Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 61

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 61 MENNING LEIKKONAN Gwyneth Paltrow hefur viðurkennt að hún hafi þjáðst af minnisleysi síðan hún átti dóttur þeirra Chris Martins úr Coldplay Apple, í maí í fyrra. Áður segist hún hafa verið stál- minnug og t.d. átt mjög auðvelt með að leggja á minnið hinar erfiðustu línur – en Paltrow fékk Ósk- arsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Shakesperare in Love. „Ég var mjög minnug áður en eftir að ég eign- aðist barn man ég ekkert. Ég veit ekki einu sinni hvaða dag- ur er.“ Paltrow hafði lýst yfir fyrir fæðingu Apple að hún ætlaði að taka sér frí frá leiklistinni til að geta helgað sig barnauppeldinu, en hún virðist hafa gleymt því, vegna þess að hún hefur nú þegar leikið í einni mynd eftir fæðinguna, spennu- myndinni Running With Scissors. Paltrow ljóstraði upp um glímuna við minnisleysið þar sem hún ræddi við nemendur í leiklistarskólanum London’s Central Saint Martin Drama Center. Þar sagði hún einnig að það háði henni mjög hversu viðkvæm hún ætti til að vera og næm. Hún sagð- ist skynja vel hvort fólk í kringum hana væri niðurdregið eða í vondu skapi og taki það einum of mikið til sín. En þessi eiginleiki geti þó einnig verið góður fyrir hana sem leikkonu. Fólk | Leikkonan Gwyneth Paltrow Gleymin móðir Paltrow er orðin gleymin. DENNIS Quaid leikur fimmtugan mann sem lendir í því að 26 ára gam- all náungi, Topher Grace, er settur yfir hann sem auglýsingastjóri íþróttatímarits. Ekki nóg með það, heldur gerist ungi maðurinn svo djarfur að stíga í vænginn við dóttur hans. Þessi mynd er á köflum bráðfynd- in og sérstaklega þar sem þeir Quaid og Grace eiga stórskemmtilegan samleik. Það er langt síðan Quaid sást síðast í skemmtilegu hlutverki og Grace er smám saman að vinna sig upp í stærri hlutverk í Holly- wood. Það er ekki spurning að hann fær eitthvað að gera út á frammi- stöðu sína hér. Það sem ég saknaði helst í þessari mynd var hreinn tónn og stefna. Fyrir mér hefði myndin átt að vera um fimmtugan karakter Quaids sem lífið fellur yfir, og þannig ganga út frá því í heildarútfærslu mynd- arinnar. En hér fá ástarsaga unga fólksins og viðskiptasaga þeirra fé- laga, sem ættu að vera hliðarsögur, jafnmikið vægi og miðaldrakreppa Quaids, svo myndin skoppar úr einu í annað og verður að lokum um allt og ekkert í einu. Paul Weitz er hér í fyrsta sinn að gera mynd eftir eigin handriti. Mað- ur finnur fyrir hvernig frumleikinn togar í hann, en einhvern veginn tekur formúlan völdin af honum, ekki síst í lokin. En myndin er fín- asta afþreying, og það er aldrei að vita nema hann standist form- úlufreistingar í sínu næsta höfund- arverki. Dennis Quaid og Topher Grace fara að sögn vel með hlutverk sín í gam- anmyndinni Í góðu félagi. Hér eru þeir ásamt Marg Helgenberger. Ekkert og allt í einu KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Smárabíó Leikstjórn og handrit: Paul Weitz. Kvik- myndataka: Remi Adefarasin. Aðal- hlutverk: Dennis Quaid, Topher Grace, Scarlett Johansson og Marg Helgen- berger. 109 mín. Bandaríkin. Universal Pics 2004. Í góðu félagi (In Good Company)  Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.