Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 26

Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SKÝRSLU Verslunarráðs Ís- lands sem kom út á Viðskiptaþingi í vikunni er bent á hve mikil útrás ís- lenskra fyrirtækja er orðin. Eru þar tekin dæmi af íslenskum fjármála- fyrirtækjum sem hafa fjárfest mikið erlendis að undanförnu og hafa nú umtalsverðan hluta tekna sinna frá Danmörku og Bretlandi. Hið sama gildir um önnur fyrirtæki sem skipta miklu fyrir íslenskt hagkerfi, svo sem stoðtækjafyrirtækið Össur. En þótt tekjur þessara fyrirtækja komi í auknum mæli frá nágranna- ríkjum okkar kjósa stjórnendur þeirra að hafa þau skráð hér á landi. Það skattaumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa skapað á síðustu ár- um skiptir þarna miklu um. Á rúm- um áratug hafa skattar á fyrirtæki lækkað úr 51% í 18% og nýlega voru samþykkt lög frá Alþingi sem fela í sér að eignaskattur á fyrirtæki verði afnuminn. Þessar breytingar á skattalög- gjöfinni eru tvímælalaust til þess fallnar að bæta umhverfi þeirra fyr- irtækja sem þegar starfa á Íslandi og gerir Ísland að álitlegum vett- vangi fyrir erlenda fjárfesta. En bet- ur má ef duga skal. Samkvæmt fyrr- greindri skýrslu Verslunarráðs eru önnur ríki, jafnvel fyrrverandi aust- antjaldsríki, farin að átta sig á því að lækk- un skatta á atvinnu- lífið er frumforsenda hagvaxtar í sérhverju ríki. Skattprósentan í Ungverjalandi, er til að mynda 16%, Lett- landi og Litháen 15% og Póllandi og Slóvak- íu 19%. Þessi ríki munu verða helstu samkeppnislönd okkar eftir 5-10 ár og sum þeirra eru nú þegar orðin það. Því er nauðsynlegt fyrir íslenskt viðskiptalíf að stjórnvöld tryggi að við séum í fremstu röð þeirra ríkja sem bjóða upp á hagstæðustu starfs- skilyrðin fyrir atvinnulífið. Þetta skiptir ekki aðeins viðskiptalífið máli, heldur alla íbúa þessa lands. Á þessu veltur hvort hér á landi verða í boði hálauna- eða láglaunastörf, hvort hér verður áframhaldandi hagvöxtur og hvort hér á landi verði áfram til fjármunir fyrir sterku ör- yggisneti fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Betur má ef duga skal – 15% landið Ísland Jón Hákon Halldórsson og María Sigrún Hilmarsdóttir fjalla um starfsumhverfi fyrirtækja ’Því er nauðsynlegt fyr-ir íslenskt viðskiptalíf að stjórnvöld tryggi að við séum í fremstu röð þeirra ríkja sem bjóða upp á hagstæðustu starfsskilyrðin fyrir at- vinnulífið.‘ María Sigrún Hilmarsdóttir Höfundar eru ungir sjálfstæðismenn. Jón Hákon Halldórsson Hvað er spilafíkn? Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í peningaspilum sem hefur alvar- legar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði eða streita eru al- gengir fylgifiskar spilafíknar og spilafíklar misnota oft áfengi eða önnur vímuefni. Spilafíkill er iðu- lega upptekinn af þrálátum þönk- um um peningaspil og hugsar um leiðir til þess að spila áfram, gjarnan í þeim tilgangi að end- urheimta glatað fé. Þetta eykur aðeins fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætist oft gjaldþrot. Skaðlegar afleiðingar spilafíknar eru vel þekktar og bitna ekki aðeins á fíklinum sjálf- um heldur líka á fjölskyldu hans og samfélaginu öllu. Mikil umræða hefur átt sér stað í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár um alvarleika og algengi spila- fíknar í íslensku samfélagi. Það hefur háð þeirri umræðu að hér hefur skort áreiðanlegar upplýs- ingar um stöðu mála en án slíkra upplýsinga verður ekki lagt raun- hæft mat á þörf fyrir forvarnir og meðferð sem dregið gætu úr út- breiðslu og afleiðingum spilafíknar. Rannsóknir á spilafíkn Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að víðast hvar hefur framboð peningaspila og aðgengi að þeim aukist til muna síðastliðinn ald- arfjórðung. Flestir sem spila pen- ingaspil gera það án vandkvæða en lítill hluti á við verulegan vanda að stríða vegna þátttöku sinnar. Nið- urstöður nýlegra rannsókna í Bandaríkjunum og Kanada sýna að um 1–2% fullorðinna eiga við spila- fíkn að stríða og um 2,5% til við- bótar eru í nokkrum vanda vegna spilamennsku sinnar. Þær til- tölulega fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á spilafíkn fullorðinna Evrópumanna benda til algengis sem er áþekkt eða ívið minna en í Norður-Ameríku. Síðastliðinn áratug hefur athygli fræðimanna einnig beinst að þátt- töku barna og unglinga í pen- ingaspilum. Niðurstöður fjölda rannsókna sýna að því miður hefur þátttaka unglinga í peningaspilum aukist með aukinni þátttöku full- orðinna og það sem verra er: Spilafíkn er algengari meðal ung- linga en fullorðinna. Í Norður- Ameríku eiga um 4,4% til 7,4% unglinga við alvarlegan spilavanda að stríða og svipuðu máli gegnir um breska unglinga. Niðurstöður rannsókna frá Spáni og Noregi leiða í ljós heldur minni vanda eða á bilinu 1,6% til 2,2%. Undanfarin tvö ár hafa undirrit- aðir, ásamt samstarfsfólki, unnið að allumfangsmiklum rannsóknum á algengi spilafíknar meðal ung- linga og fullorðinna á Íslandi. Nú þegar liggja fyrir niðurstöður tveggja rannsókna á íslenskum unglingum. Sú fyrri náði til 750 sextán til átján ára unglinga í framhaldsskólum en sú síðari til ríflega 3.500 þrettán til fimmtán ára nemenda í grunnskólum í Reykjavík. Meginniðurstöður þess- ara rannsókna voru að á milli 70 og 80% unglinganna kváðust spila peningaspil í einhverjum mæli en 2% til 2,8% áttu við alvarlegan spilavanda að stríða. Drengir eiga miklu oftar í spilavanda en stúlkur og frekari greining niðurstaðna benti til að áfengis- og vímu- efnaneysla og einkenni um at- hyglisbrest með ofvirkni væru al- gengari meðal unglinga í spilavanda en annarra hópa. Það er því ljóst að spilafíkn er alvar- legur vandi meðal lít- ils hluta íslenskra unglinga og mik- ilvægt að hefja mark- visst forvarnar- og meðferðarstarf til að draga úr spilafíkn unglinga. Þessum rannsóknum hafa ver- ið gerð skil á inn- lendum ráðstefnum og í fræðiritum og hægt er að hafa sam- band við undirritaða til að fá frekari upp- lýsingar. Ný rannsókn á algengi spilafíknar meðal full- orðinna Íslendinga Nú stendur fyrir dyrum um- fangsmikil faraldsfræðileg könnun á algengi og alvarleika spilafíknar meðal fullorðinna á Íslandi. Meg- inmarkmið hennar er að afla áreið- anlegra upplýsinga um þátttöku fullorðinna Íslendinga í pen- ingaspilum og leggja mat á algengi spilafíknar og afleiðingar hennar í íslensku samfélagi. Á næstu vikum hringja spyrlar á vegum Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands í tilviljunarúrtak 5.000 Ís- lendinga á aldrinum 18 til 70 ára og biðja þá að taka þátt í þessari könnun. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og nöfn þeirra sem taka þátt munu aldrei koma fram, hvorki á svarblaði né í úr- vinnslu. Tilkynnt hefur verið um könnunina til Persónuverndar og hún er styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóði Rannís og Happdrætti Háskóla Ís- lands. Almenn þátttaka þeirra sem hringt er í er skilyrði þess að unnt verði leggja mat á algengi og al- varleika spilafíknar í íslensku sam- félagi. Það er því von okkar að all- ir sem fá hringingu á næstu vikum frá spyrlum Félagsvísindastofn- unar sjái sér fært að taka þátt hvort sem þeir taka þátt í pen- ingaspilum eða ekki. Traustar nið- urstöður munu bregða ljósi á þann vanda sem spilafíkn er hérlendis og renna stoðum undir raunhæfar aðgerðir til þess að eiga við þann vanda. Spilafíkn á Íslandi Daníel Þór Ólason og Sigurður J. Grétarsson fjalla um spila- fíkn og rannsókn á henni meðal Íslendinga ’Nú stendur fyrir dyr-um umfangsmikil far- aldsfræðileg könnun á algengi og alvarleika spilafíknar meðal full- orðinna á Íslandi.‘ Sigurður Júlíus Grétarsson Daníel Þór er aðjúnkt í sálfræði í Háskóla Íslands. Sigurður J. er prófessor í sálfræði í Háskóla Íslands. Daníel Þór Ólason FYRIR einu ári bauð Vegagerð- in út veggöng undir Almanna- skarð sem verða 1,2 km löng án þess að þingmenn Norðausturkjör- dæmis hefðu áhuga á því að skoða mögu- leika á 300 m löngum jarðgöngum undir Hólmaháls að loknum framkvæmdum við Almannaskarðsgöng. Verra er að fyrrver- andi forsætisráð- herra skuli ekki hafa tilkynnt útboð veg- ganga milli Reyð- arfjarðar og Eski- fjarðar þegar vitað var að samningar við ALCOA í Bandaríkj- unum um byggingu álvers á Reyðarfirði voru á lokastigi. Veg- göng úr botni Eski- fjarðar sem yrðu 1 til 2 km löng gætu stytt leiðina um 5 til 10 km. Ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að flýta framkvæmdum við Al- mannaskarðsgöng, sem enginn sá fyrir, vekur spurningar um hvort Davíð Oddsson hafi tekið þetta mál úr höndum samgöngu- ráðherra. Það var ekki þingmönn- um Norðausturkjördæmis að þakka. Sem hálærður lögfræð- ingur viðurkenndi Davíð í fjöl- miðlum að vegirnir upp Almanna- skarð og upp úr Berufirði um Öxi, sem liggja í 17% halla, væru ólög- legir samkvæmt stöðlum ESB og sömuleiðis vegirnir í Hvalnes- og Kambanesskriðum, um Breiðdals- heiði, Hólmaháls, upp að Odd- skarðsgöngunum og yfir Fjarð- arheiði til Seyðisfjarðar. Áður neitaði samgönguráðherra því að farið yrði í Almannaskarðsgöng á undan Héðinsfjarðargöngum. Í viðtölum viðurkenndi Davíð að ekki væri verjandi hvað sam- göngur á Mið-Austurlandi og Suð- urfjörðunum væru í miklum ólestri þegar ákveðið var að ráð- ast í virkjunar- og stóriðjufram- kvæmdir á Austfjörðum. Ein hug- mynd sem bæjarstjórn Fjarðarbyggðar berst fyrir til að stækka atvinnusvæðið og rjúfa um leið einangrun stóra Fjórðungs- sjúkrahússins er að gerð verði tví- breið jarðgöng í stað gömlu Odd- skarðsganganna vegna aukinna fiskflutninga frá Neskaupstað til Seyðisfjarðar. Á síðari árum hefur álagið á gömlu Oddskarðsgöngin aukist alltof mikið. Héðan af kem- ur ekki til greina að næstu jarð- göng á landsbyggðinni verði ein- breið með útskotum. Þau myndu bjóða mannslífum birginn og skapa vandræði ef neyðartilfelli koma upp. Fyrir nokkrum árum var á það bent að minnst þrenn jarðgöng á Austurlandi yrði að setja í forgangsröð til þess að stækkun Fjarðabyggðar í eitt at- vinnu- og þjónustusvæði yrði að veruleika. Hvað gerðist svo? Reynt hefur verið með útboði Héðinsfjarð- arganga að afskrifa fyrir fullt og allt öll veggöng á Mið- Austurlandi og Suður- fjörðunum undir því yfirskini að íslenzka ríkið hefði ekki efni á því að fjármagna þau. Vegna óvissuatriða aukast líkur á því að hætt verði við Héðins- fjarðargöng fram að næstu alþingiskosn- ingum eftir að til- boðin, sem átti að opna í útboðið, fóru langt yfir kostnaðar- áætlun. Fyrsta skrefið til að bæta samgöngur í þjóðvegaleið nr. eitt hefur nú verið stigið með vinnu við Al- mannaskarðs- og Fá- skrúðsfjarðargöngin. Án Mjóafjarðarganga eiga fiskflutningar, sem fara við mjög erfiðar aðstæður í gegnum Oddskarðsgöngin frá Neskaupstað til Seyðisfjarðar, ekkert erindi inn á þjóðvegina. Til eru alltof mörg dæmi um að flutningabílar á leið frá Eskifirði og Neskaupstað hafi lokað inni í Oddskarðsgöngunum fólksbíla sem komast fyrir í út- skotunum. Nú liggur á að fram- kvæmdum við veggöng milli Reyð- arfjarðar og Eskifjarðar verði flýtt áður en vinnu við Almanna- skarðsgöng lýkur. Fyrir þessu er þingmönnum Norðaustur- kjördæmis ekki treystandi. Þarna verður forsætisráðherra að grípa inn í. Mér verður enginn hlátur í huga ef samgönguráðherra hleyp- ur í fjölmiðla til að verja 12 millj- arða kr. fjáraustur í Héðinsfjarð- argöng og lýsir því yfir um leið að íslenzka ríkið hafi ekki efni á því að fjármagna 300 metra löng veg- göng undir Hólmaháls. Tvíbreið veggöng undir 200 m.y.s. milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og milli Vopnafjarðar og Héraðs verða næsta forgangsverkefni að loknum framkvæmdum við Fá- skrúðsfjarðargöng. Eina misfellan á hringveginum er Reynisfjall. Þar verða snjóþyngsli oft til vand- ræða og leiðin upp á fjallið að vestanverðu brött. Skoðum mögu- leika á veggöngum undir Öxna- dalsheiði og neðansjávargöngum undir Berufjörð. Setjum í forgang Dýrafjarðargöng, göng undir Bröttubrekku, Siglufjarðarskarð, Vaðlaheiði, Mjóafjarðargöng og við Ísafjarðardjúp. Jarðgöng undir Hólmaháls Guðmundur Karl Jónsson fjallar um samgöngubætur Guðmundur Karl Jónsson ’Á síðari árumhefur álagið á gömlu Odd- skarðsgöngin aukist alltof mikið.‘ Höfundur er farandverkamaður. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.