Morgunblaðið - 15.02.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.02.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Reyðarfjörður | Matsalurinn í starfs- mannabúðunum Fjardaal Team Village (FTV) gengur nú undir nafninu Golden Duck, eða gullna öndin. Bill Staples, öryggisstjóri Bechtel, segir að Ástrali nokkur sem starfar hjá fyrirtækinu hafi verið að bauka við að læra íslensku og reynt mikið að segja „góðan dag“ á því ástkæra ylhýra; það kom hins veg- ar út eins og „goldan dueak“ úr munni hans og þótti þá tilvalið að nefna mötuneytið í höf- uðið á þessari íslenskutilraun. Helmingur matsalarins, sem taka mun 800 manns í sæti, verður opnaður á föstudaginn kemur, en seinni helmingurinn tekinn í notkun í júní nk. Áttahundruð öryggisbomsur Það má spyrja hvernig í ósköpunum menn geti fundið skóna sína í anddyri mötuneyt- isins, innan um hundruð para sem öll eru eins. Bill Staples segir það merkilega lítið mál, því menn séu ótrúlega glúrnir. „Fimm mínútum eftir að einhver hefur óvart farið í vitlausa skó er hann kominn til baka að leita að þeim réttu,“ segir Staples. „Einn morg- uninn þegar ég kom út úr svefnskálanum voru skórnir mínir horfnir. Ég þurfti að haska mér í morgunmat og stakk mér því í skó einhvers annars. Fer í mötuneytið og úr skónum og fæ mér að borða. Þegar ég kem aftur fram eru mínir skór komnir í fordyrið og hinir horfnir. Þetta er satt að segja maka- laust. Ef bomsuhopp yrði tekið inn sem keppnisgrein á Ólympíuleikunum myndi ég verða breskur meistari í greininni. Ég get nokkuð auðveldlega hoppað yfir um það bil 800 pör af öryggisbomsum í einu.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gullna öndin Helft mötuneytis starfsmannaþorps vegna byggingar álvers verður tekin í notk- un 18. febrúar. Kaupfélag Héraðsbúa selur alla matvöru til mötuneytisins. 800 skópör á gullnu öndinni Bill Staples

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.