Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 47

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 47 MINNINGAR ✝ Elínborg Guð-mundsdóttir fæddist á Kringlu á Ásum í Húnaþingi 8. september 1903. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi 8. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðmundur Sig- urðsson frá Kringlu og Anna Guðbjörg Jónsdóttir frá Gröf í Mosfellssveit. Systur Elínborgar voru Anna Guðrún, f. 1902, d. 1974, Teitný, f. 1904, d. 2000, og Anna Sigurlína, f. 1914, d. 1974. Elínborg ólst upp í föðurgarði á Kringlu. Hinn 23. febrúar 1922 giftist hún Jóni M. Einarssyni, kennara, f. 1895, d. 1968, en for- eldrar hans voru hjónin Björg Jónsdóttir og Einar Stefánsson. Þau Jón og Elínborg eignuð- ust eina dóttur, Önnu Guðbjörgu, f. 1926, d. 2002. Henn- ar maður var Jón Trausti Kristjánsson frá Efri-Mýrum, f. 1928, d. 1993. Eign- uðust þau fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi nú. Einnig ólu þau upp eina fóstur- dóttur. Jón og Elínborg hófu búskap á Blönduósi og bjuggu þar alla tíð. Elínborg var um áratugaraðir matráðskona, bæði hjá vega- vinnuflokkum, á Hótel Blönduósi og í mötuneyti sláturhúss SAH. Útför Elínborgar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Elínborg, alsæla er orð sem kom upp í huga mér er þú kvaddir þennan heim og komst til þeirra sem þú unnir svo afar heitt og fóru á undan þér yfir móðuna miklu. Sumir langt á undan þér og aðrir langt um aldur fram. Þú hefðir jú orðið hundrað og þriggja ára nú næstkomandi september. Ég vil þakka þér fyrir að hafa verið til, því- lík kjarnakona er þú varst, þú hafðir allt að gefa, ást, umhyggju, fórnfýsi, ósérhlífni og alltaf til taks ef einhver af okkur í fjölskyldunni þurfti á þér að halda. Móttökurnar þegar við komum norður í heimsókn til þín voru yndislegar, meira að segja var umhyggja fyrir hundinum líka, hafðu þökk fyrir það. Ég var að rifja upp núna um daginn, þú varst 85 ára gömul þegar þú varst að kenna mér að sauma kjólföt á dansherra Jó- hönnu Ellu, ég er hrædd um að það séu ekki margir sem stíga í þín fót- spor. Hafðu einnig þökk fyrir hve yndisleg þú varst við móður mína til svo margra ára. Elínborg hafðu þökk fyrir allt og allt í okkar sam- skiptum til 30 ára. Þín tengdadóttir Berglind Freymóðsdóttir. Elsku besta amma (langamma). Ég kalla þig ömmu því það er eina sem þú tókst í mál að ég kallaði þig. Þú varst sko amma okkar systra. Amma mín ég samgleðst þér af öllu hjarta því nú getur þú lokst hvílt þig á þessu lífi og hitt börnin þín á ný (ég bið að heilsa pabba). Einnig verður þú aftur í örmum þíns heitt- elskaða eiginmanns og þess hefur þú eflaust beðið lengi. Amma mín ég minnist þín af alúð og mikilli hlýju, þú gafst okkur svo margt og margar dýrmætar stundir. Allar minningarnar frá Blönduósi og því gamni er fór þar fram og ekki má gleyma öllum þeim skiptum er þú fórst í ferðagallann þinn: brúnu buxurnar og brúna hattinn, til þess að koma með rútunni til Reykjavík- ur og dvelja í Blönduhlíð 8. Ég á ennþá ferðahattinn þinn og ber hann stolt, enda er ég hálfnafna þín. Ég kveð þig elsku amma með söknuð í hjarta en minnist þín í allri þinni fegurð, þinni ástúð og þínu ör- læti. Þú skilur svo mikið eftir og mátt mjög stolt á himnum dvelja. Elsku, elsku, amma mín, þú varst alltaf svo fín, góðhjörtuð, yndisleg og hlý, ég hlakka til að sjá þig á ný … þín Jóhanna Ella. Elsku amma mín. Nú sit ég hér og skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Þú yfirgafst þennan heim 8. apríl eftir langt líf. Margar minningar koma upp í hugann, sérstaklega frá bernsku minni. Fyrstu sex ár ævi minnar bjó ég hjá ykkur afa, ásamt foreldrum mín- um og stóra bróður, Jóni. Alltaf átti ég skjól hjá ykkur afa, þið vilduð allt fyrir okkur barnabörnin gera. Ég þakka þér fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þú gafst mér. Ég er stolt af að heita sama nafni og þú. Við fjölskyldan í Noregi kveðjum þig með þessum ljóðlínum: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig, elsku amma mín. Þín Elínborg. Elsku Ella mín, það er komið að kveðjustund. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa átt þig að frænku, móðursystur sem alla tíð umvafðir mig hlýju þinni og kær- leika en allt frá því ég man fyrst eft- ir mér var það hluti af tilveru minni að fara norður á Blönduós með mömmu á sumrin og gista hjá þér og Jóni. Þessar ferðir eru mér ógleym- anlegar. Þú varst óþreytandi að finna eitthvað skemmtilegt fyrir mig að gera enda þótti mér alltaf jafn gaman að fara til ykkar. Seint á haustin komst þú síðan suður og dvaldir hjá okkur í Von- arstrætinu. Það fylgdi þér alltaf frískur blær, mikið talað og hlegið, ég hlustaði á ykkur mömmu rifja upp æskuminningar frá Kringlu þar sem þið voruð fæddar og ólust upp. Milli ykkar systrana, Önnu mömmu minnar, Teitnýjar og þín ríkti mikill kærleikur. Það var stutt í aldri milli ykkar þriggja, en systir ykkar Sigurlína var talsvert yngri. Þið báruð hag hver annarrar fyrir brjósti og náðuð að halda samband- inu sterku þótt þið byggjuð hver á sínum staðnum, Anna móðir mín í Reykjavík, Teitný á Skagaströnd og þú með fjölskyldu þinni á Blönduósi, en samgöngur og síminn voru þá ekki notuð í sama mæli og í dag. Umhyggja þín við mig og fjöl- skyldu mína kom vel í ljós þegar móðir mín lést, þú fylgdist með okk- ur og sýndir ómetanlega vináttu. Í mörg ár þegar þú komst suður og dvaldir hjá Jóni dóttursyni þínum, komst þú alltaf og gistir nokkrar nætur hjá okkur. Það brást ekki að þú kæmir með jólakökur bakaðar að þínum hætti, með bæði rúsínum og súkkulaðibitum, góðgæti sem rann ljúflega niður hjá strákunum mínum Þú varst af þeirri kynslóð þar sem lífið var ekki alltaf dans á rósum, en með lífsgleði þinni, kímni og þraut- seigju var eins og þér tækist alltaf að sjá björtu hliðarnar. Kímni og hnyttin tilsvör verður minning sem mun lifa með okkur sem deildum tíma með þér. Elsku Ella mín, þú ert síðust ykk- ar systra að kveðja þennan heim, lífshlaupið var orðið langt og margt á dagana drifið. Þú varst löngu ferðbúin, og margir þeirra sem þér voru kærastir farnir á undan, en ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR æðruleysið og róin sem einkenndu þig síðustu ár voru aðdáunarverð. Það er trú mín að vel hafi verið tekið á móti þér. Ég bið algóðan Guð að varðveita þig og leiða áfram. Helga Benediktsdóttir. Elínborg ömmusystir mín og nafna hefur kvatt þetta jarðlíf á 102. aldursári. Þegar ég hugsa um þig, kæra frænka, þá sé ég þig fyrir mér bros- andi. Þú varst einstök, alltaf kát og hress og það fylgdi þér mikill kraft- ur. Alltaf þegar þú hittir mig spurð- ir þú: „Hvað segir þú nafna mín?“ Það var alltaf jafn gaman þegar þú komst í heimsókn til ömmu og afa út á Skagastönd og gistir hjá þeim í nokkra daga eftir jólin. Þið amma spiluðuð löngum stundum vist við okkur systkinin, alltaf voruð þið hressar, slóguð í borðið og létuð spilið ganga hratt. Þetta eru góðar minningar sem gott er að eiga. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Kæra nafna, ég veit að frændfólk- ið tekur vel á móti þér og það verður slegið á létta strengi. Guð blessi minningu þína. Þín nafna, Anna Elínborg Gunnarsdóttir. Ein mín uppáhaldsfrænka, Elín- borg Guðmundsdóttir, er látin. Minningarnar streyma um huga minn. Ég man hvað ég var alltaf spennt á milli jóla og nýárs þegar ég vissi að von væri á Ellu frænku til Skagastrandar í heimsókn til ömmu og afa á Bergi. Spiluð var vist og haft gaman af, enda var alltaf stutt í hláturinn. Ég minnist litla fallega hússins hennar, það var alltaf svo gaman að koma til hennar enda voru trakter- ingarnar alltaf jafn ljúfar. Mér fannst alltaf jafn gaman að fá jólapakkann frá Ellu frænku, pakk- arnir voru svo fallega skreyttir hjá henni. Ég þakka þér, elsku frænka, fyrir allt og ég efast ekki um að þú eigir eftir að taka nokkur spil við ætt- ingjana okkar. Hvíl í friði, elsku frænka. Þín frænka Áslaug Sif Gunnarsdóttir. Jæja, amma, þá kom að því að þú fékkst að kveðja þennan heim. Og vonandi ertu komin á betri stað þar sem þér líður vel, hjá ömmu Stellu, Jóni langafa og afa Trausta. Það er voðalega skrítið að hugsa til þess að núna á ég enga ömmu Stellu og enga Ellu ömmu á Blöndu- ósi. En svona er lífið. Þegar ég spóla til baka og hugsa um allt það sem við höfum gert sam- an þá vekur það aðeins góðar minn- ingar. Ég man þegar þú áttir heima í bláu blokkinni á Blönduósi og þeg- ar við sóttum þig stundum á jepp- anum okkar til að fara með þig í bíl- túr eða taka þig með okkur á Skagaströnd þá áttir þú svona lítinn koll/pall sem þú steigst upp á til að komast upp í bílinn, og þótti mér það hrikalega fyndið að þú þyrftir að nota svoleiðis en ég gat komist sjálf upp í bílinn. Alltaf þegar ég heimsótti þig upp á sjúkrahús áttirðu gotterí, sýndir mér alltaf myndir og sýndir mér fínu fötin þín. Þú varst stolt af fjöl- skyldunni þinni og talaðir alltaf fal- lega um alla. Á fermingunni minni gafstu mér armband sem Jón Stefnir frændi gaf þér einhvern tímann fyrir langa- löngu og fannst mér það æðisleg til- finning að fá að eiga eitthvað sem þú áttir og mun ég alltaf passa það og varðveita. Elsku langamma, ég mun sakna þín. Bið að heilsa ömmu og afa. Knúsaðu þau frá mér og endilega hvíslaðu því að þeim að mér þyki vænt um þau og sakni þeirra mjög. Þín langömmustelpa Eydís Ósk Einarsdóttir. Hjartkær systir mín, mágkona og frænka, AUÐUR S. WÖLSTAD sjúkraþjálfari, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 7. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Arnþóra Sigurðardóttir Bjarni Bjarnason, Kristrún Haraldsdóttir, Þorbjörn Rúnar Sigurðsson, Auður Bjarnadóttir, Tryggvi Hafstein. Ástkær dóttir mín, MARÍA RÓS LEIFSDÓTTIR, Víðihvammi 26, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 9. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 18. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Kristbjörg Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANN ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Valhúsabraut 15 Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. apríl. Sigurlaug Hannesdóttir, Anna B. Jóhannsdóttir, Auðunn Pálsson, Guðmundur Jóhannsson, Arndís Magnúsdóttir, Friðrik Þór Ragnarsson, Selma Dögg Ragnarsdóttir, Jóhann Ingi Guðmundsson, Magnús Dagur Guðmundsson. Elskulegur eiginmaður minn, KRISTINN JÓNSSON, fv. tilraunastjóri, Birkivöllum 32, Selfossi, lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 12. apríl síðastliðinn. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Erna Sigurðardóttir og fjölskylda. Ástvinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ÞÓR JÓNSSON, Lindargötu 57, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 15. apríl. Þóra Kristjánsdóttir, Björg Árnadóttir, Vernharður Gunnarsson, Jón S. Árnason, Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir, Hildur Árnadóttir, Magnús Halldórsson, Guðfinna Emma Sveinsdóttir, Sveinn V. Árnason, Lilja S. Jónsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Einar B. Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.