Morgunblaðið - 15.02.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 15.02.2005, Síða 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG ER FARIN AÐ VIKTA OG SEGJA STJÖRNUSPÁ HLJÓMAR VEL ÞÚ ERT FEITUR HVAÐ MEÐ STJÖRNUSPÁNA? Í DAG ÁTTU EFTIR AÐ FARA MEÐ MIG ÚT AÐ HÖFN OG HENDA MÉR Í SJÓINN RÉTT HJÁ ÞÉR ÞAÐ ER GOTT AÐ GANGA Á HAUSTIN ÞEGAR MAÐUR KEMUR HEIM ER GOTT AÐ FÁ SÉR BOLLA AF HEITU KAKÓI... OG SETJAST VIÐ HEITT SJÓNVARPIÐ PABBI, ELSKARÐU MIG? AUÐVITAÐ KALVIN MINN MUNDIRÐU ENNÞÁ ELSKA MIG EF ÉG HEFÐI GERT SVOLÍTIÐ AF MÉR AUÐVITAÐ MUNDI... ...ÉG... ELSKA.... ÞIG EF ÉG HEFÐI GERT SVOLÍTIÐ MJÖG... MJÖG... KALVIN! HVAÐ VARSTU AÐ GERA NÚNA!?! Risaeðlugrín © DARGAUD HÆ, ERTU NÝKOMINN HINGAÐ? JÁ, BARA Í MORGUN ÉG FRÉTTI AÐ ÞEIR VÆRU AÐ LEITA AÐ MANNI MEÐ REYNSLU, ÞANNIG AÐ ÉG SKELLTI MÉR BARA ÉG ER Í 3 VIKNA REYNSLUTÍMA. EN ÞÚ, ERTU BÚINN AÐ VERA HÉR LENGI? Í SEX MÁNUÐI HAFU EKKI ÁHYGGJUR. VINNAN ER EKKI ERFIÐ OG EF ÞÚ AFKASTAR VEL ÞÁ VERÐUR ALLT Í GÓÐU LAGI EKKI MÁLIÐ ÞÚ VERÐUR LÍKA AÐ PASSA AÐ FARA VEL MEÐ VERKFÆRIN. SÁ SEM VAR HÉRNA Á UNDAN ÞÉR BRAUT KLÓ OG HVAÐ VAR GERT VIÐ HANN? HANN VAR REKINN Á STAÐNUM. ENGINN UPPSAGNAFRESTUR EÐA BÆTUR. EFTIR ÁTTA ÁR HJÁ FYRIRTÆKINU. OG NÚNA FINNUR HANN EKKERT MEIRI BJÁNARNIR NÆSTI! OG NÚNA VIL ÉG HAFA ÞÖGN ÞARNA UPPI! ! Dagbók Í dag er þriðjudagur 15. febrúar, 46. dagur ársins 2005 Víkverja þykir þaðsæta miklum tíð- indum að íþrótta- fréttamenn sjónvarps- stöðvanna skuli nú teljast meðal helstu verndara íslenskrar tungu. Víkverji er að sjálf- sögðu hlynntur því að íslenska sé töluð í ís- lenskum fjölmiðlum og að þeir leggi áherslu á „að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli“, eins og kveðið er á um í út- varpslögunum. Þótt það kunni að vera erfitt að tala lýtalausa íslensku nánast sam- fleytt í tæpar tvær klukkustundir í beinni útsendingu hlýtur það að vera lágmarkskrafa að íþróttafréttamenn reyni eftir megni að vanda mál sitt. x x x Víkverji hefur horft á fótboltaleikiá Stöð tvö og Sýn í mörg ár og hefur ekki orðið var við að frétta- mennirnir leggi áherslu á að allt tal og texti sé á lýtalausri íslensku. Þvert á móti hefur honum blöskrað metnaðarleysi íþróttafréttamanna í þessum efnum. Það hvarflar stund- um að honum að þeir hugsi á ensku eða að þeir telji sig vaxa í áliti hjá fót- boltaáhugamönnum temji þeir sér ensku- skotið málfar. Dæmin eru mý- mörg: „mörkin telja“, „Giggs tekur hann á“, „Arsenal leiðir í hálf- leik“ o.s.frv. Málvönd- unarmenn hafa marg- oft fjallað um þessar málvillur í fjölmiðlum. Samt halda frétta- mennirnir áfram að grafa undan íslensk- unni eins og þeim sé borgað fyrir það og virðast líta á ábendingarnar sem gamaldags nöldur. Fréttamennirnir hafa nú tekið upp þá ensku málvenju að eintöluorð yfir hópa eða lið taka með sér fleir- tölumyndir sagna. Nýleg dæmi: „Arsenal byrja leikinn“, „Villa í sókn og fá horn“, „Arsenal fara með þrjú mörk í hálfleik“. Víkverji dregur í efa að íslensk börn tali svona en telur líklegt að þau læri þetta af fréttamönnunum. Má draga þá ályktun af þessum málspjöllum að íslenskunni stafi e.t.v. meiri hætta af íslenskum fréttamönnum en enskum þulum í sjónvarpi? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Loftkastalinn | „Komin til að sjá og sigra“ nefnist leikrit sem Thalía, leik- félag Menntaskólans við Sund, frumsýnir í kvöld kl. 20. Hér er um að ræða söngleik sem byggist á hinni sígildu kvikmynd Stuð- manna „Með allt á hreinu“. Hinir ungu leikarar sungu og dönsuðu af mikilli innlifan þegar ljósmyndari leit við í Loftkastalanum á dögunum. Morgunblaðið/Golli Ungir leikarar með allt á hreinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2.Tím. 3, 15.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.