Morgunblaðið - 16.04.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 16.04.2005, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 loforð, 4 kústur, 7 látin, 8 kindar, 9 óhljóð, 11 líffæri, 13 skrifa, 14 fúi, 15 ský á auga, 17 knæpum, 20 málmur, 22 fim, 23 af- kvæmi, 24 híma, 25 borgi. Lóðrétt | 1 starfsmenn á skipi, 2 logi, 3 hey, 4 harmur, 5 smástrákur, 6 þusa,10 ull, 12 máttur, 13 kveikur, 15 beinið, 16 vænir, 18 vöggu, 19 drap, 20 espa,21 þvættingur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 höfuðdags, 8 galin, 9 nagar, 10 und, 11 aktar, 13 ataði, 15 sýkna,18 grúts, 21 rór, 22 nakti, 23 ullin, 24 girni- legt. Lóðrétt | 2 örlát, 3 unnur, 4 dunda, 5 gegna, 6 ógna, 7 grói, 12 ann, 14 tær, 15 senn, 16 kikni, 17 arinn, 18 grufl, 19 út- læg, 20 sónn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er kraftmikill og áhugasamur þessa dagana. Hann finnur sig líka knú- inn til þess að tjá sig við aðra. Láttu gamminn geisa. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið verður að átta sig á aukinni þörf fyrir einveru. Notaðu tækifærið og dragðu þig í hlé. Leyfðu þér þann munað að hlúa að andlegu heilbrigði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Starf í klúbbi eða fé- lagasamtökum krefst athygli þinnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áhrifa nokkurra sterkra pláneta gætir í sólarkorti krabbans núna. Fólk veitir honum meiri eftirtekt fyrir vikið, einkum stjórnendur og áhrifafólk. Gakktu á lag- ið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er heltekið af ferðaþrá þessa dag- ana. Gerðu hvað þú getur til þess að víkka sjóndeildarhringinn. Ef þú kemst ekki burtu, má alltaf ferðast í huganum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Kynhvöt meyjunnar er virk um þessar mundir. Áhugi hennar á fjármálum og sameiginlegum eigum er álíka mikill. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sól (grunneðli) og Merkúr (hugsun) eru beint á móti vogarmerkinu núna og beina athygli hennar að sambandi við maka og nána vini. Dragðu lærdóm af þessum samskiptum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn hikar ekki við að fá vilja sínum framgengt, enda einkennist þrek hans af krafti og ákefð. Notaðu daginn til þess að skipuleggja þig betur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú væri upplagt fyrir bogmanninn að fara í frí. Ef hann á heimangengt væri ekki vitlaust að láta afþreyinguna ráða ferðinni. Farðu í bíó, á íþróttaleik og leiktu þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin hugsar bara um heimili og fjölskyldu um þessar mundir og sam- ræður við fjölskyldumeðlimi fá aukið vægi. Notaðu daginn og talaðu við for- eldri eða mikilvæga manneskju í þínu lífi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur mikla þörf fyrir að tjá sig við náungann um þessar mundir. Honum liggur eitthvað á hjarta. Ekki halda aftur af þér, segðu hug þinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hafðu gætur á peningamálunum á næst- unni. Þú sérð leiðir til þess að auka tekj- urnar, en eyðir jafnframt meiru. Fylgstu með. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú hefur frábæra kímnigáfu og ert jafn- framt rausnarleg og gefandi manneskja. Fólk veit að það getur reitt sig á góð- mennsku þína. Þú sýnir fjölskyldu þinni einstakt trygglyndi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Ásólfsskálakirkja | Ásólfsskálafjölskyldan og Guðjón Halldór Óskarsson standa fyrir hljóðfæraleik og söng. Safna fyrir end- urbótum á kirkjunni sem eru að hefjast. Velunnarar kirkjunnar endilega leggið þessu lið. Frjáls framlög. Reikningur kirkj- unnar 0182 26 3480 kt.: 430169-2549. Sóknarnefndin. Félagsheimilið Hvoll | Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika 18. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir W.A. Moz- art og Gordon Jacop. Mætum og hlustum á góða tónlist. Frír aðgangur er að tónleik- unum. Ketilhúsið Listagili | Óperudeild Tónlistar- skólans á Akureyri frumsýnir Töfraflautuna e. Mozart kl. 18:00 í Ketilhúsinu. Leikstjóri Sigríður Aðalsteinsdóttir. Píanól. Daníel Þorsteinsson. Þverflauta Una B. Hjart- ardóttir. Leikstjóri er Sigríður Aðalsteins- dóttir, píanóleikari Daníel Þorsteinsson. Miðasala við innganginn. Salurinn | Kammertónleikar kl. 13. Tón- leikar kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Tónlist eftir Bartók, Stravinsky, Schost- akovitch, Martinu og Enescu. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Þórir flytur óhefðbundið prógramm á tón- leikum í Galleríi Humri eða frægð. Einnig koma fram ca. 1 (Steini fyrrv. Quarashi- meðlimur) og raftónlistarmaðurinn Potski. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Skáhalli tilverunnar (Theo van Doesburg, Goya og aðrir). Café Karólína | Laugardaginn 16. apríl klukkan 14 opnar Baldvin Ringsted mynd- listarsýningu á Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Anna Hallin – Hugarfóstur – kort af samtali. Gallerí Dvergur | Baldur Bragason – Skúlptúrar. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson Af- gangar. Gallerí Gyllinhæð | 17% Gullinsnið kl. 14– 17. Sýnendur eru Árni Þór Árnason, Maríó Múskat og Sindri Már Sigfússon. Gallerí I8 | Hrafnkell Sigurðsson. Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu- málverk máluð á striga. Gallerí Terpentine | Halldór Ásgeirsson. Gel Gallerí | Guðbrandur kaupmaður sýnir verk sín. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmannahöfn og Hafnarborg hefur Jo- hannes Larsen-safnið sett saman stóra sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Þema sýningarinnar er „List og náttúra með augum Norður- landabúans“. Hafnarborg | Jóhannes Dagsson – „End- urheimt“. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum 1. hæð. Kaffir Krús | Sýning Birgis Breiðdal er opin til 30. apríl. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – Eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson. Olíumálverk og skúlptúrra unnir í leir og málaðir með olíulitum. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945. Rúrí Archive Endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Ragnar Axelsson – Framandi heim- ur. Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI Hörður Ágústsson Yfirlitssýn- ing. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Menntagátt | Menntagátt opnaði í febrúar myndasafn á vefnum menntagatt.is/ gallery. Þar hafa allir grunnskólanemendur haft tækifæri til að senda inn myndir til birtingar. Skilyrði er að myndirnar sýni á einhvern hátt íslenskan vetur. Hægt er að senda inn myndir fram til 18. apríl. Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex norrænna myndarlistarmanna frá Finn- landi, Danmörku og Íslandi. Saltfisksetur Íslands | Nú stendur yfir sýning Fríðu Rögnvaldsdóttur, sýninguna nefnir hún Fiskar og fólk. Allar myndirnar eru unnar með steypu á striga. Yzt – gallerí og listverslun | 16. apríl kl. 14.30–18 verður opnuð sýningin Vatns- heimar á verkum Mireyu Samper þar sem hún sýnir allmörg stór verk sem unnin eru með blandaðri tækni og vísa til vatnsins í öllum þess ólíku myndum. Sýningin stend- ur til 25. apríl. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc- ione – ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Þrastalundur, Grímsnesi | Sveinn Sig- urjónsson frá Galtalæk 2 í Rang- árvallasýslu sýnir olíumálverk í Þrasta- lundi. Sveinn er sjálfmenntaður í myndlistinni og hefur málað frá ferming- araldri. Þetta er í fyrsta skipti sem verk Sveins koma fyrir augu almennings og stendur sýningin til 26. apríl. Listasýning Ráðhús Reykjavíkur | Dropar af regni – Amnesty International á Íslandi í 30 ár. Sýningin gefur ágrip af þeim fjölda ein- staklinga sem félagar Íslandsdeildar Amn- esty International hafa átt þátt í að frelsa. Dans Breiðfirðingafélagið | Vorfagnaður Breið- firðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð laugardaginn 16. apríl. Hljómsveitin Mið- aldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi frá kl. 22–03. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslend- ingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Man- froni-bræðra. Opið kl. 11–17. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli skemmtir í kvöld. Broadway | Síðustu sýningar á söng- kabarettinum „Með næstum allt á hreinu“ sem hefur slegið í gegn. Leikarar eru þau Andrea Gylfa, Hera Björk, Vigdís Gunnars, Valur Freyr, Hjálmar Hjálmars og Jónsi auk frábærra hljómlistarmanna. Broadway | Dansleikur með hljómsveitinni Hunangi með Kalla Örvars í fararbroddi. Frítt inn. Cafe Amsterdam | Helgina 15. og 16. apríl: Hljómsveitin Svörtu Zapparnir spilar metal í anda Grjótsins og Rósenberg á Café Amsterdam alla helgina langt fram á morgun. Svörtu Zapparnir eru þeir Binni, bassa, Öbbi, gítar, Sigurjón Skærings, söngur, og Jói Motorhead, trommur. Café Victor | DJ Jón Gestur spilar dans- og RnB-tónlist að hætti hússins. Gaukur á Stöng | Hljómsveitin Bermuda spilar á Gauki á Stöng laugardagskvöldið 16. apríl. Ekki sitja heima. Hótel Hvolsvöllur | Hreimur og Árni Þór spila frá kl. 22. 20 ára aldurstakmark. Vet- ingastaður opinn frá kl. 18. Þriggja rétta kvöldverðartilboð frá kr. 2.150. Iðnó | Tríóið Cuesta Arriba frá Buenos Aires leikur á tangóballi í Iðnó laugardags- kvöldið 16. apríl. Húsið opnað kl. 21. Cuesta Arriba er á tónleikaferð um Evrópu og hef- ur undanfarið leikið á tangóklúbbum á Spáni, í Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu og Þýskalandi við miklar vinsældir. Kringlukráin | Pónik og Einar saman á ný og ætla að leika fyrir dansi helgina 15.–16. apríl. Roadhouse | Roadhouse um helgina 15. og 16. apríl. Föstudag og laugardag verður boðið til festivals þar sem stelpur borga 1.500 kr. og strákar 2.000 og drekka eins og þeir/þær geta af krana um nóttina. Dj le chef verður í búrinu og passar að allir verði í partígírnum. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Hilmars Sverrissonar ásamt stórsöngkonunni Helgu Möller heldur uppi dúndrandi stuði um helgina. Fréttir ITC-samtökin á Íslandi | ITC-samtökin halda upp á alþjóðadag samtakanna í dag. ITC eru þjálfunarsamtök þar sem aðilar sækja menntun og styrk til frekari sjálf- styrkingar. Fundir eru öllum opnir. http:// www.simnet.is. Fundir Flugvirkjasalurinn | Kvenfélagið Keðjan heldur fund í Flugvirkjasalnum Borgartúni 22, 18. apríl kl. 20. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna verður með „Opið hús“ í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, 19. apríl kl. 20. Her- dís Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur ræðir um reynslu einstaklinga af því að fá krabbamein og samskipti við heilbrigð- isstarfsmenn í lyfjameðferð. Hjálparbún- aður sýndur. Allir velkomnir. ReykjavíkurAkademían | Ný skýrsla um fjölmiðla og frumvarp til laga um RÚV verða til umræðu á fundi í dag kl. 12. Flutt verða nokkur ávörp og fulltrúar stjórn- málafl. skiptast á skoðunum í pallborði. Elfa Gylfadóttir, fjölmiðla- og fjarskiptafr. og starfsm. fjölmiðlanefnd., flytur erindi. Fundarst. og stjórnandi umræðna er Sig- ríður Árnadóttir. Snarrót | Á fundi MFÍK, Menningar- og friðarsamtakanna, 19. apríl kl. 18.30, munu Guðrún Ögmundsdóttir, Svala Norðdahl og Þuríður Bachmann segja frá för sinni til Palestínu. Á eftir verður seldur matur til styrktar ferð Örnu Aspar Magnúsardóttur til Palestínu í ágúst. Fundurinn er öllum op- inn. SPOEX | Aðalfundur SPOEX, Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, verður hald- inn 27. apríl kl. 20 á Grand hóteli Reykja- vík, Sigtúni 38. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa fjallar Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunardeildarstjóri um: Bláa lónið – nýja húðlækningastöð. Einnig verður fjallað um breytingar á húsnæði félagsins. Fyrirlestrar Sögufélag | Haraldur Bernharðsson flytur fyrirlesturinn: Austur í Reykir og Lauga í dag kl. 13.30–14.30, um nokkur sérkenni í beygingu örnefna, á vegum Nafnfræði- félagsins. Í beygingu örnefna má sjá ýmis sérkenni sem sjaldnast er að finna í beyg- ingu samnafna. Verkfræðideild Háskóla Íslands | Meist- arafyrirlestur í verkfræði verður 18. apríl kl. 13. Purevsuren Dorj heldur fyrirlestur á ensku um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Verkefnið heitir Thermoecon- omic Analysis of a New Geothermal Ut- ilization CHP Plant in Tsetserleg, Mongolia. Fyrirlesturinn verður í stofu 102 í Lögbergi. Allir velkomnir. Málstofur Klink og Bank | Í tengslum við sýninguna America vs America verður haldin mál- stofa í dag kl. 12–13.30, þar sem farið verð- ur nánar í sögu pólitískrar listar í Banda- ríkjunum og hvernig hægt er að nota list sem pólitískt verkfæri. Í kjölfarið verða síð- an umræður. Málstofan fer fram á ensku. Aðgangur er öllum opinn. Málþing Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur. Námskeið Alþjóðahúsið | Amal Tamimi, fé- lagsfræðingur frá Palestínu, heldur nám- skeið um konur og íslam 18. og 20. apríl kl. 20–22 báða dagana. Hvaða áhrif hefur ísl- am á líf kvenna í löndum múslima? Hvað segir Kóraninn og hver er raunveruleikinn? Verð er 5.000 kr. og skráning í síma 530 9300 og á amal@ahus.is. Félag íslenskra heilsunuddara | Félag ís- lenskra heilsunuddara heldur framhalds- námskeið um andlega uppbyggingu 18.–21. apríl, 1 og 2. Kennari Jarle Tamsen í Rós- inni, Bolholti 4. Nánari upplýsingar og skráning á www.nuddfelag.is og í síma: 694 2830, 690 7437. www.ljosmyndari.is | Þriggja daga nám- skeið (12 klst.) fyrir stafrænar myndavélar, 18., 20. og 21. apríl og 25., 27. og 28. apríl kl. 18–22, alla dagana. Verð kr. 14.900. Fyr- ir byrjendur og lengra komna. Skráning á www.ljosmyndari.is eða í síma 898 3911. Íþróttir Grand hótel Reykjavík | 20 ára afmæl- ismót Kraft í dag kl. 12. Auðunn Jónsson og Benedikt Magnússon mætast. Grunnskólinn Hellu | Fjölskylduskák í Grunnskólanum Hellu í dag kl. 10.30. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.