Morgunblaðið - 15.02.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.02.2005, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar TryggviSigtryggsson fæddist í Skálavík- Ytri í Norður-Ísa- fjarðarsýslu 18. nóv- ember 1911. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigtryggur Elías Guðmundsson, vél- smiður á Ísafirði, f. í Reykjavík 27. febr- úar 1885, d. 23. apríl 1945, og Jakobína Guðrún Þorkelsdótt- ir, f. á Efri-Saurum í Súðavík- urhreppi 8. febrúar 1877, d. 24. maí 1937. Þau voru ekki í hjóna- bandi. Bróðir Gunnars, sam- mæðra var Jón Þorkell Jóhann- esson, f. 1904, d. 1976. Systkini Gunnars, samfeðra, eru: Ólöf, f. 1914, d. 1929, Sigrún, f. 1915, d. 1980, Pálína, f. 1916, d. 1972, Helga, f. 1923, og Haukur, f. 1928. Gunnar ólst upp í Skálavík, en fluttist síðan til Bolungarvíkur. Mecinas, f. 1970. Þeirra börn eru Leonardo Hákon Magnusson, f. 2003, og Violeta Claudia Magn- usson, f. 2003. d) Anna Margré, f. 1976, sambýlismaður Branislav Dragojlovic, f. 1979. Þeirra sonur er Nikola Magnús Dragojlovic, f. 2003. 2) Sigþrúður Kristín, f. 1948, maki Jón Óskar Carlsson, f. 1946. Þeirra synir eru: a) Róbert Örn, f. 1964, maki Aðalheiður Rúnarsdóttir, f. 1967. Þeirra dæt- ur eru Elsa Ruth, f. 1989, og Lilja Ragna, f. 1991. b) Karl Ómar, f. 1965, maki Berglind Tryggva- dóttir, f. 1965. Þeirra börn: Jón Óskar, f. 1992, Sunna Björk, f. 1999, og Sóley Edda, f. 1999. 3) Gunnar, f. 1955, M1: Anna Clara Sölvinger, f. 1955. Þeirra dætur: a) Lilja Klara, f. 1982, b) Inga Edda, f. 1986, c) Helga Idun, f. 1988. Fyrir átti Anna Clara dótt- ur: Rebeca Sölvinger, f. 1978. Þau skildu. M2) Anita Ingegerd Lund- quist f. 1949. Þau skildu. M3) Gunvor Elisabet Assergård, f. 1947. Gunnar vann við netagerð á ár- unum 1956–59, en þá hóf hann störf hjá Múlalundi í Reykjavík og vann þar óslitið til ársins 1997. Gunnar verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hann starfaði sem rafvirki í Bolungarvík frá árinu 1932 til 1955, en veiktist þá af berklum og varð að flytjast til Reykjavík- ur með fjölskyldu sinni. Gunnar kvæntist 24. maí 1944 Sigríði Margréti Steindórs- dóttur, f. 26. nóvem- ber 1921, d. 5. mars 1984. Foreldrar henn- ar voru Steindór Ingi- mar Karvelsson, f. 13. nóvember 1889, d. 20. júlí 1934, og Sigþrúður Jakobína Halldórsdóttir, f. 16. sept. 1895, d. 27. október 1972. Börn Gunnars og Sigríðar eru: 1) Guðrún, f. 1944, maki Magnús Reynir Guð- mundsson, f. 1944. Þeirra börn: a) Hrefna Ragnheiður, f. 1967, maki Magnús Ingi Bjarnason, f. 1965. Þeirra börn eru Margrét Heiða, f. 1990, og Bjarni Maron, f. 1995. b) Albert Vignir, f. 1971. c) Hlynur Tryggvi, f. 1974, maki Jacqueline Tengdaföður mínum, Gunnari Sig- tryggssyni, þótti jarðvist sín orðin nógu löng. Hann hafði lengi beðið eft- ir kallinu og var sáttur við Guð og menn. Og þótt starfsfólkið á Hrafn- istu væri honum afar elskulegt og hann hefði mikla ánægju af heim- sóknum sinna nánustu, þá fannst honum nóg komið. Hann var orðinn 93 ára gamall og hafði staðið sína vakt. Hann lifði fyrir vinnuna og vildi gera gagn og þótt hann fengi að vinna á Múlalundi langt umfram þau mörk, sem starfsmönnum eru sett um starfslok, þá fannst honum ein- hvern veginn að hlutverki sínu væri lokið þegar hann hætti að vinna. Þannig var Gunnar. Hann var vinnu- samur, nægjusamur og heiðarlegur maður. Hann fæddist í Skálavík og Öskubakurinn og Deildarhorn voru útverðir víkurinnar. Það var ekkert sældarlíf hjá barnungum dreng, sem ekkert hafði af föður sínum að segja og lítið af veikri móður, að alast upp á þessum slóðum í þá daga. En hann var snemma farinn að hjálpa til við hin ýmsu störf og var til dæmis ekki óalgengt að hann væri sendur yfir heiðina til Bolungarvíkur að reka er- indi fyrir húsbændur sína. Þá var hann tíu eða tólf ára og hræddist hvorki þoku né myrkur. Hann sá fljótt að hann yrði að standa á eigin fótum í lífinu. Það var ekki á aðra að treysta. Gunnar flutti fyrir fermingu til Bolungarvíkur þar sem hann tók þátt í félagslífinu og hafði m.a. mjög mik- inn áhuga á leiklist. Hann var síðar kjörinn heiðurfélagi í Ungmenna- félagi Bolungarvíkur. Í Víkinni kynntist Gunnar konunni sinni, Sig- ríði Margréti Steindórsdóttur, hinni mætustu konu. Þau eignuðust þrjú börn, Guðrúnu, Sigþrúði og Gunnar. En það dró ský fyrir sólu. Fjölskyld- an veiktist af berklum og varð að flytjast búferlum til Reykjavíkur. Á Vífilsstöðum dvaldist hluti fjölskyld- unnar mislengi og fjölskyldufaðirinn kom ekki óskaddaður út úr þeirri raun. Hann missti starfsþrekið og var ekki sáttur. Hann gat ekki unnið eins og áður, það fannst honum verst. Í Bolungarvík hafði hann lært raf- virkjun og þegar frá leið fékk hann starf við sitt hæfi á Múlalundi. Hon- um var tekið fagnandi þar, því hann hafði mikla þekkingu og færni sem kom Múlalundi að góðum notum við þá margvíslegu framleiðslu sem þar var. Hann tók gleði sína aftur og gat búið fjölskyldu sinni heimili í Blesu- gróf í Reykjavík. En hann saknaði ætíð Bolungar- víkur, þar sem hann átti sín bestu ár. Ég minnist þess, þegar Gunnar kom eitt sinn í heimsókn til okkar Guðrúnar á Ísafirði, að ég vildi fara með honum til Bolungarvíkur og Skálavíkur að vitja æskuslóðanna. Það vildi Gunnar ekki, hann gat ekki hugsað sér að rifja þannig upp hinar sáru minningar frá Bolungar- vík. En ég sá við honum í þetta sinn. Við ókum út í Hnífsdal og aðeins út á Óshlíðina til að sjá betur inn í Jök- ulfirðina og þar sem Gunnar virti mig mikils sem bílstjóra, þá gat hann ekki mótmælt því að mjög hættulegt væri að gera tilraun til þess að snúa við á hlíðinni. Og brátt vorum við í Bolung- arvík. Ísinn hafði verið brotinn. Það var glaður maður sem fræddi mig um lífið og tilveruna á þessum dýrðar stað, sem hann hafði þó nauðugur orðið að yfirgefa löngu fyrr. „Hér hafði ég kindurnar og þarna heyjaði ég“, „hér var ég með kartöflugarð, það voru svo margir með kartöflu- garða hér á sandinum“, „já, þær gengu þarna fram í dalnum kindurn- ar“. Svona hélt hann áfram. „Pétur Oddsson bjó í þessu stóra húsi og fjölskyldan hans fékk berkla eins og við.“ Gunnar tengdafaðir minn hafði loksins heimsótt Víkina sína og sætt sig við örlög sín og fjölskyldunnar. Við héldum áfram til Skálavíkur, yfir heiðina sem hann hafði margoft gengið ungur og hann sagði okkur nöfn fjallanna, lækjanna, hóla og hæða. Og hvað bæirnir hétu og bændurnir og fólkið sem þar bjó. Hann lýsti briminu þegar það var sem svakalegast og barði ströndina. Þetta var dýrðlegur dagur og ógleymanleg stund. Við þessi kaflaskil vil ég þakka Gunnari tengdaföður mínum. Hann og Sigríður kona hans reyndust mér og fjölskyldu minni betri en hægt var að ætlast til miðað við það að ég flutti dóttur þeirra til langdvalar á Ísafirði. Í Blesugrófina var gott að koma og þar áttum við góðar stundir. Öspin stóra, í horninu við innganginn, óx eins og börnin okkar og þroskaðist, og margar eru myndirnar sem sýna gróskuna og vöxtinn. En það þurfti oft að slá blettinn, hann mátti ekki fara í órækt, og þá var gott að eiga barnabörnin að til að hjálpa sér. Og að sjálfsögðu þurfti að mála girð- inguna og húsið endrum og eins. Gunnar lét verkin tala. Á útskorinni hillu, sem Gunnar smíðaði á sínum yngri árum, standa þessi orð: Morg- ustund gefur gull í mund. Það gat verið ansi erfitt að sofa út í Blesu- grófinni, húsbóndinn var vaknaður fyrir allar aldir, þótt gestirnir svæfu. Og nú vaknar hann til verka í nýjum heimi. Megi Guð reynast honum góð- ur húsbóndi, til þess hefur hann unn- ið. Magnús Reynir Guðmundsson. Í dag verður til moldar borinn ástkær tengdafaðir minn og afi okkar, Gunnar Sigtryggsson frá Bolungarvík. Gunnar var reyndar fæddur í Skálavík 18. nóvember 1911 og var því á 94. aldursári sínu þegar hann lést aðfaranótt 29. janúar síð- astliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Þó söknuður okkar allra sé mikill við fráfall hins einstaka manns sem Gunnar var, erum við þó öll sátt við andlát hans nú. Gunnar var farinn að bíða eftir kalli sínu og nefndi það oft- ar en ekki að það tæki því ekki að færa sér nýja skó eða föt þar sem hans tími væri kominn, eins og hann orðaði það sjálfur. Fyrstu kynni okkar Gunnars og hans vönduðu eiginkonu Sigríðar Steindórsdóttur voru árið 1963 er ég var ungur að árum aðeins 17 ára gamall. Yngri dóttir þeirra hjóna Sig- þrúður, sem ávallt var kölluð Þrúða, og undirritaður höfðum náð sterku augnsambandi. Þetta samband okk- ar Þrúðu varð nú reyndar sterkara en augnsambandið eitt og eignuð- umst við tvo drengi, Róbert Örn 11. janúar 1964 og Karl Ómar 19. ágúst 1965. Það var mér „unglingnum“ ómetanlegt á þessum tíma, af hve miklu æðruleysi og hlýju þau hjónin Gunnar og Sigríður tóku þessari mögnuðu uppákomu að dóttir þeirra væri að eignast barn svo ung sem hún var. Þau Gunnar og Sigríður voru búin að koma sér og fjölskyldu sinni ágætlega fyrir í Bolungarvík. Gunnar vann þar við ýmiskonar raf- virkjastörf, auk lítilsháttar búrekst- ur, þegar hann veiktist af berklum. Í framhaldi af því seldu þau allar sínur eigur í Bolungarvík en andvirði þeirra dugði aðeins til útborgunar á litlu húsi í Blesugróf. Eftir tveggja ára veikindalegu að Vífilsstöðum hóf Gunnar störf hjá Múlalundi í Reykjavík og vann þar alla sína starfsævi. Gunnar naut mik- illar virðingar, bæði hjá sínum yfir- mönnum og samstarfsfólki til margra ára í Múlalundi, enda ann- álaður verkmaður bæði laginn og út- sjónarsamur við þau verk sem hon- um voru falin. Stundvísi hans og samviskusemi voru einstæð og þann- ig að tekið var eftir. Þessu kynntist ég sérstaklega síðustu starfsár hans hjá Múlalundi. Við komum nokkuð oft inn í Múla- lund til Gunnars og fengum þá oftar en ekki ábendingu um hve lánsamir við værum að eiga Gunnar að. Voru það orð að sönnu. Með Gunnari hverfur einhver mesti öðlingur og manngæskumaður sem við höfum kynnst á lífsleiðinni. Tillitssemi og æðruleysi voru honum í blóð borin og ávallt vildi hann senda barnabörnum sínum, við minnsta tækifæri, einhverjar gjafir þó budd- an væri sjaldan þykk hjá honum. Við feðgarnir viljum færa Gunnari afa, eins og hann var alltaf kallaður, okkar hinstu kveðju og þakkir fyrir samveruna og þá lífsspeki sem eftir situr í huga okkar. Jón Óskar Carlsson og synir. Við fráfall mágs míns Gunnars T. Sigtryggssonar rifjast upp margar minningar honum tengdar. Hann kvæntist Sigríði systur minni 1944 og reyndist henni í alla staði einstaklega vel. Hann var mikill fjölskyldufaðir og nutu börn þeirra mikillar um- hyggju af hans hendi. Sömuleiðis bar hann mikla umhyggju fyrir tengda- móður sinni og fjölskyldu hennar sem hér er þakkað. Gunnar var ákaf- lega traustvekjandi maður sem mátti ekki vamm sitt vita á neinn hátt. Hann var harðduglegur og ósérhlíf- inn meðan hann hafði heilsu til. Guð- rún móðir Gunnars bjó hjá Arnfríði systur sinni og manni hennar Páli Jósúasyni á Meiribakka í Skálavík utan Bolungavíkur þegar Gunnar fæddist. Þar ólst hann upp til tólf ára aldurs er hann fluttist með móður sinni til Bolungavíkur 1924. Voru þau í húsmennsku hjá Bergi Kristjáns- syni, hreppstjóra í Bergsbæ, og konu hans Ingibjörgu Tyrfingsdóttur. Gunnar taldi Berg einn af vel- gjörðarmönnum sínum en hann lést 1936 og það sama ár lést móðir Gunn- ars. Árið 1932 hóf Gunnar störf við rafvirkjun í Bolungavík undir hand- leiðslu Haraldar Eggertssonar raf- virkjameistara og varð það hans ævi- starf meðan hann dvaldi í Bolungavík. Gunnar tók virkan þátt í starfi Ungmennafélags Bolungavík- ur og var hann gerður að heiðurs- félaga þess 1953. Hann tók m.a. þátt í leiklistarstarfi félagsins og muna ef- laust margir eldri Bolvíkingar eftir túlkun hans á Katli skræk í Skugga- sveini, sem hann gerði eftirminnileg skil. Í þeirri uppfærslu lék einnig okkar kæri skólastjóri Sveinn Hall- dórsson Grasaguddu eftirminnilega. Árið 1955 urðu skörp þáttaskil í lífi Gunnars og fjölskyldu hans. Hann hafði þá skömmu áður veikst af berklum og varð hann ásamt konu sinni og eldri dóttur þeirra að dvelj- ast á Vífilsstöðum nokkurn tíma. Þetta kom verst út fyrir Gunnar því að hann varð upp úr þessu 75% ör- yrki. Urðu þetta mikil umskipti fyrir þennan röskleika mann eins og hann var. Því að eftirminnilegur var Gunn- ar þegar hann stormaði um Bolunga- vík með stauraskóna á herðunum og var þotinn upp í ljósastaur á nokkr- um sekúndum. En enginn má sköp- um renna, það fékk minn kæri mágur að reyna. Það varð svo að þegar Múlalundur, öryrkjavinnustofa S.Í.B.S., hóf starfsemi sína 1959 varð Gunnar einn af fyrstu starfsmönnun- um þar. Hann vann svo sleitulaust þar til ársins 1997 samtals í 38 ár. Undrun sætti hversu afkastamikill hann var þar þrátt fyrir fötlun sína. Eftir lát konu sinnar sá Gunnar um sig sjálfur með aðstoð yngri dóttur sinnar. Hann var mikill lestrarhestur og voru vísur og ljóð hans eftirlæti, enda kunni hann mikið af því utan- bókar. Gunnar var einlæglega trúað- ur og þetta vers úr Passíusálmunum var honum einkar kært og lýsir það trúarafstöðu hans vel: En með því út var leiddur alsærður lausnarinn gjörðist mér vegur greiddur í Guðsnáðar ríki inn og eilíft líf annað sinn. Blóðskuld og bölvan mína burt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér, Drottinn minn. (Hallgr. Pét.) Gunnar dvaldist á Hrafnistu í Reykjavík sl. tvö ár þar sem hann naut góðrar umönnunar sem hann var mjög þakklátur fyrir. Börnum Gunnars og fjölskyldum þeirra vott- um við hjónin einlæga samúð og biðj- um Guð að blessa þeim og okkur öll- um góðar minningar um hann. Baldvin Steindórsson. Jæja, Gunnar minn, nú er komið að kveðjustund en það fara allir sinn veg að lokum og ég veit að þinn vegur er ljósum prýddur. Gunnar hóf störf í Múlalundi löngu áður en ég kom til starfa. Hann vann á gamla staðnum þegar Múlalundur var í Ármúlanum sem fluttist síðar í Hátún 10c. Hann vann samfellt eftir því sem ég veit best frá því Múla- lundur byrjaði árið 1959 og starfaði þar í 38 ár. Gunnar smitaðist af berklum á sín- um tíma og var 75% öryrki. Annað lungað var tekið úr honum en ekki vantaði dugnaðinn hjá honum. Alltaf var hægt að treysta á að Gunnar vann sitt verk og vel það. Hér var á ferðinni heilsteyptur maður sem var ekki að skafa utan af hlutunum ef honum fannst ekki í lagi með það sem unnið var. Gunnar var einn af þeim sem gat tekið að sér hvaða verk sem á þurfti að halda hverju sinni innan fyrirtækisins og er það ómetanlegt að hafa starfsmann sem er það já- kvæður að geta þetta. Miðað við það að hann var öryrki mætti yngri kyn- slóðin taka hann til fyrirmyndar þar sem hann var ekki að efast heldur gat hann. Við munum alltaf minnast þín með þakklæti og gleði í hjarta. Sam- viskusemin sem þú sýndir Múlalundi var einstök og vildum við félagarnir þakka kærlega fyrir margar góðar stundir. Þitt ljós mun lifa og við vitum að það verður tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna en þar loga ávallt kerti friðar og gleði í kringum þig. Að lokum viljum við þakka fyrir að hafa kynnst þessum öðlingi. Við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til barna hans og annarra vandamanna. Við hjá Múlalundi vilj- um þakka kærlega fyrir að hafa feng- ið að njóta krafta þinna því þú sinntir Múlalundi heils hugar ekki síður en SÍBS í heild. Hvíl í friði, kæri vinur. F.h. vinnufélaga í Múlalundi Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri. GUNNAR TRYGGVI SIGTRYGGSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, HELGA JÓNÍNA DAGBJARTSDÓTTIR, áður til heimilis á Bergstaðastræti 48a, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 11. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 18. febrúar kl. 15.00. Bjarni Magnússon, Guðbjörg Bjarnadóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA HALLDÓRSDÓTTIR, Hlíf 1, Ísafirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði sunnudaginn 13. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Gunnlaugsdóttir, Hákon Guðmundsson, Ingigerður Traustadóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Kristján Ragnarsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.