Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 41

Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 41 MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Safamýri 48, Reykjavík, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 16. febrúar kl. 13. Unnar Þór Sigurleifsson, Margrét Sigurleifsdóttir, Elías Hartmann Hreinsson, Elísa Sirrý Elíasdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir frábæra umönnun þann tíma er hún dvaldi þar. Elínborg Margrét Sigurbjörnsdóttir, Reynir Kristjánsson, Elías Már Sigurbjörnsson, Jónína Gyða Ólafsdóttir, Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Þ. Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa okkar, HJALTA GUÐMUNDSSONAR, Bæ, Árneshreppi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 11G, Landspítala v. Hringbraut. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Steinunn Hjaltadóttir, Jensína Hjaltadóttir, Guðni Þór Hauksson, Pálína Hjaltadóttir, Gunnar H. Dalkvist, Birna Hjaltadóttir, Þorsteinn Hjaltason, Manya, Unnur og Vilborg. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu INGIBJARGAR ÖRNÓLFSDÓTTUR, Sunnubraut 26, Akranesi. Guð blessi ykkur öll Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, BIRGIR ÁRNASON lést á heimili sínu þann 2. febrúar sl. Útförin fór fram frá Skagastrandarkirkju þann 10. febrúar sl. Alúðarþakkir fyrir sýnda hluttekningu, vináttu og alla veitta aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Inga Þorvaldsdóttir, Straumnesi, Skagaströnd. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ARNÓR ÞORKELSSON málari frá Arnórsstöðum, Skipasundi 87, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 17. febrúar kl. 13.00. Hulda Ingvarsdóttir, Ingþór Arnórsson, Guðný Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Arnórsdóttir, Svavar Þórhallsson, afabörn og langafabörn. Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, GUNNARS FRIÐRIKSSONAR frá Látrum í Aðalvík. Sérstakar þakkir til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Sæmundur, Friðrik, Rúnar og Guðrún Gunnarsbörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ÓLAFAR ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR frá Ísafirði, Sæviðarsundi 15, Reykjavík. Þá eru sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikind- unum. Ólafur G. Viktorsson, Guðný Tryggvadóttir, Steinar Viktorsson, Jórunn Andreasdóttir, Bergljót Viktorsdóttir, Eysteinn Yngvason, Hafsteinn Viktorsson, Borghildur Ísfeld Magnúsdóttir, Júlíus S. Ólafsson, Sigríður Claessen og barnabörn. fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim styrks til handa. Við kveðjum góðan dreng með trega og kærri þökk. Brynja Dís. Jóhannes Kr. Guðmundsson var sannur og einlægur jafnaðarmaður. Hann var jafnaðarmaður af djúpri hugsjón. Í honum var eðalmálmur í gegn og enginn verðskuldaði frekar nafngiftina eðalkrati en hann. Óeig- ingjarn, ávallt reiðubúinn til að miðla af sjóði ómetanlegrar póli- tískrar reynslu, hjartahlýr og fullur af kátínu. Hann hafði sérstaklega falleg augu, sem voru hlý og djúp, og blikuðu af glettni. Í kringum hann var alltaf gleði og kæti. Jói var ein- stök félagsvera, og gæddur ótrúleg- um skipulagshæfileikum. Það sýndi sig þegar hann tók að sér að skipu- leggja sumarferðir Alþýðuflokksins. Eitt sumarið fóru á áttunda hundrað manns með flokknum til Eyja, og Jói sagði sjálfur að það hefði verið þvílík þröng um borð í Herjólfi að formað- urinn sjálfur, Benedikt Gröndal, hefði átt fullt í fangi með að komast í brúna til að halda ræðu! Jóhannes Kr. Guðmundsson var einn af þeim sem báru uppi starf Al- þýðuflokksins í Reykjavík um ára- tugi og sérlega gaman að vinna með honum og Garðari svila hans Jens- syni. Jói var enginn aukvisi þegar kom að kosningum. Hann var burð- arásinn í sigri Vilmundar í prófkjör- inu sem var undanfari sigursins 1978. Hann var ósínkur á þá reynslu þegar hann og fleiri góðir félagar í Alþýðuflokknum tóku þátt í að skipuleggja prófkjörið 1991. Fyrir þá aðstoð hans gat ég aldrei full- þakkað, fremur en öll þau góðu ráð sem hann gaf mér löngum síðar. Í samræmi við jafnaðarhugsjón sína tók Jóhannes þátt í íslensku samfélagi. Hann vildi vernda lítil- magnann og rétta þeim hjálparhönd sem þurftu. Sjálfur lenti hann í erf- iðum veikindum sem hann mætti af einstöku og aðdáunarverðu æðru- leysi. Eftir dvöl á Reykjalundi beitti hann sér fyrir stofnun samtaka lungnasjúklinga og varð fyrsti for- maður þeirra. Því hlutverki sinnti hann af natni og elju og þreyttist ekki á að brýna fyrir okkur félögun- um að það væri skylda okkar sem jafnaðarmanna og þingmanna að gera miklu betur við heilbrigðiskerf- ið. Þegar Samfylkingin var stofnuð studdi hann hreyfinguna af sömu einurðinni og baráttugleðinni og hann studdi Alþýðuflokkinn áður. Þegar sló í bakseglin á fyrstu árum flokksins og ekki sá alltaf til lands í stórsjóunum brást ekki að Jói var fyrstur á dekk til að undirstrika fyr- ir áhöfninni að mótlætið herti menn bara. Jóhannes Kr. Guðmundsson var ómetanlegur félagi og fyrir hönd Samfylkingarinnar færi ég honum bestu þakkir fyrir öll hans góðu störf í þágu hreyfingarinnar um ára- tugi. Ég bið Guð að blessa eiginkonu hans, Guðlaugu, og fjölskyldu þeirra. Össur Skarphéðinsson. Jóhannes Guðmundsson var hjartalagskrati. Lífssýn hans og lífs- skoðun var sá kristni arfur að við höfum skyldur við náungann, að okkur kemur við líðan þeirra, sem ekki geta búið sér viðunandi lífs- máta, sakir æsku eða elli, ómegðar eða sjúkdóma. Fyrir rúmri öld varð til stjórnmálahreyfing, sem gerði þessa lífssýn að stefnu sinni, hún kallar sig sósíaldemókrata – jafnað- armenn. Jafnaðarstefnan var því Jóhann- esi jafn eðlileg og laufið er trénu. Hann gekk í Alþýðuflokkinn og hjartalagskratinn varð löggiltur sósíaldemókrati, sem kunni fræðin. Jóhannes sótti ekki eftir vegtyll- um eða völdum innan Alþýðuflokks- ins. Hann vék sér þó ekki undan slíku þegar eftir var leitað, sem oft var. Hann var félagslegur atgerv- ismaður og hafði áhrif langt umfram titla og embætti. Jóhannes vann mikið fyrir Al- þýðuflokkinn. Ein af ákvörðunum hans, þegar hann var framkvæmda- stjóri Alþýðublaðsins, var að ráða Jón Baldvin sem ritstjóra blaðsins, til þess eins og hann sagði, að skapa Jóni aðstæður til að vinna að pólitík. Alþjóð veit hvað varð, en enginn veit hvað orðið hefði ef Jóhannes hefði látið ógert að leiða saman Alþýðu- flokkinn og Jón Baldvin. Einn af hæfileikum Jóhannesar var þrívíð sköpunargáfa. Hann hannaði og lét smíða ketil til að kynda íbúðahús, hann mátti kynda með rafmagni, kolum, mó, timbri og olíu. Ketilinn kallaði hann Nýtil og var það réttnefni. Mér hefur komið þessi uppfinning í hug þegar strjál- býlið kveinkar sér undan óniður- greiddu rafmagni. Jóhannes var í þessu eins og ýmsu öðru, nokkuð á undan sinni samtíð. Lundarfar Jóhannesar var ein- stakt, oft eins og náðargáfa. Hann hafði glaðlega, jákvæða og gefandi lund. Enginn var lengi reiður eða leiður í návist hans. Þó var hann enginn brandarakarl eða trúður. Hann var flæðandi lind af einlægni, hlýju, gleði og æðruleysi. Líklega var sú lind hans dýrasta eign og mesti styrkur. Jóhannes lenti í mikl- um veikindum og fór í afar stóra skurðaðgerð á lungum. Líf hans hékk þá oft á bláþræði og sextán eða átján sinnum í þeirri legu lenti hann á gjörgæsludeild, en aldrei æðraðist hann og aldrei hvarf honum kímnin né brosið í augunum. Þegar hann fór að hjarna við var hann sendur á Reykjalund. Þar gerði hann sér grein fyrir að lungnasjúklingar gætu haft stuðning hver af öðrum. Á Reykjalundi beitti hann sér fyrir stofnun Samtaka lungnasjúklinga og var kjörinn fyrsti formaður þeirra. Í dag er kveðjustund og nú skilur leiðir. Við hjónin þökkum Jóhannesi og hans góðu konu, fyrir allar dýr- mætu stundirnar sem við áttum saman: Í Skerjó, Reyrengi og Skeifu á flokksþingum og fundum, ferða- lögum og mannamótum. Við þökk- um fyrir gleðistundirnar, rauna- stundirnar og sigurstundirnar. Mest þökkum við þó fyrir einlægu vinátt- una, sem við áttum alltaf vísa, í ranni þeirra Jóhannesar og Guðlaugar. Elsku Lauga, þú og börnin missið nú mest en þið eigið líka mest af dýrmætum minningum um góðan mann og félaga, föður og afa. Það er okkar bæn að þær minningar megi vera ykkur huggun harmi gegn. Kristín Viggósdóttir, Birgir Dýrfjörð. Jóhannes Guðmundsson var ekki bara framkvæmdastjóri Alþýðu- blaðsins og fulltrúi atvinnurekand- ans gagnvart okkur, eins og hann sagði oft hlæjandi með kímni í aug- um, hann var líka vinur og félagi. Hann bar í sér sumt af því fínasta í mannlegum samskiptum sem okkur fannst sjálfsagt að ætti sér upphaf í dýpstu rótum jafnaðarstefnu. Það voru forréttindi að starfa á litlu blaði með mikla sögu í kompaníi við eld- huga og gott fólk. Á sinn hátt var nýr dagur eins og nýtt líf – launa- vinnan eins og langskólanám – og Alþýðublaðið eins og akademía. Jó- hannes Guðmundsson gerði ekki kröfu til rektorsembættisins í þeim skóla. Hann kenndi okkur hins veg- ar eitt og annað um lífið og tilveruna sem aðrir höfðu ekki inngrip í. Jó- hannes Guðmundsson kenndi okkur til dæmis að til væru fleiri hendur en ósýnileg hönd markaðarins. Hann minnti okkur á með sjálfum sér að líka væri til hjálparhönd, sýnileg og ósýnileg, hlý og sterk. Við þökkum Jóa samfylgdina og fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. Helgi Már Arthursson, Garðar Sverrisson.  Fleiri minningargreinar um Jó- hannes Kr. Gumundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Halldór og Anna Kr., Pétur Jónsson, Þráinn Hallgrímsson, Guðmundur Haralds- son, Árni Þórarinsson og Björn Vignir, Bjarni P. Magnússon, Ingi Dóri, Helgi Hróðmarsson, Leó M. Jónsson, Félagar í Súpufélafélag- inu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.