Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 43

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 43 KIRKJUSTARF 1446 - siminn.is hamingjuóskir Sendu E N N E M M / S ÍA / N M 15 4 9 9 Það kostar aðeins 830 kr. að senda skeyti og ekki nema 730 kr. ef þú pantar það á netinu. Sendu hamingjuóskir – við hjálpum þér að láta það gerast. Pantaðu heillaóskaskeyti á fermingardaginn í síma 1446 eða á siminn.is Hafliði Örn Ólafsson, Hraunbergi 9, Rvík. Halldór Arnþórsson, Réttarholtsvegi 51, Rvík. Halldór Eldjárn, Ásvallagötu 12, Rvík. Haraldur Þrastarson, Hjarðarhaga 60, Rvík. Hekla Karen Pálsdóttir, Ögurási 1, Garðabæ. Herdís Ólína Hjörvarsdóttir, Klettási 10, Garðabæ. Hjördís Halla Eyþórsdóttir, Eggertsgötu 12, Rvík. Hugi Hlynsson, Ásabyggð 2, Akureyri. Högni Freyr Kristínarson, Frostafold 37, Rvík. Hörður Barðdal, Gimleveien 36A, N-5052 Bergen, Norge. Ingi Kristján Sigurmarsson, Fjólugötu 7, Rvík. Ingi Hrafn Traustason, Álfholti 48, Hafnarf. Iona Sjöfn Huntingdon-Williams, Brattholti 1, Hafnarf. Jóhann Arnar Þorkelsson, Frostaskjóli 89, Rvík. Jökull Máni Skúlason, Lækjargötu 34b, Hafnarf. Kári Þorsteinn Kárason, Sigöldu 2, Hellu. Konráð Bragason, Skeljagranda 4, Rvík. Kristinn Hlíðar Grétarsson, Jörundarholti 19, Akranesi. Kristín Snorradóttir, Skagfirðingabraut 35, Skagafirði. Linda María Hjálmarsdóttir, Brúnöldu 7, Hellu. Linda Ramdani, Vesturgötu 53b, Rvík. Magnús Ingvar Ágústsson, Skeiðarvogi 123, Rvík. Malte Bjarki Mohrmann, Ystaseli 23, Rvík. María Dögg Arnarsdóttir, Esjugrund 54, Rvík. María Kjartansdóttir, Melbæ 6, Rvík. Marín Jóhannsdóttir, Sogavegi 129, Rvík. Marta Indriðadóttir, Hringbraut 84, Rvík. Matthías Francisco Freysson, Carrer Fredrec Casas 5-2, Sant Joan Despi, Barcelona, Spáni. Neptúnus Egilsson Gabríel Hirt, Hringbraut 43, 2.h.v., Rvík. Nína Katrín Þorsteinsdóttir, Logafold 37, Rvík. Páll Ólafsson, Lokastíg 9, Rvík. Ragnheiður Torfadóttir, Grenimel 3, Rvík. Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir, Laufengi 6, Rvík. Rakel Björt Helgadóttir, Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi. Rúnar Þór Friðriksson, Laufengi 110, Rvík. Röskva Vigfúsdóttir, Hraunteigi 13, Rvík. Sandra Rut Vignisdóttir, Ljósheimum 2, Rvík. Sesselía Dögg Kristleifsdóttir, Laufrima 8, 1.h.v., Rvík. Signý Hlín Halldórsdóttir, Hjallavegi 36, Rvík. Sigurður Ingi Einarsson, Snekkjuvogi 7, Rvík. Sigurður Einar Traustason, Gnoðavogi 86, Rvík. Sindri Már Jónasson, Bergstaðastræti 28a, Rvík. Sólveig Lára Árnadóttir, Réttarholtsvegi 63, Rvík. Stefán Birgisson, Hlíðarbyggð 4, Garðabæ. Stefán Andri Lárusson, Logafold 107, Rvík. Sölvi Magnússon, Bárugötu 17, Rvík. Tjörvi Schiöth, Alte Bernstrasse 6, 3075- Rüfenacht BE, Switzerland. Tómas Hrafn Ágústsson, Skeiðarvogi 123, Rvík. Tómas Daði Halldórsson, Melbæ 8, Rvík. Valdís Ómarsdóttir, Ásgarði 155, Rvík. Vilhjálmur Sveinn Guðmundsson, Hvammsgerði 9, Rvík. Víðir Alexander Jónsson, Urðarstíg 12, Rvík. William Valgeir Wiley, Laugavegi 61, Rvík. Þorbjörg Elísabet Kristjánsdóttir, Jörfagrund 23, Rvík. Þórdís Alda Þórðardóttir, Holtsgötu 37, Rvík. Þórir Jakob Olgeirsson, Byggðarholti 3c, Mosfellsbæ. Þórunn Gísladóttir, Bali, Reykjabyggð 53A, Mosf. Þórunn Jakobsdóttir, Tjarnarmýri 11, Seltjarnarnesi. Prófastsheimsókn í Hafnarfjarðarsókn PRÓFASTUR Kjalarnessprófasts- dæmis, dr. Gunnar Kristjánsson, mun „vísitera“ Hafnarfjarðarsókn í lok vikunnar og huga að fram- kvæmdum og kirkjustarfi á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Þrjú ár eru liðin frá því að hann koma í slíka heimsókn í fyrsta skipti sem pró- fastur. Hann mun prédika við messu kl. 11 á sunndaginn kemur, 17. apríl, en prestar kirkjunnar, sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprestur og sr. Þórhallur Heimisson, þjóna fyrir altari og Antonía Hevesi leikur á orgel kirkjunnar og kirkjukórinn syngur. Sóknarbörnum og öðrum er koma þá til kirkju gefst tækifæri til að ræða við prófastinn í léttum hádegisverði sem boðið verður til í Hásölum Strandbergs eftir mess- una sem ánægjulegt væri að sem flestir myndu sækja. Sóknarnefnd Hafnarfjarð- arkirkju. Lokasamvera barna- starfs og fræðsla í Fríkirkjunni í Reykjavík LOKASAMVERA barnastarfsins í vetur verður í Fríkirkjunni við Tjörnina sunnudaginn 17. apríl nk. kl. 11. Hjörtur Magni og Ása Björk ásamt Ara Braga sjá um stundina og Carl Möller verður við hljóð- færið. Eftir stundina gefum við önd- unum við Tjörnina brauð og síðan er messukaffi í Safnaðarheimilinu í umsjón kvenfélagsins. Sjáumst kát og hress, allir eru hjartanlega velkomnir. Fræðslu- og sam- ræðukvöld í Fríkirkj- unni í Reykjavík MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 18. apríl, kl. 20, verður fræðslu- og sam- ræðustund í Safnaðarheimilinu. Umfjöllunarefnið verður munurinn á kaþólskri og lúterskri trú. Vegna andláts páfa og umfangs- og við- hafnarmikillar útfarar hans hefur mikið verið fjallað um ævi hans og störf. Öll sú umfjöllun hefur vakið spurningar hjá mörgum um mun- inn á þessum kristnu kirkjudeildum og í hverju hann felst. Allir eru velkomnir. Heimsókn hjá Íslensku Kristskirkjunni HELGINA 16.–17. apríl verður Dan Siemens frá Lutheran Renewal í Bandaríkjunum í heimsókn hjá Ís- lensku Kristskirkjunni. Hann verð- ur með námskeið á laugardeginum kl. 13–16. Þar fjallar hann um: Þarftu að „uppfæra“ mynd þína af Guði? Þegar Guð kallar fólk til nýrrar andlegrar víddar í þjónustu sinni og lífi, þá þarf það að „upp- færa“ mynd sína af honum. „Upp- færslan“ er að fá ferska opinberun og kröftugri sýn á eðli Guðs. Á sunnudeginum talar hann á báðum samkomum kirkjunnar, bæði kl. 11 og kl. 20. Á kvöldsamkomunni syngur einnig lofgjörðarkór KFUM og KFUK. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi Íslensku Krists- kirkjunnar, sem er til húsa í Fossa- leyni 14 í Grafarvogi. Ársafmæli ferming- arinnar í Garða- og Bessastaðasókn LAUGARDAGINN 16. apríl klukkan 18, verður ársafmæli ferm- ingarinnar í Garða- og Bessa- staðasókn í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Ársafmæli fermingarinnar fyrir fermingarbörn vorsins 2004 og for- eldra þeirra úr báðum sóknum Garðaprestakalls, Garða- og Bessa- staðasókn, verður haldið að venju í safnaðarheimili Vídalínskirkju á ofangreindum tíma. Nú, þegar um það bil ár er liðið frá fermingu, hef- ur verið ákveðið að hópurinn hittist ásamt foreldrum og rifji upp og endurnýi kynnin. Þetta fyrsta ár eftir ferminguna er án efa búið að vera ár mikilla breytinga og því er skemmtilegt að hittast og ræða málin. Við byrjum með stuttri helgistund í kirkjunni, þar sem kemur að Þorsteinn Hauk- ur Þorsteinsson, forvarnafulltrúi frá Tollstjóranum í Reykjavík, og leiðir okkur í söng og lofgjörð. Seg- ir Þorsteinn Haukur okkur frá starfi sínu í baráttunni við fíkniefn- in og kynnir sinn besta vin, fíkni- efnaleitarhundinn Bassa og hversu mikilvægur Bassi er í baráttunni gegn sölumönnum dauðans, fíkni- efnasölunum. Veitingar verða í boði kirkjunnar. Happdrætti verður fyrir ferm- ingarbörnin og þá foreldra sem mæta með þeim. Það er von okkar prestanna að ,,Ársafmælið“ megi verða til að styrkja þau vináttubönd sem við bundumst í fermingarstarfinu svo að þau endist út ævina. Þannig megið þið öll vita að þið eigið ávallt ,,hauka í horni" þar sem kirkjan ykkar er. Hittumst glöð og hress í kirkjunni okkar og eigum góða samveru. Hans Markús Hafsteinsson sókn- arprestur. Friðrik J. Hjartar prestur. Gleði HVERNIG væri að koma til vinnu á mánudegi og vera enn í skýjunum eftir að hafa tekið þátt í guðsþjón- ustu sunnudagsins? Hafa fengið endorfínáfyllingu vegna þess hve tónlistin og prédikun voru upplífg- andi og samskipti við Guð og fólk uppbyggileg? Þetta er takmarkið með guðs- þjónustu í samkomusal Hauka að Ásvöllum 17. apríl 2005 kl. 20. Prestar, tónlistarfólk og kórar Ástjarnarsóknar, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Kvennakirkjunnar leggja sitt af mörkum að Guði og mannfólki verði þjónað í gleði. Kaffi, meðlæti og gott spjall í vin- gjarnlegu umhverfi að helgihaldi loknu. Kirkjuskólaheimsókn í Kálfatjarnarkirkju LAUGARDAGINN 16. apríl koma kirkjuskólar Seljakirkju og Kálfa- tjarnarkirkju saman til kirkju- skólahátíðar í Kálfatjarnarkirkju. Gert er ráð fyrir komu kirkjugesta um eða eftir kl. 11.15, léttar veit- ingar eftir herlegheitin í kirkjunni. Tónlistarguðsþjón- usta og aðalsafn- aðarfundur Árbæj- arsafnaðar SUNNUDAGINN 17. apríl kl. 11 mun Þorvaldur Halldórsson söngv- ari og tónlistarmaður vera með okkur í tónlistarguðsþjónustu safn- aðarins. Eins og mörgum er kunn- ugt eru þriðja hvern sunnudag svo- kallaðar tónlistarguðsþjónustur. Hinir ýmsu listamenn eru fengnir til samstarfs við helgihaldið. Hefur þessi leið gefist vel og verið tekið opnum örmum af safnaðarfólki. Guðsþjónustan á sunnudag verður miðuð við alla aldurshópa. Það verður fjölskyldustemning með öllu tilheyrandi. Í framhaldi af guðs- þjónustunni verður aðalsafn- aðarfundur kl. 12. Rétt til setu á þeim fundi eiga þeir sem eiga lög- heimili í Árbæjarsöfnuði. Viljum við hvetja safnaðarfólk til að koma og eiga góða stund með Þorvaldi Halldórssyni og öðru safnaðarfólki á sunnudaginn kl. 11. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni sunnudaginn, 17. apríl kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýkina. Magga Stína, Hörð- ur og Birgir Bragasynir og Hjör- leifur Valsson sjá um tónlistina. Sr. Hjálmar Jónsson flytur hug- leiðingu og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson leiðir samkomuna. Þessu sinni höfum við um hönd Máltíð Drottins (altarisgöngu). Í æðruleys- ismessum deilum við reynslu okkar, vonum og þrá og styrkjum vitund- arsamband okkar við Guð. Seljakirkja í sumarskapi FJÖGUR leikjanámskeið verða haldin fyrir börn á aldrinum 6–10 ára í Seljakirkju í sumar. Þau verða sem hér segir: 1. 13.– 16. júní; 2. 20.–24. júní; 3. 8.–12. ágúst; 4. 15.–19. ágúst. Skráning hefst þann 9. maí í síma kirkjunnar 567 0110 og þar eru frekari upplýsingar gefnar. Morgunblaðið/ÓmarHafnarfjarðarkirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.