Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 15
ERLENT
FERÐAÞJÓNUSTAN -
ATVINNUGREIN
FRAMTÍÐARINNAR
Virði ferðaþjónustunnar - fjárfestingarkostir í framtíðinni.
Samtök ferðaþjónustunnar,
Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, sími 511 8000
www.saf.is
Dagskrá:
Samtök ferðaþjónustunnar halda málþing um virði
ferðaþjónustunnar og fjárfestingar fimmtudaginn
17. febrúar 2005 frá kl 9 til 12 á Hótel Nordica,
ráðstefnusölum á 2. hæð.
Ávarp
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
Að slá máli á ferðaþjónustuna
Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri.
Áhættufjármagn í ferðaþjónustu - hver vill vera með?
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður
greiningardeildar Landsbanka Íslands.
Pallborðsumræður með fyrirlesurum og fulltrúum fyrirtækja
Stjórnandi: Jón Karl Ólafsson formaður SAF.
Þátttakendur auk fyrirlesara:
Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu.
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.
Allir velkomnir
Vinsamlega tilkynnið þátttöku
í síma 511 8000 eða með tölvupósti á info@saf.is
ÚRSLIT kosninganna í Írak stað-
festa þau vatnaskil sem nú eru að
verða í landinu en ljóst er að sjía-
múslímar taka við stjórnartaumun-
um eftir að hafa um áratuga skeið
lotið stjórn minnihlutans, súnní-
múslíma. Skipan væntanlegrar rík-
isstjórnar verður hins vegar allt önn-
ur en bandarískir ráðamenn höfðu
stefnt að, við völdunum taka sjítar
sem munu að einhverju leyti vilja
móta stefnu sína á grundvelli ísl-
amskra gilda og sem góð tengsl hafa
við stjórnvöld í nágrannaríkinu Íran.
Ýmsir helstu bandamenn Banda-
ríkjanna í Írak hlutu ekki brautar-
gengi í kosningunum sem haldnar
voru í janúar, en úrslitin voru til-
kynnt nú á sunnudag. Helst ber þar
að nefna framboðslista Iyads Allawi,
forsætisráðherra bráðabirgðastjórn-
arinnar þeirrar sem farið hefur með
formleg völd í Írak frá því í júní á
síðasta ári, en Allawi fékk aðeins
13,8% atkvæðanna og 40 þingsæti.
Vonir stóðu til þess að Allawi fengi
nógu mikið fylgi til að geta verið for-
sætisráðherra áfram en ólíklegt er
nú að það gerist.
Þá fékk framboðslisti annars
Íraka sem hafður hefur verið í há-
vegum í Washington, súnnítans
Adnans Pachachi, aðeins 17.000 at-
kvæði í kosningunum og náði engum
manni á þing. Framboðslisti bráða-
birgðaforseta landsins, súnnítans
Ghazi al-Yawar, fékk minna en 2%
atkvæða og aðeins fimm þingsæti.
Stóru sigurvegararnir í kosning-
unum voru – eins og fyrirfram hafði
verið spáð – kosningabandalag
helstu flokka sjíta. Fékk bandalagið
48,1% atkvæða og 140 þingmenn
kjörna, eða meira en meirihluta. Það
dugir þó ekki til þess að bandalagið
geti stjórnað landinu eitt og sér, til
þess þarf tvo þriðju þingsæta og því
er líklegt að bandalagið leiti eftir
samstarfi við Kúrda, sem fengu
næstmest fylgi í kosningunum, eða
um 26%.
Kúrdar eru súnní-múslímar, ekki
sjítar, og öllu veraldarlegri í þanka-
gangi sínum heldur en ráðandi öfl á
sjíta-listanum svonefnda, sem naut
blessunar Ali al-Sistanis erkiklerks,
helsta trúarleiðtoga sjíta í Írak. En
þegar haft er í huga að bæði sjíta-
listinn og Jalal Talabani, annar for-
ystumanna Kúrda, hafa átt ágætt
samstarf við ráðamenn í Teheran
þykir ýmsum fréttaskýrendum sýnt
að úrslitin hljóti að teljast nokkuð
ankannaleg fyrir Bandaríkjastjórn,
sem án efa hefði viljað sjá við völd í
Írak veraldlega stjórn, vinveitta
Bandaríkjunum, sem virkað hefði
getað sem mótvægi við klerkastjórn-
ina í Íran í þessum heimshluta.
2% kjörsókn í Anbar-héraði
Hverju sem þessu líður þá fagnaði
George W. Bush Bandaríkjaforseti
úrslitunum í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér og hrósaði Írökum fyrir
að stíga skref í lýðræðisátt.
Fram hefur komið að kjörsókn var
tæplega 60% sem þykir mjög gott
miðað við þær aðstæður sem ríkt
hafa í Írak. Margir hafa hins vegar
lýst áhyggjum sínum vegna þeirrar
staðreyndar að súnnítar sátu mest-
anpartinn heima á kjördag; eftir því
var tekið að aðeins 2% atkvæða-
bærra manna í Anbar-héraði – en
þar eru borgirnar Ramadi og Fall-
ujah m.a., þar sem skæruliðar hafa
farið mikinn undanfarna mánuði –
mættu á kjörstað.
Íraska dagblaðið Al-Mashriq lýsti
m.a. þeim ótta sínum að klofningur
írösku þjóðarinnar magnaðist við úr-
slit kosninganna. Adel Abdel Mahdi,
fjármálaráðherra í bráðabirgða-
stjórn Allawis og forystumaður hjá
sjíta-listanum sigursæla, lagði hins
vegar áherslu á það að vinna þyrfti
súnníta til liðs við það verkefni – sem
nú bíður íraska þjóðþingsins – að
skrifa nýja stjórnarskrá fyrir Írak.
„Írak blæðir og á þessum tíma-
punkti þörfnumst við þess að allir
vinni að samstöðu og sáttum,“ sagði
Mahdi sem talinn er líklegur til að
verða forsætisráðherra í nýrri
stjórn.
Ekki staða sem
Bandaríkjastjórn
hefði kosið
Bagdad. AFP, AP, The Washington Post.
MIKIL spenna var í Kosovo í gær
í tengslum við heimsókn Borís
Tadic, forseta Serbíu, sem er
fyrsta heimsókn æðsta embættis-
manns í Serbíu til héraðsins frá
lokum stríðsins 1999. Köstuðu alb-
anskir íbúar héraðsins grjóti, eggj-
um og snjóboltum að bílalest for-
setans er hún fór um héraðið í gær
og fyrradag.
Nokkur albönsku blaðanna birtu
myndir af Tadic í gær þar sem
hann sást halda á serbneska fán-
anum á fyrra degi heimsóknar
sinnar til Kosovo, en hún hófst á
sunnudag. Vöktu þau ummæli
hans jafnframt reiði Kosovo-Alb-
ana að stjórnvöld í Serbíu myndu
aldrei una því að Kosovo fengi
sjálfstæði. Serbar vilji að Kosovo
verði áfram hérað í Serbíu en Alb-
anar, sem eru um 90% íbúa í Kos-
ovo, vilja sjálfstæði.
Á myndinni sést Tadic ásamt
blaðamönnum og íbúum í bænum
Orahovac í gær en hann sagði m.a.
að aðstæður serbneska minnihlut-
ans þar væru „þær verstu sem
nokkurt þjóðarbrot í Evrópu þyrfti
að upplifa“. Aðeins um 500 Serbar
búa í Orahovac en þeir voru um
4.000 fyrir aðeins ári; nítján dóu í
óeirðum í mars í fyrra er tengdust
þjóðernisdeilum Albana og Serba
og flýðu margir Serbar Kosovo
eftir það.
Umdeild heimsókn Tadic,
forseta Serbíu, í Kosovo
AP
Tadic, forseti Serbíu, á fundi með íbúum bæjarins Orahovac í Kosovo.
DAGUR elskenda í
kaþólskum sið, Valent-
ínusardagur, var hald-
inn hátíðlegur í gær og
þá urðu margir og
margar til að gleðja
ástina sína. Á bílasýn-
ingunni í Chicago var
efnt til samkeppni og
átta mönnum sagt að
kyssa þennan Dodge
Dakota 2005 og skyldi
sá hreppa hann, sem
héldi það lengst út. Í
gær var það eitt vitað,
að sá, sem er fremst til
hægri á myndinni,
gafst upp eftir 35 mín-
útur. Hinir stóðu sig
betur og eru kannski
enn að enda til nokkurs
að vinna. Reuters
Kossinn
langi
RÚMLEGA 50 manns voru
fluttir á sjúkrahús í gær eftir að
tvær farþegalestar rákust á í
Lyngby, einu úthverfi Kaup-
mannahafnar. Voru tveir taldir
nokkuð slasaðir, þar af annar
lestarstjórinn, en ekki þó alvar-
lega.
Áreksturinn varð klukkan
tólf á hádegi að staðartíma þeg-
ar lest á leið til Kaupmanna-
hafnar ók á aðra, sem var kyrr-
stæð í Lyngby.
Falck-björgunarsveitirnar
sendu strax á vettvang allt það
lið, sem tiltækt var þá stundina,
en síðustu dagar hafa verið ein-
hverjir þeir annasömustu í
sögu þeirra. Er ástæðan
óvenjulegt fannfergi eftir því
sem Danir eiga að venjast.
Komu 29 sjúkrabílar á slysstað-
inn og fluttu þeir 51 mann á
sjúkrahús.
Ekki var vitað í gær hvað
hafði farið úrskeiðis en þá var
ekki búið að yfirheyra lestar-
stjórana. Áreksturinn olli veru-
legum truflunum á lestarsam-
göngum í og við Kaup-
mannahöfn í gær og ekki
óalgengt, að fólk yrði að hafast
við í kyrrstæðum lestum í allt
að tvær klukkustundir.
Lestarslys
í Dan-
mörku
Kaupmannahöfn. AP, AFP.