Morgunblaðið - 15.02.2005, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
ÍSLANDSBANKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ
20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I Í L F
20 F L F I I
Óskarsverðlauna
Sýnd kl. 10.20.
Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð
Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.16 ára.
LEONARDO DiCAPRIO
Frá
fram
leiða
nda
Tra
ining
day
Þeir þurfa að standa saman til að halda lífi!
Frábær spennutryllir!kl. 5.30 og 10.30.
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 6.
H.L. Mbl. Kvikmyndir.is
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
þrjár vikur á toppnum í USA!
Baldur Popptíví
Ó.H.T Rás 2
Yfir 30.000 mannsfir .
Ó.Ö.H. DV
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
3000 km að heiman. 10 eftirlifendur
Mögnuð spennumynd um baráttu
upp á líf og dauða
Sýnd kl. 5.45 og 8.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri!
Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða
VALDÍS Óskarsdóttir kvikmyndaklippari segir það
hafa verið hálfgert áfall er hún hlaut hin virtu BAFTA-
verðlaun Bresku kvikmyndaakademíunnar fyrir klipp-
ingu myndarinnar Eternal Sunshine of the Spotless
Mind á laugardagskvöldið.
„Mér brá því ég var alls ekki búin að búa mig undir
þetta, en svo þegar ég var komin í sætið mitt aftur eftir
hringferðina þá var þetta mjög ánægjulegt,“ sagði Val-
dís í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún kom til Ís-
lands með BAFTA-styttuna glæsilegu í farteskinu síðla
sunnudags.
Enginn gæðastimpill
Valdís hefur áður unnið til fjölda viðurkenninga fyrir
störf sín en hún segist ekki hafa talið að það væri inni í
myndinni að hún hlyti þessi verðlaun þar sem hún hafi
verið að keppa við fremstu klippara í heimi og hún hafi
auk þess haldið að Bretar myndu verðlauna breska
mynd.
Valdís segist ekki vita hvaða áhrif verðlaunin muni
hafa á feril hennar enda líti hún ekki á þau sem neinn
gæðastimpil.
„Í rauninni fer þetta allt eftir þeirri mynd sem þú ert
að klippa,“ segir hún. „Ég var ofboðslega heppin í Etern-
al Sunshine of the Spotless Mind, því ég hafði allt það
sem ég þurfti til að ná þessu út úr myndinni. Svo getur
verið að næsta mynd sem ég fæ verði þannig að ég nái
engu út úr henni. Maður getur ekki gert meira og betur
en það efni sem maður hefur í höndunum býður upp á.“
Komin með gott handrit
Valdís segist nú standa í samningaviðræðum um
næsta verkefni en að það geti enn brugðið til beggja
vona með það.
„Ég nenni ekki að taka að mér að klippa bíómynd
nema ég fái gott handrit og það verður að segjast eins
og er að ég fékk bara tvö góð handrit síðastliðið ár. Síð-
an fékk ég ekki aðra myndina og var of sein með hina.
Nú er ég komin með gott handrit í hendurnar og ég er
að vona að það gangi upp.“
Spurð að því hvort verðlaunin muni ekki styrkja
stöðu hennar í þeim samningaviðræðum segist Valdís
ekki hafa hugmynd um það. Hún sé því miður búin að
semja um launin en það eigi enn eftir að semja um svo
til allt annað.
„Annars veit ég ekkert hvaða áhrif þessi verðlaun
hafa,“ segir hún. „Þú ættir frekar að spyrja þann sem
hlaut þau á síðasta ári hvaða áhrif þau hafi haft á
hann.“
Kvikmyndir | BAFTA-verðlaunin komu Valdísi á óvart
Taldi að Bretar myndu
verðlauna breska mynd
Valdís var augljóslega hrærð og óviðbúin er hún tók
við BAFTA-verðlaunum sínum á laugardaginn.
Eina teiknimyndin sem komst á
lista yfir tíu mestu táramyndirnar
er Disney-myndin ljúfsára um dá-
LOKAATRIÐIÐ í fjölskyldumynd
Stevens Spielbergs um geimveruna
E.T. kallar fram fleiri tár en nokk-
uð annað í gervallri sögu kvik-
myndanna. Þetta eru niðurstöður
könnunnar um mestu vasaklúta-
myndirnar sem breska sjónvarps-
stöðin Channel 4 gerði meðal áhorf-
enda sinna. Þeir 70 þúsund sem
tóku þátt táruðust mest yfir því
þegar E.T. sneri aftur til heim-
kynna sinna í geimnum og kvaddi
vin sinn Elliott.
Í öðru og þriðja sæti höfnuðu at-
riði úr Tom Hanks-myndinni The
Green Mile og vinsælustu mynd
sögunnar, Titanic. Í fjórða sæti
lenti lokaatriðið úr jólaeftirlætinu
It’s a Wonderful Life, mynd Frank
Capras frá 1942.
dýrið Bamba, einnig frá 1942, en
hún lenti í 6. sæti.
Hinar vasaklútamyndirnar á topp
tíu eru fangelsisdramað The
Shawshank Redemption, hnefa-
leikamyndin The Champ með John
Voight og Rick Schroder, hafna-
boltamyndin Field of Dreams með
Kevin Costner og My Girl með
Macaulay Culkin kornungum.
Í flokki sjónvarpsefnis hafnaði
lokaatriðið hjartnæma í fjórðu og
síðustu þáttaröð gamanþáttanna
Blackadder í efsta sæti og í flokki
íþróttaefnis kemur ekki á óvart að
Bretar segist hafa tárast mest yfir
því þegar Gareth Southgate mis-
notaði vítaspyrnu í undanúrslita-
leiknum gegn erkifjendunum Þjóð-
verjum á Evrópumótinu árið 1996.
Flest tár féllu yfir kveðjustund E.T.
E.T. símar heim. Tárin streymdu
hjá bíógestum um heim allan þegar
geimveran góðhjartaða kvaddi.
Kvikmyndir | Mestu vasaklútamyndir sögunnar
GRÍNISTINN Chris
Rock, sem verður kynn-
ir á Óskarsverðlaunahá-
tíðinni 27. febrúar, hef-
ur heldur betur valdið
uppnámi innan Ósk-
arsakademíunnar með
ummælum sínum. Sum-
ir hafa gengið svo langt
að krefjast þess að
fundinn verði annar
kynnir. Rock sagði ný-
lega að athöfnin væri
bara tískusýning og að-
eins fyrir homma. „Ég
hef aldrei horft á Ósk-
arinn. Ég meina, þetta
er tískusýning,“ sagði
hann. „Hvaða gagnkyn-
hneigði svarti karl-
maður sest niður til að
horfa á Óskarsverðlaunin? Bentu
mér á einn slíkan!“ bætti hann við,
„verðlaun fyrir listir eru andsk.
heimskuleg.“
Meðlimir akademíunnar hafa, að
því er segir á drudgereport.com,
krafist þess að Rock verði sviptur
kynnisstarfinu, af ótta við að hann
saurgi orðstír Óskarsverðlaunanna.
„Þetta er í einu orði sagt hneyksli,“
hefur Drudge eftir einum stórlax-
inum í Hollywood.
„Þessi náungi er að
segja að verðlaun séu
fyrir heimskingja og svo
er hann kynnir á sýn-
ingu fyrir Óskars-
verðlaunaakademíuna?
Ætli brandarinn sé ekki
á okkar kostnað,“ segir
þessi ónafngreindi
stórlax í viðtali við
drudgereport.com.
Hverjum er ekki
drullusama?
Önnur óbirt ummæli
Rocks hafa einnig valdið
titringi. Í einu tilfelli
setti hann á svið samtal
milli blaðamanns og
George W. Bush á
fréttamannafundi Hvíta hússins:
„Herra forseti, hvað finnst þér um
hjónabönd samkynhneigðra? – And-
skotinn hafi þessa homma.“
Þá var Rock spurður hverju hann
myndi klæðast við athöfnina. „Ég
hef ekkert á móti fólki sem er ekki
gagnkynhneigt, en þekkirðu í alvör-
unni gagnkynhneigðan karlmann
sem pælir eitthvað í því? Hverjum er
ekki drullusama?“ spurði grínistinn.
Chris Rock gerir allt vitlaust með
ummælum sínum um Óskarinn
„Þetta er tískusýn-
ing fyrir homma“
Sumum þykir Chris
Rock helst til djarfur
í ummælum sínum.
Reuters
LAG hljómsveitarinnar Bang
Gang, „Follow“, var spilað í
þættinum The O.C. í 12. þætti
nýjustu þáttaraðarinnar, sem
sýndur var á fimmtudaginn.
Lagið var notað í atriði þar
sem persónurnar Summer og
Zach ræddu samband sitt á
hótelherbergi á Valentínus-
ardaginn. Þátturinn verður
sýndur hér á landi um jóla-
leytið.
„Ég ákvað að gera þetta
fyrir þá, til að hjálpa þætt-
inum. Koma honum á kort-
ið,“ segir Barði Jóhannsson,
aðalmaðurinn í Bang Gang,
„þetta ætti að verða ágæt-
islyftistöng fyrir þennan þátt,“ bætir
hann við. „Þetta er þáttur í því átaki
að koma góðri músík í undirmeðvit-
und hins almenna hnakka.“
Tónlistin í The O.C. hefur vakið
mikla athygli og reglulega hafa ver-
ið gefnar út geislaplötur með lögum
úr þáttunum. Aðrir listamenn sem
eiga lög í þessari þáttaröð eru m.a.
The Album Leaf, Interpol, Gwen
Stefani, The Thrills, Modest Mouse,
U2 og Keane. Íslenska hljómsveitin
Leaves átti lag í The O.C. fyrir
nokkrum misserum.
Tónlist | Bang Gang í The O.C.
Barði ætlar að reyna að stuðla að bættum
tónlistarsmekki áhorfenda The O.C.
„Ágætislyftistöng
fyrir þennan þátt“