Morgunblaðið - 15.02.2005, Page 13
REKSTUR Flugfélags Íslands gekk mjög vel í
fyrra en niðurstöðutölur munu ekki verða kynnt-
ar fyrr en samstæðuuppgjör Icelandair verður
lagt fram. Verður þetta því væntanlega þriðja ár-
ið í röð sem félagið er rekið með viðunandi hagn-
aði en innanlandsflug og taprekstur hafa löngum
haldist í hendur hér á landi.
Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flug-
félags Íslands, staðfestir að afkoman hafi verið
vel viðunandi í fyrra og að félagið hafi verið rekið
réttum megin við núllið.
Hann segir félagið hafa flutt um 320 þúsund
farþega í fyrra en það sé 14% aukning á milli ára
sem verði að teljast afar góður vöxtur. „Það sem
kom okkur kannski gleðilega á óvart var að
aukningin er ekki bara á Egilsstaði eins og við
héldum í fyrstu heldur er vöxtur á alla helstu
áfangastaði hjá okkur. Hann er á bilinu 8–25%
eftir því hvaða staðir eiga í hlut. Þannig að þetta
er jákvætt.“
Jón Karl segir rekstur innanlandsflugs á Ís-
landi hafa verið erfiðan, raunar eins lengi og
elstu menn muna en undanfarin þrjú ár hafi tek-
ist að reka félagið með viðunandi hagnaði; þannig
hafi hagnaður Flugfélags Íslands árið 2003 num-
ið um 240 milljónum króna eftir skatta.
Gerbylting með sölu á Netinu
Spurður um ástæður fyrir betri afkomu segir
Jón Karl eftirspurn hafa aukist en eins hafi
menn gert miklar breytingar á rekstrinum sjálf-
um. Ferðavenjur innanlands hafi verið að breyt-
ast mjög hratt og fólk fari oftar og veigri sér síð-
ur við að fara á milli staða. Þá hafi menn
algerlega skorið upp fargjaldareglur og dreifingu
á afurðunum félagsins. Félagið hafi verið hefð-
bundið flugfélag með farmiðasölu. „En við fórum
yfir í það að vera með þessa netsölu, sem hefur
gjörbylt hjá okkur rekstrinum og sparað veru-
lega fjármuni. Við seljum líka núna einnar leiðar
fargjöld og erum ekki lengur með neinar helg-
arreglur eða annað slíkt. Það hefur gjörbreytt
ímynd á því hvað það kostar að fljúga,“ segir Jón
Karl.
Hagnaður þriðja árið í röð
Morgunblaðið/Jim Smart
Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 14% milli áranna 2003 og 2004
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Canada's fastest growing franchise
is now expanding into Iceland.
See us at www.fibrenew.com
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● STOFNANDI easyJet, hinn at-
hafnasami Stelios Haji-Ioannou, hef-
ur í hyggju að hefja sölu á bifreiða-
tryggingum með aðstoð Netsins.
Stelios hefur gert samning við
svissneska tryggingafélagið Zürich
og ætlar ótrauður í samkeppni við
Tesco Personal Finance og Direct
Line, sem eru helstu lággjalda-
tryggingafélög Bretlands, en talið
er að tryggingamarkaðurinn þar í
landi velti 9 milljörðum punda, sem
samsvarar ríflega 1 billjón króna, ár-
lega.
„Viðskiptavinir okkar þurfa aðeins
að taka upp símann ef þeir vilja gera
kröfu á hendur okkar,“ er haft eftir
Stelios í Times.
Tryggingarnar verða seldar undir
vörumerkinu easyMoney sem
Stelios á og er í dag greiðslukorta-
fyrirtæki.
Tryggingar á Netinu
● STUART Ross verður framkvæmda-
stjóri Iceland-verslanakeðjunnar sem
nú er í eigu Baugs, Pálma Haralds-
sonar og fleiri fjárfesta. Þetta kemur
fram í frétt Telegraph.
Ross hefur verið innkaupastjóri
Tesco, eins helsta keppinautar Ice-
land og stærsta matvörusmásala
Bretlands, en hætti óvænt störfum í
síðasta mánuði. Í fréttinni segir að
ráðning hans sé mikil uppörvun fyrir
Malcolm Walker, en samkvæmt Tele-
graph verður Iceland stýrt af fjögurra
manna framkvæmdastjórn. Auk
Walker og Ross munu þeir Andrew
Pritchard, fyrrum fjármálastjóri Big
Food Group, og Tarsem Dhaliwal eiga
sæti í framkvæmdastjórninni.
Nýr framkvæmda-
stjóri hjá Iceland
● MEST hlutfallsleg aukning varð í
flugi til Íslands frá Kastrup-flugvelli
í Kaupmannahöfn á árinu 2004.
Aukningin var 23,8% milli áranna
2003 og 2004, en 76.790 fleiri
farþegar flugu þessa leið í fyrra en
árið áður. Frá þessu er greint á
norska vefmiðlinum boarding.no.
Þar kemur einnig fram að
64.600 fleiri farþegar flugu milli
Kastrup og Óslóar á árinu 2004 en
árið áður, sem er 3,1% aukning.
Aukningin var 2,8% milli Kastrup
og Stokkhólms, eða 50.525 fleiri
farþegar, og 2,2%, eða 14.485
fleiri farþegar, milli Kastrup og
Finnlands.
Mest aukning frá
Kastrup til Íslands
● VILJA skortir til þess að lækka og
afnema tolla, að sögn Peters Mand-
elson, framkvæmdastjóra milliríkja-
viðskipta hjá Evrópusambandinu.
Í viðtali við Times segir hann að
nauðsynlegt sé að hrista upp í Doha-
lotu viðræðna Heimsviðskipta-
stofnunarinnar um milliríkja-
viðskipti.
Að mati Mandelson er það skortur
á forystu, samræmingu og sam-
stöðu sem tefur viðræðurnar en þær
hafa strandað á minnkun viðskipta-
hindrana í þjónustugeiranum.
Heimsviðskiptastofnunin hefur fyr-
irskipað viðræðuaðilum að finna
sáttaleið í síðasta lagi í maí og segir
Mandelson að Evrópusambandið
muni hlíta því og setja fram nýtt til-
boð. „Ég vona að Bandaríkin geri það
sama en ýmsir aðrir aðilar hafa ekki
sett fram tilboð og tilboð enn ann-
arra eru ófullnægjandi,“ segir Mand-
elson.
Forystu skortir
JÓHANN G. Jóhanns-
son, sviðsstjóri áhættu-
stýringar hjá Íbúða-
lánasjóði, segir að staða
sjóðsins sé góð. Eigin-
fjárstaða sjóðsins sé
sterk og að ekkert sé til
í frétt í hálffimmfréttum
KB banka um rekstrar-
vanda sjóðsins.
Sjóðurinn hefur að
sögn Jóhanns upplýs-
ingaskyldu til Kauphall-
ar og áætlar að birta
ársuppgjör í næstu viku
þar sem fram koma staðreyndir um
rekstur sjóðsins á síðastliðnu ári.
Einnig vill Jóhann benda á að
sjóðurinn er eins og margar aðrar
fjármálastofnanir undir faglegu eft-
irliti Fjármálaeftirlitsins.
Hvað varðar lánshæfismat Stand-
ard & Poor’s á sjóðnum, þar sem
sjóðurinn var settur á athugunar-
lista, segir Jóhann:
„Ástæðan er möguleg stefnu-
breyting stjórnvalda varðandi
Íbúðalánasjóð en ekki rekstrarlegar
forsendur sjóðsins.“
Staða Íbúðalána-
sjóðs er sterk
Morgunblaðið/Ásdís HLUTHAFAR í Somerfield hefðu
ástæðu til þess að fagna ef gengið yrði
að skilyrtu yfirtökutilboði Baugs
Group í keðjuna upp á 190 pens á hlut
enda höfnuðu þeir tilboði upp á 103
pens á hlutinn fyrir minna en tveimur
árum.
Þetta kemur fram í frétt í dálknum
Breaking News í Evrópuútgáfu The
Wall Street Journal en sá dálkur nýt-
ur mikillar virðingar sem annar helsti
umsagnaraðili í dagblöðum sem gefin
eru út á ensku í Evrópu.
Í fréttinni er bent á að fyrir tilboð
Baugs Group, þegar gengið var 154
pens, hafi sérfræðingar talið að bréfin
í Somerfield væru ofmetin um 20%.
Þá segir að verslunarkeðjan sé ekki
sérstaklega áhugaverður kostur og að
rekstur úr sér genginna verslana
Somerfield sé mjög erfiður vegna
framsóknar stóru keðjanna eins og til
að mynda Tesco og Sainsbury.
Því velta dálkahöfundarnir upp
þeirri spurningu hvers vegna Baugur
Group sé reiðubúinn að greiða svo
hátt verð fyrir Somerfield eða 1,74
milljónir evra, jafngildi nálega 141
milljarðs íslenskra króna, þegar engir
aðrir fjárfestar virðast vera um hit-
una. Minnt er á að tilboð Baugs sé sjö
sinnum hærra en EBIDTA-hagnaður
(hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði) ársins og 13,3 sinnum
hærra en arður á hlut.
Dálkahöfundarnir segja að skýr-
ingin á miklum áhuga og háu tilboði
Baugs í Somerfield kunni að vera sú
að rekstur Big Food, sem Baugur
Group hafi keypt, sé í mesta ólestri og
eina leiðin til þess að snúa honum við
sé að sameina Big Food Somerfield.
Tilboðið í Somer-
field mjög hátt
,
,
7
18/
"
!!" !"#$%
& '' !(#"#$%
&$#) #*
+,*#
#-#'
+$
)#
. '
/&. '
/( $
0 . '
1 #
1
#
+
2 , #'%
3 4
#,
3# $$#+,*#
#.-
5$#
0
8
+' #' )$#
&"#
%),
# )#6-78#4 #9 : #).# #
0;<',8)$#
=>4
#,
3+
3*$#? 3$)$#
3($)()4# )#64-
@#6 )()
A$()
7#8)$## 93<.
#
9
#,,
$$#. ''
+'
B6, , #) #
0 ; @<'<#
#%: $
CDBE
3;)
!)'-!
#)
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
&#
6 #*
6## !)'-!
#)
9
9
9 9 9 9 9 9 9 9 9
9
9 9
9
9
9
9
9
9
9 9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
F9GH
F9GH
F9
GH
F9GH
F9 GH
F9GH
F9
GH
F9GH
F9GH
9
F9GH
FGH
F9GH
9
9
FGH
9
9
9
9
9
F9GH
9
9
FGH
9
9
9
9
9
9
9
#!)'%
@.);'
/ $%3
-
-
- - -
-
- - - -
- - - - 9
-
9
- 9
9
- 9
-
9
9
9
9
9
9
9
9
A)'%;IJ-'#-
@-K4$ $ # +,(
!)'%
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
@-9L! $*# 4 ($4$ ,*#-@-9
3'6 )
, # 6#('$.)4
$# -
= M
3NO
G
G
+@3B
PQ
G
G
DD 21Q
G
G
/+Q
=''
G
G
CDBQ PR:
G
G