Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 46

Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 46
46 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn Jónssonfæddist í Vest- mannaeyjum 19. október 1931. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 6. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Helgason frá Grund á Dala- tanga, f. 25. apríl 1896, d. 11. feb. 1970, og Jóna Sigurborg Jónsdóttir frá Eyri í Mjóafirði, f. 5. jan. 1903, d. 2. maí 1996. Systkini Sveins voru: Helga, f. 1933, d. 1972, Ingibjörg, f. 1933, d. 1934, Ólafur, f. 1936, d. 1937. Uppeldissystkin hans eru Ásta, f. 1932, og Halldór, f. 1939. Sveinn flutti 1934 á Sauðanes við Siglufjörð og bjó þar til ársins 1953 er hann flutti til Vestmanna- eyja. Áríð 1959 kvæntist Sveinn Mörtu Pálsdóttur, f. 8. ágúst 1931 á Skála í Færeyjum. Foreldrar hennar voru Paul Paulsen, f. 1888, d. 1977, og Pouline Paulsen, f. 1888, d. 1976. Börn Sveins og Mörtu eru: 1) Heiða, f. 1. des. 1959, dóttir hennar er Berglind. 2) Óskírð, f. 1. des. 1959, d. 2. des. 1959. 3) Ingvar, f. 10. maí 1961, d. 20. jan. 1962. 3) Ingibjörg, f. 30. jan. 1965, dóttir hennar er Rakel Rut. 3) Helga, f. 6. mars 1973, í sambúð með Einari Þór Fær- seth. Sveinn lærði rennismíði og vélvirkjun og vann ýmis störf því tengd. Hann var einn af stofnendum Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmanna- eyjum. Auk þess var hann fé- lagsmaður í Sjóstangafélagi Vest- mannaeyja og starfaði mikið fyrir það félag. Útför Sveins verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. Elsku pabbi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín er sárt saknað en minning þín mun ávallt lifa með okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Heiða, Ingibjörg og Helga. Elsku afi, við söknum þín svo mikið. Þú varst fyrirmynd okkar allt þitt líf og fórst með það hlut- verk af stakri prýði. Þú varst svo ótrúlega duglegur. Ef eitthvað þurfti að gera eða redda þurfti ein- hverju þá varst þú alltaf fyrstur á staðinn og alltaf varst þú boðinn og búinn að gera allt fyrir alla. Þegar við vorum að laga húsið þá mættir þú alltaf eldsnemma og vildir byrja að vinna á meðan aðrir vildu kannski sofa pínu lengur, þú varst svo duglegur. Við áttum svo marg- ar góðar minningar úr veiðikofan- um. Seint munum við gleyma þegar við settum hárið okkar yfir skall- ann þinn þannig að það leit út eins og þú værir með sítt hár. Við mun- um alltaf eftir því þegar við vorum litlar og þú varst að kenna okkur að veiða. Okkur varð fljótlega kalt og gáfumst upp en þú hafðir nú þol- inmæðina í lagi og sast við fossinn heilu stundirnar. Við kölluðum þig alltaf afa kalda karl vegna þess hversu hraustur þú varst og dug- legur og bara hvað þú varst frábær karl. En nú ertu farinn og við geymum svo margar frábærar minningar í hjarta okkar. Við munum ávallt verða þakklátar fyrir þitt líf og allt sem þú gerðir fyrir okkur í þessu lífi. Við vitum að þú ert kominn á góðan stað núna með veiðistöngina í hendi og nú líður þér loksins vel, elsku afi. Við munum ávallt sakna þín og hugsa til þín um ókomna tíð. Með ástarkveðju, þínar dætra- dætur Rakel Rut og Berglind. Elsku Svenni. Alltof fljótt ertu nú farinn. Um það bil sex ár eru síðan ég kynntist þér vegna sambands míns við Rakel og mér þykir sárt að árin verði ekki fleiri. Það var alltaf frábært að vera í kringum þig. Kíkja í kaffi til ykkar Mörtu og spjalla við þig um sjóinn og horfa með þér á fréttirnar sem við hvorugir máttum missa af. Ein minning hefur alltaf annað slagið komið upp í huga mér. Það var á áramótunum 99 þegar ég var með ykkur að skjóta upp flugeldum á Hásteinsveginum. Þú varst mjög ánægður að hafa loksins annan strák sem vildi sprengja með þér því stelpurnar á heimilinu höfðu alltaf bara viljað horfa á. Og þú komst alltaf með fleiri og fleiri flug- elda til mín og þegar þú krafðist þess svo að ég kveikti á neyðarblys- inu sem hefur alltaf verið hápunkt- urinn í mínum augum, þá man ég hvað ég varð stoltur og ánægður. Við Rakel eigum þér og Mörtu margt að þakka. Þið hjálpuðuð okk- ur mikið þegar við byrjuðum að búa og erum við ykkur ævinlega þakklát fyrir það og allt sem þið hafið gert fyrir okkur. Nú hefur þú fengið hvíldina þína og þegar þú nú horfir til okkar að handan veit ég að þú kveður okkur stoltur. Vonandi líður þér vel hin- um megin. Kveðja. Einar Hlöðver. Hann Sveinn á smurstöðinni er látinn. Hann gekk alltaf undir þessu nafni, þó fjöldi ára væri frá því að hann hætti á þeim starfsvett- vangi. Þar hófust kynni okkar fyrst fyrir alvöru, með sameiginlegu áhugamáli, sem var stangaveiðin, sem leiddi til þess að við stofnuðum „Litla veiðifélagið“, ásamt fleirum, um hluta Grenlækjar í Landbroti, en Sveinn hefur verið þar formaður frá upphafi. Við reistum okkur lítið veiðihús, sem við stækkuðum fyrir nokkrum árum. Við félagarnir fórum á hverju vori austur í veiðihús í vinnuferð, og var dyttað að ýmsu og öðru nýju bætt við eins og ljósavél, sólarraf- hlöðu og svo því nýjasta vindmyll- um, til að hafa rafmagn í húsinu. Þar naut Sveinn sín best. Ljósavél, vatnsdælur – lítið mál ef bilaði, allt lék í höndunum á honum, enda var viðkvæðið ef eitthvað bjátaði á, að sjálfgert var að fá Svein í verkið. Er húmaði að kveldi var stundum tekið upp léttara hjal, og entist löggin í brúna pokanum lengi, enda Sveinn mikill hófsemdarmaður. Það er gaman að minnast þessara stunda. Um áraraðir tók Sveinn að sér vélaviðgerðir fyrir minni báta í Eyjum, og kunni því vel til verka. Hafði hann gaman af að tala um þetta tímabil í lífi sínu. Í nóvember sl. færði ég honum bilaða vatns- dælu til Eyja, annað kom ekki til greina af hans hálfu. Nokkrum dögum seinna hringdi hann og sagði að þetta hefði reddast og vatnsdælan komin í lag. Menn voru ekki alltaf með sömu skoðanir í hartnær 30 ára sam- starfi, en markmiðin náðust alltaf og allir voru mjög sáttir í þessari fjölskylduveiðiparadís okkar, þar sem sömu veiðimenn eru búnir að vera í áraraðir. Fyrir nokkrum árum þornaði áin okkar upp. Engin veiði og lítill stofn varð eftir til að viðhalda sjó- birtingsstofni svæðisins. Við fé- lagarnir, ákváðum að veiða lítið úr ánni, og settum öðrum sömu regl- ur, enda er árangurinn kominn í ljós með meiri fiskgengd. Jafnhliða þessu höfum við, ásamt Einari Bjarnasyni bónda, gert átak í að halda mink í skefjum. Stórt skarð var höggvið í vina- hópinn 18. ágúst 2004, þegar félagi okkar, Jóhann Halldórsson, lést langt um aldur fram við Grenlæk. Félagarnir Sveinn og Bogi end- uðu sína veiði síðastir á haustin, og gengu frá húsi og tækjum fyrir vet- urinn, en sl. haust treysti Sveinn sér ekki austur, veikindin voru far- in að taka sinn toll. Starfað verður áfram við ána, þar sem handbragð og verk Sveins munu minna á hann. Boga Sigurðssyni, veiðifélaga og vini til fjölda ára, er missirinn mik- ill. Mörtu og fjölskyldu, sem Sveinn talaði oft um með stolti, vottum við Jóna okkar dýpstu samúð. Að lokum við ég þakka Sveini samfylgdina í gegnum árin. Sigurður Ingi Ingólfsson. Kæri Sveinn. Mig langar að þakka með fáum orðum fyrir að hafa notið vináttu þinnar og fé- lagsskapar í rúma hálfa öld. Okkar fyrstu kynni urðu þegar þú fluttist til Eyja ungur maður með foreldrum þínum frá Siglu- firði, en faðir þinn hafði starfað sem vitavörður á Dalatanga og Sauðanesi. Við hófum nám í vélsmiðjunni Magna hf. á sama tíma en síðan lágu leiðir okkar saman í áhuga- málunum okkar, ýmiss konar veiði- skap, á handfærum á Svaninum Ve 90, en Svanurinn var ávallt í end- urnýjun og í tímans rás urðu þeir fimm talsins. Þú lést smíða skrokk- ana, hannaðir og gekkst frá öllum vélbúnaði og smíðavinnu, hvort sem var tré eða plast. Þú varst einn af þeim hagleiksmönnum sem gast leyst öll vandamál, bæði þín og annarra. Þær eru ómældar stund- irnar sem þú brást vel við er kunn- inginn kom ekki vél í gang eða átti við tæknileg vandamál að stríða, þá leystir þú úr þeim og þakklætið var þín besta umbun. Frá fyrstu dögum sjóstangaveiði við Ísland varst þú fremstur í flokki og til margra ára driffjöðrin í SJÓVE og að mestu þér að þakka hið litla notalega félagsheimili sjó- stangafélagsins. Ánægjulegustu stundirnar voru þó hinar ótal veiðiferðir sem við fórum á sjóstangamót vítt og breitt um landið. Ekki voru sístar ferðirnar í Grenlækinn, þar sem við fjórir fé- lagarnir eigum snoturt veiðihús. Þar dvöldum við margar gleði- stundir við veiðiskap, einir, tveir eða með fjölskyldum okkar og vin- um í náttúruparadís. Ég kveð þig með virðingu og þakklæti. Bogi. Erfiður sjúkdómur hefur lagt að velli vin okkar Svein Jónsson þrátt fyrir andlegan og líkamlegan styrk sem svo einkennandi var í fari hans. Það tekur nokkurn tíma að átta sig á að þessi glaðværi maður er ekki lengur á meðal okkar. Það er svo stutt síðan við áttum tal saman um okkar hugðarefni, báta og vélar. Mann setur hljóðan og staldrar við. Þó mátti okkur vera ljóst að hverju stefndi. Það er orðið nokkuð langt síðan við hittumst fyrst en þá voru þeir sem þetta rita lærlingar í Magna hf. í Vesmannaeyjum og dálítið farnir að fóta sig á námsbrautinni. Svo var það einn morgun þegar við vorum komnir í gallann og mættir í vinnusalinn að við veittum því athygli að okkur hafði bæst liðsauki með ungum og myndarleg- um manni sem virtist kunna allvel til verka. Var þar kominn Seinn vinur okk- ar sem við erum stoltir af að mega nefna svo. Sú vinátta sem hófst þennan morgun á sjötta áratugnum hefur varað síðan og aldrei borið skugga á, þótt leiðir hafi skilist sem eðlilegt má telja með breyttri bú- setu og vinnustöðum. Það kom líka í ljós að hann hafði verið vélgæslumaður við vitann á Sauðanesi við Siglufjörð en faðir hans hafði verið vitavörður þar. Þá hafði hann verið til sjós á togurum um tíma sem þá var ekkert sæld- arlíf. Það kom því af sjálfu sér að við litum upp til hans vegna þess- arar reynslu hans úr atvinnulífinu. Hann hafði komið með lítinn vélbát með sér þegar fjölskyldan flutti til Vestmannaeyja og fljótlega fór hann að skreppa á sjóinn á þessu fleyi sínu og kom þá fyrir að hann bauð í sjóferð. Það gerðist einnig síðar þegar bátur hans hafði stækkað verulega að boðið var í sjóferð sem þegin var með þökkum. Góða skapið var ávallt með í för hvert sem tilefnið var. Þetta voru ógleymanlegar stundir því hann var fundvís á fiskinn þótt torfurnar væru ekki alltaf stórar. Var engu líkara en dýptarmælirinn hans væri í beinu sambandi við þann gula. Hann hafði yndi af veiðiskap, bæði til sjós og lands, og stundaði sjóstangaveiði í mörg ár og vann til margra verðlauna á mótum sem hann tók þátt í. Þegar vorfagnaðurinn í Magna var haldinn, sem venja var á þess- um árum, þá lét vinur okkar ekki sitt eftir liggja að gera kvöldið sem eftirminnilegast enda kom það fyrir að kvöldið byrjaði nokkuð snemma hjá okkur sem vorum að fagna ver- tíðarlokum. Við kveðjum þennan vin okkar með þakklæti fyrir samfylgdina. Sendum innilegar samúðarkveðj- ur til eiginkonu hans og fjölskyldu. Ólafur og Kjartan. SVEINN JÓNSSON ✝ Guðný Stefáns-dóttir fæddist á Ímastöðum í Vaðla- vík 15. nóvember 1929. Hún lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 7. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Stef- án Jónsson, bóndi á Ímastöðum, og eigin- kona hans, Guðrún Jónína Jónsdóttir. Guðný átti þrjú systkini, Guðrúnu, látin, Jón Magnús, látinn og Ingibjörgu Þuríði. Guðný giftist 6. febrúar 1949 Kjartani Björgvinssyni, f. 21. maí 1921, d. 30. janúar 1982 og bjuggu þau allan sinn búskap á Mjóeyri við Eskifjörð. Börn Guðnýjar og Kjartans eru: 1) Rósa, f. 13. febrúar 1952, gift Þorsteini Sigfússyni. Þau búa á Hólmavík og eiga þrjú börn, Guðnýju Maríönnu, Kjartan Frið- geir, látinn, og Kára. Barnabörnin eru tvö. 2) Jónbjörg, f. 7. febrúar 1954, gift Ásbirni Sigurðs- syni. Þau búa á Sel- fossi og eiga tvo drengi, Árna Hrafn og Kjartan. 3) Sig- urveig María, f. 22. janúar 1962, var í sambúð með Krist- jáni Hreinssyni. Þau slitu samvistir. Þau eiga þrjú börn, Elvu Björk, Kjartan Björgvin og Hrein. Eftir andlát Kjartans bjó Guðný á Mjóeyri þar til hún flutt- ist á Selfoss 1996. Síðla árs 2001 greindist hún með Alzheimer- sjúkdóm og fluttist þá á Dvalar- heimili aldraðra á Eyrarbakka og síðar á Kumbaravog á Stokks- eyri. Útför Guðnýjar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á lognkyrru sumarkvöldi við ís- lenskan fjörð, þegar haf og himinn renna saman við sjónarrönd og hinn mikli skapari opinberar stór- brotna fegurð verka sinna, öðlast sálin frið og gengst við hinni eilífu sáttargjörð Guðs og manna. Í slíkri voraldarveröld hitti ég fyrst Guðnýju og Kjartan á Mjó- eyri við Eskifjörð. Það var rétt eins og að hverfa inn í dulheima að ganga inn í stóra húsið á Mjóeyri og kynnast fólkinu, sem í því bjó. Opnir armar, gestrisni og einlæg- ur ásetningur um að auka skilning aðkomumanna á fegurð umhverfis og náttúru og segja sögu fyrri kynslóða. Kjartan er löngu horfinn af Mjóeyrinni og Guðný er farin á eftir sínum hjartans ljúflingi. Nú geta þau áhyggjulaus og alsæl gengið um Vaðlavíkina, litið yfir í Viðfjörð og staðið á eyrinni góðu, hlustað á hjal lognöldunnar og stöku garg í kríu. – Heill heimur er horfinn og kemur ekki aftur. Guðný Stefánsdóttir var mæt kona og öllum góð. Hún stóð sína plikt með bravúr. Verka hennar og framlags hefur ekki verið getið á síðum glanstímarita. Þó lagði hún, með lífi sínu, einn af fjölmörgum hornsteinum þess samfélags, sem nú nýtur arðsins af streði for- mæðra sinna og feðra og er samt svo undarlega gleymið á uppruna sinn. Mín fjölskylda kveður Guð- nýju með virðingu og þökk og bið- ur henni blessunar þess Guðs og skapara, sem mótað hefur allar heimsins Mjóeyrar. Árni Gunnarsson. Mig langar að minnast Guðnýjar nágrannakonu minnar í fáum orð- um. Við kynntumst þegar Guðný flutti í Urðartjörn 2 á Selfossi. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Það var auðvelt að kynnast Guðnýju og við urðum strax góðar vinkonur þótt það væri um fjörutíu ára aldursmunur á okkur. Það sem mér fannst einkenna Guðnýju var snyrtimennska, lífs- gleði, kraftur og hvað hún var ung í anda. Ég man eftir Guðnýju úti í sólbaði að keppast við að verða brún. Einnig man ég eftir Guðnýju uppdressaðri á leið á dansæfingu komandi yfir til mín full tilhlökk- unar eins og smástelpa og spyrja hvort hún væri ekki nógu fín. Guðný tók virkan þátt í starfi eldri borgara á Selfossi á meðan heilsan leyfði og var fljót að kynn- ast fullt af góðu fólki sem hún naut samvista við. Föndur, gönguferðir og dans var það sem átti hug hennar í starfi félagsins. Guðný var snillingur í að baka kleinur og pönnukökur og naut ég góðs af því. Við sátum oft og drukkum kaffi og spjölluðum. Mjó- eyrin og Eskifjörður voru ofarlega í huga hennar. Guðný var flink að prjóna, allt sem hún prjónaði var einstaklega vel gert og eru það ófá vettlinga- og sokkapör sem hún hefur prjón- að á börnin mín. Það var allt svo fallegt sem hún gerði í höndunum. Að lokum vil ég senda fjölskyldu Guðnýjar innilegar samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði, kæra vinkona. Sigríður Erlingsdóttir. GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.