Morgunblaðið - 15.02.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 45
Atvinnuauglýsingar
Bókari óskast
Traust og rótgróið fyrirtæki í Hafnarfirði óskar
eftir bókara í 50% starf. Vönduð vinnubrögð
og heiðarleiki áskilinn. Góð laun í boði.
Umsóknir sendist til augldeildar Morgunblaðs-
ins eða í box@mbl.is merktar: „B — 16659“.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi
Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofuher-
bergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög
góðri sameign. Góður staður. Einnig 1-2 herb.
á Suðurlandsbraut.
Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760.
Fundir/Mannfagnaður
Aðalfundur
Íþróttafélagsins
Gerplu
verður haldinn fimmtudaginn 17. febrúar 2005
kl. 20.00 á Skemmuvegi 6, Kópavogi.
Dagskrá :
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Austurvegur 63, fastanr. 218-5494, Selfossi, þingl. eig. Sveinn Þór
Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 18. febrú-
ar 2005 kl. 9:00.
Brattahlíð 2, fastanr. 221-0014 og 221-0015, Hveragerði, eig. skv.
þingl. kaupsamn. Ficus ehf., gerðarbeiðendur Hveragerðisbær,
Jón Ingvar Pálsson hdl., Lánasjóður landbúnaðarins og sýslumaður-
inn á Selfossi, föstudaginn 18. febrúar 2005 kl. 11:00.
Eyjahraun 12, fastanr. 221-2207, Þorlákshöfn eig. skv. þingl. kaup-
samningi, Anna Gísladóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstu-
daginn 18. febrúar 2005 kl. 14:00.
Heiðarbrún 64, fastanr. 221-0319, Hveragerði, þingl. eig. Berglind
Bjarnadóttir og Sigurður Blöndal, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær,
föstudaginn 18. febrúar 2005 kl. 11:30.
Tjörn, fastanr. 219-9889, Stokkseyri, þingl. eig. Kata Gunnvör Magn-
úsdóttir, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Íbúðalánasjóður og
Sveitarfélagið Árborg, föstudaginn 18. febrúar 2005 kl. 10:00.
Tryggvagata 14, fastanr. 218-7462, Selfossi, þingl. eig. Þórunn
Sveinsdóttir og Þórir Hans Svavarsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðj-
an hf., Íbúðalánasjóður, Lín ehf., Rafmagnsveitur ríkisins og Skóla-
vörubúðin ehf., föstudaginn 18. febrúar 2005 kl. 9:30.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
14. febrúar 2005,
Gunnar Örn Jónsson ftr.
Ýmislegt
Steinsteypudagur 2005
verður haldinn föstudaginn 18. febrúar
á Grand Hóteli Reykjavík
Dagskráin er fjölbreytt að vanda en nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins
www.steinsteypufelag.is. Skráning er hafin
á steinsteypufelag@steinsteypufelag.is.
Félagslíf
I.O.O.F. Rb. 4 1542158-
HLÍN 6005021519 IV/V
Hamar 6005021519 I
FJÖLNIR 6005021519 I
EDDA 6005021519 III
I.O.O.F. Ob. 1 Petrus 1852158 Fl.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins í Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, sem hér segir:
M.b. Kristbjörg II, HF-75, skipaskrnr.127, Hafnarfirði, þingl. eig. Skelja-
höllin ehf, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Ísfell ehf., Radíómiðun
ehf. og Vélvík ehf., fimmtudaginn 17. febrúar 2005 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði,
14. febrúar 2005.
Nauðungarsala
mbl.is
ATVINNA
Nöfn féllu niður í formála
Í formála minningargreina um
Gyðu Guðnadóttur á blaðsíðu 23 í
Morgunblaðinu í gær, mánudaginn
14. febrúar, féll niður vegna mis-
taka í vinnslu lokakaflinn með nöfn-
um tveggja barna hennar. Þau eru:
6) Guðni, f. 30.1. 1961; og 7) Rósa
Þórey, f. 9.7. 1964. Sonur hennar er
Jökull Logi Arnarson, f. 23.6. 1992.
Rósa og Jökull hafa búið með Gyðu
undanfarin ár. Barnabörnin eru
orðin 18 og barnabarnabörnin fjög-
ur.
Húsmæðraskólamenntunin nýtt-
ist Gyðu vel í rekstri stórs heimilis.
Þau Elías og Gyða bjuggu í nokkur
ár á Rauðalæk í Holtum og síðar á
Hellu á Rangárvöllum. Síðustu árin
bjuggu þau á Stokkseyri.
Gyða var jarðsungin frá Lang-
holtskirkju 14. febrúar.
Hlutaðeigendur eru beðnir inni-
lega afsökunar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
SÆNSKA sendiráðið á Íslandi stóð fyrir móttöku á föstudaginn
fyrir Íslendinga sem aðstoðuðu við að koma Svíum frá flóðasvæð-
unum á Taílandi. Sem kunnugt er þáðu sænsk stjórnvöld boð ís-
lenskra stjórnvalda um að senda flugvél með íslensku heilbrigð-
isstarfsfólki til Taílands til að ná í Svía sem lifað höfðu af
hörmungarnar í Taílandi. Um var að ræða slasað fólk og fólk sem
misst hafði ættingja í flóðunum.
Í sendiráðinu var m.a. boðið upp á köku með áletruninni. „Takk
fyrir hjálpina“.
Bertil Jobeus, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, hefur áður komið á
framfæri þökkum til íslensku þjóðarinnar fyrir þá hjálp sem Íslend-
ingar veittu frændum sínum.
Morgunblaðið/Golli
Þökkuðu fyrir hjálpina
HEIMILI og skóli – landssamtök for-
eldra hafa flutt skrifstofu sína að Suður-
landsbraut 24, fjórðu hæð. Símanúmer
samtakanna er óbreytt: 562 7475. Skrif-
stofan er opin alla virka daga kl. 9–12 og
13–16. Símaráðgjöf fyrir foreldra er veitt
alla virka daga kl. 9 til 12.
Sjá nánar á heimasíðu samtakanna:
www.heimiliogskoli.is.
Heimili og skóli
í nýtt húsnæði
VINNUMIÐLUN ungs fólks
(VUF) opnar fyrir móttöku um-
sókna um sumarstörf hjá stofn-
unum Reykjavíkurborgar í dag,
15. febrúar. Þeir sem eru fæddir
1988 eða fyrr og eru með lögheim-
ili í Reykjavík geta sótt um hjá
VUF.
Einungis er hægt að sækja um
rafrænt á vefsíðunni www.vuf.is. Í
húsnæði Vinnumiðlunarinnar að
Pósthússtræti 3–5 eru nettengdar
tölvur til afnota ef með þarf.
Starfsfólk Vinnumiðlunar er einnig
boðið og búið til að aðstoða þá um-
sækjendur sem þess óska.
Tekið er á móti umsóknum til
30. apríl. Athygli er vakin á því að
umsóknartími og aldurstakmark
er breytilegt eftir störfum.
Vinnumiðlun ungs fólks er til
húsaá fyrstu hæð Hins hússins,
Pósthússtræti 3–5, netfangið er
vuf@vuf.is og síminn er 520 4600.
Sumarstörf
á vegum
Reykjavík-
urborgar
VEGNA fregna um hugsanlegt sam-
komulag borgaryfirvalda og samgöngu-
ráðuneytisins um áframhaldandi flug-
starfsemi í Vatnsmýrinni hefur
Hverfafélag sjálfstæðismanna í Vest-
urbæ og Miðbæ samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Stjórnin Hverfafélags sjálfstæðis-
manna í Vesturbæ og Miðbæ telur
óásættanlegt að gert verði samkomulag
á milli borgaryfirvalda og samgöngu-
ráðuneytisins um áframhaldandi flug-
starfsemi í Vatnsmýrinni án undan-
genginnar kynningar og umræðna
meðal Reykvíkinga um hvað slíkt sam-
komulag felur í sér. Óviðunandi er að
borgaryfirvöld ákveði upp á sitt ein-
dæmi að binda hendur Reykvíkinga
allra í svo stóru máli og er ljóst að slíkt
samræmist ekki lýðræðislegum vinnu-
brögðum.
Brýnt er að afdrifaríkar ákvarðanir
um framtíð Reykjavíkurflugvallar og
hugmyndir um nýtingu dýrmætasta
byggingarlands höfuðborgarinnar verði
teknar með lýðræðislegum hætti. Slíkt
verður best tryggt með því að efna til
kosningar þar sem öllum atkvæðisbær-
um Reykvíkingum gefst kostur á að velja
á milli skýrra og raunverulegra valkosta
um Reykjavíkurflugvöll og framtíðar-
skipulag Vatnsmýrarinnar.“
Kosið verði
um flugvöll
og valkosti í
Vatnsmýrinni
♦♦♦
Í Morgunblaðinu á sunnudag féll
niður texti, sem átti að fylgja
grein eftir Sigrid Valtingojer um
Íran og lýsir þeim hörmungum
sem íranska þjóðin hefur þurft
að ganga í gegnum á undanförn-
um aldarfjórðungi. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum og
birtist textinn hér:
„Á undanförnum 25 árum hafa
róttækir sögulegir atburðir og
breytingar átt sér stað í Íran.
BYLTING, sem kollvarpaði
pólitískum, félagslegum og þjóð-
félagslegum aðstæðum fólksins.
STRÍÐ, sem geisaði lengur en
seinni heimsstyrjöldin í Evrópu
og kostaði tæpa milljón karla,
kvenna og barna lífið.
NÁTTÚRUHAMFARIR – jarð-
skjálftar hafa kostað fjölda mannslífa og
valdið gríðarlegri eyðileggingu.
STRAUMUR íransks menntafólks í
útlegð og straumur af afgönsku flótta-
fólki til Írans – fyrir vikið hýsir Íran
fleira flóttafólk en flest önnur lönd í
heimi.
Það má segja, að hver einasta fjöl-
skylda syrgi píslarvotta, sem létu lífið
annaðhvort í byltingunni, í stríðinu eða
sem pólitískir andófsmenn.
Og öll þessi fórn var til einskis.
Í dag berst fólk við margvísleg vanda-
mál eins og atvinnuleysi, of lítið framboð
af skólum og menntunarmöguleikum og
ritskoðun klerka á öllum sviðum.
Þrátt fyrir allt þetta hefur íbúafjöldi
tvöfaldast á síðastliðnum 25 árum. 70%
Írana eru undir 25 ára aldri. Þetta er
sterkt afl og hjá þessum hópi ungs fólks
liggur framtíðarvonin. Krafist er betri
menntunar og meira frelsis sem ekki
kosta róttæka byltingu, heldur næst
fram með þolinmæði og þrautseigju
fólksins í landinu á næstu árum.“
25 ára umbrotasaga Írans
Konumoskan í borginni Isfahan í Íran.
♦♦♦