Morgunblaðið - 15.02.2005, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 57
Níu manna hljómsveit sem spilarbhangra-tónlist leikur á Nasaföstudaginn 18. febrúar og erutónleikarnir hluti af dagskrá
Vetrarhátíðar í Reykjavík. Shin er söngvari
þessarar líflegu sveitar og fellst góðfúslega
á að útskýra fyrir lesendum Morgunblaðs-
ins uppruna bhangra.
„Bhangra-tónlist er form tónlistar og
dans sem kemur frá Punjab-héraði á Ind-
landi. Þetta er þjóðlagadans og tónlist sem
fólk flytur og syngur í kringum uppskeru-
tíma á Indlandi. Tónlistin byggist á stórri
viðartrommu sem er eins og tunna með
geitaskinni á báðum endum. Það er spilað
með tveimur kjuðum á hana en þessi
tromma heitir dhol. Takturinn sem er spil-
aður á dhol er takturinn sem fólk dansar
við í bhangra-tónlist,“ útskýrir Shin.
„Við erum tónleikasveit og einbeitum
okkur því að tónlistinni fremur en dans-
inum. Ég hoppa um á sviðinu og hreyfi mig
en nota ekki mikið af hefðbundnum Punj-
abi-danshreyfingum. Það eru til danshópar
hér á Bretlandi sem dansa þetta í fullum
glimmerskrúða en DCS einbeitir sér að
tónlistinni,“ segir hann og tekur til við að
útskýra önnur hljóðfæri sem koma við
sögu.
Tabla og plötuspilari
„Við erum með dhol í sveitinni og dholak,
sem er minni útgáfa trommunnar, en það er
spilað á hana með höndunum. Svo notum
við tabla. Einnig spilum við á ýmis vestræn
hjóðfæri eins og trommur, gítar, bassa og
hljómborð. Það er líka plötusnúður sem
skífuskankar og spilar með hjómsveitinni á
tónleikum,“ segir Shin og útskýrir hvernig
bresku áhrifin koma inn í þessa tónlist sem
að uppruna er indversk.
„Við erum Punjab-fólk sem fæddist hér í
Bretlandi, við erum allir þriðja eða fjórða
kynslóð. Við erum menntaðir í breska
menntakerfinu og erum breskir ríkisborg-
arar. Við höfum orðið fyrir áhrifum frá öllu
því breska sem er í kringum okkur. Við tökum
það besta úr breskri menningu og tónlist og
það besta úr punjabskri menningu og tónlist og
blöndum þessu tvennu saman. Við höfum
myndað okkar eigin bhangra-hljóm, sem kallast
breskt-asískt bhangra,“ segir hann en meðlimir
DCS hafa óhræddir drukkið í sig hinar ýmsu
tónlistarstefnur.
„DCS er ein af fyrstu hljómsveitunum sem
fóru að nota vestræn áhrif í bhangra-tónlist.
Við notuðum við reggí og danstónlist strax
snemma á tíunda áratugnum,“ segir Shin en
hljómsveitin hefur starfað í tuttugu ár.
Eldra fólk frá Punjab var ekki ánægt með
þetta. „Það óttaðist áhrif frá tónlist sem það
þekkti ekki neitt. Það hélt að við værum að
reyna að spilla tónlistinni og spilla unga fólk-
inu. En við vorum ekki að spilla tónlistinni,
við vorum að koma með nýja áhrifavalda inn
og skilgreina tónlistina upp á nýtt. Þetta var
eitthvað sem við gátum samsamað okkur við.
Ég hlusta á mikið af nýjustu tónlistinni sem
er í gangi hverju sinni og líka bhangra-tónlist
og blanda þessu tvennu saman, annað er ekki
hægt,“ útskýrir Shin og þetta heyrist vel á
nýjustu diskum sveitarinnar, Punjabi Dance
Nation og Old Skool /Nu Skool DCS Flava.
Bhangra-tónlist vinsæl
Hann samsinnir því að með þessu hafi
bhangra náð til fleira fólks og hafa vinsældir
þessarar tónlistar aukist á síðustu árum. Sem
dæmi má nefna lagið „Mundian to Bach Ke“
með Panjabi MC, sem var m.a.s. mikið spilað í
íslensku útvarpi.
„Það er mikill áhugi á bhangra-tónlist út
um allt núna.“
Shin segir að hljómsveitin ferðist þrisvar til
fjórum sinnum á ári til meginlands Evrópu, til
landa á borð við Þýskaland, Sviss og Holland.
„Þessi ferðalög eru frábær. Fólk virðist elska
bhangra-tónlist,“ segir Shin en DCS er spennt
fyrir Íslandsförinni og því að kynna Íslend-
ingum bhangra-tónlist.
Landinn á von á góðu því DCS hefur marg-
oft fengið verðlaun sem besta bhangra-sveitin
á tónleikum. „Við erum með hráa orku á sviði
og virkjum áhorfendurna. Ég vona að við eig-
um eftir að koma fólki skemmtilega á óvart.“
Vetrarhátíð | Bhangra-hljómsveit frá Bretlandi spilar á Nasa um næstu helgi
Höfum myndað okkar eigin hljóm
Söngvarinn Shin leiðir níu manna
hljómsveitina DCS en lífleg sviðs-
framkoma og tónlistarflutningur er
aðalsmerki hennar.
Ónefndur indverskur maður að spila á dhol í
Punjab-héraði.
DCS spilar á Nasa föstudagskvöldið 18. febrúar
kl. 22. Húsið verður opnað kl. 20 og leikur Súkkat
kl. 20.30. Eftir að tónleikum DCS lýkur spilar
gleðisveitin Bermúda. Aðgangur er ókeypis.
www.dcs-band.com
ingarun@mbl.is
Íslendingar fá um næstu helgi
tækifæri til þess að kynnast hinni
fjörugu tónlistarstefnu bhangra,
sem ættuð er frá Indlandi.
Hljómsveitin DCS spilar
bhangra-tónlist með breskum
menningaráhrifum en Inga Rún
Sigurðardóttir ræddi við Shin,
söngvara sveitarinnar.
AKUREYRI
kl. 6.
Ísl tal.
H.L. Mbl.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45 og 6.20.
Ísl tal
ÁLFABAKKI
3.45 og 6. m. í.t./3.45. m. e. t.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.45.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.45. m. ísl tali.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum
Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt
meistaraverk. Besta mynd hans til þessa.
Kvikmyndir.is
DV
FRÁ HÖFUNDUM SOUTH PARK
KRINGLAN
Kl. 6. Ísl tal /
kl. 6 og 8. E. tal.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10..
ÁLFABAKKI
kl. 6, 8.15 og 10.30.
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
Mbl.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
05.02. 2005
2
7 5 4 9 7
2 1 0 1 5
9 11 15 35
10
02.02. 2005
6 13 16 25 35 47
9 48 25
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
Úrslitin úr
enska boltanum
beint í
símann þinn