Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 37

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 37 DAGLEGT LÍF Nú stendur yfir í Gerðu-bergi sýning á verkumMaríu en hún hefurhaldið tíu einka- sýningar víða um land auk nokkurra samsýn- inga, en fyrsta einkasýning henn- ar var á Mokka fyrir rúmum þremur ára- tugum. María er alþýðu- listamaður eins og þeir gerast bestir og hún fer fjölbreyttar leiðir í list- sköpun sinni. Skeljar, grjót, leir, fiskibein og tré, breytast í listaverk eftir að hún hefur farið um það höndum. Þykir vænt um skepnurnar Listrænir hæfi- leikar eru Maríu í blóð bornir og hún segist hafa verið lítil stúlka þegar þessi árátta til að skapa braust fram. „Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að gera klippimyndir því ég hafði svo mikla löngun til þess að klippa eitthvað út. Ég klippti hesta út í pappír og límdi svo myndirnar á gluggana í bað- stofunni en í þá daga var glerið einfalt svo listaverkin frusu föst á íshellunni sem myndaðist á rúðunni og allt varð ónýtt en ég gerði þá bara nýjar myndir.“ María fæddist árið 1918 norð- ur í landi, á Blöndu- ósi, en hún bjó frá níu ára aldri í Hlíð á Vatns- nesi. En árið 1947 fór hún í kaupavinnu til Ólafs Stef- ánssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð og gengu þau fljótlega í hjónaband og áttu sam- an sjö börn. Sveitin og líf- ið þar á stóran sess í hjarta Maríu og sést það best á verk- unum hennar, sem gjarnan eru af dýrum. „Mér þykir vænt um skepnurnar og hestar og kindur eru mitt uppá- hald.“ Verð að hlýða þegar þörfin kallar María er að mestu sjálfmenntuð í listsköpun sinni en þó sótti hún námskeið nokkur kvöld hjá Brim- nessystrum í Miðstræti í Reykjavík þegar hún var ung kona. „Þær voru óskaplega flinkar og vildu endilega láta mig kóngsbródera landslagið í mynd sem ég málaði með olíulitum en ég hafði ekki þol- inmæði í það og málaði bara alla myndina,“ segir María sem var líka nokkur kvöld í Handíðaskóla hjá hinum þýska Kurt Sir, sem hafði flúið hingað til lands á stríðs- árunum. „Listsköpun er þörf eða árátta sem hefur alla tíð blundað í mér og ég verð að hlýða þessu þegar and- inn kemur yfir mig. Frítími var ekki mikill þegar ég var að koma börnunum mínum sjö á legg en ég nýtti hverja stund. Ég hlakkaði til allan daginn að komast í þetta að loknum skylduverkunum. Ólafur maðurinn minn var ekki að letja mig og hann var duglegur við að láta krakkana ekki vera að trufla mig því ég þurfti algeran frið við þetta.“ Heimildarmyndir um gamla daga Þegar verkin hennar Maríu eru skoðuð er gaman að sjá hversu frjó hún er í því að sjá möguleika í hversdagslegum hlutum. Hún hef- ur til dæmis gert fallegar klippi- myndir úr álpappírslokum þeim sem eru á skyrdósum og flestir henda án umhugsunar. „Mig lang- aði til að fá þessa silfruðu áferð í klippimyndir og svo finnst mér hringlagið líka fallegt.“ Gamli tím- inn er henni hugleikinn og hún málar gjarnan myndir úr lífinu í sveitinni og sækir þá í minninga- fjársjóðinn. „Þetta er heim- ildamynd um heyflutninginn í gamla daga,“ segir hún um mynd af heybandslest þar sem margir hestar flytja hey sem bundið er upp á þá. Hún málar líka fjöllin sín og Þríhyrningur, fjallið hennar úr Fljótshlíðinni, er á mörgum mynda hennar. Kveðið fyrir norræna konunga María er ekki einvörðungu hög á hönd, hún hefur líka gríðarlega gaman af söng og býr yfir fallegri söngrödd. Hún hefur verið í átta kórum um dagana en auk þess er hún úrvals kvæðakona og kveður kvenna best á Íslandi enda alin upp við það á æskuheimilinu. „Fað- ir minn Jón Lárusson var mikill kvæðamaður og vann fyrir sér að hluta með því að kveða opinberlega í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar síðustu. Hann kvað líka á Alþing- ishátíðinni 1930 þar sem Kristján tíundi konungur var meðal gesta.“ María fetaði í fótspor föður síns þegar hún kvað fyrir Gústaf Svía- konung í nýlegri Íslandsheimsókn, en þá kváðu með henni Jón sonur hennar og tvö barnabörn hennar, svo það eru orðnir fjórir ættliðir í hennar fjölskyldu sem hafa kveðið fyrir norræna konunga. „Þrjú af okkur systkinunum fóru barnung með pabba suður til Reykjavíkur árið 1928 til að kveða með honum í Gúttó og herlegheitin voru tekin upp á stálþráð,“ segir María sem enn hefur ótrúlega tæra og fallega rödd og gerir sér lítið fyrir og kveður nokkrar vísur fyrir blaða- mann með syni sínum Jóni sem er henni til halds og trausts. Kveð- skapur Maríu hefur þegar ferðast út fyrir landsteinana því í vetur sótti þýsk sjónvarpsstöð hana heim og gerð var upptaka af því þegar hún kvað ásamt nokkrum börnum sínum. Einnig er verið að vinna að geisladisk með upptökum af kveð- skap Maríu, barna hennar og barnabarna, en þar verða einnig upptökur frá kveðskap Jóns Lár- ussonar föður hennar, svo geisla- diskur þessi mun innihalda kveð- skap fjögurra kynslóða. Það er því nóg að gera hjá Maríu og kann hún því vel. „Ég er óskaplega þakklát fyrir að halda því sem ég hef, röddinni og hæfileikunum í höndunum.“ Mér leiðist að vera iðjulaus Hún María Jónsdóttir er einstaklega listræn kona og heldur ótrauð áfram að skapa gersemar þótt hún eigi aðeins þrjú ár í nírætt. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti þessa alþýðulistakonu sem kveður kvenna best á Íslandi. Sýning Maríu í Gerðubergi stendur til 24. apríl og hún er sjálf á staðn- um um helgar. Morgunblaðið/Golli María við eitt verka sinna sem er í þrívídd. Hún vatnslitaði grunninn en kindurnar gerði hún úr ull. Hér stendur Blesi sem María gerði úr muldu grjóti. Jaspis, silfurberg og hrafntinnu notar hún helst í slíkar myndir. khk@mbl.is  HANDVERK AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.