Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 108. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Íþróttir, Enska knattspyrnan,
Lesbók, Börn og Lifun
Morgunblaðið er 136 síður í dag
GUÐRÚN Björk Sigurjónsdóttir,
frænka barnanna sem voru hætt
komin þegar þau duttu í sjóinn í
Kolgrafafirði í fyrradag, segir þátt-
töku í skyndihjálparnámskeiðum
algjörlega hafa skipt sköpum í því
að þau lifðu slysið af. Segir hún
mikilvægt að foreldrar og aðrir
sem hafi með börn að gera sæki sér
reglulega skyndihjálparþekkingu.
Að sögn Guðrúnar hlupu börnin
tvö, Þóra Björg, systurdóttir Guð-
rúnar, og Guðmundur Viktor,
frændi hennar, sem bæði eru
þriggja ára, niður kambinn og
tókst ekki að stöðva sig áður en þau
lentu í sjónum. Það hefur sennilega
orðið þeim til happs að veður var
hið blíðasta og Guðrún sá húfur
þeirra á floti í sjónum. „Ég hugsaði
að krakkarnir hefðu misst húf-
urnar í sjóinn og labbaði rösklega
að. Þá sá ég allt í einu höndina á
litla stráknum upp úr vatninu og
hljóp af stað,“ segir Guðrún, en
dóttir hennar, Marey Þóra, sem
var með í för, elti móður sína og óð
sjóinn upp í klof. Guðrún náði taki
á litla drengnum og kom Marey
Þóra honum í land. Því næst synti
Guðrún til systurdóttur sinnar,
sem þá þegar var orðin meðvitund-
arlaus, og náði taki á henni. Gerði
hún lífgunartilraunir á henni bæði
á leiðinni að bakkanum og þegar
upp á land var komið.
Froðufelldi á ströndinni
Að sögn Guðrúnar froðufelldi
litla stúlkan á ströndinni. Var hún
öll næpuhvít þannig að Guðrún
hljóp með hana í bílinn þar sem
stúlkan kastaði upp og losaði sig
með þeim hætti við sjóinn sem hún
hafði gleypt.
Drengurinn litli fékk mikið af sjó
í magann og hefur að sögn Guð-
rúnar verið með miklar melting-
artruflanir. Stúlkan fékk hins veg-
ar mikinn vökva í lungun, en er á
góðum batavegi. Guðrún er búin að
fara á þrjú slysanámskeið hjá
Rauða krossinum og hefur sótt
skyndihjálparnámskeið á lækna-
stofunni þar sem hún vinnur. /4
Guðrún Björk Sigurjónsdóttir bjargaði börnum úr sjónum í Kolgrafafirði
Skyndihjálpar-
þekkingin
skipti sköpum
Morgunblaðið/ÞÖK
Guðrún Björk Sigurjónsdóttir ásamt systurdóttur sinni, Þóru Björgu,
sem hún, með aðstoð dóttur sinnar, bjargaði úr sjó á Snæfellsnesinu.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Róm. AFP. | Páfagarður gagnrýndi í
gær frumvarp spænsku stjórnarinn-
ar um að heimila samkynhneigðum
pörum að ganga í hjónaband og ætt-
leiða börn. Neðri deild spænska
þingsins samþykkti frumvarpið á
fimmtudag og talið er að efri deildin
samþykki það einnig.
Alfonso Lopez Trujillo, formaður
ráðs sem fer með fjölskyldumál í
Páfagarði, sagði í viðtali við ítalska
dagblaðið Corriere della Sera að
frumvarpið væri „mjög ranglátt“ og
ekki væri hægt að þröngva því upp á
fólk. Hann hvatti opinbera embætt-
ismenn til að neita að gefa samkyn-
hneigð pör saman, jafnvel þótt það
gæti orðið til þess að þeir misstu
embætti sín.
Maria Teresa Fernandez de la
Vega, næstæðsti ráðherrann í stjórn
spænska Sósíalistaflokksins, varði
frumvarpið á blaðamannafundi síðar
um daginn og sagði að embættis-
menn ríkisins yrðu að fara eftir þeim
lögum sem þingið setti.
Páfagarður
gagnrýnir
spænska
frumvarpið
Embættismenn hvattir
til að neita að gefa sam-
kynhneigð pör saman
AP
Mikil flóð í
Serbíu og
Rúmeníu
ÍBÚAR þorpsins Jasa Tomic, um 80 km
norðaustur af Belgrad, höfuðborg Serbíu,
bjarga hér svíni einu frá drukknun en
mikil flóð undanfarna daga hafa leikið fólk
á þessum slóðum afar grátt. Þurftu þús-
undir manna að flýja heimili sín í Jasa
Tomic og mörg hús eyðilögðust raunar í
vatnavöxtunum. Jasa Tomic er nálægt
landamærunum að Rúmeníu. Þar hafa
miklar rigningar einnig valdið flóðum síð-
ustu daga og m.a. lést öldruð kona í Hune-
doara-héraði. Árnar Timis, Bega og
Cerna í Rúmeníu flæddu yfir bakka sína
og eru tugþúsundir hektara ræktarlands
nú undir vatni.
Alexandríu í Virginíu. AP. | Frakkinn Zacarias
Moussaoui lýsti sig í gær sekan um aðild að
samsæri um að myrða Bandaríkjamenn en
málið tengist árásunum 11. september
2001. „Ég býst ekki við
neinni vægð,“ sagði
Moussaoui fyrir dóm-
ara í Virgíníu-ríki en
játning hans gæti þýtt
að hann yrði dæmdur
til dauða.
Dómarinn í málinu,
Leonie Brinkema, tók
sektaryfirlýsingu
Moussaoui gilda sem
þýðir að Frakkinn er fyrsti maðurinn sem
hlýtur dóm fyrir árásirnar á Bandaríkin.
Verjendur Moussaoui höfðu reynt að fá
hann ofan af því að lýsa sig sekan og sögðu
þeir hann ekki í andlegu ástandi til að gera
það. Dómarinn hafði hins vegar fyrir
nokkru úrskurðað að andlegt ástand sak-
borningsins væri nógu gott til að hann gæti
tekið ákvörðun um þetta sjálfur.
Moussaoui sagði m.a. fyrir rétti í gær að
hann hefði verið í þjálfun með það í huga að
fljúga þotu af gerðinni Boeing 747 á Hvíta
húsið í Washington. Átti sú aðgerð þó ekki
að fara fram 11. september 2001 heldur
síðar.
Zacarias Moussaoui
Átti að fljúga á Hvíta
húsið í Washington
Fyrstur til
að hljóta
dóm fyrir
árásirnar
San Jose. AP. | Lögreglan í San Jose í Kaliforníu
telur nú að frásögn konu, sem nýlega staðhæfði
að hún hefði bitið í mannsfingur er hún var að
gæða sér á chili-rétti frá bandarísku hamborg-
arakeðjunni Wendy’s, hafi verið gabb. Konan var
handtekin í gærmorgun í tengslum við málið og
sökuð um tilraun til þjófnaðar.
Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkj-
unum og skaðað ímynd Wendy’s en Anna Ayala
hélt því fram að hún hefði fundið 3,8 cm fing-
urbrot, með vel snyrtri nögl, í chili-réttinum sín-
um 22. mars sl.
Ollu staðhæfingar hennar því að viðskiptavin-
um Wendy’s í Kaliforníu fækkaði snarlega; sagði
Rob Davis, lögreglustjóri í San Jose, í gær að
Wendy’s hefði tapað 2,5 milljónum dollara, um
150 milljónum ísl. kr., vegna staðhæfinga Ayala.
Þá hafði Wendy’s neyðst til að hefja allsherjar
leit að eiganda fingursins, var m.a. kannað hvort
nokkur starfsmaður fyrirtækisins hefði misst
fingur á síðustu vikum. Hafði fyrirtækið boðið
hverjum þeim 100.000 dollara sem gefið gæti upp-
lýsingar um eiganda fingursins.
„Rannsókn okkar bendir því til að hin sönnu
fórnarlömb í þessu máli hafi í reynd verið eigandi
Wendy’s, rekstraraðilar og starfsfólk hér í San
Jose,“ sagði Davis lögreglustjóri í gær. Hann vildi
þó ekki greina frá því hvernig staðið hefði verið
að gabbinu og enn er ekkert vitað nákvæmlega
um það hvaðan mannsfingurinn kom.
Er handtakan í gær sögð byggjast á frásögn
tveggja vitna sem munu hafa upplýst að Ayala
hafi lýst því fyrir þeim er hún setti fingurinn í
chili-réttinn sinn. Ayala hugðist upphaflega fara í
mál við Wendy’s en hætti við er böndin tóku að
berast að henni.
Telja „fingurmálið“ nú hafa verið gabb