skifan
Dálítið fastir liðir núorðið, það er fátt óvænt á þessari plötu;
þetta er sama íburðarmikla og svellandi hippapoppið með
þykkum hljómi sem hefur gert Nýdanska að einhverri mest
sjarmerandi poppsveit síðari ára. Og líkt og fyrr úir og grúir af
sniðugum smáatrióum, útflúri og krúsidúllum, sem eru þess
virði að maður sperri eyrun og bera vott um yfirlegu og ágætt
hugvit. En samt, piltarnir hafa gert þetta flest áður - og betur.
Mezzoforte
DAYBREAK
Spor
Mezzofortepiltarnir hafa ekki breyst hætishót; ef maöur hefur
smekk fyrir svona músík finnst manni platan góð, ef maður
hefur ekki smekk fyrir henni vill maður alls ekki heyra hana -
og hefur heldur enga ástæðu til þess. Þetta er sami poppaði
bræðingurinn og fyrrum, áferðarfallegur en harla gleðivana,
enda virðist hann helst falla í geð Þjóðverjum, Austurríkis-
mönnum og Svisslendingum, húmorsnauðustu þjóðum
Evrópu. Eins og alltaf er hljóðfæraleikurinn fullkomlega
snurðulaus, en yfir vötnum svífur þó óþarflegur skortur á
metnaði og áræði; í raun er það synd að þeir skuli enn halda
sig á þessu flatlendi bræðingsins en ekki sækja á brattann,
upp í háskalegri fjallgarða djassins.
Guðbergur Bergsson \
eftir að hann kom til Hemma og
leigubílstjórar klöppuðu fyrir honum.
Kannski hann fari bráðum að ná
metsölu?
Slavnesk fegurð'
sem var svo lengi bæld af kommum en
fær nú að blómstra
Að þykja allur matur góður
meira að segja blóðmör og svið, ef
þannig berundir
Kóraninn
Mál & menning gaf út Söngva Satans
og bætir nú ráð sitt með því að gefa út
höfuðrit múslima
Að taka jólin snemma
til dæmis með jólahlaðborðum og vera
góður við sjálfan sig og aðra í
desember
Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðisráðherra sem þjóðin hafði
skömm á er að verða að ástsælum
viðskiptaráðherra
Sylvester Stallone
ef hann kvikmyndar hér bætist hann í
góðan hóp íslandsvina
Jó/ag/ögg
ágætis tækifæri til að hitta annað fólk
og gleðjast, en auðvitað eru það bara
villiþjóðir sem drekka heitt vín
Hamagangur útgefenda
gegn bókaskatti, á endanum missir
þjóðin trúna á að hún hafi efni á að
Nýbúar
ekki fólkið, heldur orðið - er ekki
einhver leiðindatónn í því?
Jón Sigurðsson \
að endingu fékk hann bílinn, '
en hlátur þjóðarinnar fylgir
honum alla leið í bankann í íinnlandi
Skræpótt hálsbindi-'
þessi jól skulu þau vera með fíngerðu
mynstri, í hógværum litum
Hrafn Gunnlaugsson'
hann gerir ágæta bíómynd, en þjóðin
er búin að fá svo yfirdrifið nóg að það
flökrar ekki að neinum að fara að sjá
hana
Prófkjör'
og það sem sumt fólk er tilbúið að
gera til að ná kosningu í þeim
Aðgefaeiginkonunni^
hrærivél í jólagjöf
eða keðjur undir bílinn, á hún ekki
skilið að fá hring eða kjól?
/
\
Föt úr tweed-efnum
hlý, klæðileg, falleg og sterk
■ Norðmenn
við sjáum þá í nýju Ijósi eftir að þeir
komust í úrslitin á heimsmeistara-
mótinu í fótbolta
Popptón/eikar í virðulegum húsum
aldrei hefðu Hljómarfengið að spila í
Borgarleikhúsi, Þjóðleikhúsi eða Óperu
Ummæli Bjarkar I útlendum blöðum
það er bara skemmtilegra að hún skuli
færa svolítið i stílinn
Höfuðdjásn
kannski ekki kórónur, en eitthvað
smálegt sem fer vel I hári kvenna
Löngu og mjóu sígarettumar
sem stelpur reykja, þótt alvöru
reykingamönnum þyki þærferlega
asnalegar
Fjjúpur
það er orðið svo mikið vesen I
kringum þennan bliðlynda fugl
að það er eiginlega hætt að vera
gaman að éta hann
Prestar
sjálfsagt hafa þeirágætan málstað,
en er ekki allt talið um kaup og kjör
orðið full veraldlegt?
Michael Jackson
en af hverju eru allir svona
vondir við hann?
Stöð2
allt virtist Jeika í lyndi en svo kom
afruglararuglið og ruglaði alla i ríminu
Maðurinn
í afnotagjaldaauglýsingunni, sem
neitar að borga en flaðrar svo upp um
Hemma Gunn og, af öllu fólki,
leiklistarstjóra útvarpsins, verulega
ógeðfelld týpa
. Handboltinn
að minnsta kosti ber það ekki vott um
mikinn áhuga að spila fyrir tómum
húsum
/ Að kenna öðrum um ófarir sínar
til dæmis að skrifa leikrit og kenna
gagnrýnandanum um ef enginn vill sjá
það
, Vangaveltur um morðið á Kennedy
' og enn eitt dánarafmæli hans, djöfull
er maður orðinn leiður á þvi
Ólafur Ragnar Grímsson
allaballar höfðu ekki kjark til að fella
formanninn, en þeir settu hann út í
kuldann
132
EINTAK DESEMBER