Morgunblaðið - 15.02.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.02.2005, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Grímólfur Andr-ésson fæddist í Hrappsey á Breiða- firði 23. febrúar 1909. Hann lést á Drop- laugarstöðum 4. febr- úar síðastliðinn. Faðir hans var Andrés Hjörleifur Grímólfs- son, bóndi og hrepp- stjóri frá Dagverðar- nesi í Dalasýslu, f. í Lómakoti Snæfells- nesi 4. september 1859, d. 27. júní 1929. Móðir Grímólfs var Jóhanna Kristín Bjarnadóttir frá Bjarneyjum á Breiðafirði, f. 10. júlí 1867, d. 10. febrúar 1954. Grímólfur var yngst- fjögur börn. Þau eru: 1) Alda Hanna, maki Valdimar Guðlaugs- son. Þau eignuðust fimm börn og er eitt látið. 2) Andrés Hjörleifur, á þrjú börn. 3) Guðrún, maki Jón Steinar Snorrason og eiga þau tvær dætur. 4) Anna Birna, maki er Eirík- ur Steinþórsson. Þau eiga þrjár dætur. Grímólfur og Þuríður tóku sonardóttur sína, Hjördísi Björgu, í fóstur. Langafabörnin eru 15. Grímólfur tók smáskipapróf frá Stýrimannaskólanum árið 1935. Hann var fyrst skipstjóri á m/b Gretti sem var gamalt hákarlaskip. Hann átti síðan tvo báta. Brimnes var gert út frá Stykkishólmi og Reykjavík. Hann keypti Baldvin Þorvaldsson sem fékk nafnið Brim- nes. Grímólfur og Þuríður bjuggu í Stykkishólmi til 1963 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Útför Grímólfs verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ur 15 systkina. Tíu náðu fullorðinsaldri. Þegar Grímólfur var níu ára fluttist fjöl- skyldan til Stykkis- hólms og þar lauk hann barnaskólanámi. 13 ára byrjaði hann að fara á sjóinn. Grímólfur kvæntist 23. desember 1935 Þuríði Valgerði Björnsdóttur, f. 18. júní 1917, frá Arney á Breiðafirði. Foreldrar hennar voru Björn Jó- hannsson frá Öxney á Breiðafirði og Guðrún Eggertsdótt- ir frá Fremri-Langey á Breiðafirði. Grímólfur og Þuríður eignuðust Elsku afi minn og fósturfaðir. Margs er að minnast á liðnum ár- um. Og sú allra stærsta er þegar þú og amma gerðuð eitt af ykkar góð- verkum. En þá tókuð þið mig inn á ykkar heimili, þá nokkurra mánaða kríli, og komuð mér til manns. Stór ákvörðun sem tekin var af heilu hjarta og mikilli góðmennsku Minnisstæðar eru allar ferðirnar vestur í Stykkishólm. En á hverju sumri var brunað þangað og farið í eyjarnar. Þín eina sólarlandaferð var farin árið 1991 sem þú og amma fóruð í með okkur. Það var mikið upplifelsi fyrir þig. Þú naust þín í botn þarna og fannst þetta alveg stórkostlegt. Sérstaklega þegar við vorum á ein- um veitingastað og þjónarnir kom- ust að því að þú værir gamall skip- stjóri. Þá fékkst þú þann allra dýrasta fisk sem þeir áttu í boði hússins. Síðan komu þeir með hvern fiskréttinn á fætur öðrum. Þeir vildu að þú smakkaðir flest allt sem þeir áttu. Og ekki nóg með það heldur héldu þeir smá ræðu og allir á staðnum stóðu upp og klöppuðu fyrir þér. Þeir báru mikla virðingu fyrir þér og sýndu það í orði og verki. Og allar litlu ferðirnar að veiða í Elliðaánum. Og ekki fannst þér það mikil veiði sjómanninum sjálfum. Á níutíu ára afmæli þínu fékk ég þann heiður að halda afmælið þitt inn á mínu heimili. Og þú bauðst þínum gestum upp á kaffi og flott meðlæti. Og fínn í tauinu eins og alltaf. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Margar eru minningarnar, en, elsku afi minn, þakka þér fyrir allt. Guð geymi þig. Hjördís Björg Andrésdóttir. Elsku afi. Við eigum góðar minn- ingar um þig sem við geymum í brjósti okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Björgvin Már, Jóhanna Soffía og Ágúst Þór. Elsku Grímólfur. Mig langar til þess að þakka þér fyrir svo ótal- margt, en þær þakkir rúmast ekki allar á prenti. Frá því ég kynntist ykkur hjón- um lá leið okkar Rúrýjar oft til ykk- ar um helgar. Það var svo gott að fá að koma til ykkar, setjast niður í ró- legheitunum, drekka gott kaffi sem þú helltir alltaf upp á og spjalla um heima og geima. Við töluðum um svo margt skemmtilegt enda ekki annað hægt í svona góðum fé- lagsskap. Það var svo gaman að heyra frá uppvaxtarárum þínum, prakkarastrikunum, sem voru ófá, og einnig hvernig þú kynntist henni Þuríði þinni. Ykkar hjónaband hefur alla tíð einkennst af góðmennsku, trausti og vináttu og bara við það að vera í kringum svona gott fólk kennir manni meira en orð fá lýst. Elsku Grímólfur, þú varst ein- stakur og góður maður og mikill dýravinur enda sýndi það sig þegar þið Neró settust saman inn í hús- bóndaherbergi og spjölluðuð saman. Það var unun að fylgjast með því sem fram fór ykkar á milli, enda var Neró ekki í rónni fyrr en hann hafði fengið sinn tíma með afa. Elsku Þuríður mín, nú hefur mik- ið skarð myndast í þínu lífi, en þau ár sem þið hafið átt saman hafa ver- ið yndisleg. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst svona yndislegu fólki eins og ykkur og, elsku Grímólfur, þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjarta mínu sem ég mun varðveita vel. Allur þinn styrkur, vinátta og hlýja, sem þú hefur sýnt öll þessi ár, mun seint úr minni falla. Elsku Grímólfur ég kveð þig með miklum söknuði en þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Guð blessi minningu hans og fólk- ið hans allt. Guðrún Erla Sigurðardóttir. GRÍMÓLFUR ANDRÉSSON ✝ Guðrún SigríðurJónsdóttir fædd- ist á Akureyri 22. júlí 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru María Hafliðadóttir, ljós- móðir á Akureyri, f. á Litla-Eyrarlandi 28.4. 1875, d. 2.11. l967 á Akureyri, og Jón Guðmundsson, byggingarmeistari á Akureyri, f. 10.4. 1875 á Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi, d. á Akureyri 11.4. 1944. Bróðir Guðrúnar var Júlíus Baldvin, búsettur á Akur- eyri, f. 31.5. 1915, d. 23.9. 1999. Kona hans er Sigríður Gísladóttir, f. 17.7. 1916. Þeirra börn eru tvö. Uppeldisbróðir Guðrúnar er Stef- án Júlíusson, f. 22.l. 1924 á Akur- eyri, búsettur á Breiðabóli á Sval- barðsströnd. Eiginkona hans er unnu þau hjón bæði hjá bæjarfóg- etanum í Hafnarfirði eða þar til Guðmundur veiktist á áttunda ára- tugnum. Síðar bjuggu þau í Mos- fellsbæ. Síðustu árin dvaldi Guðrún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Þau áttu tvö börn. Þau eru: 1) María, hjúkr- unarfræðingur, f. 9.11. 1935. Henn- ar maki er Haukur Þórðarson, fv. yfirlæknir á Reykjalundi, f. 3. 12. 1928. Dóttir Maríu og stjúpdóttir Hauks er Dóra Guðrún Wild, henn- ar maki er Árni Árnason og eiga þau eitt barn en Dóra á tvö börn af fyrra hjónabandi. Börn Hauks af fyrra hjónabandi eru í aldursröð: A) Pétur Haukur Hauksson, maki Anne Grethe Hansen, þau eiga fjögur börn. B) Þórður Hauksson, maki, Kristjana Fenger, þau eiga eitt barn en Þórður á tvö börn af fyrra hjónabandi og Kristjana eitt. C) Magnús, maki Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, þeirra börn eru þrjú. D) Gerður Sif, maki Karl Bene- diktsson, þau eiga eitt barn. 2) Jón, geðhjúkrunarfræðingur, f. 19.2. 1946. Hann eignaðist son sem var ættleiddur. Jón hefur búið og unnið í Svíþjóð mörg undanfarin ár. Útför Guðrúnar verður gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ásta Sigurjónsdóttir, f. 25.7. 1931 í Leifshús- um á Svalbarðsströnd. Þeirra börn eru átta talsins. Guðrún giftist Guð- mundi L. Guðmunds- syni skipstjóra 3.11. l934. Guðmundur var f. í Reykjavík 17.3. 1908, d. 3.1. 1989 á Reykjalundi í Mos- fellsbæ. Foreldrar hans voru Sólveig Steinunn Stefánsdótt- ir, f. 29.3. 1879 í V-Skaft., d. í Reykja- vík 26.1. 1958, og Guðmundur Kristján Bjarnason, skipstjóri, f. 12.12. 1872 í Dalshúsum í Önund- arfirði, d. í Reykjavík 11.4. l928. Guðrún og Guðmundur bjuggu á Akureyri. Guðmundur starfaði sem skipstjóri og síðar sem fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Árið 1959 fluttu þau til Reykjavíkur. Þegar suður kom Ef nefna ætti sérkenni í fari Guð- rúnar gæti það verið háttprýði og heilindi. Þegar undirritaður kynntist henni fyrir tæpum þremur áratugum var hún kona hress, skilningsgóð og ræðin. Ellin kom í öllu sínu veldi og þar kom áratugum síðar að því að elli- kerling náði undirtökunum. Hún ferðaðist samt um með okkur og sótt- ist eftir félagsskap, spjallaði um það sem fyrir augun bar. Þetta segir okk- ur m.a. það að henni þótti vænt um fé- lagsskapinn, hver sem í hlut átti. Vissulega kom að því síðar að ferða- lög lögðust af enda orðin tæplega 100 ára þegar hún lést. Allajafna naut hún vel heimsókna hvort sem hún dvaldi á heimili sínu, Reykjalundi, Hlaðhömrum eða á Hjúkrunarheim- ilinu Eir en þar dvaldi hún síðustu ár- in. Guðrún var komin af bændum og sjómönnum norðanlands. Móðir hennar var ljósmóðir sem sinnti mjög stóru umdæmi, sannarlega annasöm störf ásamt með húsmóðurstörfun- um. Faðir hennar var timburmeistari (nú heitir það byggingarmeistari) og byggði víða. M.a. var hann bygging- armeistari Kristnesspítala og reisti þá stóru byggingu þess tíma ásamt með öðrum. Guðrún átti einn bróður, Júlíus Baldvin. Auk þess ólu foreldr- ar hennar upp bróðurson Maríu, Stef- án Júlíusson. Eiginmaður Guðrúnar var Guð- mundur Guðmundsson, skipstjóri, löngu látinn, börnin eru tvö, bæði löngu vaxin úr grasi. Það var alltaf hlýtt og bjart þar sem Guðrún fór. Hún hafði eins og nú er gjarnan sagt góða „nærveru“. Hún naut sín í félagsskap við fjölskyldu og vini. Hún lagði ung stund á píanóleik, m.a. spilaði hún undir í bíó á tíma þöglu myndanna. Hún tók oft í píanó- ið á mannamótum og spilaði jafnt ættjarðarlög sem sígilda tónlist. Þeg- ar hún eltist greip hún í píanóið dag- lega. Þar með sinnti hún þörf sinni fyrir þjálfun huga og handar. Þrátt fyrir háan aldur hélt Guðrún ávallt reisn sinni og virðuleika, Við fjölskylda hennar sendum starfsfólki á Reykjalundi, Hlaðhömr- um og Eir hjartans þakkir fyrir allt sem þetta ágæta fólk gerði fyrir hana. Haukur Þórðarson. Þegar langamma Gunna bjó á Hlaðhömrum komum við systkinin til hennar reglulega tvisvar í viku með mömmu okkar með það sem hana vantaði úr matvörubúðinni. Ef hún sat ekki í ruggustólnum sínum og var að lesa eða horfa á sjónvarpið á hæstu stillingu, en hún var farin að heyra illa, var hún að spila á píanóið en það gerði hún daglega þar til hún varð 90 ára en þá gaf hún mér (Agnesi) pí- anóið sitt og sagði við mig: „Vertu dugleg að æfa þig, elskan mín.“ Við fengum alltaf súkkulaðikex og kók hjá langömmu og ef okkur lang- aði í nammi gaf hún okkur aura til að kaupa það, alltaf 2000 kr. Við sögðum henni að það væri alltof mikið. 500 kr. væri meira en nóg en hún stóð fast við sitt og neitaði að gefa okkur minna. Eftir að langamma fór á Hjúkrunar- heimilið Eir söknuðum við þess að geta ekki hlaupið til hennar á Hlað- hamra. Við reyndum að heimsækja hana eins oft og við gátum og alltaf þegar við komum í heimsókn varð hún svo glöð og brosti til okkar. Okk- ur hlýnaði alltaf svo um hjartaræt- urnar þegar hún brosti fallega bjarta brosinu sínu. Síðustu mánuðina hrakaði henni og stundum þekkti hún okkur ekki strax þegar við komum í heimsókn og spurði mömmu hver við værum. Það var svolítið sárt að langamma sem hafði búið hjá okkur fyrstu árin okk- ar, verið með okkur um jól og hátíðar þekkti okkur ekki Nú er elsku langamma Gunna horfin frá okkur en við munum aldrei gleyma henni eða því sem hún gerði fyrir okkur systkinin. Langömmubörnin Agnes, Egill og Árni Haukur. Elskuleg föðursystir mín hefur nú kvatt þennan heim með æðruleysi og vel undir brottförina búin. Minningarnar hrannast upp, enda samferðatíminn orðinn langur. Það sem einkenndi Gunnu frænku var góðmennska, hjálpsemi og glað- værð. Hún var falleg kona yst sem innst, með ómótstæðilegt bros og dill- andi hlátur, sem ekki er hægt að gleyma. Hún var ein af þessum manneskj- um sem er svo gott að vera nálægt, hún kunni að segja frá og átti gott með að hlusta og skynja tilfinningar annarra, gefa af sér og sjá tilveruna í björtu ljósi. Hún var vel af Guði gerð. Margan braginn var hún búin að yrkja um atburði innan fjölskyldunn- ar, enda var hún bæði hagmælt og tónelsk og hitti ævinlega í mark með hæfilegu samblandi af gamni og al- vöru. Fyrir mér og mínum stóð heimili Gunnu frænku alltaf opið og öllum var tekið með kostum og kynjum. Ég naut þess ríkulega að eiga öruggt athvarf í Hafnarfirðinum á námsárum mínum, þar var mitt ann- að heimili. Gunna frænka var afar frænd- rækin og lét sér umhugað um frænd- garð sinn, jafnt yngri sem eldri og hún fylgdist með lífi okkar allra af áhuga. Hún var líka höfuð ættarinn- ar. Að leiðarlokum þakkar fjölskylda mín og ég samfylgdina og kveður Gunnu frænku með virðingu og sökn- uði Við Egill, María, Júlía, Jón Gísli og Sigríður mágkona biðjum Guð að blessa minningu hennar. Hvíl í friði. Herdís (Haddí). GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Ástkær bróðir minn, SIGFÚS GUÐNI SUMARLIÐASON frá Ólafsvík, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi laugardaginn 12. febrúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Aðalsteina Sumarliðadóttir. Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS EINAR FINNSSON, lést sunnudaginn 13. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Erla Birgisdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, STEFÁN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON frá Dratthalastöðum, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 12. febrúar. Hallveig Guðjónsdóttir, Guðrún S. Stefánsdóttir, Emil H. Ólafsson, Sigmundur K. Stefánsson, Sigríður Ágústa Jónsdóttir, Hjalti Stefánsson, Heiður Ósk Helgadóttir, Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir, Páll Jóhann Kristinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.