Morgunblaðið - 15.02.2005, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
M
ín helsta huggun í
þessari jarðvist
er sú fullvissa að
ég er ófullkomin
vera. Ég er ung-
ur og vitlaus, breyskur og hvatvís,
óskipulagður og latur, jafnvel á ég
það til að vera dálítið hræddur við
annað fólk og segi ekki alltaf ná-
kvæmlega það sem ég er að
hugsa, heldur nokkurs konar
„sykurskertar“ útgáfur af því.
Ein af dásemdum ófullkomleika
míns er sú að ég er alltaf að bæta
mig. Það er alltaf rými til að verða
betri maður og ég mun seint
standa í þeirri trú að ég sé kom-
inn á hugmyndafræðilegan eða
hugarfarslegan endapunkt.
Þannig er ófullkomleikinn mér
sífelld hvatning til að leita og gera
betur.
Gagnrýna
og skoða
það sem fyr-
ir liggur og
ekki taka
allt sem fólk
segir sem gefinn hlut. Ég er
meira að segja ekki yfir það haf-
inn að læra af mér reyndari
mönnum.
Ég heyrði einu sinni af stúlku
sem nam heimspeki, mitt gamla
fag, í Háskólanum. Hún sat og
hlýddi á ungan skólabróður sinn
tala um andúð sína á stóriðju, for-
ræðishyggju, stríðum og ofbeldi
gegn Falun Gong. Þegar ungi
maðurinn hafði lokið máli sínu
sagði þessi unga stúlka við hann:
„Það er svona fólk eins og þú sem
eyðileggur allt. Af hverju þarftu
að vera svona mikið á móti?“
Svipaða sögu kann ég frá því ég
fór yfir ritgerðir fyrsta árs nema í
einni af hinum „hagnýtu“ grein-
um. Þar var umræðuefnið gagn-
rýnin hugsun og voru þær ekki
ófáar ritgerðirnar sem hófust á
orðunum: „Hvers vegna þurfa
menn alltaf að vera að gagnrýna
allt? Það er svo leiðinlegt þegar
allir eru að gagnrýna allt.“
Ég held að þetta unga fólk hafi
hreinlega ekki enn áttað sig á
mikilvægi þess að brjóta hlutina
til mergjar og leita sannleikans.
Við megum aldrei halda að við
séum komin á vitsmunalega enda-
stöð. Við verðum að halda áfram
að leita og skoða og gagnrýna, því
annars stöðnum við og verðum
eins og hraundrangar og jafnvel
ekki, því hraundrangarnir verða
mosavaxnir, veðrast og molna og
breytast því samkvæmt umhverf-
inu. (Eftir á að hyggja var hraun-
drangur alveg hræðileg samlík-
ing.) Kannski væri vænlegra að
líkja stöðnuðum manneskjum við
rekaviðardrumba eða granít-
stólpa sem taka litlum sem engum
breytingum í tíma.
Eitt nærtækt dæmi um stöðnun
í samfélagi okkar eru spil-
unarlistaútvarpsstöðvarnar og sú
hefð sem hefur myndast fyrir
óbreytanlegum og „aðgengileg-
um“ útvarpsstöðvum fyrir mark-
hópa. Sjálft hugtakið „markhóp-
ur“ virðist ganga út á það að fólk
sé óbreytanlegt og staðnað í móti.
Tugþúsundir Íslendinga skipta
helst aldrei um stöð á útvarpinu
sínu af ótta við að heyra eitthvað
nýtt, eitthvað óþægilegt.
„Frjálsu“ útvarpsstöðvarnar
setja þrjú til fimm ný lög í spilun á
viku, ef hlustendur eru heppnir,
en þessi lög eru öll eins. Þau sam-
rýmast formúlunni algerlega til
að ögra alveg örugglega engum.
Með því að skipta aldrei um stöð
og hætta aldrei á að hlusta á nýja
tónlist er fólk að stíga ákveðið og
mikilvægt skref í átt að andlegri
stöðnun.
Tónlist á að vera ögrandi, hún á
að teygja örlítið á heilanum. Lög
eiga ekki að heilla gersamlega við
fyrstu hlustun. Tónlist á að gegna
hugvíkkandi og andlega ræktandi
hlutverki en ekki að vera bak-
grunnshávaði fyrir verslanir.
Ég leit um daginn ásamt tveim-
ur félögum inn á skyndibitastað
þar sem ein af síbyljustöðvunum
básúnaði nýjustu froðuna í út-
varpinu. Við vinirnir vorum einir
á staðnum og ég spurði starfs-
fólkið hvort hægt væri að skipta
um stöð. Því var neitað og sagt að
þetta væri það sem viðskiptavin-
irnir vildu hlusta á. „En við erum
einu viðskiptavinirnir núna,“
benti ég góðfúslega á. Stóð þá
ekki á svari: „Þetta á bara að vera
svona,“ og ég sá í augum fólksins
að ég var orðinn vandasmiður,
leiðinda-furðufugl. Það var örugg-
lega að hugsa: „Það er svona fólk
eins og þú sem eyðileggur allt. Af
hverju þarftu að vera svona mikið
á móti?“
En ég er ekki á móti. Ég er
bara með því að fólk hugsi hlutina
á ólíkum forsendum, að það taki
hlutina ekki sem gefna. Það á að
vera í lagi að heyra nýja tónlist
öðru hvoru, ekki bara sama gamla
örugga hlutinn. Það er engin fýla í
því fólgin að leita nýrra leiða.
Í þessu ljósi langar mig að
hvetja þá sem þetta lesa til að
taka eftirfarandi til greina:
Bíllinn þinn er ekki náttúrulög-
mál, það er ekki guðsgefinn réttur
þinn og skylda að aka honum einn
allan daginn. Þá ert þú hluti af
umferðarvandanum sem alltaf er
verið að skammast í borgaryfir-
völdum og vegagerðinni út af.
Prófaðu að labba í vinnuna eða
taka strætó stöku sinnum, eða
láta makann skutla þér. Veltu fyr-
ir þér að búa nær vinnustaðnum.
Þá hefurðu meiri tíma utan hans.
Prófaðu indverskan eða mex-
íkóskan mat. Smakkaðu eitthvað
sterkt og framandi. Ögrandi.
Skiptu yfir á Rás 1 eða 2 og
þvingaðu þig til að hlusta á metn-
aðarfullan tónlistarþátt eins og
Hringi, Geymt en ekki gleymt eða
Hljómalind eða velta fyrir þér
þjóðmálunum í Speglinum eða
Dægurmálaútvarpinu.
Kíktu á eins og eitt listagallerí
og ekki hugsa strax: „Hvaða vit-
leysa er þetta nú?“ Hugsaðu:
„Hvað er hann að pæla? Hvert er
hún að fara? Hvers vegna?“
Ekki láta forskriftirnar í heil-
anum á þér ráða för. Taktu stjórn
á ferðinni og reyndu að sjá hlutina
frá nýjum sjónarhornum.
Lestu ögrandi skáldsögu eða
horfðu á skemmtilega og krefj-
andi kvikmynd, eins og t.d. hina
frábæru gamanmynd Sideways.
Yddum höfuð okkar reglulega,
því staðnaður hugur er verri en
allar heimsins fíknir saman-
komnar. Er það ekki skylda okkar
að halda leitinni áfram?
Betri
maður
Ég vil að þú vaknir upp af svefni stöðn-
unarinnar, lesandi góður. Ég vil að þú
temjir þér gagnrýna hugsun og takir líf-
ið í þínar eigin hendur. Komdu þér und-
an viðjum vanans.
VIÐHORF
Eftir Svavar Knút
Kristinsson
svavar@mbl.is BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SIGURÐUR Nordal sagði eitt sinn,
að slettur og tökuorð yrðu íslenskri
tungu ekki að aldurtila, heldur meg-
urð málsins, og átti hann þar við orð-
fæð manna.
Lengi hef ég undrast orðfæð
þeirra, sem sýknt og heilagt staglast
á því „að leggja eitthvað af“. Orða-
sambandið kemur að vísu snemma
fyrir í þýðingum og hefur unnið sér
þegnrétt í málinu. Hins vegar er það
ofnotað, iðulega að ástæðulausu eða
jafnvel í rangri merkingu. Mýmörg
orðasambönd eru einnig til í málinu
svipaðrar merkingar, sem nota
mætti til hátíðarbrigða, s.s. leggja
niður, hætta við, afnema, fella niður,
fella úr gildi, nema úr gildi, hverfa
frá, ógilda, uppræta, varpa frá sér,
stöðva, afstýra, uppræta, eyða,
afmá, afnema og jafnvel tortíma – og
ef menn vilja vera hátíðlegir: leggja
niður laupana, leggja fyrir róða,
leggja fyrir óðal eða kasta á glæ.
Á dögunum las ég þarflega grein í
Morgunblaðinu eftir prófessor við
Háskóla Íslands sem segir: Vitað er,
að í ráðum er nú m.a. að leggja af
tímaritið Ritmennt [...]. Hér er notað
orðasambandið „að leggja af“ þegar
eðlilegra, betra og réttara væri að
tala um „að hætta útgáfu ritsins“ og
segja: „Vitað er að í ráði er, að hætta
útgáfu tímaritsins Ritmenntar“.
Þetta er dæmi um megurð málsins,
þegar sífellt er klifað á sama orða-
sambandinu og önnur, sem eiga bet-
ur við, sniðgengin.
Annað orðasamband, sem mjög er
ofnotað, er orðasambandið „að taka
yfir“, sem nýlega hefur verið tekið
að láni úr ensku – „take-over“. Orða-
sambandið er notað í tíma og ótíma
og virðist vera að útrýma mörgum
gömlum og góðum orðasamböndum,
sem hafa svipaða merkingu og eiga
betur við, s.s. taka í sínar hendur,
koma í staðinn fyrir, taka við eða
taka við af, leysa af hólmi, eignast,
ná tökum á, ná undirtökum eða sölsa
undir sig, leggja undir sig, sölsa til
sín eða slá eign sinni á, svo nokkur
orðasambönd svipaðrar merkingar
séu nefnd.
Sagt var á dögunum að „ný stjórn
hefði tekið“ yfir í félaginu, Þar hefði
mátt segja, að „ný stjórn hefði tekið
við í félaginu“ eða einungis að „ný
stjórn hefði verið kosin í félaginu“.
Mikið var rætt um á dögunum að
nýtt eignarhaldsfélag hefði „tekið
yfir Magasin du Nord“ í stað þess að
segja að nýtt félag hefði eignast
meirihluta í Magasin du Nord ell-
egar sölsað undir sig Magasin du
Nord, ef menn hefðu viljað taka af-
stöðu í málinu eða lita frásögn sína.
Með þessu bréfi vil ég biðja frétta-
menn og blaðamenn og aðra, sem
nota málið opinberlega, að hugleiða
meiri fjölbreytni í orðalagi og koma í
veg fyrir megurð málsins – koma í
veg fyrir að málið falli úr hor.
TRYGGVI GÍSLASON,
Blásölum 22, 201 Kópavogi.
Orðasamböndin „að leggja af“
og „að taka yfir“
Frá Tryggva Gíslasyni magister
GREIN Sigríðar I. Daníelsdóttur
í Morgunblaðinu 28. janúar sl. vek-
ur fólk til umhugsunar um málefni
aldraðra.
Viðhorfin og hugmyndafræðin
um þjónustu við aldr-
aða hefur verið að
þróast síðustu þrjátíu
árin í átt að betri
þjónustu miðað við
óskir og þarfir aldr-
aðra.
Sigríður bendir
réttilega á að ekki er
eingöngu gott að
byggja hjúkr-
unarheimili ef það er á
kostnað þjónustu við
aldraða í heimahúsum.
Markvisst er stefnt
í þá átt að auka þjón-
ustuna svo að aldraðir geti búið á
eigin heimili eins lengi og mögulegt
er og lifað því lífi er þeir hafa skap-
að sér á langri ævi.
Þessi stefna hefur leitt af sér
fjölþætta heimaþjónustu, sérhæfða
sjúkrahúsþjónustu og nútímaleg
hjúkrunarheimili er taka mið af
óskum og þörfum hvers og eins.
Vissulega vantar töluvert upp á
að öldrunarþjónustan á hinum
ýmsu stigum anni þjónustunni.
Aldraðir einstaklingar eru á biðlist-
um eftir þjónustuúrræðum. Fram-
kvæmdir stranda á fjármagni og að
hluta til af skorti á starfsfólki til
starfa. Fjármagn hamlar til dæmis
því að ekki er hægt að bjóða öllum
upp á einbýli á hjúkrunarheimilum
sem þess óska. Einhugur er þó um
mikilvægi þess hjá þeim er stjórna
og starfa við hjúkrunarheimilin. Í
lögum frá 1999 um málefni aldraðra
er tekið fram: „Við hönnun skal
þess sérstaklega gætt
að stofnunin sé heim-
ilisleg og að sem flest-
ir íbúar hafi eigið her-
bergi.“
Ekki skortir viljann,
viðhorfin eða hug-
myndafræðina til að
bæta hag aldraðra hjá
þeim fjölmörgu er
koma að öldr-
unarmálum. Ekki
skortir heldur laga-
setningar (lög um mál-
efni aldraðra 1999) eða
markmiðssetningar
samanber stefnumótun í málefnum
aldraðra til ársins 2015 gerð árið
2003 af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti.
Að virða rétt aldraðra til sjálf-
ræðis og einkalífs inni á hjúkr-
unarheimili er mikilvægt verkefni.
Þetta mikilvæga verkefni gerir
störfin áhugaverð og ábyrgðarfull í
hjörtum þeirra er starfa á hjúkr-
unarheimilum.
Starfsfólk er að glíma hverja
stund í starfi sínu við siðfræðileg
álitamál.
Að öll þjónusta, umönnun og
hjúkrun sé framkvæmd með virð-
ingu og tillitssemi fyrir ein-
staklingsþörfum og venjum hvers
og eins er samofin daglegum störf-
um á hjúkrunarheimili og í öldr-
unarþjónustunni.
Að varðveita einstaklingsfrelsið
getur verið flókið í framkvæmd á
stóru heimili þar sem hver og einn
vill geta athafnað sig frjálst að eig-
in vali. Þeir sem eru aldraðir í dag
þekktu flestir sambýli fólks til
sveita þar sem þurfti að taka fullt
tillit til annarra, en um leið naut
fólk samfélags við annað fólk.
Einmanaleiki og einangrun er oft
það sem hinn aldraði býr við þegar
heilsan brestur og getan til að taka
þátt í hinu daglega lífi er orðin tak-
mörkuð.
Jafnvel á stórum heimilum í dag
komast ekki allir í sturtuna á sama
tíma. Að þurfa aðstoð eins eða
tveggja starfsmanna til að komast í
sturtu eða sinna öðrum athöfnum
dagsins kostar skipulag svo fram-
kvæmanlegt sé.
Við að búa á hjúkrunarheimili
telur Sigríður að fólk sé „nánast
rænt borgaralegurm réttindum sín-
um og sjálfræði“.
Það að réttur hins aldraða sem
sjúklings sé virtur á hjúkr-
unarheimili skapar þær aðstæður
Getur hjúkrunarheimili
verið góður valkostur?
Rannveig Guðnadóttir fjallar
um málefni aldraðra ’Faglegur metnaður ogfagleg þekking hefur
þróast jafnt og þétt síð-
ustu áratugina.‘
Rannveig Guðnadóttir
Í VEGLEGRI grein um framlag Há-
skólasjóðs Eimskipafélagsins til Há-
skóla Íslands sem birt var á blaðsíðu
27 í Morgunblaðinu í gær 9. febrúar
sást á stórri mynd er mennta-
málaráðherra, fjármálaráðherra, há-
skólarektor og fulltrúi Háskólasjóðs,
Björgólfur Thor Björgólfsson, und-
irrita samninginn. Fyrst skal það nefnt
að Eimskipafélaginu er hér með þakk-
að að styðja svo höfðinglega við Há-
skólann og fagnaðarefni að stórfyr-
irtæki sýni svo eftirminnilega stuðning
við þessa mikilvægu mennta- og
menningarstofnun.
En í baksýn á þessari stóru mynd
sést í fánaborg sem sett hefur verið
upp í þessu tilefni og þar er ekki rétt
farið með íslenska þjóðfánann og er
allt of algengt að þetta sjáist jafnvel
hjá opinberum stofnunum sem eiga að
hafa þekkingu á þessu. Þar var fjórum
fánum raðað í beina fánaborg, eða
hvirfilraðað. Íslenski fáninn var lengst
til vinstri (séð frá áhorfanda) sem er
rétt. Við hlið hans er síðan blár fáni
(senilega fáni Eimskipafélagsins) þá
kemur bil og hægra megin eru tveir
eins fánar hvítir (sennilega fánar Há-
skólans). Samkvæmt fánareglum er
þetta ekki leyfilegt, en þar segir:
„Ekki skal raða merkjum eða fánum
sveitarfélaga, félaga eða fyrirtækja inn
á milli þjóðfána. Slíkir fánar skulu
hafðir í röðum eða þyrpingum að-
skildum frá þjóðfánum.“ Þetta þýðir
að þegar íslenska fánanum og fyr-
irtækja eða stofnanafánum er styllt
upp með íslenska fánanum þarf að að-
greina á milli þeirra og það er til dæm-
is gert með því að skilja eina stöng eft-
ir auða á milli (í þessu tilfelli að setja
ekki fánastöng í 1–2 festingar).
Þetta er ekki áréttað til að halla á
þennan viðburð að neinu leyti heldur
til að árétta rétta meðferð íslenska fán-
ans og hvetja alla sem eru í því hlut-
verki að stilla fánanum upp að tryggja
að rétt sé með hann farið og kynna sér
fánareglurnar.
ÞORSTEINN FR.
SIGURÐSSON,
framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra skáta.
Meðferð íslenska fánans
Frá Bandalagi íslenskra skáta