Morgunblaðið - 15.02.2005, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ástkær móðir okkar,
HALLDÓRA HELGADÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
7. febrúar.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðviku-
dagin 16. febrúar kl. 13.00.
Friðrik Friðriksson,
Þorvaldur Friðriksson.
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
HELGA HALLDÓRSDÓTTIR,
Norðurgötu 52,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 15. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Valdimar Pétursson, Alice Zackrisson,
Jónas Valdimarsson,
Lísa Valdimarsdóttir,
Símon Hjálmar Valdimarsson,
Hilma Elísabet Valdimarsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SAMÚEL J. VALBERG
húsgagnabólstrarameistari,
áður til heimilis á Kambsvegi 34,
lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn
12. febrúar.
Guðný Kristmundsdóttir Valberg,
Aðalbjörg K. Valberg, Matthías Sveinsson,
Lárus Valberg, Guðný Rut Jónsdóttir,
Kristmundur Valberg,
Ingibjörg Valberg, Erlingur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARGRÉT GÍSLADÓTTIR BLÖNDAL
frá Seyðisfirði,
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
11. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 21. febrúar kl. 13.00.
Pétur Blöndal,
Theodór Blöndal, Björg S. Blöndal,
Gísli Blöndal, Erla Harðardóttir,
Ásdís Blöndal, Anton Antonsson,
Margrét Blöndal, Ólafur Einarsson,
Emelía Blöndal, Þórður G. Hjörleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR TRAMPE
frá Litla Dal,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugar-
daginn 12. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Franz Árnason, Katrín Friðriksdóttir,
Sigríður Rut Franzdóttir, Leifur Reynisson,
Davíð Brynjar Franzson, Alexandra C. Suppes.
Elskulegur faðir okkar, afi og bróðir,
JÓN GUÐJÓNSSON
frá Vestri-Dysjum,
Garðabæ,
sem lést mánudaginn 7. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
16. febrúar kl. 15.00.
Elísabet Eygló Jónsdóttir,
Jóna Gréta Jónsdóttir,
Dagbjört Erla Kjartansdóttir
og systkini hins látna.
Elskulegur faðir minn, fósturfaðir og tengda-
faðir,
AÐALSTEINN SIGURÐSSON
bifvélavirki,
Njálsgötu 47,
andaðist á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn
8. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Guðlaugur Aðalsteinsson, Björk Sigurðardóttir,
Guðmundur Guðlaugsson,
Róbert Guðlaugsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AUÐUR KRISTINSDÓTTIR,
Brautarholti,
Kjalarnesi,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 17. febrúar kl. 13:00.
Jarðsett verður í Brautarholtskirkjugarði á
Kjalarnesi að lokinni stuttri minningarathöfn
í Brautarholtskirkju.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð Hjúkrunarþjón-
ustunnar Karítas eða Krabbameinsfélag Íslands.
Ólafur Jónsson,
Kristinn Gylfi Jónsson, Helga Guðrún Johnson,
Björn Jónsson, Herdís Þórðardóttir,
Jón Bjarni Jónsson,
Emilía Björg Jónsdóttir, Þorbjörn Valur Jóhannsson
og barnabörn.
✝ Jóhannes Kr.Guðmundsson
fæddist á Raufar-
höfn hinn 13. októ-
ber 1934. Hann lést á
Landspítalanum í
Landakoti hinn 3.
febrúar síðastliðinn.
Móðir hans var Sig-
ríður Magnúsdóttir
og faðir hans var
Guðmundur Halldór
Jóhannesson. Alsyst-
ir hans var Hólm-
fríður Þuríður, en
hún dó árið 2000.
Hálfsystkini hans
eru Árni Hrafn Árnason, Ingi-
gerður R. Árnadóttir og Magnea
R. Árnadóttir.
Eftirlifandi eiginkona Jóhann-
esar er Guðlaug Guðlaugsdóttir
fædd að Heiði í Holtum í Rang-
árvallasýslu. Þau giftust hinn 31.
desember árið 1959 og eignuðust
fjögur börn sem eru: 1) Guð-
mundur Hallur, f. 1957, maki
hans er Vilhelmína Nielsen og
eiga þau þrjú börn og tvö barna-
börn. 2) Ragna Hrönn, f. 1960,
maki hennar er Kristinn Gúst-
afsson og eiga þau þrjú börn og
fjögur barnabörn. 3) Helma
Björk, f. 1964 og á hún eitt barn.
4) Kristín Heiða, f.
1972, sambýlismað-
ur hennar er Steinn
Viðar Ingason og
eiga þau tvö börn.
Fyrir átti Jóhannes
eina dóttur, Val-
gerði Önnu, f. 1954,
og á hún fjögur
börn og fjögur
barnabörn. Sam-
býlismaður hennar
er Þórir Erlendsson.
Jóhannes ólst upp
á Raufarhöfn hjá
ömmu sinni Hólm-
fríði Þuríði Guð-
mundsdóttur og afa sínum Magn-
úsi Stefánssyni frá Skinnalóni á
Melrakkasléttu. Þegar hann var
17 ára gamall flutti hann til
Reykjavíkur.
Hann vann ýmis störf, meðal
annars við verslun, útgáfu og
sem framkvæmdastjóri Alþýðu-
blaðsins.
Hann var virkur félagi í Al-
þýðuflokki Reykjavíkur.
Jóhannes og eiginkona hans
Guðlaug stofnuðu Samtök
lungnasjúklinga árið 1997.
Útför Jóhannesar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Það er með trega í hjarta að ég
sest hér niður á fögrum vetrar-
morgni og hripa línur á blað – nokk-
ur minningarorð um kæran baráttu-
félaga. Ekki verður hjá því komist
að tár fylli hvarma en þau eru ekki
eingöngu sorgartár heldur líka
gleðitár. Það er gott þegar minning-
arnar draga líka fram margar gleði-
stundir.
Leiðir okkar Jóhannesar lágu
fyrst saman í lok maí 1995, á lungna-
deild Reykjalundar. Sátum við oft
og spjölluðum og miðlaði hann mér
af sinni miklu reynslu. Ekki spillti
svo fyrir þegar í ljós kom að við Guð-
laug Guðlaugsdóttir, eftirlifandi eig-
inkona Jóhannesar, erum bræðra-
dætur. Og enn bætti í þegar
Jóhannes komst að því, að hann og
sambýlismaður minn, Vatnar Við-
arsson, eru náskyldir. Töluðum við
um þau hjónin á okkar heimili sem
stórfrændann og stórfrænkuna. Það
sem kom mér mest á óvart á lungna-
deild Reykjalundar, hvað þetta mik-
ið veika fólk var alltaf skapgott og
stutt í brosið hjá öllum. Ekki skorti
uppá glettni og gott skap hjá Jó-
hannesi. Það var alveg sama á
hverju gekk með sjúkdóm hans þá
sá hann alltaf eitthvað spaugilegt og
jákvætt og sagði svo skemmtilega
frá öllu sem á daga hans dreif. Þessa
samverudaga okkar á Reykjalundi
var mikið brallað og grínast og má
segja að lagður hafi verið grunnur
að ýmsum góðum málum þar. Vil ég
fyrst nefna að við stofnuðum Mæðu-
kór lungnadeildar Reykjalundar.
Þetta var ekki venjulegur mæðukór
– heldur kór þeirra, sem áttu við
mæði að stríða. Það var ekkert smá-
vegis sem var sungið. Við fórum nið-
ur í setustofu, þar sem var flygill og
sungum og sungum. Margir söfnuð-
ust svo í kringum okkur á þessum
söngstundum og undirleikari okkar
var eldri dama með parkinsonsjúk-
dóm á háu stigi, en það kom nú al-
deilis ekki að sök. En á þessum dög-
um var einnig mikið rætt um málefni
lungnasjúklinga og varð það úr að
við Jóhannes hófum undirbúning að
stofnun Samtaka lungnasjúklinga.
Margir góðir menn og konur komu
þar við sögu og langar mig að nefna
fyrsta Guðlaugu, sem studdi okkur
og styrkti alla stund, Hauk Þórð-
arson, fyrrverandi yfirlækni á
Reykjalundi og Björn Magnússon,
lungnasérfræðing, sem þá var starf-
andi á lungnadeildinni á Reykja-
lundi. Undirbúningurinn tók tæp tvö
ár og 20. maí, 1997 var stofnfund-
urinn haldinn á Reykjalundi. Jó-
hannes var þá á lungnadeild Reykja-
lundar og var ákaflega mikið veikur.
Hann lét þó veikindi sín ekki aftra
sér frá því að taka þátt í stofnfund-
inum, eins og fyrirfram hafði verið
ákveðið. Með hjálp hjúkrunarfólks
og lækna deildarinnar tókst honum
að komast niður í safnaðarsalinn og
stíga í ræðustól og flytja ávarp.
Hann var þá kjörinn formaður Sam-
taka lungnasjúklinga og gegndi því
embætti til ársins 2001.
Það var ákaflega gott að vinna
með Jóhannesi og smitaði hann frá
sér þeim eldhuga, sem í honum bjó.
Hann var mikill baráttumaður, hafði
ákveðnar skoðanir á málunum og lá
ekkert á þeim. Þetta eru ákaflega
góðir kostir og hann var þeim ríku-
lega gæddur. Á samstarf okkar Jó-
hannesar bar aldrei skugga og voru
það mikil gæfuspor fyrir mig að
hitta hann fyrir á Reykjalundi og
samsjúklinga mína þar, því þau
gæddu mig nýrri lífssýn.
Eftir að Samtök lungnasjúklina
voru tekin inn í SÍBS í október 1998,
vann Jóhannes ötullega að öllu starfi
þar og gegndi hinum ýmsu trúnað-
arstörfum. Hann sat í kynningar- og
markaðsnefnd SÍBS, svo og í rit-
nefnd SÍBS-blaðsins. Hann gekk
heilshugar að öllum verkum og lagði
svo sannarlega fram mikið og óeig-
ingjarnt starf í þágu Samtaka
lungnasjúklinga og SÍBS. Nú er
skarð fyrir skildi.
Langar mig að láta hér að lokum
fylgja eitt af mínum uppáhaldsljóð-
um, Ef til vill:
Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi
örskammt frá blessuðum læknum, rétt eins
og forðum,
og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna
saman
við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótar-
punti,
finna á vöngum þér ylgeisla sumarsólar
og silkimjúka andvarakveðju í hári,
er angan af jurtum og járnkeldum þyngist
og jaðraki vinur þinn hættir að skrafa við
stelkinn
Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi
með amboðin hjá þér sem forðum, og
titrandi hjarta
mæla í hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss,
til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum,
til gátunnar miklu, til höfundar alls sem er.
(Ólafur Jóh. Sigurðsson.)
Við Vatnar sendum Guðlaugu og
JÓHANNES KR.
GUÐMUNDSSON