Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 19

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 19 FRÉTTIR urheimta þróttinn, enda góðir sjúkraþjálfarar sem hún fór til tvisv- ar á dag,“ segir Steinunn, en Anna Sigrún getur nú orðið gengið ein og óstudd inni við þó hún muni um sinn þurfa að notast við göngugrind þeg- ar hún er úti við. Þú getur ekki hlaupist frá raunveruleikanum Flytja þurfti Önnu Sigrúnu nokkr- um sinnum milli LSH í Fossvoginum og á Hringbraut vegna þeirra að- gerða sem hún fór í. Steinunn rifjar upp ánægjulega endurfundi sem urðu í einni slíkri ferð því þá var það áhöfnin sem kom fyrst á slysstað sem flutti hana á milli. „Það var ynd- islegt fyrir okkur að geta þakkað þeim fyrir og eins held ég að það hafi ekki síður verið mikilvægt fyrir þá að geta hitt hana aftur og séð hvað hún braggaðist vel,“ segir Steinunn. „Það snertir líka alla þegar börn eiga í hlut. Í þessari ferð tjáðu bráðaliðarnir mér að þeim hefði þótt hræðilegt að heyra í útkallinu að barn hefði fallið niður af annarri hæð, en í fyrstu var talið að hún hefði fallið þaðan. Ekki bætti úr skák þeg- ar þeir síðan komu á staðinn og heyrðu að hún hefði í raun farið út af fjórðu hæð.“ Steinunn rifjar upp að bráðaliðarnir hafi einnig haft orð á því að þeir hafi verið lengi að átta sig á því hver væri mamman sökum þess hve róleg Steinunn hafi verið þar sem hún kraup við hlið dóttur sinnar á slysstað. Hafi þeir t.d. farið að hugga nágrannakonu sem var há- grátandi þar sem þeir héldu að hún væri mamman. Aðspurð hvernig henni hafi tekist að halda ró sinni segist Steinunn í raun ekki geta út- skýrt það. „Það er bara eitthvað ósjálfrátt sem gerist. Þú bara heldur ró þinni, enda verður maður bara að standa sig. Þú getur ekki hlaupist frá raunveruleikanum.“ Þessi afstaða Steinunnar, að ekki verði hlaupið frá raunveruleikanum, gildir einnig þegar kemur að því að ræða slysstaðinn, sem er heimili fjöl- skyldunnar. „Sumir hafa spurt okk- ur hvort við getum hugsað okkur að búa hérna áfram. Ég get alveg hugs- að mér það, enda erum við í mjög góðri blokk og afar heppin með ná- granna. Ég ætla ekki að hlaupast frá raunveruleikanum. Auðvitað vildi maður geta stoppað klukkuna og óskar að þetta hefði ekki gerst, en þetta er orðinn hlutur og þú færð því ekki breytt. Við munum auðvitað gera okkar ráðstafanir til að tryggja að svona geti ekki gerst aftur, en að fara að flytja núna og setja allt í upp- nám með því held ég að væri miklu verra fyrir hana. Hér er heimili okk- ar og hér finnur Anna Sigrún öryggi og skjól.“ Talið berst að slysum í heimahús- um og þeirri spurningu hvort fólk sé almennt nógu vel meðvitað um hvar hinar ýmsu hættur leynast. „Ég held að í þessu hraða daglega lífi okkar þurfum við að huga betur að þeim slysagildrum sem fyrirfinnast á heimilinu. Það eru allir að vinna mik- ið og lífið gengur hratt fyrir sig. Um- ræðan um slys á börnum er því mjög jákvæð og þörf,“ segir Steinunn og bendir á að hins vegar þurfi að gera það á smekklegan hátt og vísar þar m.a. til auglýsinga Umferðarstofu þar sem barn sést hlaupa fram af svölum, sem kom við mjög marga. Steinunn rifjar upp að nýfarið var að sýna auglýsinguna áður en Anna Sigrún féll fram af svölunum. „Sum- ir hafa velt fyrir sér hvort hún hafi verið að herma eftir auglýsingunni, en ég held að það sé ekki rétt. Þó veit maður aldrei, enda ómögulegt að segja hvaða áhrifum börn verða fyrir frá t.d. sjónvarpinu.“ Lágt en löglegt svalahandrið Fjölbýlishúsið þar sem fjölskyld- an býr er líkt og fleiri blokkir byggð- ar á árabilinu 1950–70 með fremur lágt svalahandrið, en það mælist að- eins 92 cm. Til samanburðar má nefna að Anna Sigrún er nú þegar orðin 110 cm. Samkvæmt bygginga- reglugerð frá 1998 skulu svalahand- rið á svölum á þriðju hæð og ofar vera 120 cm, en hins vegar eru slíkar reglugerðir ekki afturvirkar. „Okkur hefur alltaf þótt handriðið lágt,“ seg- ir Steinunn og rifjar upp að síðasta sumar þegar farið var í viðhalds- framkvæmdir á blokkinni hafi þau hjónin stungið upp á því á húsfundi að handriðið yrði hækkað í leiðinni, líkt og gert hafði verið á nágranna- blokk stuttu áður. „Einhverra hluta vegna varð ekkert af því, enda held ég að fólki hafi kannski ekki fundist nein beinlínis þörf á því. Þetta var jú búið að vera svona í þrjátíu ár, eða frá því að blokkin var byggð, og aldr- ei neitt gerst,“ segir Steinunn og tekur fram að þau hjónin ætli sér að láta setja plastþil á innanverðum svölunum til þess að gera svalirnar öruggari. Leikskólinn stuðlar að víðsýni Um síðustu mánaðamót fór Anna Sigrún aftur að mæta í leikskólann og urðu, að sögn Steinunnar, miklir fagnaðarfundir, en leikskólafélagar hennar höfðu reglulega fengið fregn- ir af líðan hennar og fengið að heim- sækja hana á spítalann. Múlaborg er blandaður leikskóli þar sem fötluð börn eru í bland við ófötluð og því hafi það ekki vakið neina sérstaka eftirtekt þó Anna Sigrún mætti í göngugrind. Hins vegar höfðu sum börnin orð á því að hún væri öðruvísi en hin börnin á leikskólanum sem nota þurfi göngugrind þar sem hún gæti líka gengið án hennar. „Sjálf held ég að vera Önnu Sig- rúnar á Múlaborg hafi aukið víðsýni hennar, þar sem hún hefur lært að það að vera fatlaður er bara partur af lífinu,“ segir Steinunn og rifjar upp að afstaða Önnu Sigrúnar á spít- alanum hafi einkennst af miklu æðruleysi. „Henni fannst þannig ekkert mál að þurfa að vera í hjóla- stól og nota göngugrind um tíma þar sem hún var alvön því að leikskóla- félagar hennar þyrftu að nota hvoru tveggja. Þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti að vera í hjólastól um tíma hafði hún orð á því að hún væri í raun heppin að þurfa aðeins að nota hann tímabundið í stað þess að vera bund- in í honum til langframa líkt og félagi hennar á leikskólanum.“ Spurð hvernig framtíðin líti út segir Steinunn læknana segja of snemmt að segja nokkuð til um það, en síðar í mánuðinum er ráðgert að Anna Sigrún fari í aðgerð þar sem teknar verða skrúfur úr spjald- hryggnum og lærinu. „Þetta er nátt- úrlega bara kraftaverk að hún skuli hafa fengið jafn ótrúlega skjótan og góðan bata og raun ber vitni. Hins vegar vitum við ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Anna Sigrún er spengd á lærlegg í gegnum vaxtar- línu og eins getur mjaðmarkúlan, sökum of lítils blóðflæðis, rýrnað vegna brotsins. Læknarnir segja að þetta muni allt koma í ljós á næstu tveimur árum. Við lifum sem betur fer á tímum þar sem svo ótrúlega margt er hægt að gera með nútíma- tækni. Og þó það hendi hana að þurfa að vera halta allt sitt líf, hvað er það þá miðað við allt sem kom fyr- ir hana?“ segir Steinunn og bætir svo við: „Sjálf trúi ég því að í lífinu sé ekki lagt meira á mann en maður ræður við. Það breytir því ekki að það er ýmislegt lagt á mann í lífinu og það er sá skóli sem maður fer í gegnum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn I. Stefánsdóttir afhenti ásamt dóttur sinni Kristínu Gunnars- dóttur, deildarstjóra á gjörgæslu, eintak af bókinni Tákn með tali. MÆÐGURNAR Anna Sigrún og Steinunn I. Stefáns- dóttir, afhentu í gær Herdísi Gunnarsdóttur, hjúkr- unardeildarfræðingi á barnaskurðdeild LSH, Ingi- björgu Sigurþórsdóttur, aðstoðardeildarstjóra á slysa- deild, og Kristínu Gunnarsdóttur, deildarstjóra á gjör- gæslu, hverri sitt eintakið af ritinu Tákn með tali, en það var einmitt Tákn með tali sem Anna Sigrún greip til í því skyni að tjá sig þegar hún lá á gjörgæslu tengd öndunarvél eftir fall fram af fjórðu hæð fjölbýlishúss. Að sögn Steinunnar kviknaði hugmyndin að bóka- gjöfinni fljótlega eftir sjúkrahúslegu dótturinnar. „Okkur hjónum finnst afar jákvætt að börn skuli læra Tákn með tali í leikskólum. En við þessar aðstæður hjálpaði það okkur og ekki síður henni að hún gat tjáð sig þó hún gæti ekki talað,“ segir Steinunn og bendir á að sjálf hafi þau hjónin ekki kunnað öll tákn dótt- urinnar og því notið aðstoðar leikskólakennara við að þýða tákn Önnu Sigrúnar. „Við þessar aðstæður hefði það því komið að góðum notum ef bókin Tákn með tali hefði verið til á spítalanum,“ segir Steinunn. Aðspurð segir Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu, yndislegt hafa verið að sjá Önnu Sigrúnu tákna þegar hún vaknaði á gjörgæslu eftir aðgerðina. „Það var frábær tilfinning að sjá hana svona glaðvak- andi stuttu eftir aðgerðina og sjá hana nota hend- urnar til að tjá sig, því það var til merkis um að í lagi væri með höfuðið á henni,“ segir Kristín og tekur fram að á sama tíma hafi starfsfólkið fundið til van- máttar þar sem skildi ekki hvað litla stúlkan var að segja. Að sögn Kristínar gerir hún sér miklar vonir um að bókin Tákn með tali muni nýtast vel spítal- anum, en ætlunin er að kynna aðferðina fyrir starfs- fólki á næstu vikum. Með bókagjöfinni fylgdi sérstakt kennsluforrit og fyrirheit frá Námsgagnastofnun um nýja og end- urbætta útgáfu bókarinnar sem væntanleg er í haust. Að auki býður Eyrún Ísafold Gísladóttir, talmeina- fræðingur hjá Talmeinastöðinni, heilbrigðiskerfinu kynningu á Tákn með tali. Það er tryggingafélagið Sjóvá-Almennar sem styrkir bókagjöfina. „Fundum til vanmáttar“ „TÁKN með tali er fyrst og fremst notað í málörvunarskyni og einnig til að skýra málið fyrir þeim börn- um sem eru sein til máls vegna ým- ist fötlunar eða málhömlunar af einhverju tagi. Þannig er aðferðin hugsuð til þess að bæði auðvelda þeim að tjá sig og skilja aðra,“ segir Rebekka Jónsdóttir, leikskólastjóri á Múlaborg, en eins og fram hefur komið reyndist það Önnu Sigrúnu mjög vel að hafa lært Tákn með tali á leikskólanum þar sem það gerði henni kleift að tjá sig meðan hún lá í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn Rebekku er öllum börnum á leik- skólanum kennt Tákn með tali og er það notað í öllu starfi leikskól- ans. Aðspurð segir Rebekka Tákn með tali notað öðruvísi en táknmál þar sem aðeins eru táknuð áherslu- orð í stað þess að tákna öll orðin sem sögð eru. Leikskólinn Múlaborg er fjög- urra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1–6 ára. Að sögn Rebekku er á Múlaborg unnið eftir heiltækri skólastefnu sem þýðir að leikskól- inn er fyrir alla. Alls eru 78 vist- unarrými á leikskólanum og þar af eru átta rými sérstaklega ætluð fötluðum börnum, en Múlaborg sér- hæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna og hef- ur starfsfólk leikskólans þá sýn að samvera fatlaðra og ófatlaðra sé góður kostur fyrir öll börn. „Þann- ig er gert ráð fyrir því að allir séu metnir að eigin verðleikum og fái tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkar sannfæring að þessi blöndun sé vænlegust til að fyr- irbyggja fordóma gagnvart fötl- uðum einstaklingum.“ Að mati Rebekku vinnst margt með þeirri blöndun sem unnið er með á Múlaborg. „Með þessari að- ferð kynnast börnin fjölþættari hóp. Þau læra að taka tillit, þróa með sér þolinmæði og umburð- arlyndi, auk þess sem þau læra að bera virðingu hvert fyrir öðru.“ Leikskóli fyrir alla silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.