Morgunblaðið - 16.04.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.04.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A ðeins Eysteinn Jónsson gegndi fjár- málaráðherraembættinu lengur en Geir H. Haarde hefur setið nú, en Eysteinn var fjármálaráðherra í 13 ár í þremur lotum; 1934–39, 1950–54, þegar hlé varð í nokkra mánuði á ráðherradómi hans vegna veikinda, og 1954–58. Friðrik Sophusson vant- aði tvær vikur upp á sjö árin í fjármálaráðuneytinu, en hann var ráðherra frá 30. apríl 1991 til 16. apríl 1998, þegar Geir H. Haarde tók við. Sá sem næst kemst þeim Geir og Friðriki með samfellda setu í fjármálaráðuneyt- inu er Magnús Jónsson, sem var fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Viðreisnarstjórninni á árunum 1965–71. „Það segir sína sögu um stöðug- leikann, sem ríkt hef- ur undanfarið,“ segir Geir, „að við Friðrik erum einir um síðustu 14 árin, en næstu 14 ár þar á undan gegndu átta menn fjármálaráðherraembættinu.“ En Geir H. Haarde hefur ekki einasta verið ráðherra fjármála síðustu sjö árin; hann var og aðstoðarmaður tveggja fjármálaráðherra á árunum 1983–87; Alberts Guðmundssonar og Þorsteins Pálssonar. „Það hefur svo sannarlega margt breytzt hér síðan ég kom fyrst í ráðuneytið,“ segir Geir. „Mesta breytingin hefur orðið á allri vinnslu og meðferð mála. En verkefnin hafa líka breytzt, í og með vegna þess að vinnubrögðin eru önnur. Hér sátu menn forðum sum- arlangt, á kvöldin og um helgar, við að berja saman fjár- lagafrumvarp. Síðan hömuðust menn framundir jól í þinginu við að koma öllu heim og saman. Nú er öll vinna í miklu skynsamlegri farvegi, menn fá sín sumarfrí og einnig hefur vinnan verið færð framar á árið. Af þeim sökum afgreiðir Alþingi nú fjárlögin í byrjun desember og hefur það stórbætt þinghaldið í jólamánuðinum. Framfarirnar í vinnslu fjárlaga- frumvarpsins undir- strika þær breytingar, sem hafa orðið í öllu okkar efna- hagslega umhverfi; við búum ekki lengur við endalausar krísur og það gefst því betra tóm til að sinna verkefnum af alvöru.“ – Hvað er það að vera fjármálaráðherra? „Það er fjölþætt starf og því fylgja verkefni bæði inn- an lands og utan. Ég hef þannig tekið að mér ýmis verk á vettvangi OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við ráðherrastarfið. En ráðuneytið er ekki ráðherrann einn. Svo lengi sem ég man hefur fjármálaráðuneytið verið afar vel mannað og margir fyrrverandi starfsmenn hér verið kallaðir til ábyrgðarstarfa á öðrum vettvangi. Og Ingibjörg Björns- dóttir, hinn frábæri ritari ráðherra, hefur verið ellefu fjármálaráðherrum ómetanleg stoð og stytta frá 1972. En meginviðfangsefni þessa ráðuneytis eru auðvitað ríkisfjármálin í víðtækasta skilningi og öll stefnumótun sem þeim tengist, til dæmis í skattamálum, við fjár- lagaundirbúning, gerð kjarasamninga við opinbera starfsmenn, eignamál ríkisins, auk þess sem almenn efnahagsmál hafa orðið æ fyrirferðarmeiri síðustu árin. Fjármálaráðuneytið er miðlægt í okkar stjórnkerfi, því hingað sækja hin ráðuneytin með allt sem kostar pen- inga og því er fjármálaráðherrann í meira sambandi við samráðherra sína en þeir eru oft innbyrðis. Það hefur bæði kosti og galla.“ – Áttu þá við að fjármálaráðherrann þurfi að standa á útgjaldabremsunni og hafa bönd á samráðherrum sín- um, en sitji svo einn uppi með ábyrgðina af útgjöld- unum? „Það er kannski dálítið til í því. Ég held þó að allir ráð- herrar hafi góðan skilning á því, að heildarframmistaða ríkisstjórnarinnar er fyrst og fremst metin út frá efna- hags- og ríkisfjármálum, frekar en einstaka áhuga- málum ráðherra. Ég held líka að það sé meiri skilningur á þessu í stjórnmálunum nú en áður var og fjármálaráðherrann því ekki eins einn í vörninni fyrir skynsemi í ríkisfjár- málum.“ – Og hvernig metur þú árangurinn? „Það hefur gengið vel eins og umsagnir alþjóðlegra stofnana og matsfyrirtækja bera með sér. Ég verð iðu- lega var við, að árangur okkar þykir tíðindum sæta með öðrum þjóðum. Ríkissjóður hefur verið rekinn með af- gangi ár eftir ár. Þá er oft harðar sótt að ríkissjóði; menn spyrja gjarnan af hverju má ekki gera þetta og af hverju eru ekki til peningar í hitt. En það eru fleiri sjónarmið í hagstjórninni. Við höfum verið að grynnka á skuldum og búa þannig í haginn. Með lækkun vaxtakostnaðar rík- issjóðs léttum við byrðar komandi kynslóða. Skuldir rík- issjóðs, innanlands og utan, hafa lækkað verulega sem hlutfall af landsframleiðslu. Okkur hefur reikn við greiðum árlega 11 milljörðum króna minna en væri ef skuldir væru jafnmiklar og þegar þæ sem mestar. Það jafngildir rekstri allra framha anna í landinu í þrjú ár. Slík hagsýni fer langt m fjármagna þær skattalækkanir, sem ákveðnar Ég er einnig sérstaklega ánægður með það, ur hefur tekizt að greiða mikið inn á lífeyrissku ingar, sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir og þar skattgreiðendur. Við gerum ráð fyrir því, að í l árs verði sú upphæð með vöxtum farin að nálg milljarða króna frá því þessar greiðslur hófust Þarna er verið með framsýni að minnka vanda sem á eftir okkur koma. Og þetta hefur verið g að enginn hefur fyrir því fundið. Reyndar stan ismálin almennt mjög vel hér á landi miðað við mikla vanda sem er uppi víða annars staðar. É en einu sinni verið beðinn að gera grein fyrir st Íslendinga í þeim efnum á erlendum vettvangi Skattamálin eru endalaust verkefni – Er skattalandslagið eins og þú helzt vilt sjá þ „Ég tel að okkur hafi miðað verulega áleiðis málunum. Frá 1997 hafa tekjuskattar til ríkisin lækkaðir verulega, þótt útsvar sveitarfélaga ha hækkað á móti. Við höfum lögfest skattalækku til ársins 2007, í samræmi við loforð okkar fyrir kosningar, og þá verður tekjuskattur einstakli inn úr tæplega 30% 1997 í 21,75%, lægri en nok Eignarskattar einstaklinga og lögaðila falla br næsta ári og sama er að segja um hátekjuskatt nokkrum árum var persónuafslátturinn gerðu færanlegur milli maka og felst í því töluverð sk un fyrir þá, sem hlut eiga að máli. Tekjuskattu irtækja var lækkaður úr 30 í 18% árið 2002, en lægt 50% 1991. Vinstri mönnum þótti þetta mi en þessi skattalækkun hefur gert það eftirsókn en áður að reka fyrirtæki á Íslandi og skilað rík meiri tekjum en ekki minni. Nú er röðin komin að því að lækka skatta á v fólki. Við höfum gert lagfæringar á mörgum öðrum til dæmis hefur erfðafjárskattur lækkað verule ýmsar samræmingar á vörugjöldum hafa fært betri vegar; til dæmis hvað varðar ökutæki. Ol tekur við af þungaskatti um mitt ár. Samt er vi áfram verk að vinna á þessu sviði. Við höfum einnig, með tiltölulega litlum lagf skattamálum, náð ýmsum öðrum markmiðum. sem dæmi nauðsynlega endurnýjun hópferðab landsmanna og einnig hefur verið ýtt undir not sem nota óhefðbundna orkugjafa. Þegar ég var aðstoðarmaður á sínum tíma tó an þátt í undirbúningi mikilla skattabreytinga greiðslunni og virðisaukaskattinum. Ég hef sk myndafræðilega sýn á það, hvernig rétt sé að s þróist og lækki innan ábyrgra marka og hef þa úrlega stefnu Sjálfstæðisflokksins við að styðja – Þú ert þá með allt á tæru? „Skattamálin er laust verkefni en stefnumótunin á því sviði er s legust. Það skiptir ákaflega miklu máli að skattalög sanngjörn og einnig framkvæmdin þannig að a eðlilega skatta samkvæmt reglunum. Í skýrslu Frelsið hefur ve hreyfiafl mikilla Þrítugasti maðurinn í embætti fjármálaráðherra hefur nú setið lengst allra samfellt í þeim ráð- herrastóli; slétt sjö ár. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Geir H. Haarde á þessum tímamótum. Geir H. Haarde hefur verið fjármálaráðherr hugmynd lifir eða deyr, hugsjón verður að v ER HREINTUNGUSTEFNAN ÓVINUR ÍSLENZKUNNAR? David Crystal, enskur prófess-or og sérfræðingur í tungu-málum, flutti fyrirlestur á ráðstefnu sem haldin var í gær og fyrradag til heiðurs Vigdísi Finn- bogadóttur á 75 ára afmæli hennar og sagði m.a.: „Hreintungusinnar eru verstu óvinir lítilla tungumála. Það er leitt að þurfa að segja það vegna þess að þetta fólk trúir því að það sé að gera sitt bezta fyrir tungumálið. Þeir hafa bara rangt fyrir sér. Mín skoðun er sú, að lítil tungumál þurfi á að halda vinveittu viðhorfi frá öllum sem vett- lingi geta valdið. Hreintungusinnar hjálpa ekki litlum tungumálum að lifa af, þvert á móti.“ Er þetta rétt? Nei. Fyrir hundrað árum var íslenzkan orðin mjög dönskuskotin, sérstak- lega í Reykjavík og í þéttbýli víðar um landið. Meirihluta 20. aldarinnar var unn- ið skipulega að því að hreinsa tungu- málið, fyrst af dönskuslettum og síð- ar af enskuslettum. Á síðustu ára- tugum hefur merkilegt starf verið unnið við nýyrðasmíð. Íslenzk orð hafa verið búin til og svo vel tekizt að þau hafa rutt til hliðar enskuslettum og öðrum slettum. Orð eins og þota, tölva og veira sýna hvað þetta hefur heppnazt vel. Enn er í minnum höfð stórkostleg grein eftir Vilmund Jóns- son landlækni, Vörn fyrir veiru, sem birtist í Frjálsri þjóð upp úr miðri síðustu öld. Skipuleg barátta í skól- um landsins hefur skilað miklum ár- angri. Þeir sem starfa við dagblöð finna glöggt hvað lesendur gera miklar kröfur. Lesendur Morgunblaðsins gera mjög miklar kröfur til blaðsins í þessum efnum. Notendur mbl.is, net- útgáfu blaðsins, gera sömuleiðis mjög miklar kröfur. Alvarlegar mál- villur í texta eru alvarlegt áfall fyrir Morgunblaðið. Íbúar annarra Norðurlanda hafa stundum orð á því að íslenzkt þjóð- félag hafi orðið fyrir miklum banda- rískum áhrifum. Ekki þarf miklar rannsóknir til þess að sjá að sum nor- ræn tungumál, ekki sízt danskan, taka upp svo mikið af enskum og am- erískum tökuorðum að það verður að teljast Dönum til skammar. David Crystal hefur rangt fyrir sér. Reynsla okkar Íslendinga af hreintungustefnunni er góð. Hún hefur hjálpað okkur að verja tungu okkar og menningu fyrir holskeflum erlendra menningaráhrifa. Til eru þeir sem vilja slaka á þessum kröf- um. Vonandi hafa þeir ekki erindi sem erfiði þótt höfundar orðabókar- innar nýju hafi óneitanlega gengið í lið með þeim. Lítil tungumál þurfa á hreintungu- stefnunni að halda eigi þau að lifa af. Megi hreintungustefnan lifa góðu lífi. SVAR VIÐ ÖFGUM Margrét Danadrottning segir ínýrri bók um hana að Danir hafi allt of lengi reynt að leiða hjá sér þau vandamál sem tengist ísl- amstrú og telur ástæðuna að sumu leyti vera umburðarlyndi, en einnig leti. „Það má vissulega segja margt gott um það fólk, sem hefur trúna að leiðarljósi frá vöggu til grafar. Þann- ig er það líka með margt kristið fólk,“ segir Danadrottning, en lýsir einnig andúð sinni á „alræðishyggj- unni sem einnig er hluti af íslam“. Hún fordæmir jafnt trúarofstæki múslíma sem annarra og segir að svara verði íslam, þótt það kosti að taka verði áhættu á að fá á sig ein- hvern stimpil: „Það er nefnilega ým- islegt, sem ekki á skilið neitt um- burðarlyndi.“ Hófsamir múslímar í Danmörku hafa tekið undir þessi orð Dana- drottningar eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag. „Ég er sam- mála drottningu og hvet til þess, að trúfélögin talist við. Það er eina leið- in til að auka umburðarlyndið,“ er haft eftir klerkinum Abdul Wahid Pedersen, varaformanni íslamsk- kristinna stúdentasamtaka. „Allar trúarhreyfingar hafa of- stækismenn innan sinna vébanda. Í Bandaríkjunum er nýbúið að kveða upp lífstíðardóm yfir ofstækisfull- um, kristnum hægrimanni, sem sprengdi upp fóstureyðingastöðvar. Í Ísrael vilja ofstækismenn sprengja upp helgidóma múslíma og í okkar hópi eru menn, sem fljúga á skýja- kljúfa,“ sagði Pedersen. Ofstæki er hættulegt og getur eitrað út frá sér og gildir þá einu hverjar ræturnar eru. Mörgum var brugðið þegar múslímskur ofstækis- maður myrti hollenska kvikmynda- gerðarmanninn Theo Van Gogh á götu úti í Hollandi. Allt í einu var ekki talað um annað en brestina í landi umburðarlyndisins. Þess eru dæmi í Hollandi að opinberar per- sónur þurfi lífvörð vegna hótana ísl- amskra ofstækismanna. Slíkt er ekki nýtt af nálinni. Rithöfundurinn Salman Rushdie þurfti að fara í felur og hafa stöðugan lífvörð eftir að hann var lýstur réttdræpur vegna skrifa sinna um íslam í bókinni Söngvar Satans. Umburðarlyndi er einn af horn- steinum vestrænna þjóðfélaga. En umburðarlyndið má ekki snúast upp í það að menning eða trúarbrögð verði afsökun fyrir því að taka ekki á öfgum og misrétti. Hófsamir músl- ímar í Þýskalandi flykktust þúsund- um saman á götur út til að mótmæla öfgum íslamista. Kristnir menn eiga að gera slíkt hið sama þegar nota á kristna trú til að ala á fordómum eins og brögð hafa verið að hér á landi í garð samkynhneigðra. Það er engin ástæða til að heimurinn leysist upp í átök milli siðmenninga og það á ekki að leyfa sjónarmiðum öfga og ofstækis að eitra andrúmsloft op- inna samfélaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.