Morgunblaðið - 16.04.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 16.04.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 35 fengi nýja aðstöðu inni í Vogum! Mér þótti þetta svo fjar- stæðukennt að ég man það enn.“ Ýmsar fjárveitingar gleðja ráðherrann – Ellefu ár í einu ráðuneyti. Ertu kominn með fjármálin upp í kok? „Þetta er á köflum lýjandi starf, hér er mikið áreiti, en ég hef haft af því mikla ánægju. Þótt þetta sé langur tími hefur hann verið verið fljótur að líða. Það liðu reyndar 11 ár frá því ég hætti sem aðstoðarmaður og þangað til ég kom hingað aftur sem ráðherra. Í millitíðinni var ég með- al annars formaður þingflokksins í 7 ár, formaður utan- ríkismálanefndar, forseti Norðurlandaráðs og varafor- seti Alþjóðaþingmannasambandsins. Á þessum árum fékk ég ágæta hvíld frá ríkisfjármálunum! En það er auðvitað ekki árafjöldinn, sem skiptir máli, heldur hitt, hvernig gengur að ná viðunandi árangri. Ráðherratími okkar Friðriks Sophussonar hefur verið tímabil mikilla framfara. Eitt er að halda fast utan um ríkissjóð og annað að koma góðum hlutum í verk, þótt þeir kosti peninga. Ég nefni til dæmis fæðingarorlofið, sem ég beitti mér fyrir og er tvímælalaust eitt stærsta skref í jafnréttis- og fjölskyldumálum, sem hér hefur ver- ið stigið. Og þótt fjármálaráðherra beri að vera íhalds- samur hvað útgjöld varðar, þá eru ýmsar fjárveitingar sem gleðja mig, eins og til dæmis til ýmissa framkvæmda og samgöngubóta. Þar byggjum við til framtíðar og ég hef mikla ánægju af að fylgjast með vegaframkvæmdum, hvar sem þær eru á landinu. Að því leyti til er ég mikill landsbyggðarmaður í mér, þótt ég hafi verið þingmaður Reykvíkinga í 18 ár. Í þessum efnum fara hagsmunir allra landsmanna saman og mikilvægt að menn sýni hver öðrum sanngirni þegar röð framkvæmda er ákveðin. Ánægjan af þessu starfi felst í að hafa áhrif á það, hvort hugmynd lifir eða deyr, hugsjón verður að veru- leika og góð mál þokast áleiðis. Fjármálaráðuneytið er lykilráðuneyti um svo margt af þessu.“ – Er eitthvað, sem þú hefðir viljað sjá gerast, en hefur ekki komizt í framkvæmd? „Vissulega er það heilmargt. En margt slíkt er viðvar- andi á dagskrá: Minni og hagkvæmari opinber rekstur, enn lægri skattar, áframhaldandi einkavæðing og margt fleira.“ – Einu sinni varst þú ungur sjálf- stæðismaður og sagðir: Báknið burt. Ungir sjálfstæðismenn segja ennþá Báknið burt. Ertu nokkuð búinn að gleyma? „Nei, nei! Síður en svo! Það er mikið bákn farið burt til dæmis með því að leggja niður eða einkavæða um 30 rík- isfyrirtæki. Það hefur fækkað um stóra hópa ríkisstarfs- manna við það að störf þeirra hafa flutzt yfir í einkageir- ann. Og okkur hefur tekizt að lækka bæði tekjur og gjöld ríkisins í hlutfalli við landsframleiðslu yfir nokkurt ára- bil. Ég vil hins vegar að sú þjónusta, sem ríkið á annað borð veitir, sé fyrsta flokks; í heilbrigðismálum, mennta- málum, félagsmálum og svo framvegis. Til að það sé unnt verður ríkið að ráðstafa miklum fjármunum til þessara málaflokka, meðal annars til að geta greitt samkeppn- ishæf laun. Ég er líka fylgjandi því að aðrir en ríkið veiti fólki þjónustu. Einkarekstur getur víða átt við í þjónustu, sem ríkið greiðir fyrir. Það þarf að nýta kosti fjölbreytilegra rekstrarforma. Ég get ekki orða bundizt að lýsa því, hversu ömurlegt mér finnst að horfa upp á það, hvernig borgaryfirvöld í Reykjavík koma fram við einkareknu skólana, sjálfstæðu skólana, á grunnskólastiginu; þau eru bersýnilega staðráðin í að knésetja þessa skóla, þrátt fyr- ir þeirra löngu og merku sögu í borginni.“ – Sáttur við útkomu einkavæðingarinnar og nú söluna á Símanum? „Já, ég er það. Einkavæðing bankanna leysti úr læð- ingi mikinn kraft sem skapað hefur mikil verðmæti og fjölmörg ný tækifæri. Lækkun vaxta á húsnæðislánum og sú kjarabót fyrir almenning sem í henni felst er, að mínum dómi, bein af- leiðing af þessari einkavæðingu. En það er mikilvægt að bankarnir gangi hægt um gleðinnar dyr og veiti fólki ábyrga fjármálaráðgjöf og svo framvegis. Ég geri mér vonir um að sala Símans skili sambærilegum árangri, þótt í öðru formi verði. Með þeirri sölu losna til ráðstöf- unar í þágu almennings tugir milljarða króna sem ástæðulaust er að binda lengur í þessu fyrirtæki. Þar með verður hægt að ráðast fyrr eða hraðar í margvíslega uppbyggingu og framfaramál auk þess að greiða áfram niður skuldir ríkissjóðs og spara vaxtakostnað í framtíð- inni. Í þessu felast gríðarlegir hagsmunir fyrir fólkið í land- inu. Með almennum fjarskiptareglum tryggjum við svo áfram það þjónustustig sem við viljum gera kröfu um í landinu öllu. Það er ánægjuefni hversu margir sýna því áhuga að eignast hlut ríkisins í Símanum og er fagnaðarefni að stofnuð skuli sérstök ný félög í þeim tilgangi.“ Samtal okkar átti sér stað í fundarherbergi ráðuneyt- isins, þar sem hanga uppi myndir af 29 fjármálaráðherr- um. „Það vantar konu á þennan vegg,“ segir sá þrítug- asti. „Vonandi líða ekki mjög mörg ár þar til það breytist.“ lagði fram í vetur um skattsvik, voru vísbendingar um að víða væri pottur brotinn. Það þarf að verða þjóð- arsamstaða um að allir greiði það sem þeim ber. Það er forsenda fyrir umbótum og frekari lækkunum, að allir gjaldi það sem þeim ber og allra hagur að útrýma svartri atvinnustarfsemi.“ – Eru einhverjar aðgerðir gegn skattsvikum í und- irbúningi? „Það eru ýmsar tillögur í þessari skýrslu og við erum að kanna hverjar kalla á aðgerðir eða lagabreytingar. En ég kalla fyrst og fremst eftir samfélagslegri ábyrgð; að til dæmis fyrirtækin standi vaktina með okkur, til þess að við getum tryggt velferð allra landsmanna og greitt fyrir þá almannaþjónustu, sem breið samstaða er um í þjóðfélag- inu að veita.“ – Hvað með hugmyndir eins og Verzlunarráðsins um 15% flatan skatt á vörur, vinnutekjur og fjármagns- tekjur? „Ef við værum að byrja frá grunni, á degi núll og þyrftum ekki að taka tillit til neins sem fyrir er, þá býst ég við að eitthvað í líkingu við þetta kæmi mjög til greina. Ég held hins vegar að það sé erfitt að stökkva með svona breytingu inn í það umhverfi, sem við búum við. Mér finnst þó afar jákvætt, að aðili eins og Verzlunarráðið ræði málin, setji fram nýjar og ferskar hugmyndir og veiti stjórnvöldum aðhald. Þessar hugmyndir eru gott innlegg í þjóðfélagsumræðuna og þeim ber að fagna.“ Fyrirtækin skapa fólkinu hagsæld – Þú höfðaðir til fyrirtækjanna áðan … „Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem ég er varaformaður, leggur mikla áherzlu á að búa atvinnulífinu skilyrði til þess að skapa sem mest verðmæti, því þannig verður til hagsæld fyrir allan almenning. Við höfum viljað bæta stöðu atvinnulífsins, því við lítum á fyrirtækin sem tæki til þess að skapa betri lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta hefur tekizt. En við verðum jafnframt alltaf að vera með annan bolta á lofti, ef svo mætti segja, sem sé að gæta hagsmuna þeirra sem standa höllum fæti og geta ekki séð sér farborða upp á eigin spýtur. Það er ekki síður mikilvægt atriði í stefnu okkar sjálfstæðismanna. Á þeirri ævintýralegu hraðferð til bættra lífskjara sem ein- kennir íslenzkt þjóðfélag þarf að gæta að því að tilteknir hópar sitji ekki eftir. Það þarf líka ákveðna aðgát og ábyrgar reglur til að sporna gegn samþjöppun valds.“ – Það er á þér að heyra, að þú sért harla ánægður með árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. „Það má segja að við höfum náð undraverðum árangri í þeim efnum. Frelsið hefur verið hreyfiafl mikilla fram- fara. Mælingar sýna að við erum að komast í allra fremstu röð þjóða hvað varðar þjóðartekjur á mann og við fáum gott lánshæfismat hjá þeim, sem um slíkt fjalla. Ég man þegar ég var ungur hagfræðingur í Seðla- bankanum og vann meðal annars að erlendum lántökum fyrir ríkið, að það var fjarlægur möguleiki að íslenzka ríkið yrði metið af alþjóðlegum stofnunum, hvað þá að við fengjum AAA í einkunn, eins og nú er raunin. Það er líka til marks um breytta tíma, að í Seðlabank- ann kom á þessum árum bréf úr fjármálaráðuneytinu, fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins, þar sem bankinn var beðinn að útvega erlent lánsfé til þess að hægt væri að greiða lóðarkostnað fyrirhugaðrar nýbyggingar fyrir Landsmiðjuna, en ráðherrar vildu að þessi ríkisvélsmiðja nazt til að a í vexti nú ær voru aldsskól- með að r hafa verið. hvað okk- uldbind- með allir lok þessa gast 90 t árið 1999. a þeirra gert þannig nda lífeyr- ð þann g hef oftar töðu okkar i.“ það? í skatta- ns verið afi að hluta unaráætlun r síðustu inga kom- kkru sinni. rott á tinn. Fyrir r að fullu kattalækk- ur fyr- var ná- kið óráð, narverðara kissjóði vinnandi m sviðum, ega. Og t mál til líugjald issulega færingum í . Ég nefni bílaflota tkun bíla, ók ég virk- ; stað- kýra hug- skattar ar nátt- ast.“ ru enda- skemmti- gin séu allir greiði u, sem ég erið a framfara Morgunblaðið/Árni Sæberg ra í sjö ár: „Ánægjan af þessu starfi felst í að hafa áhrif á það, hvort eruleika og góð mál þokast áleiðis.“ freysteinn @mbl.is Samfylkingin var sig-urvegari síðustu kosn-inga og fékk mestafylgi sem jafn- aðarmannaflokkur hefur fengið í 70 ár. Það dugði okkur þó ekki til að komast alla leið – við þurfum meira. Rétt tæpur þriðjungur kjós- enda valdi Samfylk- inguna en nýlegar kannanir sýna að mun fleiri eru um þessar mundir reiðubúnir til þess að greiða okkur at- kvæði sitt. Við eigum raun- hæfa möguleika á því að verða stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Í tengslum við for- mannskjörið hefur fjöldi stuðnings- manna skráð sig í Samfylkinguna og bendir flest til að félagar hennar séu nú orðnir um 20 þúsund talsins. Þetta mun tvímæla- laust styrkja Sam- fylkinguna í næstu kosningum þegar við mætum tvíefld til leiks. Andstæð- ingar okkar vita þetta og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að draumur okkar verði að veruleika. Þetta verð- um við, sem styðjum Samfylk- inguna, að muna og taka mið af því í öllu okkar starfi. Þegar flokkur hættir að vera smáflokkur og verður fjölda- flokkur eins og nú hefur gerst, verður á honum eðlisbreyting. Hópurinn sem á bakvið hann stendur verður breiðari, skoð- anir fjölbreyttari og mannauð- urinn meiri. Þessi staðreynd skapar mikil tækifæri en legg- ur okkur líka skyldur og ábyrgð á herðar. Samfylkingin getur orðið forystuflokkur í ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar eiga rétt á því að við vöndum okkur og vinnum sem einn maður að því að undirbúa okkur fyrir það verkefni. Við erum með fjöregg í höndunum og við það eru bundnar vonir, hugsjónir og væntingar margra kynslóða. Bæði þeirra sem hafa beðið áratugum saman eftir þessum flokki sem og hinna sem verða fyrir sínum fyrsta póltíska innblæstri inn- an okkar vébanda. Líðum ekki fátækt Stuðningsmenn Samfylking- arinnar eru þverskurður sam- félagsins alls, fólk úr öllum starfsstéttum og þjóðfélags- hópum, á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Þetta fólk á það sammerkt að það vill búa til gott samfélag sem hvílir á hornsteinum jafnaðarstefn- unnar – jöfnuði, jafnrétti, lýð- ræði og samkennd. Við viljum samfélag þar sem er rými fyrir alla, þar sem fólki líður vel, getur lifað með reisn og öðlast lífsfyllingu. Við erum ekki á móti auðlegð en við líðum ekki þá fátækt sem hefur fengið að viðgangast í tíð núverandi rík- isstjórnar. Eini raunhæfi mæli- kvarðinn á ágæti stjórnmála er hvort þau auka almenna vellíð- an einstaklinganna, hvort þau stuðla að auknum lífsgæðum allra í samfélaginu. Stærsta verkefnið sem við stöndum andspænis á hverjum tíma er hvernig við aukum hagvöxtinn og skiptum ávöxt- um hans. Viljum við stór- iðjustefnu gærdagsins eða mannauðsstefnu morgundags- ins, viljum við leggja áhersluna á lækkun skatta hátekjufólks eða aukinn jöfnuð, viljum við auknar tekjur eða minna vinnuálag og meiri tíma með börnunum okkar, viljum við meiri auðlegð á Vesturlöndum eða draga úr fátækt í þróunarlöndum, viljum við gefa í skyn að ætlum að gera allt fyrir alla eða ætlum við að gera mest fyrir þá sem minnst hafa? Ég er ekki í nokkr- um vafa um hvernig stuðningsmenn Samfylkingarinnar svara þessum spurningum. Samkennd og samstaða Það er ekki nóg að vilja ná tökum á stjórnartaumunum, vilja spenna Sam- fylkingarhestinn fyrir vagninn – við verðum að vita hvert við ætlum og hvaða erindi við eig- um. Við megum aldrei gleyma sam- eiginlegum hug- sjónum okkar og það er í endurskini þeirra sem við eig- um að skoða allt sem við gerum. Það er með þær í huga sem við eigum að vega og meta stefnur og strauma samtímans, markmið okkar og leiðir. Við eigum að leggja rækt við einstaklinginn og auka valfrelsi hans og möguleika án þess þó að gleyma því að flest af því sem gerir lífið gott gerum við í félagi við annað fólk. Ein- staklingshyggja og markaðs- væðing undanfarinna áratuga hefur gert einstaklinginn fram- andi gagnvart umhverfi sínu – hann er orðinn að neytanda í stað þess að vera samfélags- þegn. Þetta er í andstöðu við það sem við viljum og trúum á. Við trúum á samstöðu fólks og samkennd. Við erum flokkur ákveðinna grunngilda og við erum flokkur jöfnuðar. Í formannskjöri Samfylking- arinnar stendur valið um hver eigi að leiða flokkinn í aðdrag- anda næstu kosninga og í gegnum þá orrahríð sem þær verða. Það er flokksmanna að taka þá ákvörðun með hags- muni kjósenda að leiðarljósi. Við eigum spennandi tækifæri framundan sem við verðum að búa okkur vel undir og við munum leggja allt í sölurnar til þess að nýta þau til fulls. Tak- ist það eru allar líkur á að Samfylkingin taki öflugan þátt í að móta íslenskt samfélag á komandi árum. Með því að standa saman, skipuleggja vinnubrögð okkar, sýna stað- festu og hafa skýra framtíð- arsýn getur Samfylkingin orðið öflugasti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Og í stað þeirrar ein- staklingshyggju sem hefur gegnsýrt samfélag okkar undir forystu Sjálfstæðisflokksins á síðasta áratug 20. aldarinnar myndum við leiða félagshyggju til öndvegis í upphafi þeirrar 21. Það á að vera okkar verk- efni og okkar ábyrgð. Setjum markið hátt Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ’Við erum ekkiá móti auðlegð en við líðum ekki þá fátækt sem hefur fengið að við- gangast í tíð núverandi rík- isstjórnar.‘ Höfundur er frambjóðandi í for- mannskjöri Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.