Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 53

Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 53 FRÉTTIR SJÖTUGUR er í dag, 16. apríl, Þór- arinn Þórarinsson, bóndi í Vogum í Kelduhverfi. Á þessum tímamótum er mér bæði ljúft og skylt að senda þessum höfðingja mínar bestu árn- aðaróskir. Þórarinn er Keldhverfingur í húð og hár, ef svo má segja, upprunninn af sterkum stofni forfeðra sem yrkt hafa landið í Kelduhverfi, einni feg- urstu sveit landsins, um aldir. Þór- arinn er búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og hefur verið bóndi í Vog- um frá árinu 1954, en lagt gjörva hönd á fjölmargt annað, svo sem vörubílaakstur og vegavinnu. Vafa- laust er það þó búskapurinn og heimasveitin, sem stendur hjarta hans næst, sem lífsköllun hans og hlutskipti. Í einkalífi sínu er Þórarinn mesti gæfumaður, kvæntur mikilli mynd- ar- og greindarkonu, Maríu Páls- dóttur frá Hofi í Hjaltadal. Saman hafa þau fetað lífsins veg og fullyrða má, að með þeim hjónum ríki jafn- ræði. Segir það ekki lítið um hennar mannkosti, því að vissulega má segja, að Þórarinn geti verið nokkuð stór í sniðum. Þau hjónin eiga saman fimm börn, sem öll eru hið mesta manndómsfólk. Á heimili þeirra hjóna í Vogum mætir þeim sem þangað kemur fölskvalaus alúð, hlýja og gestrisni. Þangað er gott að koma. Þórarinn er maður þeirrar gerðar, að hann hlýtur að teljast til forystu fallinn í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Það er því ekki að undra að á hann hafa hlaðist alls kyns félags- og trúnaðarstörf. Hann sat áratugum saman í hreppsnefnd Keldunes- hrepps, var í stjórn Kaupfélags Norður-Þingeyinga í nokkur ár, einnig í forsvari fyrir félag bílstjóra hér um slóðir og þannig mætti áfram telja. Undirrituðum er þó vissulega efst í huga allt það mikla og góða starf sem hann hefur innt af hendi í þágu kirkju- og kórastarfs hér um slóðir. Þórarinn hefur sungið með kór Garðskirkju síðastliðin fimmtíu ár og setið lengi í sóknarnefnd Garð- skirkju sem gjaldkeri. Þá hefur hann verið óþreytandi í því að efla sam- starf kirkjukóra í Norður-Þingeyjar- sýslu. Í félagi við aðra hefur hann skipulagt fjöldann allan af kóramót- um og tónleikum á vegum Kirkju- kórasambands Norður-Þingeyinga. Alltaf hafa það verið miklar sam- komur og góðar. Þórarinn hefur reynst sannkallaður burðarás í kirkjulegu starfi í Kelduhverfi, marga undangengna áratugi, vissu- lega ásamt öðru góðu fólki. Er það von mín, að þar verði ekkert lát á fyrr en í fulla hnefana. Þórarinn er maður eigi einhamur, forkur mikill og fylginn sér, og vissu- lega hafa á stundum blásið um hann vindar. Ekki hefur hann kveinkað sér undan því svo ég viti. Hann hefur einnig þann góða hæfileika, að líta á það sem flestir aðrir kalla hindranir og erfiðleika, sem mál sem þarf að leysa. Og oftar en ekki tekst honum að finna lausnina. Um Þórarin má líka segja, að hann stendur við það sem lofað er, og kemur jafnan þeim málum í höfn sem hann tekur að sér. Á engan hátt er hann maður hálf- velgjunnar. Þórarinn er mikill mælskumaður, og fullyrða má að orð hans vega þungt, þegar álitamál eru brotin til mergjar á fundum. Hann er eindreginn félagshyggjumaður í besta skilningi þess orðs og virðist hann mér í lífsskoðun fylgja skáldinu merka sem sagði forðum: „Enginn er eyland, einhlítur sjálfum sér.“ Þórarni eru ofarlega í huga hugtök eins og samvinna og réttlæti, ekki sem dauður bókstafur, heldur hvern- ig mannfólkið getur með eigin frum- kvæði og samtakamætti unnið að því að bæta mannlífið. Hann veit að hag- ur hvers manns er bundinn hag náungans órjúfanlegum böndum. „Á ég að gæta bróður míns?“ var eitt sinn spurt, og ég veit að Þórarinn er fyrir sitt leyti ekki í vafa um svarið. Í samræmi við það hefur hann óbeit á þeirri sérgæsku, eiginhagsmuna- hyggju og græðgi, sem öllu tröllríður á Íslandi nútímans. Þeir eru vissulega kaldir, vordag- arnir, hjá okkur sem nú lifum við ysta haf. Í dag stendur á tímamótum héraðshöfðingi og drengur góður, sem lifað hefur mörg vor hér um slóðir, bæði köld og hlý, blíð og stríð. Það er von mín að hann eigi eftir að lifa mörg vor enn í Kelduhverfi, landinu sem ætíð hefur verið heimur hans og hýst draum hans allan. Lifðu heill! Jón Ármann Gíslason. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu minnir félagsmenn sína á aðalfund félagsins sem haldinn verður á Hótel Sögu „Ársölum" í dag, laugardaginn 16. apríl, kl. 14:00. Mundína Ásdís Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, er gestur fundarins. Stjórnin. Kennsla Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2005-2006 Innritun nýnema fyrir næsta skólaár stendur nú yfir hjá Tónlistarskóla FÍH til 1. maí nk. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu skólans www.fih.is/sk eða á skrif- stofu skólans í Rauðagerði 27. Allir nýnemar þurfa að taka inntökupróf í skólann. Umsækjendur fá bréf um miðjan maí með tíma fyrir inntökupróf, en þau fara fram dagana 23.—25. maí. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvals kennara sem eru virkir þátt- takendur í íslensku tónlistarlífi. Skólinn býður nemendum sínum gott námsumhverfi og fjöl- breytt námsframboð. Um leið eru gerðar kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og náms- framvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður, er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Lifandi tónlist – Lifandi fólk. Félagslíf 17.4. Stóra-Kóngsfell - Þríhnúkar - Stóri-Bolli Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð 2.100/2.500 kr. Fararstj. Tómas Þröstur Rögnvaldsson. 20.4. Útivistarræktin Staðarborg. Brottför á eigin bíl- um úr Elliðaárdalnum kl. 18:30. Ekkert þátttökugjald. 21.4. Brynjudalur - Kjölur - Stíflisdalur Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð 2.400/2.900 kr. 21.-24.4. Sumri fagnað á Fimmvörðuhálsi - skíðaferð Brottför á eigin bílum frá skrif- stofu Útivistar kl. 18:00. Verð 9.400/1.1200 kr. Fararstj. Reynir Þór Sigurðsson. www.utivist.is Raðauglýsingar 569 1111 Smáauglýsingar sími 569 1100 AFMÆLI BANDALAG íslenskra skáta heldur árlegt Skátaþing í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni um helgina. Þinghaldið mun að mestu fara fram í nýrri Strýtu sem nú hefur risið, síðustu vikur hafa sjálfboðaliðar lagt mikið af mörkum svo að hún verði nothæf fyrir Skátaþing. Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum skáta á Íslandi og að þessu sinni er það skátadagskráin sem aðalega er fjallað um. Til þingsins koma fulltrúar allra skátafélaga á Íslandi, auk stjórnar, nefnda og ráða Bandalags íslenskra skáta. Þingið var sett í gær, föstudag og standa þingstörf fram á sunnudag. Skátar þinga um helgina HEIMDALLUR, Félag ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík suður, Ungir frjálslyndir, Ungir jafnaðar- menn og Ungir vinstri grænir skora á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrning- arfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni. Segjast ungliðar hvetja nefndar- menn til að horfa fram hjá flokka- dráttum og sjá hve mikið þjóðþrifa- og mannréttindamál þetta sé. Í tilkynningu frá ungliðasamtök- unum segir, að breið samstaða sé um að fella niður fyrningarfrest í kyn- ferðisafbrotamálum gegn börnum, ekki einungis hjá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka heldur hafi rúm- lega 10.000 einstaklingar sent áskor- un til þingmanna í gegnum vefsíðu samtakanna Blátt áfram. Einnig hafi fjölmargir fagaðilar, sem allsherjar- nefnd sendi málið til umsagnar, svo sem Barnahús, Kvennaathvarf, Stígamót o.fl., lýst yfir stuðningi við frumvarpið og fagnað því. „Í ljósi þess breiða og mikla stuðn- ings sem málið hefur meðal almenn- ings og sérfræðinga krefjast ung- liðahreyfingarnar þess að málið verði afgreitt úr allsherjarnefnd fyr- ir þinghlé eða að þeir sem hindra eðlilega framgöngu málsins rök- styðji afstöðu sína til málsins opin- berlega. Ungliðahreyfingarnar telja að kynferðisafbrot gegn börnum eigi að vera flokkuð með öðrum brotum sem ekki fyrnast, svo sem mann- drápi, mannráni, broti gegn stjórn- arskipan ríkisins o.fl. brotum sem teljast til alvarlegustu afbrota,“ seg- ir í tilkynningu ungliðasamtakanna. Sameiginleg yfirlýsing ungliðahreyfinganna Styðja afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum NÝLEGA endurnýjuðu Osta- og smjörsalan sf. og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) samning um samstarf og stuðning fyrirtækisins við starf- semi Íþróttasambands fatlaðra. Samningur Osta- og smjörsölunnar sf. og Íþróttasambands fatlaðra gild- ir fram yfir ólympíumót fatlaðra í Peking 2008. Þeir Sveinn Áki Lúðvíksson, for- maður Íþróttasambands fatlaðra, og Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf., undirrituðu samninginn. Styðja Íþróttasamband fatlaðra SPARISJÓÐIRNIR og ÍsMedia skrifuðu nýlega undir samstarfs- samning um Ávaxtakörfuna sem sett er upp í Austurbæ. Höfundar Ávaxtakörfunnar eru Kristlaug María Sigurðardóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sparisjóðurinn ætlar nýta sam- starfið til að efla starf sitt enn frekar fyrir yngstu viðskiptavinina og standa fyrir ýmsum leikjum sem tengjast Ávaxtakörfunni, einnig verður viðskiptavinum boðið á sýn- inguna sjálfa, segir í fréttatilkynn- ingu. Á myndinni eru t.v. Gísli Jafetsson frá Sparisjóðnum og Benedikt Bjarnason frá ÍsMedía að undirrita samninginn. Sparisjóðirnir og Ávaxtakarfan ætla að taka upp náið samstarf LÖGREGLAN á Blönduósi tók tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæmi sínu í gær, þar af þrjá sem voru á 130 km hraða. Lögreglan sagði áberandi hversu margir öku- mannanna væru ungir, en mikið var um bíla fulla af ungu fólki á leið á Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri. Lögreglan sagði ljóst að ungt fólk hefði sameinast í bíla á leið norður en hraðinn væri hins vegar of mikill. Hratt ekið á söngkeppni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.