Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐANEldaskálinnBrautarholti 3
105 Reykjavík
Sími: 562 1420
www.invita.com
Verið velkomin á fyrirlestur um „Hæfniskröfur til
skotveiðimanna - Framtíðarsýn“ hjá Umhverfisstofn-
un í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, frá kl. 15-16
Aðgangur ókeypis.
Fyrirlesari: Einar Guðmann, sérfræðingur á Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar.
Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.
Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is
Upplýsingar á heimasíðu
Umhverfisstofnunar
www.ust.is
ÉG LES í blöðunum að ég hljóti
að vera reiður. Útí olíufélögin fyr-
ir að láta mig borga of mikið. Útí
kennara fyrir að taka barnabörnin
mín í gíslingu. Útí ríkið fyrir að
hýða þá ekki. Útí sveitarfélögin
fyrir að borga þeim ekki meira.
Útí þjóðfélagið fyrir að borga Páli
og Sigrúnu ekki mannsæmandi
laun og bætur.
Svo merkilegt sem
það er þá er ég fyrir
mína parta ekkert
sérlega reiður. Lík-
lega er ég bara svona
vitlaus. Ég kaupi mitt
benzín á sama stað og
tryggi hjá sama
tryggingafélagi. Ég
held ekki að neitt
hjálpræði hafi komið
til mín frá þessari
Samkeppnisstofnun,
sem hét nú Verðlags-
eftirlit ríkisins á tím-
um óðaverðbólgunnar. Lítil áhrif
hafði sú stofnun á verðlagið eins
og þjóðlífið nú. Nú ná allir í aur-
ana mína með einhverri afburða
þjónustulund, sem allar einok-
unarstofnanir þjóðfélagsins eiga í
svo ríkum mæli. Ég og mínir líkar
megum hinvegar bara ekki vera
að því að spekúlera í smáatriðum
þegar Orkuveitan, benzínið eða
bankarnir hækka.
Bankarnir segjast vera sér-
stakir vinir þínir. Þeir sýna sig
vera að greiða þér á auglýs-
ingaskiltunum þegar hagnaðartöl-
urnar gefa frekar til kynna að þeir
séu að rýja þig. Þeir vilja allir
ginna þig í lánaforaðsdíkið hjá sér,
þaðan sem þú átt aldrei aft-
urkvæmt. Þeir gera svo áhlaup á
gengi krónunnar fyrir opnum
tjöldum. Iðnaðarútvegurinn syng-
ur þá hósíanna en auðvitað borgar
bara þú gengisfallið með lakari
lífskjörum og verðbólgu. Þeir al-
þjóðlegu innleysa froðugeng-
ishagnað og hækka þannig hluta-
bréfakauprétt forstjóranna. Það er
óþarfi að tala um verðsamráð þeg-
ar samruni, samstarf
eða útrás er í boði.
Þarf ekki fjár-
málaráðherra að
einkavæða skattstof-
urnar í símastíl til að
ná meiri árangri í
skattsvikamálunum?
Þessi Samkeppn-
isstofnun okkar gerði
mest lítið þegar Hag-
kaup keypti Bónus og
svo 10-11. Baugs-
keðjan stjórnar nú
öllu matarverði í land-
inu með vélvæddri
einkalögreglu sinni, sem beitir
handrukkarakenndum aðferðum í
markaðsstýringu sinni. Þeir gera
svo út blað, sjónvarp, síma og út-
varp til að minna okkur á það á
hverjum degi hvað þeir séu góðir
við okkur. Og meðfram geta þeir
auðvitað mótað þær skoðanir að
Ingibjörg sé betri en Össur og
Davíð og Halldór sýnu verstir ver-
öld í. Á Flórída kostar flest helm-
ingi minna í WalMart en hjá
Baugi. Af hverju?
Margir telja ekki ólíklegt að
MorgunFréttablaðið muni sjá
dagsins ljós innan tíðar. Hvað
ætla stjórnmálamenn og almennir
blekbullarar eins og ég að gera
þá? Kannske eigum við þá heldur
ekki nein mál eftir til að berjast
fyrir, hvað þá klappa fyrir á
landsfundum
Baugur sannaði mátt sinn glæsi-
lega á síðastliðnu sumri, þegar
hann beygði Alþingi og ríkisstjórn
landsins. Hann keypti sér gern-
ingaveður Arnþrúðar á Útvarpi
Sögu gegn Davíð og fjölmiðla-
frumvarpinu. Stöð2 og forseta átti
hann vís. Þar kynntust menn rit-
stjórnarlegu fjölmiðlafrelsi í prax-
is. Baugur virðist ráða því sem
hann ráða vill, með 300 milljónir
handbærar ef með þarf.
Nú ætla þeir viðskiptavitringar,
sem ég kaus síðast á Alþingi, að
selja Símann minn á svona 10 ára
rekstrargróða hans. Þeir virðast
ekki geta fundið nægilega rekstr-
arglögga menn í gæðingahóp sín-
um til að reka hann fyrir sig. Þeir
virðast treysta Baugi betur til að
græða á fjarskiptum.
Nú hefur tæknin allt í einu ger-
breyst. Gamli koparinn getur flutt
allt gagnamagn sem þarf að flytja.
Það þarf engan ljósleiðara, ekki
einu sinni ókeypis eins og Alfreð
býður Seltirningum í hvert hús.
Og Síminn minn á allan þennan
fundna koparfjársjóð. Af hverju er
hann betur kominn hjá Baugi Og-
Vodafone en mér og þér?
Seltirningar eiga eina af þeim
fáu sjálfstæðu hitaveitum, sem
enn eru ekki undir risarækjuhatti
Orkuveitunnar. Það er skiljanlega
svekkjandi fyrir Alfreð og OR að
þeir á Nesinu skuli selja tonnið
helmingi lægra en þeir, hvað sem
kuldaskeiðum eða hitabylgjum líð-
ur. Og græða á því. Ætli með-
altonnið lækki í Kópavogi ef Al-
freð kaupir á Nesinu?
Hver er annars munurinn á
samráði og samruna fyrirtækja?
Fréttablaðið fagnar skiljanlega í
hvert sinn er Baugur leggur undir
sig nýtt fyrirtæki. Samruna fylgir
ekki aukin samkeppni. Eftir sam-
runa fyrirtækja fer hið meinta
samsæri gegn almenningi löglega
fram þangað til markaðurinn jafn-
ar metin. En þetta á ekki uppá
pallborðið hjá Samkeppnisstofnun
eða hinum opinberu hugmynda-
fræðingum frjálshyggjunnar. Þeim
virðist þóknanlegt að til séu traust
og góð samrunnin fyrirtæki. Eitt
verzlunarfyrirtæki virðist því geta
verið þeirra vegna svo vel rekið í
þjóðarþágu að ekki sé þörf á öðru.
Allt er því best komið í einka-
eign samkvæmt bókvísi hug-
myndafræðinnar. Fyrst fiskurinn í
sjónum, svo ríkisbankarnir, svo
Síminn og jafnvel andrúmsloftið
næst. En Landhelgisgæsluna,
Samkeppnistofnunina og ráðu-
neytisverzlunarfulltrúana megum
við, ég og þú , borga án þess að
vera beinir notendur þjónust-
unnar.
Eitt blað, einn vilja, eitt ríki!
Hæstbjóðandi tekur allt.
Skyldi Baugur ekki geta einka-
vætt Alþingi með tímanum?
Einkavætt Alþingi?
Halldór Jónsson fjallar
um þjóðfélagsmál ’Eftir samruna fyrir-tækja fer hið meinta
samsæri gegn almenn-
ingi löglega fram þang-
að til markaðurinn jafn-
ar metin.‘
Halldór Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
HVAÐ er það sem haldið hefur
lífinu í íslensku þjóðinni um aldir?
Sauðkindin segir eflaust einhver.
Hann hefur nokkuð til síns máls en
í mínum huga er það sjórinn og það
sem í honum lifir sem
hefur verið okkar lífs-
björg. Vissulega hefur
hann tekið sinn toll en
hann hefur líka gefið
mikið á móti.
Gull úr greipum
Ægis hefur gert okkur
að bjargálna þjóð. Um
það verður ekki deilt.
Menn geta hins veg-
ar endalaust rifist um
hvort við höfum nýtt
þessa auðlind rétt.
Af hverju eru firðir
landsins ekki lengur
fullir af fiski, af hverju er ekki leng-
ur vaðandi síld fyrir Norðurlandi á
hverju sumri og svona mætti áfram
telja. Þetta geta menn jagast um í
það endalausa, án þess að nokkur
geti sannað að hann hafi rétt fyrir
sér. Það liggja nefnilega litlar rann-
sóknir fyrir um þróun fiskistofna á
Íslandsmiðum í byrjun síðustu ald-
ar.
Sem betur fer vöknuðu lands-
menn upp við vondan draum, þegar
þeir sáu í hendi sér að stórtæk
fiskiskip útlendinga voru að þurrka
upp fengsæl mið. Þá var sett land-
helgi, sem tók ár og áratugi að
berjast fyrir að væri virt. Það tókst
að lokum og við bárum síðan gæfu
til að koma stjórn á eigin veiðar.
Fyrir vikið eru Íslendingar í far-
arbroddi í heiminum hvað varðar
hóflega nýtingu á auðlindum sjáv-
arins. Menn geta deilt um aflamark
hverju sinni, en ég held að það sé
hafið yfir dægurþras, að á þessu
verður að vera stjórn.
En það láta ekki allir
að þeirri stjórn, því
miður.
Það tók forfeður
okkar ekki langan
tíma, að átta sig á því,
að lífskeðjan er aldrei
sterkari en veikasti
hlekkurinn. Ein teg-
und lifir af annarri,
þannig að ofveiði á
einni tegund gat kost-
að hrun hjá annarri
tegund. Og menn sáu
það í hendi sér að þótt
vargurinn væri ekki eftirsóttur í
matarkistuna, þá varð að halda hon-
um í skefjum. Annars át hann allt
það sem forfeður okkar sóttust eft-
ir.
Fyrir hverja?
Ég rifja þessar staðreyndir upp
vegna þess að mér finnst fólk
gleyma þessu í annríki dagsins, eða
kastar þessu fyrir róða vegna áróð-
urs og áreitis frá þeim sem halda að
við getum lifað á lofti og draumsýn.
Ég geri út skip, sem ekki er talið
stórt á nútímamælikvarða, en það
hefur reynst mér og mínum mann-
skap farsælt. Ég get ekki haldið því
til veiða nema hluta úr árinu. Vegna
hvers? Vegna þess að veiðiheimildir
eru takmarkaðar. Ég sætti mig við
þau rök sem þar liggja að baki, en
ég sætti mig ekki við þá staðreynd
að á sama tíma eru hvalveiðar
bannaðar. Fyrir vikið stækkar
hvalastofninn og stækkar stjórn-
laust.
Hvalirnir éta fiskinn sem við vild-
um gjarnan veiða og veldur okkur
þar að auki miklu tjóni við veið-
arnar. Mitt skip hefur verið að veið-
um síðan viku af janúar. Á þeim
tíma hafa hvalavöður valdið millj-
óna tjóni á okkar veiðarfærum. Með
það í huga veit ég að tjónið skiptir
tugum ef ekki hundruðum milljóna
yfir flotann allan. Þetta gengur ekki
lengur.
Fyrir nokkrum áratugum voru
hvalveiðar ábatasöm atvinnugrein á
Íslandi. Ef við förum aftur til fyrstu
áratuga síðustu aldar þá voru veið-
arnar og vinnslan stóriðja þess
tíma. Hvorki meira né minna. Síðan
var þessu hætt vegna þess að
stjórnvöld voru beygð til hlýðni af
verndunarsamtökum, sem skilja
ekki gang lífsins. Það mátti ekki
veiða sel, hvað þá að ganga í sel-
skinnsflíkum. Það má ekki veiða
hval og nú hefur verið orðað að
friða þroskinn. Á meðan sveltur
stór hluti mankynsins heilu hungri.
Á hverju þrífst það fólk sem lætur
svona? Lifir það á loftinu einu sam-
an? Á hverju lifðu forfeður þeirra?
Hvað veitti þeim skjól og yl?
Hræðslan ein
Ég veit að þessi svonefndu nátt-
úruverndarsamtök eru öflug. Þetta
eru ekki áhugamenn, þetta eru at-
vinnumenn sem svífast einskis og
virðast hafa nóg af peningum. Þeir
sögðust sjá til þess að enginn legði
sér íslenskar afurðir til munns ef
við hættum ekki hvalveiðum.
Stjórnvöld létu að vilja þeirra í
hræðslukasti. Loksins var ákveðið
að hefja vísindalegar veiðar á
hrefnu. Þá kom í ljós að þessi sam-
tök höfðu eignast öfluga talsmenn
hér innanlands. Þar fóru fyrir
ferðaþjónustupáfar, sem töldu
hvalaskoðunina, öfluga atvinnu-
grein, hrynja vegna þessara veiða. Í
þeirri umræðu kom reyndar fram
að þessi grein á varla bót fyrir bor-
una á sér. En vonandi vænkast hag-
ur strympu, því reynslan hefur sýnt
að ekki minnkaði ásókn í hvala-
skoðun þrátt fyrir veiðarnar.
Það er öllum ljóst sem til þekkja
að hvalastofnar hafa vaxið gífurlega
á undanförnum árum, svo mjög að
þeir éta margfalt það magn af fiski
sem íslenski flotinn dregur úr sjó.
Fari svo fram sem horfir verða
kvótar og önnur stjórnun fiskveiða
gersamlega tilgangslaus. Við eigum
að hefja hvalveiðar strax. Annars
éta hvalirnir okkur út á gaddinn.
Hvalirnir éta okkur út á gaddinn
Sverrir Leósson
skrifar um hvalveiðar ’Fari svo fram semhorfir verða kvótar og
önnur stjórnun fisk-
veiða gersamlega til-
gangslaus.‘
Sverrir Leósson
Höfundur er útgerðarmaður.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111