Morgunblaðið - 16.04.2005, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞÖRFIN fyrir vinnuafl hér á landi er óvenju mikil og
hingað streymir erlent vinnuafl. En hvað gerist þeg-
ar allt dregst saman, þenslan minnkar og atvinnu-
tækifærunum fækkar? Mun þá fjöldinn af Íslend-
ingum og erlendu starfsfólki sem hefur unnið sér inn
þessi ótímabundnu atvinnu- og dvalarréttindi
streyma á atvinnuleysisskrá? Unnur Sverrisdóttir,
forstöðumaður stjórnsýslusviðs Vinnumálastofnun-
ar, vill að þessi mál verði rædd strax og að sú umræða
verði hispurslaus.
Þetta kom fram í ræðu Unnar á málþingi Starfs-
greinasambandsins um svarta atvinnustarfsemi og
ólöglegt vinnuafl sem haldið var á Selfossi í gær. Á
fundarmönnum var að heyra að þeir fögnuðu því að
ferskir vindar blésu nú um ganga Vinnumálastofn-
unar.
„Beint ofan í sömu gjótu“
Unnur benti á að vegna gríðarlegrar eftirspurnar
eftir vinnuafli hefði ásókn í að fá hingað erlent
starfsfólk aukist hratt. Hún tók fram að hún væri
alls ekki andvíg því að útlendingar kæmu hingað til
að starfa en í þessum málaflokki væru uppi nokkur
aðkallandi álitamál sem brýnt væri að fá svör við.
Umræða um þau hefði ekki farið fram en hún yrði
að hefjast strax og niðurstaða að fást sem fyrst,
helst á næstu vikum eða mánuðum. Íslendingar
þyrftu ekki að vera áratug á eftir öðrum í þróuninni
og umræðunni „og hoppa beint ofan í sömu gjótur
og nágrannalöndin“. Í Bretlandi, Danmörku og
Þýskalandi væri verið að herða reglur um erlent
vinnuafl og Tony Blair, forsætisráðherra Breta,
hefði rætt um gestavinnuafl sem væri velkomið
meðan atvinna væri næg en yrði að fara aftur til sín
heima þegar þrengdist um.
Fyrsta álitamálið sem Unnur nefndi var hvort
framlengja ætti aðlögunartíma gagnvart ríkisborg-
urum frá hinum nýju aðildarríkjum ESB en að
óbreyttu fá þeir fullan rétt til atvinnu og dvalar hér
á landi 1. maí 2006. Unnur benti fundarmönnun á að
þá mættu Íslendingar búast við miklum straumi frá
þessum löndum. „Meðan að munurinn á lífskjörum
er svona mikill milli nýju Evrópusambandsríkjanna
og þeirra gömlu þá sækir ódýrt vinnuafl inn, flæðir
yfir. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri og gerist
líka í öðrum löndum. Við verðum að átta okkur á því
að verði aðlögunartíminn ekki framlengdur þá fær
fólk úr nýju ríkjunum óheftan aðgang að vinnu-
markaðnum hér og það er fólkið sem hefur skrifað
undir samninga um 90.000 krónur fyrir sex daga
vinnuviku og ellefu klukkustundir á dag,“ sagði
Unnur og vísaði þar með til samnings sem þrír
Lettar sem voru við störf á Stokkseyri, gerðu vegna
vinnu sinnar hér á landi. Sýslumaðurinn á Selfossi
ákærði mennina fyrir að starfa hér án atvinnuleyfa
og voru þeir dæmdir í mánaðarlangt skilorðsbundið
fangelsi.
Meiri kröfur til útlendinga?
Annað málið sem hún vék að var útgáfa atvinnu-
leyfa til erlendra starfsmanna. Nú væri það svo að í
fyrstu væri atvinnuleyfi gefið út til eins árs og síðan
væri tiltölulega einfalt að framlengja það um tvö ár.
Að þessum tíma liðnum, þ.e. eftir þrjú ár, fengi við-
komandi útlendingur sjálfkrafa rétt til ótímabund-
ins atvinnu- og dvalarleyfis á Íslandi. Unnur spurði
hvort endurskoða þyrfti þessar reglur og hugsan-
lega gera strangari kröfur áður en ótímabundið
leyfi væri gefið út, t.d. að viðkomandi yrði að sýna
fram á íslenskukunnáttu. Unnur minnti þó á að slíkt
kostaði peninga, t.d. kostaði um 200.000 krónur að
veita útlendingi 160 klukkustunda íslenskunám og
þó væri takmarkað gagn í slíku námskeiði. „Hvað
kynnum við í kínversku eftir 160 tíma? Ég er ekki
viss um að það yrði mjög mikið,“ sagði hún. Tungu-
málið væri þó nauðsynlegt, útlendingarnir yrðu að
geta gert kröfur í þjóðfélaginu, öðruvísi gæti þeir
ekki staðið jafnfætis þeim sem fyrir væru. „Við vilj-
um endilega fá sem flesta, þetta er alltof fámennt
þjóðfélag en við verðum bara öll að búa í sama þjóð-
félagi,“ sagði Unnur í pallborðsumræðum að fram-
sögum loknum.
Á síðustu vikum hafa svokallaðir þjónustusamn-
ingar verið mjög í sviðsljósinu. Lettarnir þrír sem
áður var minnst á voru, að sögn þess sem þeir unnu
fyrir, hér á landi á grundvelli slíks samnings. Á
Austurlandi er nú tekist á um sambærilegt mál en
þar hafa tveir Lettar sem ekki höfðu atvinnuleyfi
verið ákærðir vegna starfa sinna í þágu GT verk-
taka. Af hálfu GT verktaka er því haldið fram að
þeir séu hér á grundvelli þjónustusamnings við
starfsmannaleigu og þurfi ekki slík leyfi.
Unnur benti á að starfsmannaleigur ættu rót sína
í tilskipun Evrópusambandsins og tilgangurinn
með þeim hefði í upphafi verið að koma fólki af at-
vinnuleysisskrá og að tryggja að fólk sem sent væri
milli landa nyti a.m.k. lágmarkskjara í hverju landi
fyrir sig. Lagaákvæðum um starfsmannaleigur
hefði hins vegar verið snúið upp í andhverfu sína
þannig að „siðblindir atvinnurekendur“ sæju sér nú
hag í því að nota þær sér til framdráttar. Lög og
reglur um starfsmannaleigur og þjónustusamninga
væru óljós og t.a.m. væru engin skýr fyrirmæli um
heimildir Vinnumálastofnunar til að krefjast gagna
um slíka samninga. Unnur sagði skelfilegt hvernig
talað væri um menn sem hingað kæmu á grundvelli
þjónustusamninga. Af hálfu GT verktaka hafi það
t.a.m. verið sagt hreint út að mennirnir fengju
greitt í Lettlandi og kjör þeirra kæmu þeim bara
ekki við. „Þetta er fólk, venjulegt fólk, en það er
frekar eins og verið sé að tala um kýr. Fólk sem er
að vinna allan daginn, fyrir fyrirtækið þeirra, í
þeirra þágu, en það kemur þeim bara ekki við! Mér
finnst þetta svo skelfilegt að það nær engri átt,“
sagði Unnur. Sem betur fer væri byrjað að vinda of-
an af „þessari vitleysu“ m.a. með hjálp lögreglunn-
ar.
Togað og teygt
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri
Alþýðusambands Íslands, sagði alveg ljóst að þörf
væri á skýrum reglum um starfsmannaleigur og
þjónustusamninga þar sem greinilegt væri að þær
væru togaðar og teygðar til þess að atvinnurek-
endur gætu ráðið til sín erlenda starfsmenn á smán-
arkjörum og stundað félagsleg undirboð hér á
landi. Hann sagði að þjónustusamningar væru oft-
ast hreinir málamyndagerningar utan um klár
markmið; að greiða lægri laun en hér þekktust og
komast hjá því að skapa starfsfólki þann aðbúnað
sem það hefði rétt á. Álitamál þessu tengd snertu
um 1.000 manns, flesta hjá Impregilo en mál GT
verktaka og Stjörnublikks væru af svipuðum toga.
Hinn 2. maí mun ASÍ hefja átak gegn ólöglegu
erlendu vinnuafli og mun það a.m.k. standa út árið.
Halldór ítrekaði að átakið beindist ekki gegn er-
lendu starfsmönnunum heldur þeim sem réðu þá til
vinnu við smánarkjör. Halldór sagði þessa ólöglegu
starfsemi grafa undan kjörum og réttindum allra
sem störfuðu á íslenskum vinnumarkaði, þ.á m.
þeirra útlendinga sem hefðu öll leyfi til að starfa
hér. Hún græfi einnig undan þeim samskiptum sem
hefðu byggst upp milli aðila vinnumarkaðarins og
undan samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem
færu eftir leikreglunum. Þá væri hún aðför að vel-
ferðarkerfinu því þessi fyrirtæki kæmu sér hjá því
að greiða skatta og skyldur. „Þessir aðilar ætla að
vera á fríu fari, þeir ætla ekkert að leggja til, þeir
ætla bara að þiggja,“ sagði hann. Í pallborðsum-
ræðum sagði Halldór að ekki þyrfti að taka langan
tíma að laga lögin til, það hefði t.a.m. aðeins tekið
um eina viku að fara með eftirlaunafrumvarp al-
þingismanna í gegnum þingið.
Hvað um Íslendingana?
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi,
taldi lögin á hinn bóginn nægilega skýr og hann
sagði jafnframt alveg ljóst að lögregla yrði að hafa
vakandi auga með afbrotum tengdum ólöglegu
vinnuafli, rétt eins og hún skipti sér af hraðakstri og
innbrotum. Hann sagðist enn fremur furða sig á því
að Íslendingar létu sig hafa það að vinna við hlið út-
lendinga sem ekki hefðu leyfi til að starfa hér á
landi og ynnu hér við miklu lakari kjör en þeir sjálf-
ir. Með þessu væru þeir ekki að gera útlending-
unum neinn greiða og þeir væru heldur ekki að gera
sjálfum sér greiða enda kæmi þessi ólöglega starf-
semi niður á kjörum þeirra sjálfra. Væntanlega
myndi öðru máli gegna ef börnum þeirra eða öðrum
ættmennum væru boðin sambærileg kjör og að-
stæður, þá myndi sjálfsagt heyrast hljóð úr horni.
„Þessir menn eru að vinna við hliðina á Íslending-
um, mönnum sem eru félagar í íslenskum verka-
lýðsfélögum. Er samfélagið hér orðið svo alþjóðlegt
að mönnum sé alveg sama hvað gerist við hliðina á
þeim?“ spurði Ólafur Helgi Kjartansson.
Málefni ólöglegs vinnuafls í brennidepli á málþingi Starfsgreinasambandsins
Hvað gerist þegar atvinnu-
tækifærunum fækkar?
Morgunblaðið/RAX
Halldór Grönvold, Ólafur Helgi Kjartansson, Bryndís Kristjánsdóttir, forstöðumaður lögfræðiskrif-
stofu Skattrannsóknarstjóra,Unnur Sverrisdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir, fréttamaður og stjórn-
andi pallborðsumræðna, á ráðstefnu Starfsgreinasambandsins á Selfossi í gær.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
DAGANA 16. til 20. apríl verður
Landvernd með kynningu á starf-
semi sinni í Kringlunni í Reykja-
vík. Þar verður sett upp sýning
um vistvernd í verki, kanínur frá
fræðslusetri Landverndar í Al-
viðru koma í heimsókn og settar
verða upp víðsjár til að skyggn-
ast inn í lífið í vatninu, segir í til-
kynningu frá Landvernd. Jafn-
framt kemur fram að Landvernd
hafi látið útbúa sérstaka boli með
mynd af þjóðarblóminu holtasól-
ey. Bolirnir verða til sölu á staðn-
um ásamt vistvænum inn-
kaupapokum.
Þá gefst gestum einnig tæki-
færi til að taka þátt í getraun um
vistvernd og skrá sig sem félaga í
Landvernd. Hópur líffræðinema
úr Háskóla Íslands stendur vakt-
ina ásamt félögum og starfs-
mönnum Landverndar.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,
formaður Landverndar, opnar
sýninguna kl. 11 í dag. Sýningin
verður á annarri hæð á móts við
verslunina Pennann.
Landvernd kynn-
ir starfsemi sína
í Kringlunni
BENSÍNVERÐ á heimsmarkaði
hefur lækkað töluvert undanfarna
viku og hélt áfram að lækka í
gær, bæði í London og New York.
Því er eðlilegt að spyrja ís-
lensku olíufélögin hvort þau hygg-
ist grípa til verðlækkana hjá sér.
Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélag-
inu Esso segir engar ákvarðanir í
þeim efnum liggja fyrir. Staðan
verði endurskoðuð eftir helgina,
bæði með olíuverðið og gengi doll-
ars. Bendir Magnús á að eldsneyt-
isverðið hafi verið orðið gríð-
arlega hátt, mun hærra en á öllu
síðasta ári, en vonir hafi verið
bundnar við þá lækkun sem nú
hafi átt sér stað. Hins vegar hafi
staða krónunnar á sama tíma ver-
ið veik gagnvart dollarnum. Doll-
arinn hafi þannig hækkað um
þrjár krónur frá síðustu mán-
aðamótum.
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri
Atlantsolíu, segir að ekki standi til
að grípa til lækkunar á bens-
ínverði en félagið muni fylgjast
grannt með þróuninni á mörk-
uðunum á næstunni.
Olíufélögin hafa
ekki ákveðið
lækkun
ÞAÐ verður tekið hrikalega á því
á Grand hóteli á laugardaginn
þegar þar fer fram Íslandsmeist-
aramótið í kraftlyftingum sem
jafnframt er 20 ára afmælismót
Kraftlyftingasambands Íslands.
Átökin verða sérstaklega hörð í
yfirþungavigt, því í þeim flokki
etja kappi tvær skærustu kraft-
lyftingastjörnur landsins, þeir
Auðunn Jónsson og Benedikt
Magnússon.
Hjalti Úrsus Árnason, móts-
haldari, segir að einvígi þeirra sé
einstakt, því aldrei áður hafi svo
öflugir íslenskir kraftlyft-
ingamenn att kappi á sama
mótinu.
Auðunn hefur verið sterkasti
kraftlyftingamaður þjóðarinnar í
meira en áratug og er búist við
gríðarlega spennandi keppni
hans við undrabarnið Benedikt.
Það á þó varla við að kalla Bene-
dikt undrabarn, því þrátt fyrir að
hann sé aðeins 21 árs vegur hann
vel yfir 150 kíló og hefur margoft
sýnt fram á ótrúlegan styrk sinn.
Hjalti Úrsus segir hann hafa lyft
400 kílóum í réttstöðulyftu fjór-
Ofureinvígi í uppsiglingu
um sinnum í röð sem sé beinlínis
ótrúlegur árangur. Auðunn er
hins vegar sterkari í bekkpressu
og hnébeygju auk þess sem hann
hefur mun meiri keppnisreynslu
en Benedikt. „Það verður met-
aregn, ég get lofað því,“ segir
Hjalti Úrsus.
Kraftlyftingamótið hefst klukk-
an 12 á laugardaginn á Grand
hóteli. 19 manns eru skráðir til
keppni, þar af þrjár konur. „Við
búumst við stemningu ald-
arinnar,“ segir Hjalti Úrsus
Árnason.
Auðunn Jónsson og Benedikt
Magnússon etja kappi.
EIÐUR Smári Guðjohnsen knatt-
spyrnumaður er einn þeirra sem
standa að uppbyggingu nýs
íþrótta- og fræðaseturs við Valla-
kór í Kópavogi fyrir hönd Knatt-
spyrnuakademíunar.
Eiður, ásamt föður sínum,
Arnóri Guðjohnsen, og Guðna
Bergssyni, skrifaði undir vilja-
yfirlýsingu með Kópavogsbæ í
fyrradag um sameiginlegan und-
irbúning setursins.
Að sögn Arnórs mun Eiður
reyna að koma að starfinu eins
mikið og hann getur, en hann
spilar með knattspyrnufélaginu
Chelsea í Englandi.
„Eiður hefur haft mikinn áhuga
á þessu verkefni allt frá því hug-
myndin að íþrótta- og fræðasetr-
inu fæddist fyrir tveimur árum.
Við stefnum að því að fá til liðs
við okkur færustu þjálfara og
knattspyrnumenn landsins og Eið-
ur er einn þeirra. Hann hefur
auðvitað góða reynslu, miklu að
miðla og hefur sínar hugmyndir
um hvernig eigi að standa að
verkefninu,“ segir Arnór.
Markmið setursins verður að
þjálfa hæfileikaríkt ungt íþrótta-
fólk auk þess sem almenningi
mun bjóðast að nýta sér aðstöð-
una.
Eiður tekur þátt
í uppbyggingu
íþróttaseturs