Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 21

Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 21 ERLENT www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 04 1 0 4/ 20 05 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Corolla - Tilfinningin er góð Verð frá 1.755.000 kr. Tíminn er ekki það eina sem flýgur þegar þú ekur Corolla Corolla er ríkulega hlaðin staðalbúnaði. Þar má nefna fjóra loftpúða fyrir ökumann og farþega, ABS-hemlakerfi, krumpusvæði, Optitronmæla í mælaborði og útvarpsfjarstýringu í stýri. Það er sama hvaða gerð af Corolla höfðar til þín. Frábær hönnun, öryggi, framúrskarandi aksturs- eiginleikar og frábært verð einkenna þær allar. Taktu skynsamlega ákvörðun. Komdu og reynsluaktu Corolla. RAINIER III, fursti af Mónakó, var borinn til grafar í gær og lagður til hinstu hvílu hjá eiginkonu sinni, bandarísku kvikmynda- leikkonunni Grace Kelly. Báru tíu hermenn kistuna frá höllinni í dómkirkjuna og gengu þrjú börn þeirra hjóna næst henni, þau Car- oline, Albert, sem nú hefur tekið við af föður sínum, og Stephanie. Grimaldi-ættin er ein elsta aðalsætt í Evrópu og engin evrópsk há- tign hefur setið lengur á valdastóli en Rain- ier. Tók hann við árið 1949 og stýrði síðan ríki sínu í 56 ár. Var margt stórmenni við- statt útförina. AP Rainier fursti af Mónakó bor- inn til grafar KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að bresk og bandarísk stjórnvöld beri hluta sakarinnar í hneykslismáli er tengist áætluninni um olíu fyrir mat sem SÞ ráku í Írak á síðasta áratug en hún fól í sér að Írakar fengju að selja olíu gegn því að tekjurnar rynnu að mestu til kaupa á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Hann segir að meiri spilling hafi verið ástunduð utan áætlunarinnar, þ.e. með smygli um Tyrkland og Jórdaníu, en í tengslum við áætlunina sjálfa, sem SÞ starfræktu. Ummæli Annans vekja athygli í gær hafnaði talsmaður breska ut- anríkisráðuneytisins þeim orðum Annans að það væri staðreynd „að meirihluti fjármuna þeirra sem Saddam Hussain komst yfir var vegna smygls er ekki tengdist áætluninni og það gerðist á vakt Bandaríkjamanna og Breta“. Sagði talsmaðurinn að gagnrýni nefndar, sem rannsakað hefur olíusöluáætlunina, hafi vikið að SÞ, ekki einstökum ríkjum. Umrædd rannsókn þykir hafa leitt í ljós að Saddam Hussein, fyrrverandi for- seti Íraks, auðgaðist verulega á ol- íusöluáætluninni, að því er virðist m.a. vegna spillingar hjá SÞ. Annan hefur ekki sloppið við gagnrýni, m.a. vegna þess að fyr- irtæki sem sonur hans starfaði hjá, Cotecna Inspection, var á sínum tíma úthlutað verki í tengslum við olíusöluáætlunina. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Kofi Annan hafi haft áhrif á það. Annan ræddi við fréttamenn eft- ir að fréttist að þrír menn hefðu verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að hafa greitt embættismönn- um Saddams milljónir dollara út úr sjóðum olíusöluáætlunarinnar. Gaf Annan í skyn að hann teldi að breskum og bandarískum stjórn- völdum hefði verið fullkunnugt um smygl í tengslum við þessi mál en ákveðið að loka augunum fyrir því. Mennirnir þrír sem voru ákærð- ir í fyrradag eru frá þremur lönd- um; Texas-búann David Chalmers yngri, Búlgarann Ludmil Dioniss- iev og Bretann John Irving. Kofi Annan Kofi Annan segir Breta og Bandaríkjamenn bera sök Þrír ákærðir í tengslum við áætlun um olíu fyrir mat í Írak Santa Maria. AFP. | Janet Arvizo, móðir drengsins sem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi, sagði við réttarhöldin yfir söngvaran- um í gær að fjölskylda drengsins hefði alls ekki í hyggju að höfða einka- mál á hendur Jackson í því skyni að fá skaðabætur. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga,“ sagði hún. Aðalverjandi Jacksons, Thomas Mesereau, yfirheyrði móður drengs- ins í gær og lagði sig fram um að gera framburð hennar ótrúverðugan. Verj- endur Jacksons gefa í skyn að hún hafi æft son sinn í að bera ljúgvitni gegn Jackson eftir að hún hafi fundað með lögmanni sem náði dómsátt í máli sem annar drengur höfðaði gegn söngvaranum fyrir 12 árum vegna meints kynferðisofbeldis. Samkvæmt sáttinni greiddi Jackson þeim dreng 20 milljónir dollara, rúmar 1200 millj- ónir króna. Mesereau spurði hana í gær hvort hún vissi hvenær frestur til að höfða einkamál á hendur Jackson nú rynni út. Hún hikaði, en sagði síðan: „Ég held að ég viti það. En ég hef engan áhuga á því.“ Vann mál gegn stórverslun Konan, sem er 37 ára, höfðaði árið 2000 mál gegn stórversluninni JCPenny vegna kynferðislegrar áreitni. Samkvæmt dómsátt fékk Arvizo greidda 152.000 dollara, nær tíu milljónir króna, í bætur eftir að ör- yggisvörður stöðvaði hana og börn hennar og sakaði hana um búðar- þjófnað. Í kjölfarið höfðaði hún einka- mál á hendur versluninni, rétt áður en fyrningarfrestur rann út. Málið var stutt framburði barna hennar og hún krafðist bóta á þeim forsendum að ör- yggisvörðurinn hefði beitt hana kyn- ferðislegu ofbeldi við handtökuna. Kærir ekki Jackson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.