Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 54

Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes HÉRNA SJÁUM VIÐ HUND AÐ ELTA ÍKORNA HÉRNA SJÁUM VIÐ AÐ HUNDURINN HEFUR KRÓAÐ ÍKORNAN AF HÉRNA SJÁUM VIÐ HVERNIG HUNDURINN REYNIR AÐ NÁ HNETU ÚR NEFINU Á SÉR AUMKUNNARVERT VILTU FARA AFTUR Á HUNDABÝLIÐ SNOOPY? NEI. ÞÚ ERTU BÚINN AÐ VERA OF MIKIÐ AÐ HEIMAN ANSANS! EINA SEM ÉG VILDI VAR AÐ FÁ AÐ GISTA! HORFÐIR ÞÚ Á MYNDINA Í SJÓNVARPINU Í GÆR? NEI HORFÐIRÐU Á LEIKINN Í GÆR? NEI HORFÐIR ÞÚ EKKI Á NEITT SJÓNVARP? NEI Á HVAÐ HORFÐIR ÞÚ ÞÁ? Litli Svalur © DUPUIS VIÐ GÆTUM FARIÐ AÐ BAÐA OKKUR VIÐ VATNIÐ... OG KANNSKI FARIÐ AÐ KYSSAST EINS OG FULLORÐNA FÓLKIÐ SÉRA! SÉRA! ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ KALLA MIG SÉRA, KARLINN MINN. ÞÚ GETUR SAGT PRESTUR EÐA HÁGÖFGI EF ÞÚ VILT VERA GÓÐUR STRÁKUR SVALUR OG NÍNA ERU VIÐ VATNIÐ AÐ GERA ÓGEÐSLEGA HLUTI YÐAR NÁÐ AFTUR ERU ÞAU TVÖ AÐ STUNDA ÓGUÐLEGT ATHÆFI. ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ KENNA ÞEIM LEXÍU HAHA! ÞARNA ER HANN... ÖRLÍTÐ RYKUGUR OG ÉG ER KANNSKI BÚINN AÐ FITNA SVOLÍTIÐ SÍÐAN ÉG VAR Í PRESTASKÓLANUM ÞETTA ER VERK FYRIR OFURHETJUNA... KAFTEIN RÉTTLÆTI!! MISKUNA ÞÚ OSS DROTTINN... EN ÞETTA Á EFTIR AÐ VERA MJÖG FYNDIÐ ALVEG Á RÉTTUM TÍMA SKELFIÐ ÓÞOKKAR! KAFTEINN RÉTT... ...LÆTI... NÚNA SKULUM VIÐ GERA UPP VIÐ ÞIG STRÍPALINGUR TAKTU AF ÞÉR HÚFUNA... VERTU NÚ EKKI SPÉHRÆDDUR Dagbók Í dag er laugardagur 16. apríl, 106. dagur ársins 2005 Víkverja brá nokkuðí brún á dögunum þegar hann sá í sjón- varpi auglýst lamba- læri sem ku vera þeim kostum prýtt að það er auðveldara að skera það en önnur lambalæri. Ekki það að Víkverji hafi nokk- uð við það að athuga að fólki sé gert auð- veldara fyrir að hafa til matinn, heldur það að í umræddri auglýs- ingu var það sér- staklega tekið fram að lambalærið væri þeim kostum búið að meira að segja karlinn gæti skorið það! Það verður nú bara að segjast eins og er að Víkverji varð eig- inlega alveg gapandi hissa á þessari fullyrðingu. Víkverji hefur hest- húsað fleiri lambalæri um dagana en hann kannski kærir sig um að vita. En hann minnist þess ekki að þar sem lambalæri hefur verið bor- ið á borð hafi kvenmaður nokkru sinni annast það að skera og skammta kjötið. Sá verknaður hef- ur alltaf verið í höndum húsbónd- ans á viðkomandi heimili. Víkverji fór að velta því fyrir sér hvort aðstæður hans væru á nokk- urn hátt óeðlilegar og hefur í kjölfarið gert afar óformlega skoð- anakönnun um málið. Hann sem sagt spurði fólk víða í kringum sig hver á þeirra heimili annaðist skurð og skömmtun á lamba- læri. Niðurstöðurnar eru allt að því sláandi en afar afgerandi. Af þeim sem svöruðu sögðu allir, já allir, að það væri heimilisfað- irinn sem bæri hitann og þungann af þessum verknaði. Tveir neituðu að svara. Víkverji hefur af megni stutt jafnréttisbaráttu kvenna með ráð- um og dáð og jafnan tekið málstað kvenna þegar þykir á hann hallað. En þarna er of langt seilst að mati Víkverja. Hvað sem tautar og raul- ar hefur skurður og skömmtun lambalæra verið karlmannsverk til þessa, það verður ekki af karl- mönnum tekið. Víkverji er hins vegar afar ánægður með að nú skuli komin fram ný tegund af lambalæri sem gerir kvenfólki kleift að annast verkið einnig. Og auð- vitað ætti auglýsingin að hljóða þannig! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Möguleikhúsið | Einleikurinn Gísli Súrsson í uppsetningu Kómedíuleik- hússins á Ísafirði verður sýndur í Möguleikhúsinu í Reykjavík dagana 20.– 24. apríl. Leikurinn er byggður á einni af ástsælustu Íslendingasögunum, um útlagann Gísla Súrsson. Sýningin var frumsýnd á Þingeyri í febrúar og hefur verið leikin víða um Vestfirði síðan eða um 20 sinnum. Höfundar einleiksins Gísli Súrsson eru þeir Elfar Logi Hannesson og Jón Stefán Kristjánsson, Elfar Logi leikur og Jón Stefán leikstýrir. Uppselt er á fyrstu sýningu þann 20. apríl, en laus sæti á sýningarnar fimmtudaginn 21. apríl og sunnudaginn 24. apríl. Sýningar hefjast kl. 20 og miðasala er í Möguleikhúsinu. Nánari upplýsingar á www.komedia.is. Útlagi suður um heiðar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hjartað eitt þekkir kvöl sína, og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér. (Orðskv. 14, 15.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.